Fréttablaðið - 08.09.2012, Side 53
LAUGARDAGUR 8. september 2012 5
Síðumúla 5
108 Reykjavík
Sími 511 1225
www.intellecta.is
ráðgjöf ráðningar rannsóknir
SharePoint sérfræðingur Símkerfasérfræðingur
.NET forritun
Oracle - Linux
Hugbúnaðarprófanir
UT þjónusta
Sjá nánar á www.intellecta.is
Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim
orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra
nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi.
Sótt er um störfi n á vef Capacent
Nánari upplýsingar veita Auður Bjarnadóttir
(audur.bjarnadottir@capacent.is) og Jóna Björk
Sigurjónsdóttir (jona.sigurjonsdottir@capacent.is).
Umsóknarfrestur er til og með 17. september nk.
Spennandi störf
við aflstöðvar
TÆKNIMAÐUR HJÁ LANDSVIRKJUN POWER
Landsvirkjun Power er dótturfélag Landsvirkjunar og
sérhæfir sig í ráðgjöf við þróun, endurbætur og rekstur
raforkuvera á erlendum mörkuðum.
Starfið felst í öflun verkefna, ráðgjöf og umsjón með
verkefnum Landsvirkjunar Power fyrir viðskiptavini
erlendis. Verkefnin snúast um rekstur aflstöðva, þróun
viðhaldskerfa, endurbætur á stjórn- og varnarbúnaði,
kennslu starfsmanna við rekstur aflstöðva o.fl.
Verkefnin eru einkum á Grænlandi og í Kanada en
starfsstöð að mestu á Íslandi. Við leitum að verkfræðingi
eða tæknifræðingi með gott vald á íslensku, dönsku
og ensku auk reynslu af rekstri aflstöðva og/eða
ráðgjafastörfum.
IÐNAÐARMAÐUR Á SOGSSVÆÐI
Iðnaðarmaður óskast til aflstöðva Landsvirkjunar við
Írafoss, Ljósafoss og Steingrímsstöð. Verkefnin eru
nýlagnir, viðhald og eftirlit, með tilfallandi afleysingum
við stöðvargæslu aflstöðvanna og umsjón með
sumarvinnustarfi.
Við leitum að starfsmanni með tæknimenntun á véla- eða
rafmagnssviði. Reynsla af viðhaldi og eftirliti í aflstöðvum
og veituvirkjum er æskileg. Almenn tölvuþekking er
nauðsynleg og æskilegt að kunna deili á iðntölvum og/eða
skjámyndakerfum, auk loft-, kæli-, vökva- og rafkerfa.
Við leggjum til fyrirmyndar starfsaðstöðu og metnaðar-
fullt og faglegt starfsumhverfi.