Fréttablaðið - 11.07.2012, Blaðsíða 40
12. júlí 2012 FIMMTUDAGUR32 32tónlist
TÓNNINN GEFINN
Trausti Júlíusson
Í SPILARANUM
tonlist@frettabladid.is
Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds-
son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is
Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is.
Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista
Skýringar:
TÓNLISTINN
Vikuna 21. - 27. júní 2012
LAGALISTINN
Vikuna 21. - 27. júní 2012
Sæti Flytjandi Plata
1 Helgi Björns & reið. vind. ...........Heim í heiðardalinn
2 Of Monsters And Men ...........My Head Is An Animal
3 Sigur Rós ...................................................................Valtari
4 Justin Bieber .......................................................... Believe
5 Ýmsir ................................................................. Pottþétt 57
6 Bjartmar Guðlaugs. Hippinn, Sumarliði og allir hinir
7 Bubbi Morthens......................................................Þorpið
8 Hafdís Huld .....................................................Vögguvísur
9 Mugison ....................................................................Haglél
10 Tilbury .....................................................................Exorcise
Sæti Flytjandi Plata
1 Valdimar ............................................................ Þú ert mín
2 Loreen ..................................................................Euphoria
3 Lykke Li .......................................................I Follow Rivers
4 Tilbury ................................................................Tenderloin
5 Fun ..................................................................Some Nights
6 Kiriyama Family ...............................................Weekends
7 Jón Jónsson .........................................................All, You, I
8 The Black Keys ..................................... Dead And Gone
9 Ásgeir Trausti ................................................. Leyndarmál
10 Train ....................................... 50 Ways To Say Goodbye
Þýska hljómsveitin Can er ein af áhrifamestu sveitum sögunnar. Hún
starfaði upphaflega á árunum 1968–1979 og var á hátindi ferilsins
með plötum eins og Tago Mago (1971), Ege Bamyasi (1972) og Future
Days (1973). Meðlimir Can hafa komið nokkrum sinnum saman eftir
að hún hætti 1979, aðallega til tónleikahalds. Þann 18. júní síðast-
liðinn gaf plötufyrirtæki sveitarinnar Spoon, í samvinnu við Mute
Records, út þriggja diska pakka með áður óútgefnu efni. Í pakkanum
eru þrjátíu lög, hljóðrituð á árunum 1968–1977. Þau voru valin eftir að
Irmin Schmidt og Jono Podmore fóru í
gegnum þrjátíu klukkustundir af efni
á illa merktum spólum sem höfðu verið
settar í geymslu þegar hljómsveitin
seldi Weilerswist-hljóðverið, gamalt
kvikmyndahús í nágrenni Kölnar þar
sem mörg meistaraverka hennar voru
tekin upp.
Það var Schmidt sem stofnaði Can
árið 1968. Hann var nemandi Stock-
hausens, en fékk rokkveiruna eftir
ferðalag til New York þar sem hann
kynntist meðal annars tónlist Velvet
Underground. Í Can voru auk hans
meðal annarra þeir Holger Czukay,
Jaki Liebzeit og Michael Karoli. Söngv-
arinn Malcolm Mooney var í sveitinni
í upphafi, en Damo Suzuki tók við því
hlutverki árið 1970. Margir fleiri komu við sögu.
Can náði aldrei miklum vinsældum á meðan hún starfaði, en líkt
og Velvet Underground hafði hún gríðarleg áhrif, meðal annars á
tilrauna rokkið, raftónlistina, pönkið og nýbylgjuna. Á meðal harðra
aðdáenda má nefna John Lydon, Radiohead, Portishead og The Fall.
Á Lost Tapes er fullt af safaríku efni, bæði með Mooney og Suzuki.
Maður heyrir glöggt hvað tónlist sveitarinnar þróaðist mikið. Þarna
er innlifunarkennt hipparokk, sýra og skynvillupopp, lágstemmd til-
raunatónlist og ekta post-pönk, nokkrum árum áður en að sú tónlist
varð til. Snilldarefni!
Draumur í dós
ÁÐUR ÓÚTGEFIÐ Á The Lost Tapes
eru þrjátíu lög með Can sem ekki
hafa komið út áður.
Tíunda plata rapparans Nas kemur út í næstu
viku. Hann segir plötuna afar mikilvæga fyrir sig,
þar sem hann þurfi að segja skilið við fortíðina.
Þriðjudaginn níunda ágúst í fyrra sendi rapparinn Nas frá sér
lagið Nasty. Hálfu ári síðar tilkynnti hann á Twitter-síðu sinni
að ný plata væri tilbúin, sú tíunda í röðinni. Hún kemur út í næstu
viku og nefnist Life is Good.
Titillinn er vísun í afslappaðan Nas, sem vill kveðja
fortíðina og taka nýju lífi opnum örmum. Hann og
söngkonan Kelis skildu árið 2009, eftir sex ára
hjónaband. Skilnaðurinn fór í hart og nýja plat-
an virðist hafa átt sinn þátt í að koma rappar-
anum aftur á sporið. Hann hefur borið plötuna
saman við plötuna Here, My Dear, þar sem
Marvin Gaye fór yfir hjónaband sitt og
Önnu Gordy.
Heill her upptökustjóra kom að
plötunni, eins og raunin er oft
í hipphopp-heiminum. Einn af
þeim er reynsluboltinn Salaam
Remi og sagði hann í viðtali
um plötuna að ef hann gerði
hipphopp, yrði það að vera
eitthvað sem viðvaningar
gætu ekki rappað. „Það
er eins gott að menn
hafi eitthvað að segja,“
sagði hann. Annar
upptökustjóri , No
I.D., vildi leita í for-
tíðina á plötunni. „Ég
vildi gera tónlist sem
myndi leyfa Nas að
vera Nas,“ sagði hann.
„Ég hef ekki hugmynd
um hvað krakkarnir eru
að gera í dag, en ég vildi að Nas
gerði það sem hann gerir best.“
atlifannar@frettabladid.is
NAS KVEÐUR
FORTÍÐINA
Græni kjóllinn sem liggur í
kjöltu Nas á umslagi plötunnar
er brúðarkjóll söngkonunnar
Kelis, fyrrverandi eiginkonu
rapparans. Þau eiga saman
einn son.
Kjóllinn var það eina sem
Kelis skildi eftir þegar leiðir
þeirra skildu og fór það mikið
í taugarnar á Nas. „Ég fann
kjólinn heima og hugsaði
með mér að ég þyrfti eitthvað
að gera við hann. Annaðhvort
setja hann á plötuumslag eða
brenna hann í ruslatunnu,“
sagði Nas í viðtali við breska
dagblaðið The Guardian. „Ég
var sár og reiður þegar ég
fann kjólinn, en ég held að
hún hafi reyndar ekki skilið
hann eftir til að særa mig.“
SAGAN AF GRÆNA
KJÓLNUM Á UMSLAGINU
BLESS BLESS Nas skildi
við söngkonuna Kelis
fyrir þremur árum og
er nú kominn með
nýja plötu.
Bjartmar Guðlaugsson – Sum-
arliði, hippinn og allir hinir
Dirty Projectors – Swing Lo
Magellan
Innvortis – Reykjavík er
ömurleg
BOLTAVAKTIN
Staða og úrslit
leikja í beinni
FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP
- oft á dag
KLAUFAR Óbyggðir ★★★
„Kántrískotið íslenskt gleðipopp.“ - tj