Fréttablaðið - 11.07.2012, Blaðsíða 44
12. júlí 2012 FIMMTUDAGUR36
bio@frettabladid.is
36
Kvikmyndin Magic Mike
var frumsýnd í Sambíó-
unum í gærkvöldi. Myndin
skartar Channing Tatum,
Alex Pettyfer og Matthew
McConaughey í aðalhlut-
verkum.
Magic Mike segir frá vandræða-
pésanum Adam sem kynnist
fatafellunni Mike Lane og leið-
ist Adam í kjölfarið út í starfið.
Mike tekur að sér að kenna Adam
dansspor, sviðsframkomu og allt
sem viðkemur skemmtanalífinu.
Adam tekur sér sviðsnafnið The
Kid og hefur feril sinn sem fata-
fella á skemmtistaðnum Xquisite,
þetta gerir hann í óþökk systur
sinnar sem hefur af honum mikl-
ar áhyggjur. Starfið býr þó yfir
skuggahliðum og þeim fær Adam
fljótt að kynnast er hann sekkur
dýpra og dýpra í heim fíkniefna
og skyndikynna. Á hinn bóginn
hyggst Mike segja skilið við brans-
ann og hefja nýtt og betra líf.
Með hlutverk fatafellanna fara
FELLA KLÆÐI FYRIR PENINGA
■ Handrit myndarinnar er að hluta
til byggt á reynslu Channings
Tatum. Hann framfleytti sér með
strippdansi í Flórída þegar hann
var aðeins nítján ára gamall
og kynntist þá ólíkum hliðum
starfsins.
■ Árið 2010 sagði Tatum að hann
vildi fá leikstjórann Nicolas Refn
til að leikstýra myndinni. „Sá sem
gerði kvikmyndina Bronson. Hann
væri nógu klikkaður til að gera
hana,“ sagði leikarinn.
■ Í viðtali við Out Magazine sagði
Tatum að hann hefði lært ýmis-
legt af því að stunda strippdans.
„Maður lærir sitt hvað um sjálfan
sig, konur og karla og upplifir
margt niðurdrepandi. En á sama
tíma getur skuggahlið lífsins verið
spennandi. Það er svolítið eins
og maður horfist í augun við
dauðann hvert kvöld.“
■ Matthew McConaughey sagði
persónu sína, Dallas, vera blöndu
af Clockwork Orange og Jim
Morrison.
SKUGGAHLIÐARNAR SPENNANDI
Á SVIÐI Magic Mike segir frá hópi manna sem sjá fyrir sér sem fatafellur. Myndin var frumsýnd í gær og hefur hlotið góða dóma.
Channing Tatum, Matthew McCo-
naughey, Alex Pettyfer, Matt
Bomer og Joe Manganiello. Með
önnur hlutverk fara Cody Horn og
Olivia Munn.
Leikstjóri myndarinnar er enginn
annar en Steven Soderbergh sem
hefur leikstýrt myndum á borð
við Out of Sight, Erin Brockovich,
Traffic og Ocean‘s Eleven. Soder-
bergh er einnig framleiðandi
myndarinnar ásamt Tatum.
Myndin hefur fengið glimrandi
dóma og á vefsíðunni Rottentom-
atoes.com hlýtur hún 77 prósent
ferskleikastig frá kvikmyndagagn-
rýnendum sem hrósa danshöfund-
inum Allison Faulk fyrir vel unnin
störf og leikstjóranum sem tekst
vel með að gera áhugaverða kvik-
mynd um hóp fatafella. Chann-
ing Tatum kemur að auki á óvart
í hlutverki sínu og er sagður sýna
meiri dýpt í leik sínum en oft áður.
MÖGULEG KVIKMYND Leikarinn Bryan Cranston útilokar ekki þátttöku sína verði kvikmynd byggð á þátt-
unum Breaking Bad að raunveruleika. „Ég mundi taka þátt – en ég veit ekki hvernig þáttaröðin mun enda,“ sagði
leikarinn og átti þá við persónu sína Walter White og endalok hans.
Framleiðslufyrirtækið Lionsgate
hefur staðfest að kvikmyndin sem
byggð er á þriðju og síðustu bók-
inni um Hungurleikana verður
skipt í tvo hluta.
