Fréttablaðið - 16.07.2012, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 16.07.2012, Blaðsíða 42
16. júlí 2012 MÁNUDAGUR22 Við bjóðum góða þjónustu E N N E M M / S ÍA / N M 5 3 2 19 Íslandsbanki, stoltur stuðningsaðili í 15 ár Hlaupum til góðs Á hlaupastyrkur.is getur þú safnað áheitum frá vinum og vandamönnum til stuðnings góðgerðafélagi að eigin vali. Láttu gott af þér leiða á hlaupum. Skráning hafin á maraþon.is Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka verður að morgni menningar - nætur þann 18. ágúst.Vegalengdir við allra hæfi og hægt að fara heilt maraþon í boðhlaupi með 2-4 þátttakendum. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 18. ágúst GOLF Íslenska landsliðið náði ekki því markmiði sínu að komast í lokakeppni EM. Undankeppnin var haldin á Hvaleyrarvelli í Hafnar- firði. Þrjú efstu liðin af átta kom- ust áfram og hafnaði Ísland í fjórða sæti. Ísland og Portúgal voru jöfn í þriðja sæti eftir fyrsta daginn en bilið á milli þeirra var orðið tólf högg eftir annan daginn. Það bil var of breitt og íslenska liðið minnkaði muninn aðeins í eitt högg lokadaginn og var því ellefu höggum frá því að komast áfram. „Það voru vissulega vonbrigði að komast ekki áfram enda taldi ég það vera raunhæft markmið að komast áfram. Við vissum að Eng- land og Holland væru með sterk lið en Portúgalarnir komu verulega á óvart. Breiddin hjá þeim var meiri en við héldum. Þeir léku líka vel í kulda og trekki. Þeir skildu okkur eftir á öðrum degi og það bil var of mikið,“ sagði Úlfar Jónsson lands- liðsþjálfari. Íslenska liðið saxaði nokkuð á forskot portúgalska liðsins á fyrri níu holum lokadagsins en gaf eftir á seinni níu eins og áður í mótinu. „Við nýttum ekki þau tæki- færi sem við fengum á seinni níu. Það er erfitt að segja hvað veld- ur en leikmenn voru svolítið das- aðir eftir meistaramótin. Þeir virkuðu bæði líkamlega þreytt- ir og ekki síst andlega. Meistara- mótin eru fjórir dagar og taka á andlegu hliðina,“ sagði Úlfar en hann taldi fyrir mót að það myndi hjálpa strákunum að vera nýkomn- ir úr meistaramóti. „Það átti að veita þeim sjálfstraust miðað við hvað þeir léku vel en þeir virk- uðu þreyttir í þessu móti og héldu ekki út.“ Úlfar var ánægður með að 74 væri hæsta skor sem hefði talið hjá íslenska liðinu á mótinu en á móti kom að aðeins einn hringur af 18 hjá liðinu var leikinn undir pari. „Það vantaði þessa tvo góðu hringi á hverjum degi. Það var alls ekki nógu gott að ná bara einum hring á undir pari. Það olli von- brigðum. Ég get ekki neitað því.“ Úlfar var nokkuð gagnrýndur fyrir mótið vegna landsliðsvals- ins. Hann skildi meðal annars Íslandsmeistarann og heimamann- inn Axel Bóasson eftir. Úlfar seg- ist standa við sitt val. „Það þýðir ekkert að horfa í bak- sýnisspegilinn. Ég er alveg til í að hlusta á gagnrýni en ég stend við þetta val mitt. Ég var bara með aðrar hugmyndir en sumir eins og gengur. Menn eru ekki alltaf sam- mála. Það er mitt starf að velja þetta og ég stend og fell með því.“ Landsliðsþjálfarinn bendir samt á að það sé lúxusvandamál að liðið sé ekki sjálfskipað og að breidd- in sé orðin þetta mikil í íslensku golfi. „Það koma margir til greina í landsliðið og í sjálfu sér enginn yfirburðamaður lengur. Þeir eru mjög jafnir þessir strákar. Það er mjög jákvætt. Strákarnir þurfa að halda sér á tánum til þess að kom- ast í liðið,“ sagði Úlfar en hann vill að strákarnir fái að spila meira á alþjóðlegum vettvangi. „Við þurfum að gefa þessum strákum fleiri tækifæri til að keppa á alþjóðlegum mótum svo þeir geti borið sig saman við menn erlendis. Þeir geta lært margt af þessu móti og munu vaxa með því að spila oftar á svona mótum. Sem betur fer eru líka fleiri strákar farnir í háskólagolf í Bandaríkj- unum og það á eftir að hjálpa þeim mikið.