Fréttablaðið - 08.09.2012, Page 10
8. september 2012 LAUGARDAGUR10
Save the Children á Íslandi
REYKJAVÍKURBORG „Telja verð-
ur eðlilegra að félagsleg úrræði
verði bætt, svo sem með aukinni
og sveigjanlegri aðstoð til handa
efnalitlum foreldrum,“ segja
borgarlögmaður og fjármálastjóri
Reykjavíkurborgar sem mæla
gegn breytingum á innheimtu-
reglum svo börn verði ekki af þjón-
ustu vegna vanskila.
Sóley Tómasdóttir, borgar-
fulltrúi úr Vinstri grænum lagði
til að innheimtuaðgerðir borg-
arinnar yrðu endurskoðaðar að
þessu leyti.
„Það á ekki að koma niður á
börnum hvernig foreldrar þeirra
forgangsraða eða eru staddir yfir-
höfuð,“ segir Sóley sem fagnar því
að borgarráð ákvað þrátt fyrir ráð-
leggingar fyrrnefndra embættis-
manna að fá tillögur frá velferð-
arsviði og skóla- og frístundasviði
um breytta verkferla í þessum
efnum.
Tillögu Sóleyjar var vísað til
umsagnar hjá embættismönnun-
um. „Sú meginregla gildir við veit-
ingu allrar þjónustu Reykjavíkur-
borgar að borgari missi þjónustu
sé ekki greitt,“ undirstrikuðu þau
Kristbjörg Stephensen borgarlög-
maður og Birgir Björn Sigurjóns-
son fjármálastjóri.
„Það er rétt að það er ekki venj-
an að við séum að hygla einhverj-
um hópum umfram aðra. En þetta
er ekki bara einhver hópur held-
ur börn og það er hefð fyrir því
að við verndum börn,“ segir Sóley
sem kveður borgarráð einhuga í
að finna lausn á vandanum. Hún
ítrekar að ekki sé verið að ræða
um að hætta innheimtu eða fella
niður skuldir.
„Á meðan við erum með gjald-
skrár fyrir þessa þjónustu þá inn-
heimtum við að sjálfsögðu það sem
við höfum ákveðið og göngum á
eftir á þessum skuldum – við beit-
um bara ekki börnum í þeim inn-
heimtuaðgerðum,“ segir borgar-
fulltrúinn. gar@frettabladid.is
Borgarráð beitir ekki
börnum í innheimtu
Borgarráð hyggst finna leiðir til að koma í veg fyrir að börn verði af þjónustu
vegna vanskila foreldra. Gengið er gegn ráðleggingum æðstu embættismanna
sem lögðu til breytingar á fjárhagsaðstoð fremur en undanþágur í innheimtu.
SÓLEY TÓMASDÓTTIR Borgarfulltrúi Vinstri grænna segir vanda við innheimtu gjalda
vegna grunnþjónustu við börn vera „enn ein rökin“ fyrir því að gerð sé áætlun um að
gera þjónustuna gjaldfrjálsa. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Norræna húsið Sturlugata 5 101 Reykjavík S: 5517030 www.norraenahusid.is facebook.com/norraenahusid
KLASSÍK Í
VATNSMÝRINNI
Færeysku bræðurnir Rúni og Øssur Bæk leika
saman á tvær fiðlur verk eftir Bartók, Prokofiev,
Telemann, Trónd Bogason og Kára Bæk.
Í samvinnu við Einleikarafélag Føroyja og
Norðurlandahúsið í Torshavn.
Styrkt af Reykjavík - Torshavn – Nuuk.
Miðaverð: 2.000 kr. Aldraðir og öryrkjar: 1.000 kr.
20 ára og yngri: Aðgangur ókeypis.
Móttaka að tónleikum loknum – veitingar í boði.
Tónleikar á Vestnorrænni hátíð
í Norræna húsinu 8. september kl. 20
FÆREYSK FIÐLUTVENNA
VIÐSKIPTI Landsbankinn hefur
fallið frá kaupum á rekstri og
eignum Sparisjóðs Svarfdæla.
Samkomulag náðist á milli aðil-
anna tveggja um þá lendingu
eftir að Tryggingasjóður spari-
sjóðanna féllst á að leggja spari-
sjóðnum til nýtt stofnfé og veita
honum víkjandi lán. Stofnfjár-
aukningin nemur 10 milljónum
króna og víkjandi lánið er upp á
70 milljónir króna.
Eftir þessa aðgerð uppfyllir
Sparisjóður Svarfdæla skilyrði
Fjármálaeftirlitsins um 16 pró-
sent eiginfjárhlutfall. - þsj
Tryggingasjóður leggur til fé:
Sparisjóður ekki
til Landsbanka
BRUSSEL Réttur helmingur
aðspurðra íbúa í ESB segir aðild
lands síns vera af hinu góða,
að því er kemur fram í könnun
Eurobarometer sem var gerð í
júní. Hins vegar segjast aðeins 40
prósent líta ESB í jákvæðu ljósi,
sem er þó aukning frá í nóvember
þegar 31 prósent aðspurðra voru
á þeirri skoðun.
Rúmur helmingur aðspurðra
sagðist viss um að þeirra skoð-
anir skiptu litlu máli á sviði ESB
og vart kemur á óvart að atvinnu-
sköpun og barátta gegn atvinnu-
leysi er álitið, af yfirgnæfandi
meirihluta svarenda, helsta bar-
áttumálið gegn yfirstandandi
efnahagsþrengingum ESB. - þj
Könnun Eurobarometer:
50% ánægð
með aðildina
FRÁ BRUSSEL ESB-borgarar eru nokkuð
sáttir við aðild síns lands að ESB, en
innan við helmingur hefur jákvæða sýn
á sambandið sem slíkt.