Fréttablaðið - 08.09.2012, Page 4

Fréttablaðið - 08.09.2012, Page 4
8. september 2012 LAUGARDAGUR4 GENGIÐ 07.09.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 216,5843 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 122,76 123,34 195,60 196,56 155,66 156,54 20,887 21,009 21,077 21,201 18,304 18,412 1,5535 1,5625 187,30 188,42 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Hótaði kynferðisofbeldi Átján ára piltur hefur verið ákærður fyrir að hafa ógnað manni með hnífi í miðbæ Reykjavíkur í lok júní síðastlið- ins og hótað að stinga hann, og síðar um kvöldið, þegar hann var kominn í fangaklefa, hótað lögreglukonu og allri fjölskyldu hennar kynferðislegu ofbeldi. Ákæran var þingfest í gær. DÓMSTÓLAR STJÓRNSÝSLA Ákvörðun Guðbjarts Hannessonar velferðarráðherra um að hækka laun Björns Zoëga, forstjóra Landspítalans, er í sam- ræmi við úrskurð kjararáðs. Birni voru boðin hærri laun gegn auknu vinnuframlagi við læknisstörf til að halda honum í starfi en hann hafði fyrr á þessu ári allt að því tekið erlendu starfstilboði. Fréttablaðið greindi frá því í gær að vel- ferðarráðherra hefði í síðasta mánuði hækkað mánaðarlaun Björns um 450 þúsund krónur eða í 2,3 milljónir á mánuði. Vakti ákvörðunin hörð viðbrögð talsmanna opinberra launamanna. Sagði Elsa B. Friðfinns- dóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga, til að mynda að hjúkrunarfræðing- um væri misboðið vegna launahækkunarinnar sem kæmi í kjölfar mik- ils niðurskurðar á þjón- ustu við sjúklinga. Spurður um þessa gagnrýni svarar Guðbjartur: „Ástæða þess að ég fer í þessa aðgerð er til að spara útgjöld. Við erum þarna að tala um stjórnanda á stærstu stofn- un ríkisins og lækni með mjög góða menntun. Það er mat mitt að hagsmunir heilbrigðiskerfisins séu þeir að halda honum í starfi. Ég skil að miklu fleiri myndu vilja launahækkanir og breyting- ar á sínum kjörum en það er bara annað og sjálfstætt viðfangsefni.“ Guðbjartur bendir á að grunn- laun Björns séu ákvörðuð af kjara- ráði en svo hafi hann heimild til þess að vinna læknisverk sem greidd séu laun fyrir til viðbótar. „Björn tilkynnti okkur að hann væri á leiðinni burt frá okkur. Þá lögðumst við yfir það hvað við gætum gert til að halda honum í starfi. Niður- staðan varð sú að við gætum boðið honum meiri vinnu við læknis- störf og þar með aukið heildartekjur hans. Og hann samþykkti að halda áfram á þessum forsend- um,“ segir Guðbjartur. S t j ó r n F é l a g s íslenskra lækna sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í gær. Þar segir að vel mennt- aðir heilbrigðisstarfs- menn eigi að fá laun í samræmi við menntun, reynslu og álag og að sporna eigi við brott- flutningi þeirra í betur launuð störf erlendis. Hins vegar eigi það við um fleiri en einungis forstjóra Landspítalans. Guðbjartur segir að ágætur kjarasamningur hafi verið gerð- ur við lækna á síðasta ári auk þess sem reynt hafi verið að bregðast við flótta lækna frá landinu. „Við munum reyna að standa vaktina áfram og halda fólki hér en stærð- argráðan á því er allt önnur en þessa einstaka máls sem er ekki fordæmisgefandi,“ segir Guð- bjartur. magnusl@frettabladid.is Launahækkun forstjóra í takt við úrskurð kjararáðs Guðbjartur Hannesson segist hafa haft heimild til þess að hækka laun Björns Zoëga. Hún sé fyrir læknis- verk sem hann vinni til viðbótar við starf sitt sem forstjóri. Hækkunin dugði til að halda honum í starfi. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, vill sem minnst tjá sig um þá gagn- rýni sem hefur komið fram á launahækkun hans. „Ég ákveð auðvitað ekki eigin laun, þau eru ákvörðuð af ráðherra og kjararáði. Ég get einungis lýst minni aðkomu að þessu máli. Ég var á leið úr landi í nýja vinnu og þurfti því að segja upp mínu starfi á Landspítalanum. Nokkrum klukkustundum eftir að ég gerði það var ég beðinn um að endurskoða hug minn og eftir að hafa hugsað málið og rætt við ráðherra komumst við að samkomulagi um áframhaldandi samstarf. Það er það eina sem ég hef um þetta að segja.