Fréttablaðið - 08.09.2012, Síða 92
8. september 2012 LAUGARDAGUR48
timamot@frettabladid.is
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÞÓRA S. JÓNSDÓTTIR
sem lést á Landspítalanum 2. september
sl. verður jarðsungin frá Bústaðakirkju
mánudaginn 10. september kl. 13.
Bragi Ólafsson
Guðleif Hrefna Vigfúsdóttir
Ásdís Bragadóttir Valur Óskarsson
Áslaug Bragadóttir
Ólafur Bragason Sigþrúður Jóhannesdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Miðhraun 22 b, 210 Garðabæ, Sími 571 0400 granit@granit.is
INGVAR INGVARSSON
Egilsgade 51,
Kaupmannahöfn,
lést á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn 26.
ágúst. Bálför hefur farið fram.
Sigríður Þorsteinsdóttir
Sara Ingvarsdóttir, Ríkharður Ingvarsson
Alfreð Þorsteinsson
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts
ELÍSABETAR J. SVAVARSDÓTTUR
Hjallabrekku 29, Kópavogi.
Ólafur Guðmundsson
Sif Ólafsdóttir Bjarni Ólason
Hlín Ólafsdóttir Halldór Birgir Halldórsson
Freyr Ólafsson
Ásta S. Ólafsdóttir Henrik Þór Tryggvason
og barnabörn
Björgvin B. Svavarsson Sesselja H. Guðjónsdóttir
Faðir okkar, afi og bróðir,
HALLDÓR LÁRUSSON
skipstjóri,
Skerjafirði,
lést í Kaliforníu, Bandaríkjunum 4. september.
Ásgeir Halldórsson
Árni Eðvaldsson
Ísar Mar
Vilma
Þórarinn Lárusson
Jóhanna Lárusdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar
móður okkar, stjúpmóður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
GUNNLAUGAR HANNESDÓTTUR
Sléttuvegi 13, Reykjavík.
Sigríður Karlsdóttir Ingi Bjarnason
Ragnhildur G. Karlsdóttir Guðmundur M. Sigurðsson
Jóhanna Karlsdóttir Guðmundur Jóhannsson
Ingibjörg Karlsdóttir Sigurður Pálmason
Guðmundur Karlsson Erla Stefánsdóttir
Garðar Karlsson Guðrún Jóhannsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar og
fyrrverandi eiginmaður,
ALBERT PÁLSSON
húsgagnasmíðameistari,
Hringbraut 83, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 21. ágúst. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Hjartans þakkir til ættingja og fjölmargra
vina fyrir alla samúðina, hlýhuginn og kærleikann, sem þið hafið
sýnt okkur öllum við andlát Alberts. Fyrir það erum við eilíflega
þakklát og sá stuðningur hjálpar okkur að horfa fram á veginn.
Þeim sem vilja minnast Alberts eða styrkja drengina hans er
bent á styrktarreikning sem stofnaður hefur verið á þeirra nafni.
Bankanúmer: 512-14-401713, kt. 0702972809.
Anton Emil Albertsson
Benedikt Aron Albertsson
Jóhanna María Eyjólfsdóttir
Sonur minn og bróðir okkar,
JÓN GAUTI KRISTJÁNSSON
Stigahlíð 8,
lést 2. september. Útför hans verður gerð
frá Fossvogskapellu þriðjudaginn
11. september kl. 15.00.
Eva Kristjánsdóttir
Kristjana Kristjánsdóttir
Þórdís Anna Kristjánsdóttir
Guðbjörg Eva Kristjánsdóttir
Elskuleg móðir mín,
MARGRÉT VALTÝSDÓTTIR
frá Selárbakka,
Þórunnarstræti 129,
Akureyri.
lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 1. september.
Útför hennar fer fram frá Stærra-Árskógs-
kirkju þriðjudaginn 11. september kl. 14.00.