Fyrsta myndin, sem byggð var
á bókum Suzanne Collins, sló í
gegn og bíða margir spenntir
eftir framhaldinu en næsta mynd,
Catching Fire, kemur út í nóvem-
ber 2013. Nú hefur Lionsgate stað-
fest að síðasta bókin, Mockingjay,
verður að tveimur kvikmyndum
og mun fyrri hlutinn verða frum-
sýndur í nóvember árið 2014. Síð-
ari myndin verður svo sýnd ári
seinna, eða í nóvember 2015.
Þríleikurinn gerist í óskil-
greindri framtíð og segir frá
hinni ungu Katniss Everdeen sem
tekur þátt í raunveruleikaþætti
sem nefnist Hungurleikarnir í
stað yngri systur sinnar. Hung-
urleikarnir eru þó ekkert gam-
anmál heldur barátta upp á líf og
dauða og aðeins einn stendur uppi
að leikslokum.
Síðasta bókin verður
að tveimur myndum
STAÐFEST Leikkonan Jennifer Lawrence
mun ekki segja skilið við persónuna
Katniss Everdeen fyrr en árið 2015.
Leikkonan Nina Arianda hefur
verið valin til að leika söngkonuna
Janis Joplin í kvikmynd sem segir
frá síðustu sex mánuðum í ævi
Joplin. Leikstjóri myndarinnar er
Sean Durkin, sá sami og leikstýrði
Martha Marcy May Marlene.
Nina Arianda var valin fram
yfir leikkonuna Zooey Deschanel
og söngkonuna Pink til að fara með
hlutverk hinnar einstöku Joplin.
Arianda er betur þekkt sem sviðs-
leikkona og hefur meðal annars
unnið til Tony-verðlaunanna fyrir
leik sinn en einnig komið fram í
kvikmyndum, og lék í Midnight
in Paris í leikstjórn Woodys Allen.
Áætlað er að kostnaður við
gerð myndarinnar nemi allt að 2,6
milljörðum króna. Peter Newman,
framleiðandi myndarinnar, hefur
unnið að verkefninu í tólf ár og
stefnir á að tökur hefjist í byrjun
næsta árs.
Leikur Janis Joplin
JOPLIN Nina Arianda hreppti hlutverk Janis Joplin í mynd sem segir frá lífi söng-
konunnar skömmu áður en hún lést. NORDICPHOTOS/GETTY
Á meðan flestar stúlkur munu
líklegast flykkjast í bíóhúsin til
að sjá myndina Magic Mike, sem
fjallað er um hér að ofan, bjóða
bíóhúsin þó upp á fleira góðgæti í
vikunni því auk hennar voru tvær
gamanmyndir frumsýndar í gær.
Höfundur vinsælu fullorðins-
teiknimyndanna Family Guy og
American Dad, Seth MacFarlane,
hefur gert sér lítið fyrir og skellt
í sína fyrstu kvikmynd í fullri
lengd, grínmyndina Ted. Myndin
fjallar um samband Johns Ben-
net við bangsann sinn, Ted, sem
vaknar til lífsins eftir að John
óskar þess sem barn. Þeir John
og Ted urðu strax óaðskiljan-
legir en málin flækjast þó þegar
árin líða, stelpur fara að koma inn
í myndina og áhugasviðin breyt-
ast. Hinn klúri bangsi þarf á end-
anum að læra að standa á eigin
fótum og gerir það með kostuleg-
um afleiðingum eins og reikna má
með þegar MacFarlane er annars
vegar. MacFarlane fer sjálfur með
rödd bangsans, en í aðalhlutverk-
um eru Mark Wahlberg og Mila
Kunis.
Ný mynd um félaga okkar af
Ísöld kom einnig í bíóhúsin í gær
en þessi fjórða mynd ber heitið
Heimsálfuhopp. Í kjölfar nátt-
úruhamfara klofnar heimurinn
í heimsálfur og við það verða
Manni, Diego og Siddi viðskila
við restina af hópnum. Þeir leggja
í mikla ferð til að komast aftur
heim og lenda í hinum ýmsu ævin-
týrum á leiðinni, eins og við er að
búast af þeim. Á meðan heldur
Scrat áfram hinum eilífa eltinga-
leik við hnetuna sína. - trs
Klúrir bangsar og Heimsálfuhopp
LIFANDI BANGSI Áhugasvið bangsans Ted breytast með aldrinum, eins og hjá
flestum öðrum. Hann lendir í ýmsum skoplegum ævintýrum í fyrstu kvikmynd Seths
MacFarlane í fullri lengd, sem ber nafnið Ted.
Ótrúlegt
úrval íbúða til sölu
eða leigu!
STÆRSTI
HÚSNÆÐISVEFUR
LANDSINS