Fréttablaðið - 16.07.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.07.2012, Blaðsíða 12
12 16. júlí 2012 MÁNUDAGUR Í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála um skipun í emb- ætti skrifstofustjóra í forsætis- ráðuneytinu hefur skapast umræða um gæði ráðningarferla. Okkur í Vinnusálfræðifélagi Íslands finnst mikilvægt að árétta nauðsyn þess að leitað sé til sérfræðinga á sviði mannauðsmála þegar meta á hvort vinnubrögð við ráðningar séu fagleg eða ekki. Í faglegu ráðningarferli er reynt, eins mikið og hægt er, að úti- loka huglægt mat á umsækjanda. Með huglægu mati aukast líkurnar á því að rangar ákvarðanir séu tekn- ar. Ráðningarferlið verður opnara fyrir viðhorfi, fordómum og hugs- anavillum hvers og eins matsaðila og kemur þannig í veg fyrir að þau atriði sem skipta máli hafi raunveru- legt vægi. Í kærunefnd jafnréttismála sitja þrír aðalmenn og þrír vara- menn, allir menntaðir lögfræð- ingar. Í umræddu kærumáli var nefndin fengin til að meta hvort ráðningaferli hefði verið rétt- mætt eða ekki. Í því ferli var aldrei leitað álits sérfræðinga á sviði mannauðsmála held- ur byggði úrskurðurinn á mati nefndarinnar. Úrskurður sem þessi hefur stefnumarkandi áhrif og því mikilvægt að leita til við- eigandi sérfræðinga til að tryggja að úrskurður byggi á bestu mögu- legu upplýsingum. Hver er hæf- astur til að meta fagleg gæði ráðningarferlis eða áreiðan- leika og réttmæti þeirra þátta sem hafðir eru til hliðsjónar við val á hæfasta umsækjandanum? Eru nefndarmenn með viðeigandi menntun, þekkingu og reynslu til að leggja mat á ráðningarferli? Ef úrskurða ætti um hvort sjúk- lingur hefði fengið rétta meðferð væri öllum ljóst að leita þyrfti sérfræðiálits hjá lækni. Það er ekki ætlun okkar að taka afstöðu til niðurstöðu kæru- nefndar. Það sem liggur þó fyrir er að ekki voru fengnir aðilar með viðeigandi þekkingu til að meta áreiðanleika og réttmæti ráðningarferlisins (Úrskurður kærunefndar jafnréttismála, mál nr.3/2010). Þannig eru bæði kær- andi og forsætisráðherra bundin við mat nefndar sem ekki hefur nægilega sérfræðiþekkingu til að leggja mat á gagnreyndar ráðn- ingaraðferðir og hvort eitthvað hafi misfarist. Hér er því felldur dómur án þess að bestu mögulegu upplýsingar liggi fyrir. Í faglegu ráðning- arferli er reynt, eins mikið og hægt er, að útiloka huglægt mat á umsækjanda. Arabíska vorið var án blóma fyrir konur og það er að breyt- ast í vetur,“ sagði Mouna Ghanem frá Sýrlandi. Þessi orð lét hún falla á ráðstefnu sem undirrituð sótti í Vilníus fyrir skömmu á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og utanríkisráðuneytis Litháens. Ráð- stefnan snérist um kyn, menntun og lýðræði en konurnar frá Araba- löndunum vöktu eðlilega mesta athygli, einkum þær frá Sýrlandi og Túnis en báðar eru í andstöðu við stjórnvöld. Það var hrikalegt að hlusta á Amel Grami, prófessor við Manouba-háskólann í höfuðborg- inni Túnis. Hún kennir kynjafræði og hefur skrifað bækur um nútíma- lega túlkun á Kóraninum, m.a. með tilliti til réttinda kvenna. Það er ekki vinsælt meðal trúarhópa og hún er nú hreinlega í lífshættu. Að sögn Amel Grami vex íslam- istum, svokölluðum