Fréttablaðið - 08.09.2012, Page 24
8. september 2012 LAUGARDAGUR24
Þ
essi pistill birtist á vef-
síðunni Spegill.is nú í
vikunni. Höfundurinn
er nafnlaus en Lísa
Björk Ingólfsdóttir,
viðskiptafræðingur og
pistlahöfundur á Speglinum, segir
þetta sanna sögu sem send hafi
verið til sín undir nafni. „En það er
svo viðkvæmt að fjalla um svona
mál að mér datt ekki í hug að birta
nafn stúlkunnar sem skrifaði þetta
– hennar vegna, það er svo erfitt að
fjalla um tiltekin mál undir nafni.
Og þess þarf heldur ekki því sú
reynsla að búa við heimilisofbeldi
markar sömu spor í líf allra sem
fyrir því verða,“ segir Lísa Björk.
„Síðan ég byrjaði að skrifa fyrir
Spegilinn hefur ótrúlegur fjöldi
kvenna – já, eingöngu konur – sett
sig í samband við mig og sagt mér
sögu sína. Þetta eru konur á öllum
aldri og með margs konar forsögu
en eitt eiga þær allar sameiginlegt;
þær hafa allar brotist út úr ofbeld-
isfullu sambandi og allar lent í for-
sjárdeilu í kjölfarið þar sem réttur
barnanna er algjörlega fyrir borð
borinn. Í öllum lögum má lesa það
að heimilisofbeldi sé ekki boðlegt
fyrir börn en þegar á hólminn er
komið er ekkert tillit tekið til vel-
ferðar barnanna. Barnaverndin svo-
kallaða er í raun foreldravernd.“
Forsjármál rekin eins og sakamál
Lísa Björk hefur sjálf reynslu af for-
ræðisdeilu og segist hafa orðið mjög
undrandi á því hvernig þau mál
ganga fyrir sig. „Ég hélt að maður
væri að fara með málið fyrir dóm
til þess að fá úrskurð um það hvað
barninu væri fyrir bestu. Án þess
að vilja tjá mig um einstaka mál er
það greinilega ekki raunin. Þessi
mál eru rekin eins og sakamál á
milli tveggja einstaklinga, börnin
eru algjört aukaatriði. Hvort for-
eldri um sig fær sér lögfræðing sem
auðvitað er ekki að vinna að hags-
munum barnsins heldur að verja
sinn umbjóðanda. Forsjármál ættu
að snúast um hvað barninu er fyrir
bestu, ekki vera barátta tveggja
einstaklinga. Það sem ég hef séð í
málum sem þessum er að það þýðir
ekki einu sinni að leggja fram gögn,
eins og læknisvottorð og áverka-
skýrslur, því það er hægt að efast
um sannleiksgildi þeirra og dæma
þau ómerk, þannig að þau komi ekki
einu sinni fyrir augu réttarins. Yfir-
leitt er konum ráðlagt að tala ekki
einu sinni um ofbeldi í forsjármál-
um því það sé ekki hægt að sanna
það. Ofbeldi getur verið andlegt eða
líkamlegt eða hvort tveggja og oft
er andlega ofbeldið lítið skárra þar
sem það skilur ekki eftir sig sýni-
lega áverka. Ekki það að þótt um
verulegt líkamlegt ofbeldi sé að
ræða er næsta vonlaust að sanna
það fyrir rétti. Ofbeldi fer fram
innan veggja heimilisins og senni-
lega þyrfti fólk að labba inn í rétt-
arsal með hníf með fingraförum
ofbeldismannsins í brjóstinu til
þess að það þætti sannað án nokk-
urs vafa. Og sú hugsun að barnið
eigi að njóta vafans er víðs fjarri.
Maður hefur oft séð í skýrslum að
börn reyna að tjá sig en það er ekk-
ert hlustað á þau. Fulltrúar Barna-
verndar hitta börnin kannski í 40
mínútur mögulega tvisvar á sjö til
tólf mánaða tímabili og gefa síðan
út þann úrskurð að það sé allt í lagi
með viðkomandi barn. Hvernig í
ósköpunum er það hægt? Við skul-
um ekki gleyma því að meðvirkni
er fjölskyldusjúkdómur og þögg-
unin sem ríkir í svona málum hefur
auðvitað líka áhrif á börnin. Þau
eru ekkert að fara að segja ókunn-
ugu fólki einhver leyndarmál sem
gætu komið pabba eða mömmu í
vandræði.“
Eiga börn þá ekki í nein hús að
venda ef þau búa við ofbeldi heima
hjá sér? „Nei, þau eiga það ekki í
raun. Barnavernd á auðvitað að
vinna með hagsmuni barnanna að
leiðarljósi, en framkvæmdin er allt
önnur. Ég hef lesið í skýrslum frá
Barnavernd, aftur og aftur, að ekki
þyki ástæða til aðgerða þar sem
barnið sé ekki talið í bráðri hættu.
