Fréttablaðið - 11.07.2012, Blaðsíða 26
FÓLK|
Íris Telma Jónsdóttir fegurðar-dís mun keppa fyrir hönd Ís-lands í Miss World-keppninni
sem haldin verður í Kína í ágúst.
Íris tók þátt í Ungfrú Ísland árið
2010 og lenti þá í öðru sæti. Hún
tekur þátt í keppninni nú vegna
þess að Ungfrú Ísland verður
ekki krýnd fyrr en í september.
Íris þarf að taka með sér nóg
af kjólum enda þarf hún að vera
viðstödd ótal viðburði sem
tengdir eru keppninni, hún er
þó búin að finna kjólinn fyrir
lokakvöldið en hann fann hún
í Ameríku. Skóna við hann fékk
hún í Gyðju og skartgripina hjá
Siggu&Tímó.
Íris er á fullu að undirbúa sig
en hún er hjá einkaþjálfaranum
Aðalheiði Ýr í World Class. „Svo
skiptir auðvitað miklu máli að
borða hollt og sofa nóg,“ segir
Íris. Heiðar Jónsson er að þjálfa
Írisi í göngulagi.
Hún heldur til Kína á miðviku-
daginn í næstu viku en lokakvöld-
ið verður 18. ágúst. Hægt er að
fylgjast með undirbúningnum á
bloggsíðu Írisar, iristelma.blog-
spot.com. ■ gunnhildur@365.is
MYND OG FATNAÐUR/ÁSA KAREN JÓNSDÓTTIR
■ FRAMHALD AF FORSÍÐU
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir | Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir,
jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427
Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir var að ljúka fatahönnunarnámi við IED í Barcelona nú í sumar. Lokaverkefnið hennar hefur
vakið mikla athygli. Hún notaði gömul húsgögn
í verkefninu og hannaði einnig fylgihluti úr not-
uðum úrum og skartgripum.
Innblásturinn fékk hún í Barcelona þar sem
heimamenn setja húsgögnin sem þeir eru
hættir að nota út á götu alla þriðjudaga og
hver sem er má taka þau með sér heim. „Ég
vildi vekja athygli á endurvinnslu,“ segir
Kolbrún en í fylgihlutalínunni notar hún
gömul úr sem eru stopp. Þau eiga að vekja
athygli á því að við þurfum að stoppa
tímann og vekja komandi kynslóðir
til umhugsunar um samskiptaleysið á
tæknivæddum tímum.
Þó svo að Kolbrún sé nýbúin að klára fata-
hönnunarnámið þá er hún enginn nýgræð-
ingur í þessu sviði. Hún rak verslunina Kow
á Laugaveginum í fjögur ár áður en hún flutti
til Barcelona fyrir tveimur árum. Kow vakti
mikla lukku hér á landi og þar sem Kolbrún er
miklum hæfileikum gædd þá er ekki spurning
um að henni eigi eftir að vegna vel í framtíð-
inni. ■ gunnhildur@365.is
HANNAR ÚR
HÚSGÖGNUM
VEKUR ATHYGLI Kolbrún Ýr Gunnarsdóttir er nýútskrif-
aður fatahönnuður en í lokaverkefninu sínu notaði hún
gömul húsgögn. Innblásturinn fékk hún frá heimamönnum
í Barcelona. Kolbrún rak áður verslunina Kow á Íslandi.
ENDUR-
VINNSLA
Kolbrún skartar
fylgihlut úr eigin
línu en þeir eru
úr notuðum
fylgihlutum og
gömlum úrum.
HUGVITSAMLEGT
Gömul húsgögn fá
nýtt og óvænt líf í
meðförum Kolbrúnar.
2 fyrir 1 eða 40% afsláttur
Kringlan | 534-2951 | www.mohawks.is | facebook.com/mohawksiceland
TÍSKA