salafistum, nú stöðugt fiskur um hrygg í Túnis og umburðarlyndi á hreint ekki upp á pallborðið meðal þeirra. Peningar streyma til þeirra frá Sádi-Arabíu og Katar. Þeir amast við gyðingum sem búið hafa í landinu um aldir, sem og kristnu fólki og mennta- mönnum. Þeir hafa ruðst inn í háskóla, þar sem þeir krefjast þess að konur fái að bera blæjur í skól- unum, sem er bannað, og ein krafa þeirra er að fjölkvæni verði leyft að nýju. Salafistarnir saka kenn- ara um að breiða út kristni og hafa dreift myndum af þeim í moskun- um, þar á meðal af Amel Grami, með þeim tilmælum að þetta fólk verði drepið. Íslamistarnir vilja innleiða sharía-lög en sem kunn- ugt er takmarka þau mjög réttindi kvenna og boða harðar refsingar. Að sögn Amel Grami hefur háskólafólk reynt allt hvað hægt er til að forðast að svara með ofbeldi, því um leið og því er beitt kemur lögreglan og stjórnvöld nota tækifærið til að takmarka frelsi til kennslu, rannsókna og skoðanaskipta. Í kosningunum sem haldnar voru í kjölfar falls stjórnar Ben Alis sigruðu hreyf- ingar sem eru hallar undir íslam- ista. Í mars og apríl kom til mik- illa átaka og ofbeldi gegn konum hefur aukist mikið. Þær þora vart lengur að vera utan dyra af ótta við árásir. Kvenréttindakonur í Túnis hrópa á hjálp og það er brýnt að þjóðir heims geri strangar kröfur til stjórnvalda í Túnis um að þau virði mannréttindi og lýðræði ella verði öll alþjóðleg aðstoð stöðv- uð. Ég spyr, hvar eru fjölmiðlarn- ir? Af hverju er ekki fylgst betur með þessu hausthreti sem dynur á íbúum N-Afríku? Þá var ekki síður nöturlegt að hlusta á Mouna Ghanem frá Sýr- landi. Hún býr í höfuðborginni Damaskus en er búin að koma börnunum sínum tveimur úr landi. Hún sagði að íbúar Damas- kus hefðu ekki upplifað bein átök en að heyra mætti skothríðina úr nálægum byggðum á kvöldin. Mouna er félagi í hreyfingu sem berst fyrir lýðræði, réttlæti, kynja- jafnrétti og sjálfbæru samfélagi. Frjáls félagasamtök eru bönnuð en stjórnvöld hafa haft öðrum hnöpp- um að hneppa en að fást við þau. Hún lagði áherslu á að ekki dygði að koma einræðisherranum Assad frá, það þyrfti djúpstæðar breyt- ingar til að koma á lýðræði. Þessi ummæli hennar minntu á orð rithöfundarins Nadal El Sadawi frá Egyptalandi sem lýsti ástand- inu þannig að búið væri að höggva höfuðið af einræðisöflunum með falli Mubaraks en allur búkurinn væri eftir. Það hafa reynst orð að sönnu. Mouna Ghanem sagði andstöðu- öflin í Sýrlandi hafa gert gríðarleg mistök með því að grípa til vopna í stað þess að beita mótmælum líkt og í Túnis og Egyptalandi. Þar með fékk ríkisstjórn Assads tækifæri til að verja sig, studd af vopnasöl- unum í Rússlandi og Kína. Mouna Ghanem lét athyglisverð ummæli falla um stóru sjónvarpsstöðvarn- ar Al Jazeera og Al Arabyia. Hún sagði þær hafa tekið gagnrýnis- laust upp orðróm um aðgerðir stjórnarandstæðinga, t.d. að þeir hefðu náð ákveðinni borg á vald sitt. Stjórnarandstæðingar tóku að streyma þangað en þar beið her- inn og myrti fjölda manns. Það var verið að lokka fólk í gildru. Skipulögð morð á konum og börnum hafa vakið mikinn óhug og óljóst hvað herjunum gengur til með þeim. Kannski gamla sagan, að lama andstæðinginn með því að eyða fjölskyldum og ættum. Það er ógnvænlegt ástand sem þessar konur lýsa. Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með þróuninni. Innan um öll átökin eru óleystar deilur Ísraels og Palestínu og aust- ar bíður olíuveldið Íran átekta. Hvað getur alþjóðasamfélagið gert til að koma konum og börnum, sem alltaf verða verst úti í stríðsátök- um, til hjálpar og stöðva ófriðinn? Ég skora á íslensk stjórnvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að styðja friðarviðleitni, koma flóttafólki til aðstoðar og halda umræðum uppi á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna og víðar um þá hrikalegu stríðs- og ofbeldisglæpi sem verið er að fremja í fyrrnefnd- um Miðjarðarhafslöndum. Verjum réttinn til lífs og öryggis sem og þátttöku kvenna í þróun samfélags- ins. Konurnar verða að koma strax að samningaborðunum í samræmi við ályktun SÞ nr. 1325 um konur, frið og öryggi. Vorið sem breyttist í vetur Hafið umhverfis Íslands er óvenjuauðugt af lífi. Kaldir og hlýir straumar mætast og róta nær- ingarefnum úr hafdjúpunum upp á yfirborðið, þar sem þörungagróð- ur blómstrar. Grugg úr jökulám er frekari áburður fyrir þörunga- svifið, sem er undirstaða einhverra auðugustu fiskimiða í heimi. Íslendingar gera sér vel grein fyrir að þessi lifandi auður hafsins er ein helsta undirstaða efnahags og velferðar þjóðarinnar og því er sátt um að tryggja sjálfbærni fiskveiða, þótt deilt sé um hvernig best sé búið um hnútana varðandi aðgang að auðlindinni og rentu af henni. Ákvörðun um veiðar fylgir vísindalegri ráðgjöf – vísindin verða seint óskeikul, en okkur ber skylda til að byggja á bestu þekk- ingu sem fyrir hendi er. Hrun þorskstofnsins við Nýfundnaland er dæmi um hvernig getur farið ef gengið er of nærri nytjastofnum – og því miður ekki hið eina. Flókin og viðkvæm vistkerfi Skilningi okkar á veiðiþoli stofna og sveiflum í stærð þeirra hefur farið stórlega fram á undanförn- um áratugum, en því fer fjarri að við skiljum alla þætti vistkerfisins og tengsl þeirra. Lífríki hafsins er fjölbreytt og við þekkjum vistkerf- ið í djúpunum minna en það sem við sjáum á þurru landi. Því skiptir máli að reyna að tryggja heilbrigði vistkerfisins alls, en ekki bara að stýra veiðum á einstökum fiski- stofnum. Berjast þarf gegn meng- un, en einnig þarf t.d. að koma í veg fyrir innrás ágengra tegunda sem geta borist með kjölfestuvatni eða öðrum leiðum á Íslandsmið og vald- ið skaða. Þá þarf að vernda verð- mæt búsvæði lífvera gegn hnjaski, s.s. vegna veiðarfæra. Íslensk stjórnvöld hafa stigið skref í þá átt og m.a. friðað tíu svæði með kald- sjávarkóröllum undan suðurströnd- inni. Einnig hafa hverastrýtur í Eyjafirði verið friðaðar samkvæmt náttúruverndarlögum og sérstök lög gilda um vernd Breiðafjarðar. Á heimsvísu hafa verið sett markmið um að vernda 10% af hafsvæðum fyrir 2020. Íslensk stjórnvöld hafa ekki sett sér nein slík töluleg markmið fyrir lögsögu sína, enda er stærð verndarsvæða ekki takmark í sjálfu sér, heldur eiga slík svæði að byggja á vísinda- legum viðmiðum og verndarþörf. Hér við land er sérstaklega horft til svæða þar sem eru