Hvernig er sú hætta skilgreind?
Á barnið þá að vera áfram inni á
heimili þar sem það verður vitni
að ofbeldi ef lífi þess sjálfs er ekki
beinlínis ógnað? Eða búa við van-
rækslu og skeytingarleysi? Það er
skýrt tekið fram bæði í barnavernd-
arlögum og barnasáttmála Samein-
uðu þjóðanna að foreldrum beri að
vernda börn sín, en hvernig á maður
að gera það þegar kerfið vinn-
ur gegn því? Talsmaður barna er
samkvæmt lögum forsjárforeldri/
foreldrar sem kerfið vinnur gegn,
enginn annar og ég sé ekki að það
sé neitt að gerast í þeim málum. Ný
barnalög eru í pípunum á Alþingi,
en meðan framkvæmd laga er með
þessum hætti skiptir óskaplega litlu
þótt orðunum í þeim sé breytt.“
Barnavernd er í raun foreldravernd
Umræðan um áhrif heimilisofbeldis á börn hefur verið áberandi í vikunni og ein af þeim sem hafa lagt orð í belg er Lísa Björk
Ingólfsdóttir pistlahöfundur á Speglinum. Hún sagði Friðriku Benónýsdóttur frá upplifun sinni af aðgerðum Barnaverndar í
slíkum málum og sögunum sem þolendur heimilisofbeldis hafa sent henni síðan hún byrjaði að skrifa pistlana.
MIKIL VIÐBÖGÐ Lísa Björk Ingólfsdóttir, viðskiptafræðingur og pistlahöfundur á Speglinum, hefur fengið ótölulegan fjölda pósta
og upphringinga frá þolendum heimilisofbeldis, bæði börnum og konum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Lögregla er kölluð út þrisvar til fjórum sinnum hvern dag ársins vegna átaka á heimilum
landsins. Í 200 til 300 tilvikum á hverju ári
hefur verið beitt ofbeldi, misalvarlegu.
Þetta sýna gögn sem unnin voru af embætti
Ríkislögreglustjóra fyrir Fréttablaðið fyrir
rúmlega fimm ára tímabil frá 2007 til júní 2012.
Fjöldi tilvika heimilisófriðar samkvæmt mála-
skrárkerfi lögreglunnar á þessu tímabili voru
7.071 alls. Ofbeldi var beitt í 1.559 tilvikum.
Tölurnar sýna að ár hvert eru útköllin tólf
til fjórtán hundruð en hefur fækkað lítillega á
milli ára allt tímabilið. Athygli vekur hins vegar
að alvarlegum tilvikum fjölgar hlutfallslega;
árið 2007 var ofbeldi beitt í 272 málum en þá
voru 1.116 mál skráð sem heimilisófriður. Árið
2011 voru 310 ofbeldismál en 895 þar sem ekki
hafði verið beitt ofbeldi. - shá / Fréttablaðið 27. ágúst
Tólf til fjórtán hundruð útköll á ári
Ofbeldi beitt í 2-300 tilvikum
■ HEIMILISOFBELDI Í TÖLUM
Þöggunin
sem ríkir í
svona málum
hefur auðvit-
að líka áhrif
á börnin.
Þegar að ég var um 12. ára gömul þá fór ég á fund hjá Barnavernd. Mamma og
systir mín komu með mér.
Ég vildi ekki vera hjá pabba mínum og átti að reyna að koma á umgengi með
þessum fundi. Ég og systir mín grétum bara og vildum ekki fara, ég var hrædd
við hann og er enn. Ég hafði oft séð hann lemja mömmu mína, og nokkrum
sinnum hafði löggan líka komið heim. Hann var líka vondur við mig og systkini
mín og það var alveg sama hverjum ég sagði það, það vildi engin hlusta á mig.
Á fundinum reyndu konurnar að tala mig til og spurðu mig oft: „Af hverju
viltu ekki vera hjá honum?“ Ég sat á stól við hliðina á mömmu minni og
grúfði mig niður því að ég vildi ekki horfa á hann. Hann reyndi líka að tala við
mig en ég vildi ekki tala við hann, ég bara grét og sagðist vilja fara heim. Þá
greip hann í axlirnar á mér og skellti mér upp þannig að bakið á mér skelltist
í stólbakið, svo sagði hann: „Þú átt að svara mér þegar að ég tala við þig.“ Ég
fór að gráta enn meira því að ég meiddi mig svo. Konurnar sögðu pabba að
hætta, þetta gengi greinilega ekkert. Litla systir mín var farin að hágráta og
vildum við bara fara. Ein konan sagði við okkur að þetta gengi bara ekki núna,
það yrði að reyna aftur seinna. Hún vildi fylgja okkur fram að lyftunni því hún
var svo smeyk við það að hann kæmi á eftir okkur. Þegar að ég var komin í
bílinn byrjaði ég bara öll að skjálfa og titra og mér var rosalega illt í bakinu.
