Fréttablaðið - 08.09.2012, Síða 46
FÓLK|HELGIN
Wushu er yfirheiti kínverskra bar-dagalista og hefur íþróttafélagið Drekinn boðið upp á námskeið,
kennslu og aðstöðu til iðkunar hinna ýmsu
greina þeirra. Dong Qing Guan, formaður
Drekans, gerði nýverið samning við virtan
háskóla í Kína um að fá kennara þaðan til
kennslu á Íslandi, en einnig geta nemendur
Drekans farið til Kína og stundað nám við
skólann.
„Kennarinn heitir Xue Jun. Námið
samanstendur af fjögurra ára BA-námi og
svo þriggja ára MA-námi. Það er því mikill
akkur fyrir félagið að fá hann hingað.“
Xuejun mun dvelja hér í eitt ár og kenna
wushu, kung fu og tai chí hjá Drekanum.
„Þetta er gríðarlega gott tækifæri fyrir
Íslendinga sem geta nú fengið kennslu í
þessum greinum á heimsmælikvarða. Xue
Jun er virkilega ánægður með að vera
kominn og hlakkar til að kynna Íslendinga
fyrir wushu og um leið kínverskri menn-
ingu, en wushu er stór stór hluti af henni,“
segir Qing ánægð.
TÍMAR FYRIR ALLA ALDURSHÓPA
Íþróttafélagið býður upp á tíma í kung fu,
taí chí og wushu fyrir alla aldurshópa.
„Fólk æfir hér bæði sér til almennrar
heilsubótar en einnig til að keppa. Enda
hafa iðkendur wushu hjá Drekanum keppt
á alþjóðlegum mótum.“
Í haust og vetur mun Drekinn bjóða upp
á þá nýjung að vera með fjölskyldutíma á
laugardögum klukkan ellefu. „Í tímunum
blöndum við saman ýmsum æfingum sem
henta öllum aldurshópum. Einnig erum
við með kung fu fyrir krakka alveg niður í
fjögurra ára og unglingatíma.“
Hægt er að skrá sig á námskeið hjá
Drekanum, eða líta við á æfingu og kynna
sér starfsemina. „Við tökum vel á móti
þeim sem vilja kynna sér starfsemina.“
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir | Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir,
jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427
Lagt verður af stað frá Sólfarinu við Sæbraut kl. 11.00 og hjólað meðfram sjónum að Gróttu, þaðan með Ægis-
síðunni að Nauthólsvík, um Fossvogsdalinn,
síðan Laugardalinn og endað við Sólfarið.
Þátttakendur mæti á hjóli og er gert ráð
fyrir að ferðin taki um tvær klukkustundir.
Kristín leiðir ferðina sem er öllum opin með
aðstoð Þjóðbrókar, félags þjóðfræðinema,
þar sem þjóðsögur, draugasögur, hjátrú
sjómanna, vikivaki og óvæntar uppákomur
verða á vegi hjólreiðamanna.
Háskóli Íslands og Ferðafélag Íslands
halda áfram samstarfi sínu um gönguferðir
sem efnt var til í tilefni aldarafmælis skólans
2011. Reynsla og þekking fararstjóra Ferða-
félagsins og þekking kennara og vísinda-
manna Háskólans blandast saman í áhuga-
verðum gönguferðum og nú hjólaferðum
um höfuðborgarsvæðið og næsta nágrenni
þess. Ferðirnar verða fimm talsins og tekur
hver um tvær klukkustundir. Þátttaka er
ókeypis.
Markmiðið með samstarfinu er að vekja
áhuga almennings á fræðslu og hollri útivist
og fjölga valkostum í þeim efnum. Um leið er
vakin athygli og vonandi áhugi á fjölbreyttri
starfsemi Háskólans og Ferðafélagsins.
DRAUGASÖGUR
Í HJÓLAFERÐ
Kristín Einarsdóttir, aðjunkt í þjóðfræði við
félags- og mannvísindadeild HÍ, leiðir hjólaferð
um höfuðborgarsvæðið í dag.
FRÓÐLEIKUR Kristín
þjóðfræðingur segir
skemmtilegar sögur af
ýmsu sem fyrir augum
ber í hjólaferð um
borgina.
Við pottana standa mæðgurnar Jaroon og Sukanya Nuamnui, rómaðir sælkerakokk-ar á austurlenska vísu.