kórallar eða svampar á botni. Ágæt skýrsla um friðun viðkvæmra hafsvæða liggur fyrir frá árinu 2005 og má byggja á henni í frekara starfi að vernd haf- svæða. Taka ber fram að fiskveiðar eru ekki endilega bannaðar á vernd- arsvæðum, þótt þar séu ákveðnar takmarkanir sem miða að vernd verðmætra botngerða eða ann- arra þátta lífríkisins. Stundum getur vernd kóralla eða annarra vistkerfa stuðlað að auknum fisk- veiðum, ef um er að ræða lífauðug svæði sem gegna hlutverki í hrygn- ingu eða seiðauppeldi. Almennt gildir sú regla að reyna að lág- marka skaða sem athafnir manns- ins geta valdið á lífríkinu, sem oft er hægt að gera með bættu skipu- lagi og veiðiaðferðum án þess að draga úr afla eða verðmæti hans. Sjálfbær nýting að leiðarljósi Ekki verður skilið við umfjöllun um lífríki hafsins án þess að minn- ast á veiðar á hval og sel. Á alþjóða- vettvangi er deilt um þá stefnu sem Alþingi hefur markað um að styðja hvalveiðar svo lengi sem þær geta talist vera sjálfbærar og fari fram í samræmi við ákvæði alþjóða- laga. Það þarf hins vegar að gera á skynsamlegan hátt og tryggja að lög og reglur séu uppfærð og í sam- ræmi við alþjóðasamninga og við- urkennd viðmið. Lög um hvalveiðar eru frá 1949 og mega vel við upp- færslu. Innan tíðar mun sú vinna fara af stað undir sameiginlegu for- ræði sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytis og umhverfisráðuneyt- is. Löggjöf um selveiðar er gloppótt – nýjustu lögin þar eru um 80 ára gömul og fjalla um útrýmingu sels í Húnaósi og bætur til prests á brauðinu sem hafði þar nytjar. Það er brýnt að setja heildstæð lög um vernd og veiðar á sel, sem standast nútímakröfur, og þyrfti m.a. að hafa í huga að selaskoðun er væn- legur og vaxandi kimi í ferðaþjón- ustu og sjálfsagt að skoða svæðis- bundna vernd samhliða því sem nytjaþátturinn yrði uppfærður. Íslendingar hafa almennt gott orð á sér fyrir sjálfbærar nytjar á lifandi auðlindum hafsins, þótt umræða um hvalveiðar á heims- vísu kasti stundum rýrð þar á. Það skiptir okkur miklu að halda því orðspori og marka skýra stefnu á öllum sviðum sem varða vernd líf- ríkis hafsins og sjálfbæra nýtingu þess. Lífríki hafsins – Stöndum vörð um fjöreggið Undanfarin ár hafa SVÞ – Sam-tök verslunar og þjónustu látið sig mjög varða framkvæmd stjórn- valda á þeim alþjóðasamningum sem gerðir hafa verið um við- skipti með landbúnaðarvörur. Eins og ítrekað hefur komið fram hafa samtökin verið mjög gagnrýnin á framkvæmd þessara samninga. Að mati þeirra hefur framkvæmdin öll einkennst af algjöru viljaleysi stjórnvalda til þess að hrófla við núverandi landbúnaðarkerfi – sem er eitt það dýrasta í heimi – og nýta þau tækifæri sem samn- ingar þessir gefa til þess að auka samkeppni í viðskiptum með land- búnaðarvörur. Dapurleg er jafnframt sú stað- reynd, að ekki er að sjá neinn mun á viljaleysinu hvað þetta varðar á milli þeirra stjórnmálaflokka sem setið hafa á Alþingi undanfarin ár. Stjórnvöld hafa fylgt þeirri stefnu að gera innflutning á landbúnaðar- vörum eins erfiðan og mögulegt er og til að fá stjórnvöld til að virða gerða samninga hafa SVÞ þurft að nýta flest þau úrræði sem tiltæk eru að lögum. Málum