Fréttablaðið - 16.07.2012, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 16.07.2012, Blaðsíða 40
16. júlí 2012 MÁNUDAGUR20 sport@frettabladid.is 11. umferð pepsi-deildar karla lýkur í kvöld með þremur leikjum. Selfoss sækir ÍA heim, Stjarnan tekur á móti Breiðablik á meðan Grindvíkingar koma í Árbæinn og spila gegn Fylki. Allir leik- irnir hefjast klukkan 19.15 og verður fylgst með þeim öllum á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. hANDbolti Íslenska landsliðið hafnaði í þriðja sæti á æfinga- móti í Frakklandi sem fram fór um helgina. Ísland tapaði gegn Spáni síðasta föstudag en vann svo Túnis, 31-27, í bronsleiknum í gær. Markvörðurinn Hreiðar Levý Guðmundsson kom til bjargar í leiknum í gær. Varði níu skot og fékk aðeins á sig tvö mörk. Þegar hann kom inn var Ísland fjórum mörkum undir í leiknum. Ólafur Stefánsson var einnig stórkostleg- ur með tíu mörk í ellefu skotum. „Í heildina er ég nokkuð sáttur við leikinn þó svo það væru slak- ir kaflar inn á milli. Við leystum líka sóknarleikinn illa þegar Óli var tekinn úr umferð. Við höfum ekkert æft það en þurfum að fara að vinna i því,“ sagði Guðmundur sem var hæstánægður með að fá þennan leik enda mun Ísland mæta Túnis á Ólympíuleikunum í Lond- on. „Mér finnst varnarleikurinn á hárréttri leið. Erum fljótir á fótum og strategían að halda. Við fáum of mörg hraðaupphlaup á okkur en löguðum það. Markvarslan var góð framan af en svo kom Hreiðar með stórkostlega markvörslu. Hann og vörnin voru frábær.“ Björgvin varði ágætlega í leikn- um en innkoma Hreiðars var eins og áður segir mögnuð. „Hreiðar hefur verið að standa sig mjög vel á æfingum og hefur sýnt að hann er í góðu formi.“ Guðjón Valur Sigurðsson hvíldi allan seinni hálfleikinn en hann er enn að jafna sig af meiðslum. „Það munaði um minna. Guðjón er samt á réttri leið en við tökum enga áhættu með hann,“ sagði Guðmundur en Róbert Gunnars- son og Snorri Steinn Guðjónsson skiptust á að vera í horninu í seinni hálfleik. „Snorri leysti það mjög vel og vonandi verður ekki þörf á því að leysa þetta. Við vonum að það verði í lagi með Guðjón í London.“ Ingimundur virðist vera búinn að hrista af sér sín meiðsli og lék af krafti í gær. Aron Pálmarsson gat aftur á móti lítið leikið en hann er slæmur í hnénu. „Við þurfum að fá meira frá honum. Það á að skoða hans mál betur er við komum heim. Hann kennir sér meins í hnénu.“ Guðmundur hrósaði fyrirliðan- um Ólafi Stefánssyni sérstaklega en hann var frábær í leiknum og virkar í ótrúlega góðu formi. „Ég hef ekki séð Óla svona góðan síðan árið 2002. Hann var stórkostlegur og er í ótrúlegu formi,“ sagði þjálfarinn en hann segir liðið vera á réttri leið í undir- búningi sínum fyrir Ólympíuleik- ana í London. henry@frettabladid.is Óli ekki verið svona góður í tíu ár Guðmundur Guðmundsson hrósar landsliðsfyrirliðanum Ólafi Stefánssyni í hástert. Ólafur er í ótrúlegu formi og skoraði tíu mörk í ellefu skotum gegn Túnis í gær. Hreiðar Levý Guðmundsson sneri þá töpuðum leik við með hreint út sagt magnaðri markvörslu á síðustu fimmtán mínútum leiksins. ótrúlegur íþróttamaður Hinn 39 ára gamli Ólafur Stefánsson er í lygilegu formi þessa dagana og ætlar sér greinilega stóra hluti í London. fréttabLaðið/daníeL KöRfUbolti Hörður Axel Vilhjálms- son, landsliðsmaður Íslands í körfubolta, hefur dregið sig úr æfingahópi íslenska landsliðsins sem tekur þátt í undankeppni Evr- ópumóts karlalandsliða í ágúst og september. Hörður heldur þess í stað til móts við félag sitt Mittel- deutscher BC í efstu deild þýska körfuboltans og æfir með liðinu á undirbúningstímabilinu. Átján manna æfingahópur Íslands, sem æfði af krafti í júní, hefur æfingar á nýjan leik á sunnudag manni færri. Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknatt- leikssambands Íslands, segist ekki reikna með að leikmaður verði kallaður inn í æfingahópinn í stað Harðar. Tólf leikmenn munu skipa lokahópinn sem spilar fyrir Íslands hönd í undankeppninni. Hannes segir stjórn KKÍ og afreksnefnd þurfa að endurskoða vinnubrögð sín. „Reglurnar hjá Körfuknatt- leikssambandi Evrópu (FIBA) eru þannig að við eigum leikmennina okkar yfir sumartímann. Þetta er spurning hversu mikið við viljum ganga á hag leikmannsins,“ segir Hannes. „Við ætlum ekki að standa í vegi fyrir Herði í þessu tilfelli en þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist hjá okkur,“ bætir Hannes við og segir A-landsliðið auk yngri landsliða vera glugga fyrir leikmenn til að koma sér á fram- færi erlendis. Þannig hafi marg- ir íslenskir leikmenn komist í atvinnumennsku. „Við teljum það gott fyrir íslenskan körfubolta að eiga atvinnumenn og höfum því ekki staðið í vegi fyrir okkar leikmönn- um. En við höfum heldur ekki átt marga atvinnumenn undanfarin ár,“ segir Hannes og bætir við að þó fjölgun þeirra sé mikið fagnað- arefni fyrir íslenskan körfuknatt- leik megi það ekki koma niður á landsliðinu. Í vöxt hefur færst hjá atvinnu- mönnum í íþróttum undanfarin ár að gefa ekki kost á sér í lands- lið þjóða sinna. Leikmenn fá laun sín greidd hjá félögum sínum sem óttast aukið álag og meiðslahættu sem fyrir er í landsliðsverkefnum leikmanna sinna. „Félögin geta ekki sett leik- mönnum sínum afarkosti. Auð- vitað er þetta á endanum pers- ónuleg ákvörðun hvers og eins leikmanns,“ segir Hannes sem er þó meðvitaður um að leikmenn séu oftar en ekki undir mikilli pressu frá félögum sínum. - ktd Vandamál að atvinnumenn Íslands í körfubolta velji félög sín fram yfir landsliðið: Þurfum að endurskoða vinnubrögð okkar valdi frekar félagið Hörður axel tók félagslið fram yfir landsliðið. fréttabLaðið/daníeL Vináttulandsleikur: ísland-túnis 31-27 (15-15) Mörk Íslands (skot): Ólafur Stefánsson 10/2 (11/2), Snorri Steinn Guðjónsson 8/2 (12/4), alexander Petersson 6 (10), Kári Kristján Kristjáns- son 2 (2), Guðjón Valur Sigurðsson 2 (5), arnór atlason 1 (2), ingimundur ingimundarson 1 (2), aron Pálmarsson 1 (3). Varin skot: björgvin Páll Gústavsson 11, Hreiðar Levý Guðmundsson 9. úrslit box Tveir áhugaverðir hnefa- leikabardagar fóru fram um helgina. Á Upton Park, heimavelli West Ham, mættust þungavigtar- kapparnir og ruslakjaftarnir David Haye og Dereck Chisora. Hvorugur þeirra er með hnefa- leikaleyfi og var bardaginn því ekki viðurkenndur af neinu alvöru hnefaleikasambandi. Engu að síður mættu 30 þúsund manns í rigninguna á Upton Park og sáu Haye steinrota Chisora í fimm lotum. Haye var hættur að berjast en segist nú vilja berjast við Vitali Klitschko. Hann hefur áður tapað fyrir bróður hans, Wladimir. Haye skoraði Vitali á hólm eftir bardagann og hélt því fram að Úkraínumaðurinn þorði ekki að berjast við sig. Í Las Vegas fór helsta vonar- stjarna Breta, Amir Khan, illa að ráði sínu gegn Bandaríkjamann- inum Danny Garcia. Khan með mikla yfirburði framan af en í þriðju lotu náði Garcia að slá Khan niður með rosalegum vinstri krók. Khan jafnaði sig aldrei og var bardag- inn stöðvaður í fjórðu lotu. Framtíð Khan er í mikilli óvissu eftir bardagann enda búinn að tapa tveimur bardögum í röð. - hbg Hnefaleikar um helgina: Haye vann en Khan tapaði haye í stuði david Haye er hér að mis- þyrma Chisora um helgina. nordiC PHotoS/Getty

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.