Fréttablaðið - 16.07.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 16.07.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Mánudagur skoðun 10 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Fasteignir.is 16. júlí 2012 165. tölublað 12. árgangur FASTEIGNIR.IS16. JÚLÍ 201228. TBL. Fasteignasalan Valhöll s. 588 4477 kynnir: Stórglæsilegt sumarhús með gestahúsi á rúmlega 0,5 ha eignarlandi í Reykjaskógi í Biskupstungunum. Eignin er ofarlega í skóginum, kjarri vaxið svæði og útsýni mikið. Innbú og tæki fylgja með í kaupum. Heitt og kalt vatn í húsi. Komið er inn í anddyri þar sem er fataskápur, geymsla í framhaldi. Gengið inn í rúmgott hol þaðan sem er aðgangur að tveimur stórum svefnherbergjum. Stofa og eldhús eru í opnu rými og með stórum út-sýnisgluggum er snúa í suður. Góð tæki eru í eldhúsi, meðal annars ofn og uppþvottavél. Frá stofu er útgengt á stóran útsýnispall sem nær um-hverfis hús. Svefnloft er afar rúm-gott, þar komast auðveldlega fyrir tvö rúm, náttborð, sjónvarp og sófa-sett. Baðherbergi er með sturtu, skápur fyrir ofan vask, þaðan er út- gengt á pallinn þar sem er heitur pottur. Gestahús er tæplega 17 fm að stærð. Þar er eldhús með lítilli borð-stofu, baðherbergi með sturtu og gott rými með kojurúmi en svefnpláss er fyrir þrjá. Til viðbótar við gestahús er lítið hús á lóðinni sem tilvalið er fyrir börn og leikföng þeirra. Eignin er skráð 81,7 fm í fast-eignamati en samkvæmt seljanda er um að ræða samtals 111 fm gólflöt með svefnlofti en mesta lofthæð þar er um 2 metrar. Undir aðalhúsinu er aðgangur að stóru og miklu rými þar sem m.a. kemst fjórhjól, tilvalið fyrir áhöld og annað. Bústaðurinn er á steyptum stólpum og var byggður árið 1995. Mikið kjarr er umhverfis húsið, aðkoma góð og allur frágangur til fyrirmyndar. Greitt er fast gjald fyrir heitt og kalt vatn ásamt vega-gjaldi en sú upphæð nemur um 120 þúsund krónum á ári og er tengt vísi-tölu. Göngufæri er á leiksvæði sem sumarhúsin reka sameiginlega, þar er lítill golfpúttvöllur, fótbolta- og körfuboltavöllur. Eign sem vert er að skoða. Upplýsingar gefur Jón Rafn Valdimarsson,löggiltur fasteignasali, sími 695-5520. Stórglæsilegt sumarhús Fallegt sumarhús í Reykjaskógi. Suðurlandsbraut 22 | Opið mán. – fös. frá kl. 9–17 | www.heimili.is Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali Andri Sigurðsson sölufulltrúi og lögg. leigumiðlari Ásdís Írena Sigurðardóttir skjalagerð Ruth Einarsdóttir sölufulltrúi Bogi Pétursson lögg.fasteignasali Gústaf Adolf Björnsson lögg. fasteignasali Finndu okkur á Facebook 5 herbergja íbúð með bílageymslu. Mikið endurnýjuð með glæsilegu útsýni. Herbergi í kjallara í útleigu. Íbúð 115 fm plús bílskýli 27 fm. Verð 23,7 m. Elín ViðarsdóttirLögg. fasteignasali Auður Kristinsd.Sölufulltrúi audur@fasteignasalan.is OPI Ð H ÚS Vegna mikillar sölu vantar eignir á skrá! Fífusel 35, 3. hæðOpið hús þriðjudaginn 17. júlí kl. 18:30 - 19:00 Laxatunga 189 - 270 Mosfellsbær 234,9 m2 einbýlishús í byggingu á einni hæð við Laxatungu 189 í Mosfellsbæ. Eignin er laus til afhendingar strax. V. 34,9 m. KJARNA - ÞVERHOLTI 2 • 270 MOSFELLSBÆ • SÍMI: 586 8080 • FAX: 586 8081 WWW.FASTMOS.IS Einar Páll Kjærnestedlögg. fasteignasali.einar@fastmos.is Mjög falleg 118 0 3ja Kristnibraut 6 - 113 Reykjavík Rauðavað 13 - 110 Reykjavík Mjög glæsileg 114,5 m2 4ra herbergja íbúð á 2. hæð í 3ja hæða fjölbýli við Rauðavað 13 í Norðlinga-holti, ásamt bílastæði