Fréttablaðið - 08.09.2012, Side 2

Fréttablaðið - 08.09.2012, Side 2
8. september 2012 LAUGARDAGUR2 Guðmundur, eru þau á Hrafn- istu þá loksins full-orðin? „Já, og fullmegtug eigin gjörða.“ Endurnýjaður matsalur með vínveitingum hefur verið opnaður á Hrafnistu. Guð- mundur Hallvarðsson er formaður stjórnar Hrafnistu. AÐEINS Í DAG! GÓLFLAMPI VERÐ ÁÐUR 18.900,- NÚ 10.000,- 40% kíktu inn á www.pfaff.is Pfaff // Grensásvegi 13 // Sími 414 0400 Opið í dag, laugardag kl. 11-16. DÓMSMÁL Líkur eru á að Brynj- ar Mettinisson, sem setið hefur í fangelsi í Taílandi, verði á heimleið á undan móður sinni, sem einnig er í landinu. Sendiherra Íslands og utanríkisráðu- neytið fengu staðfest hjá yfirvöldum í Taílandi í gær að máli Brynjars yrði ekki áfrýjað og hann því látinn laus á allra næstu dögum. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins á móðir Brynjars flug á laugardaginn næsta, á miða sem ekki er hægt að breyta. Fari fram sem horfir verður Brynjar farinn frá Taílandi fyrir helgina. Hann er á leið heim til Íslands, með viðkomu hjá ættingjum í Svíþjóð. - óká Taílensk yfirvöld áfrýja ekki: Laus úr fangelsi á næstu dögum BRYNJAR METTINISSON BRUSSEL Framkvæmdastjórn ESB hefur kallað eftir endurgreiðslu á 215 milljónum evra, sem jafngildir rúmum 33 milljörðum króna, sem þrettán aðildarríki höfðu fengið út úr sjóðum sambandsins í gegnum styrkjakerfi sameiginlegu land- búnaðarstefnunnar. Ástæða krafnanna er sú að ríkin sem um ræðir höfðu ekki farið að reglum við úthlutun, meðal annars með ónægri eftirfylgni með ráð- stöfun fjárins. Portúgal fær lang- hæsta bakreikninginn, að upphæð tæplega 90 milljóna evra, en Bret- land og Ítalía koma næst með um 30 milljónir evra. - þj Landbúnaðarstefna ESB: 33ja milljarða bakreikningur BÆNDUR OG BÚALIÐ ESB hefur sent út bakreikning til 13 aðildarríkja vegna slælegra vinnubragða við úthlutun land- búnaðarstyrkja. NORDICPHOTOS/AFP BELGÍA Vegfarendur í Brussel í Belgíu þurfa nú að gæta að orð- bragði sínu. Sektir, 75 til 250 evrur, liggja nú við ljótu orð- bragði og skammaryrðum í garð annarra á götum úti. Talsmaður borgarstjórans segir dómstóla ekki hafa annað slíkum málum hingað til og þess vegna hafi margir lögreglumenn ekki séð ástæðu til að grípa til aðgerða vegna þeirra. Í heimildarmynd belgíska leik- stjórans Sofie Peeters er varpað ljósi á árekstra borgaranna sem kvikmyndaðir voru án þeirra vitneskju, að því er telegraph. uk.co greinir frá. - ibs Boðað til aðgerða í Brussel: Fólk sektað fyrir að blóta NÁTTÚRA „Þetta er sárasjaldgæft kvikindi,“ segir Erpur Snær Hansen fuglafræðingur um tregadúfu sem með naumindum lifði af að lenda í klóm kattar í Vestmannaeyjum í gær. Tregadúfur, litlir fuglar sem þekkjast á spísslaga stéli og blágrænum hring í kringum augun, eru mjög algengar í Bandaríkjunum. Slík dúfa hefur þó aðeins einu sinni borist til Íslands, árið 1996 til Vestmanna- eyja, og ekki nema um fimm dæmi eru um að þær hafi sést í gjörvallri Evrópu, að sögn Erps. „Hún er ansi rýr greyið, ekki nema 69 grömm þegar þær eiga að vera 120 grömm. Hún hefur verið orðin aðframkomin af hungri eftir flugið yfir Atlantshafið,“ segir hann. Hún hafi meira að segja verið farin að brenna flugvöðvunum. Erpur segir að