Fréttablaðið - 16.07.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 16.07.2012, Blaðsíða 2
16. júlí 2012 MÁNUDAGUR2 MENNING Víkingaskipi því sem trónaði yfir hátíðarsvæðinu í Vatnsfirði árið 1974 þegar Vest- firðingar fögnuðu 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar var farg- að þann 31. maí síðastlinn. Síð- ustu árin stóð það á minjasafni Egils Ólafssonar á Hnjóti við Pat- reksfjörð. „Auðvitað eru alltaf skiptar skoðanir meðal manna þegar farið er í svona aðgerðir en því miður var ekkert annað hægt að gera,“ segir Heiðrún Eva Kon- ráðsdóttir, forstöðumaður minja- safnsins. Einn þeirra sem sjá eftir víkingaskipinu er Kristinn Þór Egilsson, ábúandi á Hnjóti. „Þetta er örugglega í fyrsta sinn á Íslandi sem safngripur er tek- inn og honum fargað,“ segir hann. Óskað var tilboða í skipið, að sögn Heiðrúnar Evu, en engin slík bárust. Hún segir enn frem- ur að víkingaskipið, sem reynd- ar var hannað sem leikmunur úr gömlum hringnótabát, hafi verið illa farið og fúið. Magnús Ólafs Hansson, stjórn- arformaður minjasafnsins, stað- festir það og segir að það hafi staðið úti síðan á þjóðhátíðinni 1974. Göt hafi verið komin í það á mörgun stöðum þar sem viður- inn hafi molnað í sundur. Kjöl- urinn hafi verið sprunginn, vík- ingahausinn sem settur var á það fyrir hátíðina hafi dottið af og því fátt sem minnti á hinn reisu- lega leikmun sem setti svip sinn á hátíðina á sínum tíma. „Við ráðfærðum okkur við sér- fræðinga á þessu sviði sem sögðu að það myndi kosta tugi milljóna að koma því í fyrra horf og það er eitthvað sem við ráðum ekki við,“ segir hann. Minjasafnið sendi Þjóðminja- safni Íslands erindi þar sem óskað var eftir áliti. Þjóðminja- safnið svaraði á þá lund að þessi munur væri til vitnis um það hvernig Vestfirðingar fögnuðu 1100 ára afmæli Íslandsbyggð- ar en það væri víðs fjarri að það hefði eitthvert gildi sem endur- byggt skip frá víkingaöld. Eins og Heiðrún Eva sagði er víkingaskipið búið til úr gömlum hringnótabát en Þjóðminjasafnið sá ekki heldur ástæðu til að varð- veita skipið á þeim forsendum því nú þegar væru til eintök af slík- um bátum á öðrum íslenskum söfnum. Margt gefur þó að líta á minja- safninu á Hnjóti. Þar eru nokkr- ir bátar en einnig munir úr safni Gísla heitins Gíslasonar á Upp- sölum. Má þar nefna hattinn sem karlinn skartaði þegar íslenskir sjónvarpsáhorfendur kynntust honum fyrst. jse@frettabladid.is Auðvitað eru alltaf skiptar skoðanir meðal manna þegar farið er í svona aðgerðir. HEIÐRÚN EVA KONRÁÐSDÓTTIR FORSTÖÐUMAÐUR MINJASAFNS EGILS ÓLAFSSONAR Á HNJÓTI Þjóðhátíðarleikmun frá árinu 1974 fargað Víkingaskipi, sem gert var úr gömlum nótabát fyrir þjóðhátíð Vestfirðinga árið 1974, hefur verið fargað. Skipið olli slysahættu og það hefði kostað tugi milljóna að gera það upp. Fyrsta sinn sem safnmun er fargað segir ábúandi á Hnjóti. FÁTT SEM MINNIR Á FYRRI REISN Víkingaskipið var orðið fúið og hættulegt börnum þegar það var tekið af minjasafninu og því fargað. MYND/HEIÐRUN EVA KONRÁÐSDÓTTIR SLYS Karlmaður á sjötugsaldri lést þegar bíll sem hann ók hafn- aði utan vegar á Vatnsskarði um miðjan dag á laugardag. Maðurinn var einn í bílnum og var úrskurðaður látinn á slys- stað. Tildrög slyssins eru nú rann- sökuð, en bíllinn valt ekki þegar hann lenti utan vegar. Lögreglan á Blönduósi rannsakar málið. - þeb Maður á