Fréttablaðið - 08.09.2012, Side 44
KYNNING − AUGLÝSINGKringlan LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 20126
Listamaðurinn Erró setti mikinn
svip á opnun Kringlunnar fyrir ald-
arfjórðungi síðan. Þá var afhjúp-
uð risastór mósaíkmynd af lista-
verkinu Silfurþeysi, með tilvísun í
teiknimyndahetjuna Silver Surfer.
Myndin var alls fimmtíu fermetrar
að flatarmáli, átta metrar á breidd
og tæpir 6,5 metrar á hæð.
Það var fasteignafélagið Þyrp-
ing, í tengslum við þátttöku í Lista-
sjóði atvinnulífsins, sem fékk Eirík
Þorláksson, þá forstöðumann
Listasafns Reykjavíkur, til að hafa
milligöngu um að fá Erró til að
gera listaverk í Kringluna. Krist-
inn E. Hrafnsson myndlistarmað-
ur hafði síðan umsjón með verkinu sem var samsett úr 2.475 keramik-
flísum sem framleiddar voru hjá þekktri keramikverksmiðju í Portúgal.
Þegar verkið hafði verið afhjúpað skrifaði Halldór Björn Runólfs-
son, nú safnstjóri Listasafns Íslands, eftirfarandi umsögn um risavax-
ið listaverk Errós:
„Öðruvísi mynd í Kringlunni, þessu musteri viðskiptanna, hefði
verið helgispjöll. Með Silfurþeysi höfum við fengið altaristöfluna sem
hæfir musterinu og mun vonandi standa eins lengi og almenningur
fyllir Kringluna.“
Verkið var tekið niður og komið fyrir í öruggri geymslu í febrúar
2006 þegar viðbygging, þar sem NEXT er, var byggð. Í tilefni 25 ára af-
mælis Kringlunnar er nú mikill áhugi fyrir að koma verkinu aftur fyrir
sjónir almennings. Hugmyndir að nýrri staðsetningu eru margar og
til dæmis unnið að því að kanna hvort loftið í strýtu Kringlunnar sé
tæknilega mögulegt þar sem verkið myndi hanga í 45 gráðu halla.
Silfurþeysir snýr aftur
Listamaðurinn Erró var viðstaddur þegar
risavaxin mósaíkmyndin var afhjúpuð.
Listaverkið Silfurþeysir var til mikillar prýði og augnayndis fyrir gesti Kringlunnar.
Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hag-kaups, segir mikið hafa
breyst frá opnun Kringlunnar.
„Það má segja að það hafi orðið
bylting í verslun þegar Kringlan
opnaði, enda jókst heildarverslun-
arrými landsmanna um níu pró-
sent með tilkomu hennar. Þar með
jókst vöruframboð gríðarlega sem
og fjöldi verslana.“
Í kjölfarið byrjaði að þróast ný
menning sem er vel þekkt frá Am-
eríku. „Íslendingar þekktu ekkert
þessa verslunarmiðstöðvarmenn-
ingu en voru þó ekki lengi að til-
einka sér hana. Fljótlega fóru þeir
að fara í Kringluna bara til að sjá
aðra og sýna sig, þó þeir væru ekk-
ert endilega að versla. Kannski
bara til að sjá Tomma tómat eða
Þorra þorsk sem bjuggu í Hag-
kaup,“ segir Gunnar og hlær.
Kringlan hefur breyst mikið
frá því hún opnaði. Bæði var hún
stækkuð og Borgarkringlan byggð
sem að lokum sameinaðist Kringl-
unni. Verslununum fjölgaði jafnt
og þétt. „Það er líka gríðarmik-
ill munur á vöruúrvali miðað við
í upphafi. Í dag getur fólk komið í
Kringluna og valið úr ótrúlegum
fjölda alþjóðlegra vörumerkja og
vöruúrvalið þar með margfald-
ast á þessum 25 árum. Í matvöru-
verslunum Hagkaups erum við til
dæmis með átján þúsund vöruteg-
undir í matvöru.“
Spurður um framtíð Kringl-
unnar segir Gunnar Kringluna
eiga eftir að halda áfram að vaxa
og dafna um ókomna tíð. „Ég held
að hér verði áfram blómleg versl-
un í 25 ár í viðbót og gott betur.
Kringlan hefur líka þá yfirburði
að vera best staðsetti verslunar-
kjarni landsins. Hingað er stutt
að sækja úr öllum áttum. Það eru
sönn forréttindi að fá að vera með
verslun við fjölförnustu verslunar-
götu á Íslandi í 25 ár og áfram um
ókomna tíð.“
Bylting í verslun
Hagkaup hefur verið í Kringlunni frá upphafi. Tilkoma hennar var bylting á
sínum tíma og jókst heildarverslunarrými landsmanna um heil níu prósent.
Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaups. MYND/GVA
Lilja fagnar 25 ára starfsafmæl-
is Cosmo um leið og Kringlan.
„Það eru örfáar verslanir af 120
sem hafa verið hér frá upphafi og
Cosmo er ein af þeim. Ég nýt vinn-
unnar minnar jafn mikið og fyrir
25 árum. Eitt það skemmtileg-
asta sem ég veit er að taka á móti
konum svo þær fari héðan ánægð-
ar og flottar,“ segir Lilja.
Áður en hún ákvað að opna
Cosmo hafði Lilja leigt búðarrekst-
ur af móður sinni á Laugaveginum
í aðeins fjóra mánuði. Það má því
með sanni segja að hún hafi ekki
ráðist á garðinn þar sem hann var
lægstur þegar hún ákvað að opna
eigin verslun. „Mörgum fannst ég
vera algjör kjáni að fara út í þetta
aðeins 21 árs gömul. Það myndi
aldrei ganga. En hér er ég enn.“
Fimmtudagurinn 13. ágúst
1987 var opnunardagur Kringl-
unnar. „Það gekk ótrúlega mikið
á hérna dagana á undan og unnið
var dag og nótt að því að gera allt
klárt. Opnunardagurinn sjálfur
var ævintýri líkastur. Að honum
loknum hafði allt selst og búðin
var tóm.“ Árið 1987 tók fólk Kringl-
unni opnum örmum og gerir enn
í dag. „Kringlan var algjör bylting
á sínum tíma. Áður þurfti fólk að
labba á milli verslana í allavega
veðri eða keyra lengri vegalendir.
En með tilkomu Kringlunnar gjör-
breyttist landslagið. Það er sama
hvernig viðrar úti, það er ávallt 18
gráðu hiti og blíða í Kringlunni.”
Erilsamur
opnunardagur
Lilja Hrönn Hauksdóttir eigandi versluninnar
Cosmo man vel eftir opnunardegi Kringlunnar.
Lilja Hrönn, eigandi Cosmo í Kringlunni.
MYND/VILHELM
afmælisafsláttur
af öllum gleraugum