dúfan hljóti að hafa lent í miklum fellibyl við austurströnd Bandaríkjanna – jafnvel Ísak sem var í fréttum í vikunni. Hún hafi lítið átt í köttinn, sem hafi skemmt á henni fiðrið áður en henni var bjargað úr klóm hans. „Hún er þokkalega ern miðað við það sem á undan er gengið en það er samt spurning hvort hún lifir. Það er verið að reyna að gefa henni að éta og ef það tekst þá verður henni sleppt,“ segir Erpur. - sh Norður-Amerísk tregadúfa milli heims og helju í Vestmannaeyjum: Sjaldgæfur flækingur í klóm kattar AÐFRAMKOMIN Kjalbeinið á dúfunni stendur út í loftið, sem er til merkis um að hún sé ekki vel á sig komin. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON MÓTMÆLI Fulltrúar atvinnuvega- ráðuneytisins tóku á móti sex- tán þúsund póstkortum frá sjálf- boðaliðum samtakanna SEEDS. Á þeim voru undirskriftir 15 þús- und ferðamanna sem hétu því að smakka ekki hvalkjöt á meðan á dvöl þeirra hér stæði. Þá höfðu eitt þúsund Íslendingar skrifað nöfn sín á póstkortin. Sigursteinn Másson, fulltrúi samtakanna, segir að sjálfboðalið- arnir hafi fengið mjög góðar mót- tökur í sumar. Auk þess að heita því að bragða ekki á kjötinu hvetja þeir sem skrifa undir stjórnvöld til að stöðva veiðar á hval við landið. Sérstaka athygli veki hve marg- ir Íslendingar höfðu frumkvæði að því að skrifa undir póstkortin, þó þau væru í raun fyrst og fremst ætluð ferðamönnum. Hann segir markmiðið tvíþætt; annars vegar að sýna stjórnvöld- um fram á hve umdeildar hvalveið- ar eru og að Íslendingum sé í hag að hætta þeim. „Þá vildum við vekja ferðamenn á Íslandi, sem langflestir segjast andvígir hvalveiðum, til vitundar um að með því að smakka hvalkjöt á íslenskum veitingastöðum eru þeir að stuðla að áframhaldandi hvalveiðum.“ - kóp Fimmtán þúsund ferðamenn og eitt þúsund Íslendingar skrifuðu á póstkort: Heita því að smakka ekki hvalkjöt NOREGUR Fertugur maður í Nor- egi var í gær sakfelldur fyrir að leggja hendur á tólf ára vin sonar síns og hóta honum öllu illu. Maðurinn hafði frétt af því að viðkomandi drengur hefði ráðist á son hans. Hann fór að heimili drengsins sem var einn heima. Þar ærðist maðurinn, skemmdi bíl og braut rúðu í íbúðinni. Þá tuktaði maðurinn drenginn til, til að fá hann til að játa að hafa slegið son hans, og hótaði svo að brenna húsið til grunna. Neyðar- hróp drengsins drógu hins vegar að nærstadda sem gátu skakkað leikinn. Dómurinn yfir manninum var 90 stundir í samfélagsvinnu og greiðsla skaðabóta. - þj Æstur Norðmaður dæmdur: Lamdi tólf ára vin sonar síns PÓSTKORTIN AFHENT Sextán þúsund póstkort með kveðjum á fjölmörgum tungumálum voru afhent í atvinnuvega- ráðuneytinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SAMGÖNGUR Iceland Express ætlar að hefja áætlunarflug til Bandaríkjanna á nýjan leik næsta sumar. Flogið verður daglega til Boston frá byrjun júní. Áfangastöðum í Evrópu verður fækkað um sex en um leið verður fjölgað ferðum á þá staði sem flogið verður á miðað við það sem áður var, að því er segir í til- kynningu frá flugfélaginu. Nýir áfangastaðir í Evrópu verða Ósló og Frankfurt í Þýskalandi. Sæta- framboð verður aukið úr 370 í 480 þúsund eða um 30 prósent. Breytingar hjá Iceland Express: Aftur flug til Bandaríkjanna