Fréttablaðið - 16.07.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.07.2012, Blaðsíða 6
16. júlí 2012 MÁNUDAGUR6 UMHVERFISMÁL Íslendingar eru langt frá því að uppfylla sett markmið um endurvinnslu á gleri. Endurvinna átti 60 prósent af umbúðagleri í lok árs 2011 samkvæmt settum markmiðum. Árið 2009 var ekkert gler end- urunnið, eða núll prósent. Síðan þá hafa engar breytingar verið gerðar á meðhöndlun á gleri svo vitað sé. Markmiðin eru byggð á EES- samningnum og landið því að brjóta samninginn. „Mjög líklegt er að okkur verði stefnt, en það eru minni líkur á einhverjum sektum ef það er fyr- irséð að við vinnum að því að bæta okkur,“ segir Kjartan Ingvarsson, lögfræðingur hjá umhverfisráðu- neytinu. Hann bendir þó á að fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins hafi stefnt nokkrum aðildarríkjum fyrir að innleiða úrgangstilskip- unina ekki rétt og ekki á réttum tíma. Það hafi í auknum mæli haft í för með sér sektargreiðslur sem aðildarríki hafi þurft að borga til Evrópusambandins. Hann segir því ekki hægt að útiloka sektir. Til stendur að bæta endurvinnslu á gleri og er markmið stjórnvalda að koma á sérstakri söfnun á gleri, pappír, málmum og plasti árið 2015. Kjartan segir mögulegt að söfnunin fari jafnvel fyrr af stað. „Það þarf að tryggja að gleri sé safnað og það fari í endurvinnslu. Ráðuneytið er að vinna að inn- leiðingu á því og lagt verður fram frumvarp um það á Alþingi í haust.“ Aðeins broti af því gleri sem til fellur er safnað saman eins og er. „Þetta snýst um umbúðagler. Hér á landi er aðallega safnað drykkjar- vöruumbúðum úr gleri, en það er lítil áhersla lögð á að safna saman öðrum glerumbúðum. Það er tals- vert mikið magn þó svo að tölur um það liggi ekki alveg fyrir,“ segir- Kjartan. katrin@frettabladid.is lausnir fyrir þreytta, sprungna og þurra Kerasal fætur • Nýtt á Íslandi • Mest selda fótalínan í Bandaríkjunum • Klínískar rannsóknir sýna fram á árangur 20 % kynningarafsláttur út júlí í Norræna húsinu í kvöld kl. 20.00. Aðgangur ókeypis. Átta sterkar austurrískar karlmannsraddir án hljóðfæra/ lifandi sviðsframkoma og húmor. VOICES UNLIMITED Norræna húsið Sturlugata 5 101 Reykjavík Tel. 5517030 www.norraenahusid.is Megum eiga von á kæru vegna glersins Íslendingar endurvinna ekki umbúðagler og brjóta þannig EES-samninginn. Stór hluti umbúðaglers er hins vegar endurnýttur. Búast má við ákæru vegna þessa, en ólíklegra þykir að sektum verði beitt, segir lögfræðingur ráðuneytis. Mjög líklegt er að okkur verði stefnt, en það eru minni líkur á ein- hverjum sektum. KJARTAN INGVARSSON LÖGFRÆÐINGUR HJÁ UMHVERFISRÁÐUNEYTINU VIÐ GÁMINN Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar, við einn gáma fyrirtækisins. Hann segir að minnstu verksmiðj- urnar sem endurvinna og bræða gler taki á móti tuttugufalt meira magni en því sem kemur frá Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Mjög víða er gler ekki kerfisbundið endurunnið vegna þess að sú vinnsla er dýrari en að taka fram sandinn sem liggur víða og vinna úr honum nýtt gler,“ segir Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar. Helgi bendir á að við endurvinnslu á gleri þurfi að hreinsa það mjög vel, bæði allan pappír af ílátunum og allt innihald. Þessi hreinsun sé mengandi. Að auki þurfi að flytja glerið með flutningabíl í skip, sigla skipinu í höfn erlendis, og þaðan keyra það í glerbræðslu. Þessir flutningar mengi líka. „Og þá kemur alltaf upp spurningin: Hvað viltu ganga langt og hvenær er verið að vernda umhverfið? Er þetta umhverfisvænt eða ekki?