“ Stjórn Læknafélag Íslands sendi frá sér yfirlýsingu vegna launahækkunar Björns í gær. Í yfirlýsingunni segir að hún skjóti skökku við þegar litið sé til ástandsins á Landspítalanum og áralangs niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu. Hins vegar segir í yfirlýsingunni að félagið telji að vel menntaðir heilbrigðis- starfsmenn eigi að fá laun í samræmi við menntun, reynslu og álag í starfi. Þá eigi að sporna við brottflutningi þeirra í betur launuð störf í öðrum lönd- um en það eigi við um fleiri en einungis forstjóra Landspítalans. Spurður út í þessa yfirlýsingu svarar Björn: „Auðvitað skal stefnt að því að laun íslenskra lækna og annarra heilbrigðisstétta séu sem samkeppnishæfust. Það er hins vegar ekki forstjórans að semja um kaup og kjör við starfsmenn. Auðvitað vill maður halda starfsfólki spítalans og við munum reyna það áfram eins og við getum innan þess ramma sem við vinnum eftir.“ Ákvarða ekki eigin laun FORSTJÓRINN Björn Zoëga segist ekki ákveða eigin laun. Hann vill sem minnst tjá sig um þá gagnrýni sem fram hefur komið á launahækkun hans. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON KÍNA, AP Nokkrir sterkir jarð- skjálftar riðu yfir afskekkt fjalla- hérað í suðvestanverðu Kína í gær. Fyrsti skjálftinn mældist 5,6 stig og honum fylgdu tugir eftir- skjálfta. Fjöldi húsa hrundi til grunna og skriðuföll ollu einnig miklu tjóni. Tugir manna létu lífið. Víða lokuðust vegir. Harðast úti varð Yiliang-sýsla, þar sem flest dauðsföllin urðu. Meira en 700 manns urðu þar fyrir meiðslum. - gb Jarðskjálftar í Kína: Hús hrundu og vegir lokuðust JARÐHRUN Fólk tók til fótanna þegar hrynja tók úr hlíðinni. NORDICPHOTOS/AFP Þríhnúkastígar samþykktir Tillaga Þríhnúka ehf. um afmörkun gönguleiða við Þríhnúka hefur verið samþykkt í bæjarráði Kópavogs. SKIPULAGSMÁL ALÞINGI Tillaga um rannsókn á einkavæðingu Fjárfestingar- banka atvinnulífsins, Lands- banka Íslands og Búnaðarbanka Íslands verður lögð fram að nýju á Alþingi á þriðjudag. Hún kom fram á síðasta þingi en fékk ekki afgreiðslu. Skúli Helgason er fyrsti flutn- ingsmaður tillögunnar. Hann segir að tillagan hafi verið afgreidd út úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í vor og verið full- unnin. Nefndin þurfi því ekki að leggja mikla vinnu í hana núna og hægt sé að afgreiða hana á skömmum tíma. „Ég tel að samþykkt þess- arar tillögu sé eitt af brýnustu uppgjörsmálum hrunsins og nauðsynlegur liður í því að læra af biturri reynslu síðustu ára.“ Meðflutningsmenn ti l lög- unnar koma úr öllum flokkum, nema Sjálfstæðis- og Framsókn- arflokki. Skúli segir að leitað hafi verið til fulltrúa þeirra á síðasta þingi, en þeir ekki vilj- að vera með. Þá er Guðmundur Steingrímsson, þingmaður utan flokka, á meðal flutningsmanna. Skúli telur að nefndinni dugi sex mánuðir til rannsóknarinnar. „Það er til samræmis við rann- sóknina á sparisjóðunum, sem er í gangi núna. Ég held að þetta sé raunhæf tímaáætlun. Það hefur ýmislegt verið skrifað um einka- væðinguna og það er hægt að nýta sér það. Þörfin á frumrann- sóknum er kannski ekki eins mikil.“ - kóp Allir flokkar nema Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur standa að tillögu: Rannsaka einkavæðingu banka SKÚLI HELGASON BANDARÍKIN Barack Obama Bandaríkjaforseti lofaði banda- rísku þjóðinni að skapa milljón ný störf í iðnaðarfyrirtækjum fram til ársins 2016 næði hann kjöri að nýju í kosningunum í nóvember. Þetta kom fram í útnefningar- ræðu Obama á flokksþingi Demó- krataflokksins í Norður-Karólínu í fyrrinótt. Obama sagði að þessi störf í iðnaðarfyrirtækjum, yrðu sköpuð með aðstoð frá hinu opin- bera. Jafnframt lofaði hann að skapa 600 þúsund ný störf í nátt- úrugasvinnslunni í landinu. Obama ávarpaði demókrata: Lofaði milljón nýjum störfum VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 30° 30° 20° 19° 27° 25° 19° 19° 27° 27° 28° 28° 31° 17° 29° 20° 14°Á MORGUN 8-16 m/s NV-til, annars hægari. MÁNUDAGUR Norðan hvassviðri 1 5 7 6 7 7 9 10 9 9 7 8 8 6 3 8 2 2 3 6 5 6 6 6 5 8 9 3 6 6 2 4 HVESSIR á morgun og vissara að festa allt lauslegt. Úr- komusamt næstu daga einkum N-til. Vaxandi NA- átt á morgun og 13-20 m/s annað kvöld, hvassast NV-til. Norðan 15-23 m/s á mánudag. Hiti yfi rleitt 4-12 stig, dálítið kaldara á mánudag. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður Björn tilkynnti okkur að hann væri á leiðinni burt frá okkur. Þá lögðumst við yfir það hvað við gæt- um gert til að halda honum í starfi. GUÐBJARTUR HANNESSON VELFERÐARRÁÐ- HERRA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.