Fréttablaðið - 11.07.2012, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 11.07.2012, Blaðsíða 50
12. júlí 2012 FIMMTUDAGUR42 golfogveidi@frettabladid.is Inga Rafni Sigurðssyni tókst að brjóta flugustöng- ina sína í viðureign við 15 gramma urriða. Hann bind- ur vonir við að verða kosinn veiðimaður ársins í Svart- höfðafélaginu. Ingi Rafn Sigurðsson, fram­ kvæmdastjóri Karolina Fund, er fæddur 1980. Ingi situr fyrir svörum á veiðisíðu Fréttablaðs­ ins í dag. Hvenær byrjaðir þú að veiða á stöng og hvað varð þess valdandi að þú byrjaðir að veiða? Ég hóf minn veiðiferil af alvöru vegna þrýstings frá ekki ómerkari manni en barnabarni Björns Blön­ dal rithöfundar, honum Þórmundi Blöndal. Hann neyddi mig með sér á einn skemmtilegasta lax­ veiðistað Borgarfjarðar, Svart­ höfða í Hvítá, en afi hans skrifaði einmitt um þann veiðistað í sínum bókum. Hvert var fyrsta veiðivatnið sem þú stundaðir? Ég fór í Hítar­ vatn með pabba mínum þegar ég var krakki. En núna fer ég árlega í Reyðarvatn. Á hvað veiddir þú og á hvað veiðir þú? Ég veiddi á skeiðarfæri þá. En kýs flugu eða orm í dag. Það fer þó allt eftir því á hvaða stað ég er að veiða. Eftirminnilegasti fiskurinn? Fimmtán gramma urriði í Með­ alfellsvatni. Flugustöngin mín brotnaði í þeim bardaga. Það voru vitni að þessu. Í alvöru, hann var fimmtán grömm. Uppáhaldsveiðistaðirnir? Svarthöfði í Borgarfirði, Flóka­ dalsá og Fossá í Reyðarvatni. Veiða/sleppa? Grilla og henda. Uppáhaldsflugurnar? Dokt­ or Blöndal er sérstaklega hönn­ uð fyrir Borgarfjörðinn. Hún er blágrá með litlum fjöðrum og virkar á allar tegundir fiska í Borgarfirði. Að því er ég best veit þá getur einungis einn maður á landinu hnýtt þá flugu, Björn Theodórsson hjá Vatni og sjó ehf. Áttu þér fasta punkta í veið- inni; vorveiði, haustveiði, sér- stakar ár eða vötn? Já, sem með­ limur í Veiðifélaginu Svarthöfða þá fer ég í eina fasta vorveiði sem getur verið hvar sem er á landinu. Einnig hef ég farið undanfarin ár í opnun Flókadalsár. Einu sinni á ári förum við í Reyðarvatn. Árleg haustveiðiferð Svart­ höfðafélagsins er haldin í Svart­ höfða samhliða aðalfundi og fer þá fram kosning veiðimanns ársins og formanns félagsins. Formanns­ efnum er skylt að halda framboðs­ ræðu og sé ekkert mótframboð er einhver úr félaginu skyldaður í mótframboð við sitjandi formann. En þess ber að geta að Þórmund­ ur Blöndal hefur aldrei tapað for­ mannskosningu. Í ár er ég að vonast til þess að þessi grein um mig í Frétta­ blaðinu dugi til þess að ég verði kosinn veiðimaður ársins. En það er næstæðsti titill félagsins og titl­ inum fylgir glæsilegur farandbik­ ar, kolsvartur rauðmagaskúlptúr eftir Kjartan Ragnarsson. Hvar á að veiða í sumar? Í ár fór félagið í vorveiði í Steins­ mýrarvötn og einnig fengum við að kíkja í Blöndu með öðru veiði­ félagi. Ég fór í opnun Flóku og veiddi ekkert þar í fyrsta skipti á ævinni. En grunur leikur á að