“ Helgi segir skynsamlegra að endurnýta glerið. „Við höfum frekar notað þetta í malbik, glerteppi, í viðhald á görðum eða saxað glerið í sand og notað í stíga.“ Helgi telur það betri kost en endurvinnslu. „Það er mjög dýrt að endurbræða gler og það kostar mengun að endur- vinna það.“ Endurvinnslan dýr og mengandi Munurinn á endurnýtingu og endurvinnslu er að með endurvinnslu er glerið brætt og aðrir glermunir gerðir úr því. Með endurnýtingu er glerið notað í eitthvað annað, til dæmis brotið niður og notað við stígagerð eða sem uppfyllingarefni ofan á urðunarstaði. Endurnýting og endurvinnsla er því ekki það sama. Íslendingar eru duglegir að endurnýta gler, en endurvinna það hins vegar ekki. Samtals var rúmlega níu tonnum af gleri safnað árið 2009. Ekkert var endur- unnið, en tæp sex tonn endurnýtt eða 64 prósent. Munur er á endurnýtingu og -vinnslu DISCOVERY CHANNEL ER Á STÖÐ 2 FJÖLVARP | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á STOD2.IS BRETLAND Konur hafa í fyrsta sinn síðan mælingar hófust farið fram úr körlum á greindarprófum. Ríflega 100 ár eru liðin frá því að mælingar á greind hófust. Breska blaðið Daily Telegraph segir konur hingað til hafa verið um fimm stigum undir körlum í meðalgreind. Nú hefur orðið við- snúningur og konur mælast að meðaltali hærri en karlar. Ein kenning er að greind kvenna hafi aukist vegna álags á heilann við að samþætta flókið fjölskyldulíf og starfsframa í nútímasamfélagi. Tímamót í greindarmælingu: Konur standa körlum framar NÁTTÚRA Fá tún á Suðurnesjum skarta um þessar mundir grænum lit og reyndar varla stingandi strá á mörgum þeirra. Það er kannski ekki að undra að túnin láti á sjá en varla hefur komið dropi úr lofti á þessum slóðum frá því í lok maí. Þorvaldur Örn Árnason, líffræð- ingur og íbúi í Vogum, segir það svo ekki bæta úr skák að grasþök- urnar hafi verið lagðar ofan á möl og sand en hvorutveggja helst illa á raka. Betur mundi reynast, segir hann, að hafa góða mold. „Þetta er einhver tíska sem hefur tröllriðið öllu hérna sem er ekki nógu gott því slíkar flatir þola varla viku þurrk,“ segir hann. „Svo er hér stór íþróttavöllur sem er hannaður eftir þessari tísku og það þarf að vökva hann daglega svo hann skrælni ekki í þessu árferði sem er að öðru leyti afskaplega ánægjulegt.“ Hann segir enn frem- ur að allur gróður sem hafi mold við rætur sér þrífist afbragðsvel þrátt fyrir þurrkatíðina. Hilmar Bragi Bárðarson, frétta- stjóri Víkurfrétta, segir að reynt hafi verið að halda græna litnum við með því að vökva en það hafi ekki borið tilætlaðan árangur. - jse Grasfletir á þéttbýlisstöðum á Suðurnesjum víðast brúnir og illa brunnir: Víða brún tún á Suðurnesjum SKRÆLNAÐUR SKRÚÐGARÐUR Skrúð- garðurinn í Reykjanesbæ er þurr og vart stingandi strá að sjá. MYND/JÓN ÞORGILSSON KJÖRKASSINN Fer órækt í Reykjavík í taugarnar á þér? JÁ 64,5% NEI 35,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér að borgin eigi að kaupa Perluna og leigja ríkinu undir náttúruminjasafn? Segðu þína skoðun á vísir.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.