Fréttablaðið - 08.09.2012, Page 10

Fréttablaðið - 08.09.2012, Page 10
8. september 2012 LAUGARDAGUR10 Save the Children á Íslandi REYKJAVÍKURBORG „Telja verð- ur eðlilegra að félagsleg úrræði verði bætt, svo sem með aukinni og sveigjanlegri aðstoð til handa efnalitlum foreldrum,“ segja borgarlögmaður og fjármálastjóri Reykjavíkurborgar sem mæla gegn breytingum á innheimtu- reglum svo börn verði ekki af þjón- ustu vegna vanskila. Sóley Tómasdóttir, borgar- fulltrúi úr Vinstri grænum lagði til að innheimtuaðgerðir borg- arinnar yrðu endurskoðaðar að þessu leyti. „Það á ekki að koma niður á börnum hvernig foreldrar þeirra forgangsraða eða eru staddir yfir- höfuð,“ segir Sóley sem fagnar því að borgarráð ákvað þrátt fyrir ráð- leggingar fyrrnefndra embættis- manna að fá tillögur frá velferð- arsviði og skóla- og frístundasviði um breytta verkferla í þessum efnum. Tillögu Sóleyjar var vísað til umsagnar hjá embættismönnun- um. „Sú meginregla gildir við veit- ingu allrar þjónustu Reykjavíkur- borgar að borgari missi þjónustu sé ekki greitt,“ undirstrikuðu þau Kristbjörg Stephensen borgarlög- maður og Birgir Björn Sigurjóns- son fjármálastjóri. „Það er rétt að það er ekki venj- an að við séum að hygla einhverj- um hópum umfram aðra. En þetta er ekki bara einhver hópur held- ur börn og það er hefð fyrir því að við verndum börn,“ segir Sóley sem kveður borgarráð einhuga í að finna lausn á vandanum. Hún ítrekar að ekki sé verið að ræða um að hætta innheimtu eða fella niður skuldir. „Á meðan við erum með gjald- skrár fyrir þessa þjónustu þá inn- heimtum við að sjálfsögðu það sem við höfum ákveðið og göngum á eftir á þessum skuldum – við beit- um bara ekki börnum í þeim inn- heimtuaðgerðum,“ segir borgar- fulltrúinn. gar@frettabladid.is Borgarráð beitir ekki börnum í innheimtu Borgarráð hyggst finna leiðir til að koma í veg fyrir að börn verði af þjónustu vegna vanskila foreldra. Gengið er gegn ráðleggingum æðstu embættismanna sem lögðu til breytingar á fjárhagsaðstoð fremur en undanþágur í innheimtu. SÓLEY TÓMASDÓTTIR Borgarfulltrúi Vinstri grænna segir vanda við innheimtu gjalda vegna grunnþjónustu við börn vera „enn ein rökin“ fyrir því að gerð sé áætlun um að gera þjónustuna gjaldfrjálsa. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Norræna húsið Sturlugata 5 101 Reykjavík S: 5517030 www.norraenahusid.is facebook.com/norraenahusid KLASSÍK Í VATNSMÝRINNI Færeysku bræðurnir Rúni og Øssur Bæk leika saman á tvær fiðlur verk eftir Bartók, Prokofiev, Telemann, Trónd Bogason og Kára Bæk. Í samvinnu við Einleikarafélag Føroyja og Norðurlandahúsið í Torshavn. Styrkt af Reykjavík - Torshavn – Nuuk. Miðaverð: 2.000 kr. Aldraðir og öryrkjar: 1.000 kr. 20 ára og yngri: Aðgangur ókeypis. Móttaka að tónleikum loknum – veitingar í boði. Tónleikar á Vestnorrænni hátíð í Norræna húsinu 8. september kl. 20 FÆREYSK FIÐLUTVENNA VIÐSKIPTI Landsbankinn hefur fallið frá kaupum á rekstri og eignum Sparisjóðs Svarfdæla. Samkomulag náðist á milli aðil- anna tveggja um þá lendingu eftir að Tryggingasjóður spari- sjóðanna féllst á að leggja spari- sjóðnum til nýtt stofnfé og veita honum víkjandi lán. Stofnfjár- aukningin nemur 10 milljónum króna og víkjandi lánið er upp á 70 milljónir króna. Eftir þessa aðgerð uppfyllir Sparisjóður Svarfdæla skilyrði Fjármálaeftirlitsins um 16 pró- sent eiginfjárhlutfall. - þsj Tryggingasjóður leggur til fé: Sparisjóður ekki til Landsbanka BRUSSEL Réttur helmingur aðspurðra íbúa í ESB segir aðild lands síns vera af hinu góða, að því er kemur fram í könnun Eurobarometer sem var gerð í júní. Hins vegar segjast aðeins 40 prósent líta ESB í jákvæðu ljósi, sem er þó aukning frá í nóvember þegar 31 prósent aðspurðra voru á þeirri skoðun. Rúmur helmingur aðspurðra sagðist viss um að þeirra skoð- anir skiptu litlu máli á sviði ESB og vart kemur á óvart að atvinnu- sköpun og barátta gegn atvinnu- leysi er álitið, af yfirgnæfandi meirihluta svarenda, helsta bar- áttumálið gegn yfirstandandi efnahagsþrengingum ESB. - þj Könnun Eurobarometer: 50% ánægð með aðildina FRÁ BRUSSEL ESB-borgarar eru nokkuð sáttir við aðild síns lands að ESB, en innan við helmingur hefur jákvæða sýn á sambandið sem slíkt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.