það hafi einhverjir hálfvitar á dýrum jeppa verið að skemma veiðistað­ ina þetta árið. Eina ferð hef ég farið í Svarthöfða og fer í Reyðar­ vatn um miðjan júní. Svo verður hápunktinum náð í haust í hinni árlegu Svarthöfðaferð. Hvernig er uppáhaldsveiðisag- an þín? Það eru sögurnar hans Björns Blöndal. gar@frettabladid.is Fimmtán gramma urriði í Meðalfellsvatni braut stöng Við árbakkann Ingi Rafn Sigurðsson með hann á í Svarthöfða. Mynd/ÚR eInkaSafnI allt að gerast Lax kominn á land í Svarthöfðanum. Mynd/ÚR eInkaSafnI sVarthöfði einn af eftirlætisveiðistöðum Inga Rafns er í Svarthöfða. Hér stendur hann við. Mynd/ÚR eInkaSafnI TONY BENNETT Í ELDBORGARSAL HÖRPU FÖSTUDAGINN 10. ÁGÚST N Ú S T Y T T I S T Í T Ó N L E I K A Á R S I N S MIÐASALA Í MIÐASÖLU HÖRPU, Á HARPA.IS, MIÐI.IS OG Í SÍMA 528 5050. S HELGASON steinsmíði síðan 1953 SKEMMUVEGI 48 200 KÓPAVOGUR SÍMI:557 6677 WWW.SHELGASON.IS laxar veiðast þessa dagana að meðaltali á hverjum degi í Eystri-Rangá. Á vef leigutakans segir að laxinn sé einni til tveimur vikum fyrr á ferðinni en venjulega. 25-30 Veiðin á þremur efstu svæðum Blöndu hefur farið afar hægt af stað fyrstu þrjár vikur veiðitíma­ bilsins. Þannig hafa aðeins verið bókaðir tíu laxar á stangirnar þrjár á svæði III, sautján laxar á sex stangir á svæði II og 22 laxar á þrjár stangir á svæði IV. Veiðin er því nokkuð lítil á hverja stöng á þessum svæðum eða lauslega reiknað 0,2 laxar á hvern stangardag sem er í boði. Þess ber þó að geta að viðveran á svæði II hefur ekki verið mikil. Hins vegar hafa um 300 laxar komið á land á svæði I að sögn Birgittu H. Halldórsdóttur, veiðivarðar á Syðri­Löngumýri. Blanda er þannig alls komin í um 350 veidda laxa. Birgitta segir menn þó hafa séð talsverðar nýjar göngur í ána á síðustu dögum. Birgitta, sem einnig annast veiðivörslu í Svartá, segir að menn sem voru þar við veiðar í gærmorgun hafi verið kampa­ kátir eftir að hafa veitt sjö laxa úr göngu sem þá fór upp ána. Í Svartá var heildartalan komin í 30 laxa. - gar Dræmt efra í Blöndu: Fimmtíu á 252 stangardögum Í blöndu fallegur lax á Breiðunni á svæði IV. laxar voru komnir í gegn um teljarann í Krossá á Skarðsströnd fyrir viku og 20 komnir á land að því er segir á vef Hreggnasa. Er það sagt vera algjört met miðað við árstíma. 94 19. maí 2011 FI T50 lf i i fr tt l i .is Tugþúsundir laxa stefna að strönd Íslands í leit að uppeldisánni sinni. Veiði- menn bíða í ofvæni vitandi að stutt er í ævintýri við einhverja af þeim rúmlega áttatíu ám hér á landi sem fóstra lax í verulegu magni. Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF), sem Orri Vigfússon veit- ir forstöðu, hefur dregið upp þessa mynd um hvar í hafinu laxinn er í skjóli frá manninum, meðal ann- ars þar sem samningar NASF hafa tryggt að netaveiði hefur verið aflögð. Kortið sýnir einnig þá staði sem villtir laxastofnar eru í mestri hættu, að mati Orra og hans manna. Stórtækar fiskveiðar eru stund- aðar á stórum svæðum þar sem lax heldur til í hafinu. Veiðarnar, í Norðursjó og Norðaustur-Atlants- hafi, ná til sandsílis og loðnu fyrir fiskimjölsiðnað. Uppsjávarveiðar eru einnig á makríl og síld á hluta af þessu svæði, þar sem laxinn er í fæðuleit í efri lö m sjávar. Marg- ir óttast að við veiðarnar sé drep- inn lax af ýmsum stærðum sem meðafli við veiðar áðurnefndra tegunda. NASF, og fjölmargir ðrir, full- yrðir að fiskeldisiðnaðurinn, og þá sérstaklega í Noregi, valdi sjúk- dómum í villtum laxi og að lús berist frá sjókvíum í göngufisk. GLÆSIFISKUR „Eins og að togast á við jarðýtu,“ segir Hinrik um viðureignina. „Enda slagar hann upp í lambsskrokk að þyngd.“ MYND/HINRIK VEIÐI Hinrik Óskarsson stangveiði- áhugamaður veiddi tuttugu punda Öxarárurriða í Þingvallavatni á dögunum. Urriðinn er sá elsti sem veiðist eftir merkingu, en númer- að plastmerki var fest í fiskinn í Öxará fyrir níu árum. Fiskurinn var þá þegar sjö ára, svo hann er sextán ára í dag, en Hinrik gaf glæsifiski sínum líf. Urriðinn, sem Hinrik veiddi á flugu, var 92 sentimetra löng hrygna. Miðað við holdafar fisks- ins af myndum að dæma hefur hann verið tíu kíló hið minnsta að sögn sérfróðra, en Veiðimálastofn- un segir frá á heimasíðu sinni. Hrygnan veiddist fyrst í Öxará haustið 2002 en var sleppt aftur merktri í ána. Hún var þá fimm pund að þyngd. - shá Veiddi elsta merkta urriða sem sögur fara af: Urriði merktur 2002 Alma Rún Alma Rún er ein af betri sjó- bleikjupúpunum. Flugan var fyrst hönnuð við Hlíðarvatn og hefur gefið góðan afla þar í vor. Uppskrift. Öngull - Hefðbundinn votflugu- öngull Tvinni - Svartur UNI 8/0 Stél - Appelsínugult Glo-Brite Búkur - Svart Vinyl Rib Medi- um Haus - Gullkúla og appelsínu- gulur tvinni vafinn framan við. Uppskrift og mynd af Flugan.is Góð í sjóbleikjuna FL U G A N „Veiðimenn voru mjög ánægðir og tókst þetta það vel að við erum strax byrjuð að hugsa um þetta sem fastan lið,“ segir Stefán Sig- urðsson hjá Lax-á, sem um síðustu helgi bauð tilvonandi veiðimönnum í Ytri-Rangá og Eystri-Rangá upp á veiðileiðsögn á bökkum án a. Stefán segir alls um tuttugu áhugamenn hafa mætt á sunnu- deginum við Eystri-Rangá. „Byrj- að var uppi á svæði níu, eða efsta veiðistað, og síðan farið niður ána, svæði fyrir svæði, og endað við ármót Eystri-Rangár og Þverár,“ segir Stefán, sem kveður yfirferð- ina hafa tekið um fimm klukku- stundir. Sen fyrr segir býst Stefán við að leikurinn verði endurteki n. „Enda er það alveg einnar veiði- ferðar virði að fá svona rennsli með staðarhaldara sem er við veið- ar alla daga sumarsins í viðkom- andi á,“ segir hann. - gar Vorleiðsögn í Rangárnar sögð einnar ferðar virði: Fastur liður við bakkana VIÐ EYSTRI-RANGÁ Ólafur Björnsson yfirleiðsögumaður sýnir mannskapnum aðstæður við Móbakka í Eystri-Rangá. Hættur hafsins eru margar Eins að erfðablöndur frá eldislaxi sem sleppur úr