“ henry@frettabladid.is Enginn yfirburðamaður á Íslandi Úlfar Jónsson, landsliðsþjálfari í golfi, segir jákvæða þróun vera í íslenska golfinu. Það sé ekki lengur einn yfirburðamaður á landinu og breiddin sé orðin það mikil að menn þurfi að vera á tánum til þess að fá sæti í landsliðinu. Íslenska landsliðið náði ekki að komast inn á lokakeppni EM sem fram fer á næsta ári. ÓLAFUR BJÖRN LOFTSSON Spilaði best Íslendinganna á mótinu ásamt Guðmundi Ágústi Kristjánssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 0-1 Björn Daníel Sverrisson (20.), 1-1 Atli Sveinn Þórarinsson (45.), 2-1 Rúnar Már Sigurjónsson (53.), 3-1 Rúnar Már Sigurjóns- son, víti (60.) Skot (á mark): 7-8 (4-6) Varin skot: Ólafur 5 - Gunnleifur 1. VALUR (4-3-3): Ólafur Þór Gunnarsson 7 - Matarr Jobe 6, Atli Sveinn Þórarinsson 7, Halldór Kristinn Halldórsson 6, Úlfar Hrafn Pálsson 5 - *Rúnar Már Sigurjónsson 8, Haukur Páll Sigurðsson 7 (78., Andri Fannar Stefánsson -), Kristinn Freyr Sig- urðsson 6 - Ásgeir Þór Ingólfsson 6 (75., Hörður Sveinsson -), Matthías Guðmundsson 7 (84., Kolbeinn Kárason -), Guðjón Pétur Lýðsson 7 FH (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 5 - Guðjón Árni Antoníusson 4, Guðmann Þórisson 5, Freyr Bjarnason 5 (33., Bjarki Gunnlaugsson 6), Viktor Örn Guðmundsson 4 (65., Danny Justin Thomas 5), - Pétur Viðarsson 6, Hólmar Örn Rúnarsson 7, Björn Daníel Sverrisson 6 - Emil Pálsson 5 (65., Al- bert Brynjar Ingason 4), Atli Guðnason 5, Atli Viðar Björnsson 4. * MAÐUR LEIKSINS Vodafonev., áhorf.: 1.467 Garðar Örn Hinriksson (8) 3-1 1-0 Christian Steen Olsen (26.), 2-0 Christi- an Steen Olsen (60.), 2-1 Kristinn Ingi Hall- dórsson (62.), 3-1 Þórarinn Ingi Valdimars- son, víti (82.), 3-2 Steven Lennon (86.) Skot (á mark): 9-10 (5-5) Varin skot: Abel 3 - Ögmundur 2. ÍBV (4-3-3): Abel Dhaira 6 - Matt Garner 6, Brynjar Gauti Guðjónsson 5, Rasmus Christiansen 6, Arnór Eyvar Ólafsson 6 - George Baldock 7, Guðmundur Þórarinsson 7, Gunnar Már Guð- mundsson 4 (77., Andri Ólafsson -) - Þórarinn Ingi Valdimarsson 7, Tonny Maweeje 6, *Christian Steen Olsen 8. (66, Eyþór Helgi Birgisson 5) FRAM (4-3-3): Ögmundur Kristinsson 5 - Halldór Hermann Jónsson 6, Kristján Hauksson 5, Allan Löwing 6, Daði Guðmundsson 4 (71., Jón Gunnar Eysteinsson -) - Almarr Ormarsson 6, Hlynur Atli Magnússon 6 (64., Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 5), Sam Hewson 5 - Steven Lennon 7, Kristinn Ingi Halldórsson 7, Sveinbjörn Jónasson 6 (83., Orri Gunnarsson -). * MAÐUR LEIKSINS Hásteinsvöllur, áhorf.: 552 Kristinn Jakobsson (7) 3-2 Pepsi-deild karla: KR 11 7 2 2 23-14 23 FH 10 6 2 2 28-12 20 Stjarnan 10 5 4 1 23-17 19 ÍBV 10 5 2 3 20-11 17 Keflavík 11 4 3 4 19-16 15 Valur 11 5 0 6 16-15 15 Breiðablik 10 4 2 4 8-12 14 ÍA 10 4 2 4 14-22 14 Fylkir 10 3 4 3 12-18 13 Fram 11 3 0 8 13-19 9 Selfoss 10 2 2 6 13-20 8 Grindavík 10 1 3 6 14-27 6 STAÐAN FÓTBOLTI Eftir magurt gengi í upp- hafi móts er lið ÍBV komið í gang. Eyjamenn unnu sinn fimmta leik í röð í gær er Framarar komu í heimsókn. ÍBV tapaði síðast leik þann 24. maí. Jafnræði var með liðunum í leiknum en Eyjamenn nýttu færin ólíkt gestunum sem hafa nú tapað átta af fyrstu ellefu leikjum sínum í deildinni. „Framarar voru virkilega sterk- ir í dag og léku vel. Við verðum að teljast heppnir að hafa farið með sigur af hólmi. Leikur okkar var ekki nægilega beinskeyttur og ég bjóst alveg eins við því. Ég er rosa- lega ánægður með vinnuframlagið hjá strákunum og þeir eiga mikið hrós skilið,“ sagði Magnús Gylfa- son, þjálfari ÍBV. Valsmenn gerðu sér svo lítið fyrir og unnu óvæntan heimasig- ur á FH og sáu um leið til þess að FH komst ekki á toppinn. Fyrsti sigur Valsmanna eftir tvo tapleiki í röð. - hbg Tveir leikir fóru fram í Pepsi-deild karla í gær: Eyjamenn á siglingu MARK Atli Sveinn Þórarinsson skorar hér fyrsta mark Vals í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.