Fréttablaðið - 08.09.2012, Page 40

Fréttablaðið - 08.09.2012, Page 40
Kringlan LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 20122 KYNNING − AUGLÝSING Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir, tp: sigridurdagny@365.is, s: 512 5462. Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Mikið verður um dýrðir um helgina þegar verslunar-miðstöðin Kringlan held- ur upp á 25 ára afmæli sitt. Kaup- menn taka vel á móti gestum og boðið verður upp á fjölda skemmti- atriða fyrir gesti á öllum aldri. Sigur- jón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri rekstrarfélags Kringlunnar, býst við miklum fjölda gesta enda verð- ur afmælishátíðin öll hin glæsileg- asta. „Hér verður mikið um dýrðir og eitthvað skemmtilegt í boði fyrir alla. Kringlan átti formlega afmæli 13. ágúst en við ákváðum að fresta veislunni til fyrstu helgarinnar í september svo fleiri gestir kæmust.“ Kringlan verður með sérstaka af- mælisopnun á laugardaginn en þá er opið frá 10 til 1 um nóttina. Af- greiðslutíminn á sunnudag verður þó hefðbundinn. „Það verður mikið húllumhæ hér um helgina í tilefni afmælisins. Hér verður boðið upp á mikla og fjölbreytta skemmtun fyrir gesti á öllum aldri, fjölbreytt- ar veitingar og skemmtilegar upp- ákomur fyrir börnin. Síðan munu verslunareigendur sjálfir bjóða gesti velkomna með frábærum afmælis- tilboðum og sumir þeirra munu ef- laust bjóða upp á veitingar og glaðn- ing líka.“ Eftir 25 ár er engan bilbug að finna á Kringlunni. Sigurjón segir sögu verslunarmiðstöðvarinn- ar hafa verið nær stanslausa sigur- göngu frá því hún var opnuð. „Kringlan hefur spjarað sig með eindæmum vel þennan tíma. Það er fáheyrt í svo hörðu samkeppn- isumhverfi að verslunarmiðstöð nái að halda stöðu sinni sem vin- sælasta verslunarmiðstöð lands- ins í allan þennan tíma. Auðvitað á það sér ýmsar skýringar. Kringl- an var auðvitað fyrsta verslunar- miðstöð landsins og hefðin því með okkur. Við erum síðan einstaklega vel staðsett í hjarta borgarinnar við stærstu gatnamót landsins. Aðgengi að húsinu er einnig mjög gott. Svo höfum við, leyfi ég mér að fullyrða, bestu verslanir landsins hér saman- komnar í húsinu. Margir kaupmenn hér hafa rekið verslanir sínar frá upphafi og því er mikill stöðugleiki á meðal kaupmanna.“ Hann segir að í raun sé hvert pláss umsetið í hús- inu og þrátt fyrir djúpa efnahags- lægð sé mikil eftirspurn eftir versl- unarplássi. Kringlan var opnuð eins og fyrr segir í ágúst árið 1987. Borgarkringl- an sameinaðist Kringlunni með við- byggingu árið 1999 en hafði árið 1996 tengst Kringlunni með litlum tengi- gangi. Sambíóin voru opnuð árið 1996 og munu á afmælisárinu taka allt bíóið í gegn þannig að það verður allt hið glæsilegasta. Árið 2006 bætt- ist svokölluð Next-viðbygging við húsið og ári síðar var veitingastað- urinn Portið opnaður en sú viðbygg- ing snýr að Borgarleikhúsinu. „Þetta eru helstu áfangarnir í sögu Kringl- unnar en ef við horfum til framtíðar sjáum við að mikil eftirspurn er eftir húsnæði á Kringlu reitnum. Þannig að Kringlan verður að öllum líkind- um stækkuð í framtíðinni. Þær fyr- irætlanir eru á borðum borgaryfir- valda enda snúa þær að breytingu á deiliskipulagi borgarinnar.“ Í forystu í aldarfjórðung Kringlan hefur verið flaggskip íslenskrar verslunar í 25 ár. Haldið verður upp á afmæli hennar um helgarinnar þar sem eitthvað verður í boði fyrir alla. