Fréttablaðið - 08.09.2012, Qupperneq 8
8. september 2012 LAUGARDAGUR
FRÉTTASKÝRING
Hvernig verður bílastæðamálum við
Háskóla Íslands háttað?
Reiknað er með því að samgöngu-
áætlun Háskóla Íslands (HÍ) verði
samþykkt á næstu dögum, en sam-
kvæmt henni á að minnka mengun
sem tengist háskólanum. Gerður
verður samgöngusamningur við
Strætó og dregið úr umferð einka-
bíla við byggingar skólans. Stefnt
er á að gjaldskylda verði tekin við
allar byggingar árið 2014.
Ingjaldur Hannibalsson, for-
maður skipulagsráðs HÍ, segir að
með stefnunni eigi að taka tillit
til umhverfisins og að bæta heilsu
starfsmanna. Þá vilji skólinn kom-
ast hjá fjárfestingum í dýrum bíla-
stæðahúsum eða -kjöllurum. Eitt
verði látið yfir alla ganga og þegar
fyrsta húsið með bílastæðakjall-
ara verði tekið í notkun sé stefnt að
því að taka upp gjaldskyldu í öllum
stæðum.
Unnið er að byggingu Stofnunar
Vigdísar Finnbogadóttur, en undir
henni er 38 stæða bílakjallari. Ingj-
aldur segir kostnað við hann nema
rúmlega 100 milljónum króna.
Stofnunin mun taka til starfa árið
2014.
„Það er ekkert fast í hendi en
stefnan er þessi, að við ætlum ekki
að fjölga stæðum á lóðinni. Það
kemur að því að gjaldskylda verður
tekin upp sem mun tengjast útgjöld-
um skólans vegna bílastæðamála.
Okkur finnst óeðlilegt að nýta það
fé sem við fáum til kennslu og rann-
sókna í að byggja upp rándýr bíla-
Gjaldskylda árið 2014
Stefnt er að því að gjaldskyldu verði komið á í öllum bílastæðum við Háskóla Ís-
lands árið 2014. Hrunið breytti engu um fjölda þeirra sem koma á einkabílum.
Um 60% nemenda og starfsmanna við Háskóla Íslands koma á einkabíl í
skólann. Um 14 þúsund nemendur eru við hann, fastir starfsmenn eru um
1.300 og stundakennarar um 2.000 og því um 17 þúsund manns sem eiga
erindi í hann reglulega. „Það er athyglisvert að við gerðum könnun fyrir hrun
og einnig eftir hrun og hlutfall þeirra sem komu á einkabíl lækkaði um 3%.
Það var nú ekki meira,“ segir Ingjaldur, en kannanirnar voru gerðar árin 2007
og 2010.
Til stendur að gera samgöngusamning við starfsmenn um að þeir auki
vistvænar samgöngur. Þá er stefnt að samgöngusamningi við Strætó sem
gefur starfsmönnum um 20% afslátt á árskorti.
Hrunið fækkaði ekki einkabílum
stæði fyrir starfsmenn og nemend-
ur,“ segir Ingjaldur.
Til þess að stefnan gangi eftir
þarf aðkomu margra aðila. Skól-
inn er starfræktur í tæplega 40
byggingum og við þær eru 2.200
bílastæði. Sum húsin eru í íbúða-
hverfum og við þau þurfi Reykja-
víkurborg að gefa út bílastæðakort
fyrir íbúana.
Þá þurfi samvinnu við Land-
spítalann, því ekki gangi að rukka
aðeins í stæði háskólans á lóð spít-
alans.„Síðan teljum við mikilvægt
að samtímis batni þjónusta Strætós
við svæði skólans. Það hefur ekki
verið staðfest, en líklegt er að aðal-
skiptistöðin færist frá Hlemmi að
BSÍ. Það ætti að gera það mögulegt
að bæta samgöngur við svæðið við
Suðurgötuna og spítalalóðina veru-
lega. Það er því margt sem hangir
saman til að þetta sé raunhæf áætl-
un.“ kolbeinn@frettabladid.is
Hringbraut
Kr
in
gl
um
ýr
ar
br
au
t
Sn
or
ra
br
au
t
NOREGUR Ungliðahreyfing norska
Verkamannaflokksins ætlar að
eyða sextíu milljónum norskra
króna í uppbyggingu í Útey. Það eru
um 1,2 milljarðar íslenskra króna.
Eskil Pedersen, formaður ung-
liðahreyfingarinnar, tilkynnti þetta
í gær. Hann sagði að sumarbúðir
þeirra myndu halda áfram í eyj-
unni, það væri besta leiðin til þess
að heiðra minningu þeirra 69 ung-
menna sem voru myrt þar í fyrra.
Um fjörutíu milljónir norskra
króna hafa safnast í sjóð ungliða-
hreyfingarinnar síðan í fyrra.
Samkvæmt uppbyggingartillög-
um á að byggja nýja aðalbyggingu
í eyjunni. Þar verður fyrirlestrar-
salur, fundarherbergi, matsalur og
eldhús meðal annars. Þá verður
gerð ný strönd og ýmislegt verður
lagfært, eins og knattspyrnu- og
blakvellir. Þá verða gerðar breyt-
ingar á tjaldsvæðinu og lýsingu
þar verður breytt. Nýjar byggingar
verða byggðar með svefnaðstöðu.
Að auki er gert ráð fyrir að í eyj-
unni rísi útisvið fyrir tónleika og
aðra viðburði. Bygging sem hýsti
matsal eyjunnar verður rifin.
Gert er ráð fyrir því að fram-
kvæmdir hefjist í haust. - þeb
Ungliðahreyfing Verkamannaflokksins ætlar að snúa aftur með sumarbúðir:
Milljarður í uppbyggingu í Útey
ÚTEY 1.200 milljónir fara í uppbyggingu í
Útey en framkvæmdir hefjast í haust.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Starfsemi HÍ
Reykjavíkurtjörn
www.volkswagen.is
Frelsi til
að ferðast
Volkswagen Tiguan
Komdu og reynsluaktu Volkswagen Tiguan
Tiguan Sport & Style kostar aðeins frá
5.790.000 kr.
Fullkomið leiðsögukerfifyrir Ísland
Volkswagen Tiguan sportjeppi eyðir
aðeins 5,8 l á hverja 100 km.
www.endo.is endo@endo.is
www.facebook.com/endometriosa
Í samstarfi við Samband samtaka um endómetríósu á Norðurlöndum
og Kvennadeild Landspítala, Reykjavík