ílokuðum bílakjallara EiOP IÐ H ÚS Sigurjón M. Egilsson stýrir Sprengisandi á sunnudags morgnum kl. 10–12 Sprengisandurkraftmikill þjóðmálaþáttur B jörg Gunnarsdóttir heldur úti heimasíðunni www.overone-coffee.com ásamt Önnu Gunn- arsdóttur systur sinni Við f ð LITRÍK OG RÓMANTÍSKLISTRÆN SMEKKKONA Björg Gunnarsdóttir hefur mikinn áhuga á hönnun en hún heldur úti lífsstílsbloggi ásamt systur sinni. ÓLÍFUOLÍA SEM HREINSIEFNIAuðvelt er að ná rákum og blettum af ryðfríu stáli með örlítilli ólífuolíu. Hellið einfaldlega olíu í tusku og strjúkið yfir stálið. Fægið síðan með þurrum eldhúspappír. HEIMILISLEGT Heimilið hennar Bjargar er mjög litríkt og fullt af gömlum hlutum sem eiga sér langa sögu. Leitar að söguefni Lene Stæhr leitar að áhugaverðum sögum fólks í danska heimildarmynd. popp 26 Bakaði Höfða Frístundabakarinn Hildur Kjartansdóttir skreytir kökur með þekktum byggingum. Síðast bjó hún til Höfðaköku. Smjörvi í sérmerktum umbúðum á 20% lægra verði UPPLÝSINGATÆKNI Hópurinn Radi- ant Games lenti í 4. til 5. sæti í stærstu forritunarkeppni heims í síðustu viku með leikinn Robert‘s Quest. Keppnin fór fram í Ástr- alíu. Guðmundur Valur Viðars- son, einn liðsmanna, lét fjarlægð- ina ekki koma í veg fyrir að hann gæti upplifað fæðingu frumburð- arins heldur nýtti samskiptafor- ritið Skype. „Ég varð vitni að því í beinni þegar dóttir mín kom í heiminn eða eins mikið og ég gat í gegnum tárin,“ segir hann. Fyrsta fjöl- skyldumyndin er líka óhefðbund- in. „Hún er af mér og nýfæddu stúlkunni í rúminu og honum á tölvuskjánum með heyrnartól“ segir Gunnþóra, kona hans. -hþt/ sjá síðu 26 Guðmundur lofar tæknina: Sá dótturina fæðast á Skype SAMFÉLAGSMÁL Af þeim rúmlega 900 börnum sem skráð eru í með- ferð á göngudeild Barna- og ung- lingageðdeildar Landspítalans, BUGL, glímir stór hópur drengja á aldrinum 14 til 18 ára við net- fíkn. Í alvarlegustu tilfellunum eru börnin lögð inn. Þau eru þá ekki bara hætt samskiptum við aðra í umhverfinu vegna mikillar tölvunotkunar heldur eru þau bein- línis í lífshættu vegna þunglyndis og vanvirkni. Þetta segir Guðlaug María Júlíusdóttir, verkefnastjóri félagsráðgjafar á kvenna- og barnasviði Landspítalans. „Börnin eru lögð inn þegar þau eru farin að þjást af alvarlegu þunglyndi og jafnvel sjálfsvígs- hugsunum. Þau hafa ekki sinnt samskiptum við fjölskyldu og vini vikum og jafnvel mánuðum saman, heldur einungis verið inni á herberginu sínu. Þau hafa ekki sinnt neinu nema tölvunni og heim- inum sem þar er inni,“ segir Guð- laug. Hún tekur það fram að í göngu- deildarmeðferð sé reynt að greina grunnvandann. „Netfíkn er ekki sjúkdómsgreining í sjálfu sér. Við reynum að komast að því hvers vegna barnið er búið að koma sér á þennan stað í tilverunni. Mögulega er um einstakling að ræða sem í grunninn er kvíðinn og félagsfæl- inn og líður best inni á herbergi. Stundum flosna börn upp úr skóla vegna netfíknar. Í öðrum tilfellum eru þau búin með skólaskyldu og reynist erfitt að fá vinnu. Foreldr- unum finnst þá skiljanlegt að barn- ið leiti inn í herbergi. Þeir gera sér ekki alltaf grein fyrir því hversu alvarlegur vandinn er.