„Naree-Thai er gælunafn yfir fallegar, taí-
lenskar konur,“ útskýrir Jaroon um merkingu
nafngiftar veitingastaðarins sem var opnað
í ársbyrjun í brekkunni ofan við Laugaveg, á
horni Frakkastígs og Grettisgötu.
Jaroon kemur frá héraðinu Sukhothai sem er
norðarlega í Taílandi. Hún hefur verið búsett
hérlendis síðan á níunda áratugnum og er gift
Sigurði B. Guðmundssyni. Þau hjón hafa mikla
reynslu af austurlenskri matargerð og stofnuðu
meðal annars taílenska veitingastaðinn Menam
við góðan orðstír á Selfossi.
„Matreiðslan á Naree-Thai er ættuð frá
heimahéraði mínu í Taílandi þar sem ríkuleg
áhersla er á ferskt grænmeti. Á matseðlinum
eru þekktir austurlenskir kjöt- og fiskréttir en
í ljósi vaxandi eftirspurnar eftir aðalréttum
úr grænmeti og tófú höfum við útbúið sér-
stakan matseðil með hefðbundnum taílenskum
sælkeraréttum þar sem grænmeti og tófú eru
uppistaðan í stað kjöts. Það hefur slegið í gegn
og margir ánægðir með að geta breytt eftir-
lætiskarríréttum sínum í grænmetisrétti,“ segir
Jaroon.
„Hingað er notalegt að koma og staðurinn
hefur yfir sér mikinn sjarma og rólegt og ljúft
yfirbragð. Því kjósa gestir að setjast hér niður
og hafa það huggulegt yfir taílenskum krásum
og skemmtilegu spjalli,“ segir Jaroon.
Á Naree-Thai bjóðast einnig freistandi tilboð
á völdum réttum úr taílenska eldhúsinu fyrir
tvo, bæði hefðbundnir réttir og af grænmetis-
matseðli.
„Viðtökurnar hafa verið yndislegar og orð-
sporið farið vaxandi eins og vinsældirnar.
Töfrar taílenskrar matargerðar felast í fersk-
leika og bragðmiklum mat sem þó skilur fólk
ekki eftir logandi í munni. Taílenskur matur
endurspeglar taílenska þjóð sem er glaðlynt,
elskulegt og kærleiksríkt fólk. Þeir sem hafa
komið til Taílands verða ekki samir eftir heim-
sóknina og sækja aftur og aftur í matinn góða
sem þeir kynntust í landi brossins.”
SÆKJA Í BRAGÐIÐ AF TAÍLANDI
NAREE-THAI KYNNIR Frá aldargömlu húsi við Frakkastíg berst unaðsleg og lokkandi angan af heimagerðum taílenskum mat, upp-
runnum í landi brossins. Þar má njóta alkunnra taílenskra sælkerarétta á hefðbundinn máta og í lostætum grænmetisútgáfum.
LISTAKOKKAR
Mæðgurnar Jaroon og
Sukanya Nuamnui eru
kokkar af Guðs náð og
elda dýrindis krásir sem
gleðja bæði munn og
maga.
MYND/STEFÁN
HOLLT OG GOTT
Taílensk matseld
einkennist af ferskleika
í hráefni og einstakri
bragðupplifun. Hægt
er að panta þekkta
austurlenska rétti með
grænmetisfyllingum í
stað kjötfyllinga.
NAREE-THAI
var fyrst opnaður
sem kvöldverðarstað-
ur en hefur nú mjög
sótt í sig veðrið sem
hádegisstaður með
ódýrum, einföldum
og ákaflega bragð-
góðum réttum.
MEISTARINN
Xue Jun kennir hjá
Drekanum, Wushu-
félagi Reykjavíkur.,
MYND/GVA
MEISTARI FRÁ KÍNA
WUSHU-FÉLAG REYKJAVÍKUR KYNNIR Drekinn, Wushu-félag Reykjavíkur,
hefur gert samning við kínverska íþróttaháskólann Capital Institute of Physical
Education um að fá hingað kennara til kennslu bardagalista.
NÁMSKEIÐ
Nánari upplýsing-
ar um námskeið
hjá Drekanum er
að finna á www.
heilsudrekinn.is og
á Facebook.