hefur verið beint til Umboðsmanns Alþing- is, sem m.a. gaf það álit að fram- kvæmd úthlutunar tollkvóta á inn- fluttar landbúnaðarvörur stæðist ekki stjórnarskrá. Málum hefur verið vísað til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) og nú síðast einnig til dómstóla, en niðurstöðu er að vænta í þeim málum næsta vetur. Það hlýtur að teljast fáheyrt að hagsmunasamtök þurfi ítrek- að að beita lagalegum úrræðum til þess að knýja á um að stjórn- völd virði samninga sem þau sjálf hafa gert! Það er engu að síður staðreynd málsins. Fullyrða má að staðan væri önnur ef um hefði verið að ræða vörn gegn útflutn- ingshagsmunum þjóðarinnar. Þá hefðu stjórnvöld gengið hart fram fyrir skjöldu til varnar, eins og þau hafa margoft gert. Það er eins og íslensk stjórnvöld gleymi oft að alþjóðasamningar veita réttindi en leggja jafnframt skyldur á báða samningsaðila, ekki aðeins annan þeirra. Og íslensk stjórnvöld geta ekki valið hvaða alþjóðasamninga þau kjósa að virða. Tilgangur þeirra samninga sem hér um ræðir er að efla alþjóð- lega samkeppni með landbúnað- arvörur. Að viðskipti milli landa með þessar vörur geti, að hluta til a.m.k., farið fram án þess að lagðir séu á þær óhæfilegir tollar og gjöld. Þetta er talið mikilvægt til þess að efla almenna hagsæld í heiminum, ekki síst til þess að bæta stöðu hinna vanþróaðri ríkja sem flest byggja afkomu sína á útflutningi landbúnaðarvara. Þetta er einnig talinn einn mik- ilvægasti liðurinn í því að bæta kaupgetu hins almenna launa- manns í okkar heimshluta, en landbúnaðarvörur eru umtals- verður kostnaðarliður í venjulegu heimilishaldi. Það þekkja m.a. íslenskir neytendur vel. Því er ekki að leyna að vegna baráttu sinnar hafa SVÞ mátt sitja undir ásökunum um að ráðast á bændur. Fátt er meira fjarri lagi enda á verslunin í landinu dag- lega í miklum og góðum viðskipt- um við bændur. Hins vegar getur verslunin ekki stutt óbreytt land- búnaðarkerfi, kerfi sem bændum er gert að starfa innan og versl- unin getur aldrei setið hjá þegar alþjóðasamningar sem auka eiga frjálsræði í viðskiptum eru ítrek- að brotnir. Áráttan til forsjárhyggju er ótrúlega lífseig og lífseigust er hún trúlega þegar um við- skipti með landbúnaðarvörur er að ræða. Þar gerast allar breyt- ingar í frjálsræðisátt með hraða snigilsins. Svo mun verða áfram nema fram komi hópur stjórn- málamanna – þvert á flokka – sem hefur kjark til þess að beita sér fyrir breytingum. Breytingum sem stjórnmálamenn hafa hingað til eingöngu stært sig af í ræðu og riti – efndirnar hafa á hinn bóginn engar verið. Samninga á að virða Gæði ráðningarferla Mannréttindi Kristín Ástgeirsdóttir jafnréttisstýra Umhverfisvernd Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra Viðskipti Andrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ Margrét Kristmannsdóttir formaður SVÞ Mannauðsmál Ásdís Eir Símonardóttir Brynhildur Halldórsdóttir Helgi Guðmundsson Ólafur Kári Júlíusson Vaka Ágústsdóttir Tjörvi Einarsson f. h. Vinnusálfræðifélags Íslands.Fiskveiðar eru ekki endilega bannaðar á verndar- svæðum, þótt þar séu ákveðnar takmarkanir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.