Mamma fór með mig beint til læknis og kom þá í ljós að ég hafði tognað í
bakinu eftir skellinn frá honum og var öll blá og marin. Mamma lét starfsmenn
BVN strax vita af þessu.
Konurnar áttu að skrifa skýrslu um það hvernig hefði gengið á fundinum og
vissi ég nú, að loksins myndi einhver trúa mér hvernig hann væri, því jú þær
sáu alveg hvað hann gerði og hvernig hann lét. Þær vildu ekki trúa mér þegar
að ég sagði þeim frá því að þegar að hann dró mig eftir mottunni í forstofunni
heima þannig að ég brenndist svo illa á hnjánum að ég gat varla gengið,
eða þegar að hann sparkaði svo fast í mömmu mína að hún beinbrotnaði,
nú eða þegar að hann hrinti mömmu minni þegar að hún hélt á litlu systur
minni og hún datt illa og munaði litlu að litla systir mín myndi slasast mikið.
En núna hlytu þær að gera eitthvað. En nei, þær lugu!!! Þær sögðu að pabbi
hefði strokið á lærið á mér og rétt klappað á bakið á mér. Þær könnuðust bara
ekkert við neitt annað.
Þetta voru konurnar sem að áttu að hjálpa mér, þetta voru konurnar sem að
vinna hjá Barnavernd!“
Börn leita í sama mynstrið
Snúum okkur aftur að pistlinum
þínum og sögu ungu stúlkunnar.
Þú segir að þetta sé almenn reynsla
barna af Barnavernd? „Því miður
virðist svo vera. Ég get sagt þér
frá öðru máli sem ég skrifaði líka
um á Spegill.is. Það varð reyndar
blaðamál árið 2009. Þar voru þrjú
börn sem vildu ekki að faðir þeirra
fengi að nýta umgengnisréttinn við
þau, vildu ekki fara til hans yfir-
höfuð. Tvær elstu dæturnar voru
orðnar það gamlar að þær fengu að
ráða því sjálfar hvort þær færu, en
Barnavernd úrskurðaði að yngsta
barnið, sjö ára stúlka, ætti að fara
til föður síns samkvæmt úrskurðuð-
um umgengnisrétti og hún var tekin
með valdi trekk í trekk og flutt til
föður síns þó svo að hún vildi ekki
fara. Samkvæmt þessari frétt hafði
faðirinn viðurkennt fyrir rétti að
hafa beitt móðurina ofbeldi. Rétt-
ur hans til að umgangast barn sem
ekki vildi umgangast hann var þó
tekinn fram yfir greinilega hags-
muni barnsins. Það var kallað að
vernda hagsmuni barnsins að rífa
það í burtu með lögregluvaldi. Lífs-
reynsla sem leggst ofan á upplif-
unina af ofbeldinu á heimilinu og
barnið gleymir aldrei. Í dag, mörg-
um árum síðar, þurfa þessi börn að
vera á kvíðastillandi lyfjum. Þessi
sár gróa aldrei og það sem kannski
er óhuggulegast er að samkvæmt
sálfræðingum þá er líklegra en ekki
að börn sem upplifa heimilisofbeldi
leiti í sams konar sambönd þegar
þau fullorðnast. Fari í mynstrið
sem þau þekkja. Það er eitt af því
sem sýnir hvað það er hættulegt að
láta þetta viðgangast. Það eru ekki
allar konur svo sterkar að þær þori
að brjótast út úr mynstrinu og berj-
ast fyrir börnin sín. Og þær sem
þora það verða oftar en ekki fyrir
aðkasti frá dómstól götunnar um
leið og kerfið brýtur þær niður. Þær
eru auðvitað niðurbrotnar á sál og
líkama eftir áralangt ofbeldi og það
er notað gegn þeim. Þrátt fyrir að
reyna sitt besta til að vernda börnin
í kjölfarið er tekinn af þeim réttur-
inn til þess og þeim sagt að gera það
sem börnunum er fyrir bestu fyrir
rétti, eða í gegnum barnaverndar-
nefnd og sýslumann. Og hvað sem
öllu fallegu orðalagi í lögum og
stefnuyfirlýsingum líður þá er með
því auðvitað brotið stórlega á rétti
barnanna.“
UM BARNAVERND OG PABBA MINN