sjötugsaldri lét lífið: Missti bílinn út af á Vatnsskarði Erlendur maður lést Erlendur ferðamaður á fimmtugsaldri lést í Þjórsárdal á laugardag. Óskað var eftir aðstoð frá þyrlu Landhelgis- gæslunnar, vegna alvarlega veiks manns í sundlauginni í Laugardal, en sú beiðni var svo afturkölluð eftir að læknir á staðnum hafði úrskurðað manninn látinn. Maðurinn var einn á ferð. Verið er að rannsaka hvernig andlát hans bar að. LÖGREGLUMÁL FÓLK „Það var mikið stuð hér og rosalega gaman, en því miður vantaði allan vind og því fóru flugdrekarnir lítið sem ekkert á loft,“ segir Guðlaugur Ottesen Karlsson hjá Viðeyjarferjunni. Ætlunin var að reyna við Íslandsmet í flugdrekaflugi á fjölskylduhátíð sem fram fór í Viðey í gær. Fyrra met var sett í eynni árið 2010. „Við reynum bara aftur við þetta á næsta ári,“ segir Guðlaugur hress í bragði. Samkvæmt tölum Viðeyjarferj- unnar skemmtu sér tæplega 300 manns þar saman í gær. - trs 300 á fjölskylduhátíð í Viðey: Logn skemmdi flugdrekaflug VIÐEY Meðal uppákoma á fjölskylduhátíð í Viðey í gær var kennsla í að grilla pylsur og poppa yfir eldi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN BRUNI Heimilisfaðir brást vask- lega við þegar eldur kom upp í baðherbergi íbúðarhúss á Reyðar- firði í gærmorgun. Með slökkvi- tæki að vopni réð hann niðurlög- um eldsins áður en hann náði að breiðast út um húsið. Eldurinn kom upp þegar lítil stúlka var læst inni á baðher- bergi en heimilisfaðirinn braut upp baðherbergisdyrnar og kom stelpunni út. Í húsinu var einn- ig eiginkona mannsins. Þegar slökkvilið kom á vettvang var maðurinn búinn að slökkva eld- inn, en hann var sendur í skoð- un á sjúkrahúsið í Neskaupstað vegna gruns um reykeitrun. - jse Bruni á Reyðarfirði: Heimilisfaðir bjargaði búinu Daníel, verðið þið ekki kölkuð af þessu? Nei, nei, eða hvað varstu aftur að segja? Daníel Jakobsson er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Hafrannsóknastofnunin rannsakar um þessar mundir kalkþörung- anámur í Ísafjarðardjúpi en fyrirhuguð er vinnsla á þessum þörungi í bæjarfélaginu STJÓRNSÝSLA Gera á ráð fyrir því að þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs fari fram 20. október, á meðan ekki hefur verið tekin önnur ákvörð- un. Þetta kemur fram í bréfi Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, for- seta Alþingis, til innanríkisráðu- neytisins. Innanríkisráðuneytið sendi forsætisnefnd Alþingis bréf þann 6. júlí þar sem óskað var eftir staðfestingu þingsins á því hvort 20. október verði kjördag- ur þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þingsályktunartillaga sem þingið samþykkti í vor gerir ráð fyrir því að atkvæða- greiðslan fari f r a m e k k i seinna en 20. ok tóber, en í lögum um framkvæmd þjóðaratkvæða- greiðslna ákveður Alþingi kjördag. Innanríkisráðu- neytið á svo samkvæmt lögunum að auglýsa hana í síðasta lagi mánuði fyrir kjördag. Í bréfi forseta Alþingis segir að erindi innanríkisráðuneytisins verði lagt fyrir forsætisnefnd á næsta fundi hennar í ágúst. „For- sætisnefnd er ekki bær til þess að staðfesta vilja eða áform Alþingis eða túlka ályktanir þess á annan hátt. Ef sérstök þörf er á verður ráðuneytið því að bregðast við alveg sjálfstætt,“ segir í bréfinu. Þá segir þar að taki Alþingi aðra ákvörðun um kjördag eftir að það hefur komið saman í septem- ber verði ráðuneytinu gerð