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Rekstrarfélags Kringlunnar. MYND/ÚR EINKASAFNI Booztbar/Ísbar Á Booztbar/Ísbar er boðið upp á margt spennandi fyrir bragðlauk- ana og má þar helst nefna ómót- stæðilegan ítalskan ís, krap, kaffi, smoothies, jógúrtís og f leira og fleira. Staðurinn er á Stjörnutorgi. Café Bleu Café Bleu er veitingastaður og kaffihús á Stjörnutorgi. Þar er gott að setjast niður og fá sér kaffi og kökur eða stærri rétti, svo sem pasta og steikur og allt þar á milli. Café Roma Café Roma er lítið og notalegt kaffihús á annarri hæð Kringl- unnar á móti Eymundsson og Bónus. Það býður upp á úrval kaffidrykkja og bakkelsi á góðu verði. Góð og persónuleg þjónusta er höfð að leiðarljósi. Culina Á Culina er boðið upp á heil- næman heimilismat. Þar má fá til dæmis salat, tortillur, eggjakökur, fisk, kjúkling og smurbrauð. Boðið er upp á bæði súpu dagsins og rétt dagsins á sanngjörnu verði. Domino’s Pizza Pitsustaður á Stjörnutorgi. Dom- ino’s Pizza er heimsþekktur skyndibitastaður og eru fjórtán slíkir staðir hér á landi. Þar er lögð áhersla á að vinna alltaf með fyrsta flokks hráefni og hágæða- vöru. Grillhúsið Express Á Grillhúsinu Express á Stjörnu- torgi er boðið upp á vinsælustu rétti Grillhússins. Allir réttir Grill- hússins eru vel útilátnir og ódýrir og þjónustan er snögg. Ísbúðin Ísbúðin er í Hagkaup á fyrstu hæð. Þar er boðið upp á alls kyns ísrétti, ís úr vél, kúluís, pinnaís, krap og margt fleira. Jói Fel Bakaríið Hjá Jóa Fel er í Hagkaupi á fyrstu hæð. Þar má fá hefðbund- ið bakkelsi, létta rétti, brauð og margt fleira. Öll brauð bakarísins eru bökuð í steinofni sem gerir þau bragðbetri og gefur góða skorpu. Kaffi Klassík Kaffi Klassík er stærsta kaffitería Kringlunnar með úrval af tert- um, smurbrauði, súpu dagsins og ýmsum kræsingum. Kaffitár Kaffitár var opnað árið 1999 á þeim stað þar sem gosbrunnur Kringlunnar var til margra ára. Gosbrunnurinn var samt fjar- lægður áður, eins og kannski gefur að skilja. Staðurinn er ókrýnd- ur konungur Kaffitárs en Kaffitár rekur þó nokkurn fjölda kaffihúsa. Kringlukráin Kringlukráin var opnuð fyrir gest- um á bjórdaginn, 1. mars, árið 1989. Kráin er veitingahús með fjölbreyttan og vandaðan matseð- il þar sem allir ættu að finna eitt- hvað við sitt hæfi. Lögð er áhersla á vinalegt og fjölskylduvænt and- rúmsloft. Portið Portið er veitingastaður og kaffi- hús á annarri hæð Kringlunnar. Þar er boðið upp á brauð, borgara, bröns og létta rétti ásamt kökum. Hádegistilboð eru í gangi á hverj- um degi þar sem boðið er upp á tvær tegundir af súpu dagsins, fisk dagsins og rétt dagsins. Rikki Chan Austurlensk- u r staðu r á Stjörnutorgi. Rikki Chan á sér langa sögu í Kringl- unni því staðurinn hefur verið þar síðan 1992 og fagnar því tuttugu ára afmæli á árinu. Sbarro Sbarro er á Stjörnutorginu en á rætur sínar að rekja til Brooklyn í Bandaríkjunum. Á Sbarro er boðið upp á góm- sætan, ferskan og alvöru ítalskan mat og þar er lögð áhersla á góða og fljóta þjónustu. Serrano Í mjög stuttu máli sagt býður Serrano upp á gómsætan mexíkóskan mat sem er bæði hollur og ódýr. Serrano er nafn á mjög sterkum chili-pipar en nafnið hentar vel þar sem serrano-pipar- inn hefur ein- stakt bragð, eins og mat u r i n n sem þar er í boði. Subway Fyrsti veitingastaður Subway á Ís- landi var opnaður árið 1994. Nú eru Subway-stað- irnir orðnir nítján á Ís- landi og þar á meðal einn á Stjörnutorgi. Þar fer saman hollusta og góður skyndibiti. SuZushii Eins og nafnið gefur til kynna er þetta sushi-staður og er hann á Stjörnutorgi. Á SuZushi er lagður metnaður í að bjóða upp á hand- gert, nýlagað sushi. Hver sushi-bakki er samsettur eftir óskum viðskipta- vina. Vænir veitingastaðir og kaffihús Í Kringlunni má finna fjölda veitingastaða og kaffihúsa sem bjóða upp á fjölbreyttan mat og þjónustu. Flestir staðirnir eru á Stjörnutorgi Kringlunnar á þriðju hæð þar sem boðið er upp á sameiginlegt svæði til að setjast niður og borða. Hægt er að finna staði sem bjóða upp á veitingar í nánast öllum hornum verslunarmiðstöðvarinnar. 30% af öllum buxum T ilb o ð g ild ir fr am á s un nu d ag
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.