“ Í göngudeildarmeðferðinni er fjölskyldunum hjálpað að koma börnunum út úr herbergjunum. „Það verða oft átök inni á heimil- unum. Börnin láta ekki alltaf tölv- una frá sér með góðu. Reynt er að fara samningaleið innan skynsam- legra marka og styðja foreldrana í að setja mörk. Stundum gengur þetta og stundum ekki. Stefnt er að því að finna úrræði sem fylla tómarúmið þegar dregið er úr tölvunotkuninni,“ segir Guðlaug. Á legudeild eru börnin látin æfa sig í þeim daglegu athöfnum sem þau voru búin að týna niður, að sögn Guðlaugar. „Þau æfa sig í að horfast í augu við aðra, bjóða góðan daginn, fara reglulega í sturtu og borða á matmálstímum. Þau fá svokallaða umhverfismeð- ferð. En fráhvarfseinkennin geta verið mjög alvarleg. Þess eru dæmi að börnin ráfi um gangana með miklar kvalir. Þau finna fyrir kvíða og óróa og þola ekki við. Ein- kennin eru svipuð og fráhvarfs- einkenni vegna annarrar fíknar. Ég vona að þekkingin á tölvufíkn sé að verða meiri hjá foreldrum svo að þessi mál nái ekki að ganga svona langt.“ ibs@frettabladid.is Börn í lífshættu vegna ein- angrunar sem fylgir netfíkn Stór hópur 14 til 18 ára drengja í meðferð á göngudeild BUGL glímir við netfíkn. Foreldrum hjálpað að koma börnunum frá tölvunni. Í alvarlegustu tilfellunum eru börnin lögð inn. Fráhvarfseinkenni eru mikil. Börnin eru lögð inn þegar þau eru farin að þjást af alvarlegu þunglyndi og jafnvel sjálfsvígshugsunum. GUÐLAUG MARÍA JÚLÍUSDÓTTIR VERKEFNASTJÓRI FÉLAGSRÁÐGJAFAR Á KVENNA- OG BARNASVIÐI LANDSPÍTALANS Ólafur í toppformi Hinn 39 ára gamli Ólafur Stefánsson skoraði tíu mörk í landsleik gegn Túnis. sport 20 VÍÐA BJART en skýjað allra austast í fyrstu og léttir svo til. Hægur vindur og hiti á bilinu 10 til 22 stig, hlýjast á Suðvesturlandi. VEÐUR 4 16 15 13 15 15 MANNLÍF Paradís virðist ekki hafa farið langt þó Eden í Hveragerði hafi brunnið því að skammt frá rústum Edens slá feðginin Hjört- ur Benediktsson og Helga Hjart- ardóttir upp markaði um helgar þar sem grænmeti, bleikja og hrossabjúgu renna út eins og heitar lummur. Mest er lagt upp úr grænmet- inu sem Hjörtur ræktar nær allt sjálfur. „Það liggur við að þetta sé ræktað í vígðri mold því ég er með þetta í Hjallakróki í Ölf- usi, spölkorn frá kirkjujörðinni,“ segir hann af gamansemi. Þetta er þriðja sumarið í röð sem þau slá upp bás sínum á þessum stað og segir hann að nóg sé að gera. „Grænmetið rokselst og síðan eru hrossabjúgun sem ég fæ frá fólkinu á Böðmóðs- stöðum í Laugardal svo vinsæl að birgðirnar sem áttu að duga út helgina seldust upp strax klukkan fimm á föstudaginn. Enda var geysimargt um mann- inn þann dag, þetta var bara eins og á útihátíð.“ Básinn er fyrir utan leikhús- ið í Hveragerði en þau feðgin fá einnig að nota aðstöðuna þar inni. Hjörtur er eflaust vel að því kominn því milli þess sem hann sinnir hlutverki garðyrkju- bónda og sölumanns leikur hann hin ýmsu hlutverk hjá Leikfélagi Hveragerðis. - jse Grænmeti, bleikja og hrossabjúgu seld á útimarkaði í Hveragerði: Kálið ræktað nærri vígðri mold HJÖRTUR BENEDIKTSSON OG HELGA HJARTARDÓTTIR Í GRÆNMETISMARKAÐNUM Það var nóg um að vera í grænmetismark- aðnum í Hveragerði þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði. Það fer vel á því að grænmetið sé selt skammt frá Eden enda fer því ekki fjarri að það sé ræktað í kálgarði drottins. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Grænmetið rokselst og síðan eru hrossa- bjúgun sem ég fæ frá fólkinu á Böðmóðsstöðum í Laugardal svo vinsæl að birgðirnar sem áttu að duga út helgina seldust upp. HJÖRTUR BENEDIKTSSON GRÆNMETISBÓNDI Í ÖLFUSI Gengst við nördaskap Jónas Guðmundsson hefur opnað fyrsta gönguleiðavef landsins. Tímamót 14

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.