Fréttablaðið - 16.07.2012, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 16.07.2012, Blaðsíða 15
Björg Gunnarsdóttir heldur úti heimasíðunni www.overone-coffee.com ásamt Önnu Gunn- arsdóttur systur sinni. Við fengum að kíkja inn á heimilið hennar og hún sýndi okkur sína uppáhaldshluti. Björg hefur mikinn áhuga á tísku og húsgögnum og er dugleg að sækja sér innblástur og prófa eitthvað nýtt. „Ég sæki innblástur í tímarit og hjá vinum og ef ég fæ ein- hverjar hugmyndir þá fletti ég þeim upp á netinu. Ég hef líka verið dugleg að róta á flóamörkuðum og finna gersemar þar,“ segir Björg. Heimili Bjargar einkennist af róman- tík og litum og þar er mikið af gömlum hlutum. Þær systur byrjuðu með heima- síðuna seinasta haust og er mikið af fólki sem heimsækir síðuna dag hvern enda eru þær duglegar að setja inn færslur. Í haust ætlar Björg að flytja til Kaup- mannahafnar þar sem hún er að fara í starfsnám hjá tískumerkinu Bruuns Bazaar en Björg er lærð í kjólasaum. Björg mun halda áfram að blogga í Danmörku. „Ég held að það verði gaman að blogga í Køben því að ég mun þá vera í alveg nýju umhverfi og fá nýjan innblástur. Anna mun þó halda áfram að blogga frá Ís- landi,“ segir Björg. ■ gunnhildur@365.is LITRÍK OG RÓMANTÍSK LISTRÆN SMEKKKONA Björg Gunnarsdóttir hefur mikinn áhuga á hönnun en hún heldur úti lífsstílsbloggi ásamt systur sinni. ÓLÍFUOLÍA SEM HREINSIEFNI Auðvelt er að ná rákum og blettum af ryðfríu stáli með örlítilli ólífuolíu. Hellið einfaldlega olíu í tusku og strjúkið yfir stálið. Fægið síðan með þurrum eldhúspappír. GAMLIR MUNIR HEILLA Björgu finnst gaman að safna gömlum fallegum hlutum eins og mynda- vélum. Þá safnar hún gömlum cappuccino bollum sem hún finnur á flóamörkuðum. HEIMILISLEGT Heimilið hennar Bjargar er mjög litríkt og fullt af gömlum hlutum sem eiga sér langa sögu. Gerið gæða- og verðsamanburð Listhúsinu Laugardal, 581 2233 · Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 · Opið virka daga kl. 10.00 - 18.00 · laugardaga 12.00 - 16.00 *3,5% lántökugjald 12 mánaða vaxtalausar greiðslur* NÝTT Sængurver Handklæði Sloppar Púðar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.