KÓPAVOGUR Leiðtogar meirihlutans í bæjarstjórn Kópavogs funduðu nýverið með Guðrúnu Pálsdótt- ur, fyrrverandi bæjarstjóra, í því skyni að fá hana til að gera breyt- ingar á starfslokasamningi hennar frá því í febrúar síðastliðnum. Ármann Kr. Ólafsson og Rann- veig Ásgeirsdóttur vildu lækka orlofsgreiðslur Guðrúnar, skylda hana til að greiða vangoldna vexti af umdeildu skuldabréfi vegna gatnagerðargjalda sem fannst í læstum skáp á bæjarskrifstofunum og breyta sam- komulagi um að hún tæki aftur við sviðsstjórastöðu hjá bænum 1. september þar sem vinna við að breyta skipuriti bæj- arins stæði enn yfir. Þetta er fullyrt í bréfi sem lög- maður Guðrúnar, Gestur Jónsson, sendi Ármanni Kr. Ólafssyni bæj- arstjóra 21. ágúst síðastliðinn og Fréttablaðið hefur undir höndum. Í bréfinu er umleitunum Ármanns og Rannveigar mótmælt harðlega. Bréfið var hins vegar dregið til baka nokkrum dögum síðar. Málið kom til umræðu á bæjar- ráðsfundi á fimmtudaginn var. Þar lagði Guðríður Arnardótt- ir, fulltrúi Samfylkingarinnar, fram bókun þar sem hún segir það vekja furðu að bæjarráði hafi ekki verið sagt frá bréfi Gests á sínum tíma. „Það kemur verulega á óvart að nú einungis sex mánuðum eftir að núverandi meiri- hluti gerði fordæmalaus- an starfslokasamning við fyrrverandi bæjarstjóra, skuli þau núna ætla að draga í land með svo sérkennilegum hætti. Varla þarf að minna á þær athugasemdir sem fulltrúar Sam- fylkingarinnar gerðu við þann samning,“ segir í bókun Guðríðar. „Nú er útlit fyrir að fulltrúar meirihlutans hyggist ekki efna það samkomulag og jafnvel ekki bjóða fyrrverandi bæjarstjóra sviðsstjórastöðu eins og lofað var í febrúar síðastliðnum og viðbúið að slíkt feli í sér enn meiri kostn- að bæjarsjóðs. Vinnubrögð af þessu tagi eru með miklum ólík- indum.“ Í gagnbókun frá meirihlutanum segir að túlkun Guðríðar á efni fundarins sé alröng. Ekki náðist í Ármann Kr. Ólafs- son bæjarstjóra í gær en Rann- veig Ásgeirsdóttir, formaður bæj- arráðs, segir að fundurinn með Guðrúnu hafi verið mjög eðlileg- ur í ljósi þess að hún hafi átt að koma aftur til starfa 1. september. „Það er enn verið að vinna eftir starfslokasamningnum frá því í febrúar,“ segir Rannveig, spurð hvort enn standi til að Guðrún taki við sviðsstjórastöðu hjá bænum. Spurð hvenær það verður segir Rannveig að það sé eitthvað sem verði að ræða við Guðrúnu. Hún viti ekki hvers vegna bréfið var dregið til baka. Ómar Stefánsson, varaformað- ur bæjarráðs, baðst undan því að ræða málið við blaðið. „Ég hef helst ekki viljað tjá mig neitt um þetta mál,“ segir hann. Ekki náð- ist í Guðrúnu Pálsdóttur og Gest- ur Jónsson vildi ekki tjá sig að öðru leyti en staðfesta að hann hefði sent bréfið. stigur@frettabladid.is Mótmælti breytingum á starfslokasamningi Enn er deilt um starfslok Guðrúnar Pálsdóttur sem bæjarstjóra í Kópavogi. Reynt að breyta starfslokasamningi hennar eftir á og skerða kjör. Lögmaður hennar mótmælti harðlega í bréfi til bæjarstjóra en dró bréfið síðan til baka. ÓSÁTT Ekki hafa fengist skýring- ar á því hvers vegna bréf Gests Jónssonar, lögmanns Guð- rúnar, var dregið til baka. GUÐRÍÐUR ARNARDÓTTIR RANNVEIG ÁSGEIRSDÓTTIR SPURNING DAGSINS
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.