grein fyrir því. - þeb Undirbúa á þjóðaratkvæðagreiðslu út frá þingsályktunartillögu Alþingis: Tuttugasti október verði kjördagur ÁSTA RAGNHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR STJÓRNSÝSLA „Maður náttúrulega gleðst yfir öllu sem gert er til að styrkja tjáningarfrelsið í sessi,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamanna- félags Íslands, um stýrihóp þriggja ráðu- neyta sem vinn- ur nú að end- u r s k o ð u n á tjáningar- og upplýsingafrels- islöggjöfinni. „Ég trúi því að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að tjáningar- frelsið og fjölmiðlarnir séu styrktir í því verkefni sínu að tryggja opna og gagnsæja umræðu,“ segir Hjálm- ar jafnframt. Fram kom í Fréttablaðinu á laug- ardag að stýrihópurinn skoði meðal annars hvort afnema eigi heimild- ir til lögbanns vegna væntanlegrar birtingar efnis í fjölmiðlum og hvort færa eigi meiðyrðamál úr hegning- arlögum og yfir í skaðabótalög, en þau yrðu þá einkamál. Þá er verið að skoða hvernig hægt er að tryggja vernd heimild- armanna og uppljóstrara. Alþingi samþykkti í fyrra þings- ályktunartillögu Birgittu Jónsdótt- ur og fleiri um að Ísland myndi skapa sér afgerandi lagalega sér- stöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis. Að sögn Katrínar Jakobsdóttur mennta- og menning- armálaráðherra var fyrsta skrefið í þeim áfanga endurskoðun fjölmiðla- laganna. Hún segir skoðunina á áframhaldandi breytingum brýna, komið hafi á daginn að mikil þörf sé á endurbótum í málaflokknum. Hjálmar segir að nefndin hafi sent erindi til Blaðamannafélagsins vegna málsins og óskað umsagnar þess. Hann segir að félagið sé að byrja að skoða fyrirhugaðar breyt- ingar og muni að sjálfsögðu koma sjónarmiðum Blaðamannafélags- ins á framfæri. Frestur til að skila athugasemdum vegna málsins renn- ur út 20. ágúst. - þeb Formaður Blaðamannafélagsins ánægður með mögulegar lagabreytingar: Mikilvægt að styrkja fjölmiðla HJÁLMAR JÓNSSON FERÐAÞJÓNUSTA „Við hlutum þessa viðurkenningu í fyrra, fyrst allra dagsferðar- fyrirtækja hér- lendis, og erum mjög stolt af að hafa hlotið hana aftur í sumar,“ segir Guðmundur Sigurðsson, eigandi ferða- skrifstofu- nnar Gateway to Iceland sem hlotið hefur viðurkenningu fyrir framúrskarandi frammistöðu frá ferðavefnum Trip Advisor. „Margir skipuleggja ferðalög sín samkvæmt Trip Advisor. Við höfum fengið mikil skrif þarna inni og finnum vel fyrir því,“ segir Guðmundur. - trs Gateway to Iceland hrósað: Fá klapp á bak frá Trip Advisor GUÐMUNDUR SIGURÐSSON ÍÞRÓTTIR Anníe Mist Þórisdóttir tryggði sér í gær sigur á Crossfit- leikum Reebok, annað árið í röð. Hún fær 250 þúsund Bandaríkja- dali í verðlaunafé. Anníe Mist byrjaði mótið rólega en kleif hratt upp stiga- listann og var svo gott sem búin að tryggja sér sigurinn fyrir síð- ustu greinina. Þá gat hún nánast tekið því rólega. Anníe Mist er sú fyrsta í stuttri sögu keppninnar sem nær þeim árangri að vinna tvö ár í röð. Titlinum fylgir nafn- bótin „hraustasta kona heims“. Anníe Mist hraustust í heimi: Vann Crossfit- leikana aftur SPURNING DAGSINS Ég trúi því að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að tjáningarfrelsið og fjölmiðl- arnir séu styrktir í því verk- efni sínu að tryggja opna og gagnsæja umræðu. HJÁLMAR JÓNSSON FORMAÐUR BLAÐAMANNAFÉLAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.