kvíum ógni gena- mengi villtra laxa sem hefur þró- ast í milljónir ára og gerir fiskn- um kleift að fara um langan veg frá uppeldisstöðvum, og allt þar til hann gengur til baka í árnar. Hagsmunirnir eru miklir en eldismenn bera fyrir að söguleg lægð margra laxastofna verði ekki rakin til eldis sérstaklega. Er nefnt til sögun ar fjölmargt annað eins og mengun, virðingarleysi við upp- eldisárnar sem eyðileggja hrygn- ingarstaði og veiðiálag. - shá DVÖL LAXINS Í ATLANTSHAFINU Þessi skýringarmynd dregur fram hvar laxinn lifir í hafinu og hvaða hætt r steðja að honum áður en hann snýr til baka í árnar. MYND/NASF Örugg svæði Nokkuð af laxi veiðist sem meðafli Laxveiði í net. Grænland Ísland Færeyjar Nýfundnaland Kanada Bandaríkin Írland Skotland England Wales Frakkland Spánn Þýskaland Danmörk Svíþjóð Noregur Loftlagsbreytingar og fæðu- skortur hefur leitt til þess að lax leitar sífellt norðar. NASF – Staðan í hafinu sumarið 2011 Samningar hafa verið gerðir við 85 prósent allra sem veiða villtan lax í net. *Þessi veiði er laxveiði í net þar sem net og lína veiða lax óháð því af hvaða stofni fiskurinn er; eða tekinn er lax úr mörgum ám. Þetta þýðir að þessar veiðar drepa lax úr ám þar sem stofninn er fyrir neðan sjálfbær mörk eða úr ám þar sem lax er jafnvel í útrýmingarhættu. Netaveiði Norðmanna drepur lax sem er á leið sinni í rúss- neskar eða finnskar ár. Net sem taka lax sem leitar í sænskar ár auk laxa frá ám í öðrum löndum á þessu svæði í Evrópu. Reknet hafa verið notuð á þessu svæði, og drepa m.a. lax. Skotar stunda netaveiði sem tekur lax víða að. Frá fiskeldi berst laxalús og sjúkdómar sem skaða villtan lax. Því er haldið fram að fiskeldi sé aðalástæða þess að stofnar í norskum ám hafa orðið illa úti. NASF styður fram- kvæmdir við að fjarlægja stíflur í þekktum lax- veiðiám. Fiskeldi í Fundy-flóa er talið hafa mjög neikvæð áhrif á villta laxastofna á svæðinu. Örugg svæði Nokku af laxi veiðist sem meðafli Laxveiði í net* NASF – Staðan í hafinu sumarið 2011 Samningar hafa verið gerðir við 85 prósent llra sem veiða villtan lax í net. Atlantshafslaxinn finnst við strendur Norður- Ameríku. Hann lifir við suður- og austurströnd Grænlands, umhverfis Ísland og Færeyjar og við Bretlandseyjar. Atlanshafslaxinn finnst einnig við strendur meginlands Evrópu, allt frá Portúgal norður á Kólaskaga í Rússlandi. Fréttavefurinn vísir.is hefur opnað síðu fyrir stangveiðimenn þar sem fjallað verður um veiði frá ýmsum sjónarhornum. Þessi þjónusta fellur undir íþróttaefni á visir.is og má þar finna veiðifréttir úr öllum áttum, hvort sem um er að ræða lax- og silungsveiði, veiðar á sjóstöng eða skotveiðar. Umfjöllun um veiði á visir.is 49 550 PRÓSENT mælist veiðiálagið á laxastofn Gljúfurár í Borgarfirði, samkvæmt upp- lýsingum úr nýjum teljara í ánni. LAXAR gengu í ána sumarið 2010 og veiddist 271 þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.