Óskar Harðarson
Hjartans þakkir sendum við öllum sem
sýndu okkur samúð og hlýhug vegna
andláts elskulegs eiginmanns míns, föður
okkar, tengdaföður og afa,
HANNESAR JÓNSSONAR
flugvirkja,
Marbakkabraut 30, Kópavogi.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki göngudeildar
11B LSH, Friðbirni R. Sigurðssyni lækni og starfsfólki
Heimahlynningar Landspítala í Kópavogi. Þeirra aðstoð var
ómetanleg.
Sigrún Sveinsdóttir
Sveinn Stefán Hannesson Helga Kristinsdóttir
Arnar Hannesson Sigurlaug Þorsteinsdóttir
Einar Hannesson Ása Rún Björnsdóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
GÍSLA J. ÁSTÞÓRSSONAR.
Starfsfólki Hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar
sendum við sérstakar þakkir fyrir einstaka
umönnun.
Guðný Sigurgísladóttir
Ástþór Gíslason Erla Gunnarsdóttir
Hrafnkell S. Gíslason Ragnheiður D. Gísladóttir
Hólmfríður Gísladóttir Kristín Erla Boland
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og amma,
GUÐLAUG K. ÁRNADÓTTIR
lést mánudaginn 27. ágúst á kvennadeild
Landspítalans. Jarðarförin hefur farið fram
í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum
auðsýnda samúð.
Edda Magnúsdóttir Magnús Helgi Árnason
Steinn Helgi Magnússon
Magnea Magnúsdóttir
„Hjartað er fullt af hamingju og þakk-
læti því þetta er uppfylling minna
drauma,“ segir Anna Eiríksdóttir þegar
hún er spurð hvernig henni sé innan-
brjósts sem verðandi sóknarpresti vest-
ur í Dölum. Vígslan fer fram í Dómkirkj-
unni á morgun. „Stundin er svo stór að
það er næstum erfitt að höndla hana,
henni fylgja svo miklar tilfinningar,“
segir hún. „Hugur minn hefur stefnt til
þess í töluverðan tíma að verða prestur
en ég var ekkert of bjartsýn á að fá emb-
ætti og því er þetta margfaldur sigur í
raun. Ég tel alger forréttindi að fá að
starfa í þjónustu kirkjunnar.“
Anna á fimmtíu og sjö ára afmæli
daginn eftir vígslu. Hún útskrifaðist úr
guðfræðideild HÍ vorið 2011 og fór þá í
starfsþjálfun, fyrst í Áskirkju hjá séra
Sigurði Jónssyni og svo á Biskupsstofu.
Ástæður efasemda um að hún fengi
prestsembætti segir hún þær að lítið
hafi verið um lausar stöður undanfarin
ár. Þó hafi nokkur embætti verið auglýst
síðasta misserið, þrátt fyrir sameiningar
prestakalla. „Það er aðallega út af reglu-
verkinu sem er erfiðara fyrir nýútskrif-
aða guðfræðinga að komast að,“ segir
hún. „Þeir sem hafa reynslu af prest-
skap byggja á henni.“
Kveikjuna að því að hún fór í guð-
fræðinám segir Anna hafa verið brenn-
andi áhuga á greininni. „Ég hef alla tíð
verið trúuð manneskja en þó var ég ekki
búin að ákveða að gerast prestur þegar
ég fór í guðfræði, heldur skráði mig bara
í BA-nám og ætlaði að láta þar við sitja.
Straumurinn varð svo harðari þegar ég
var komin af stað og mér fannst ekki
hægt annað en að halda áfram. Köllun?
Ég velti stundum fyrir mér orðunum
sem Kristur sagði við lærisveinana og
koma fram í Jóhannesarguðspjalli. „Það
eruð ekki þér sem útvölduð mig, það er
ég sem hef útvalið yður.“ Maður velur
sjálfur að hluta til og svo er einhver sem
stjórnar á bak við. Þannig verður leiðin í
lífinu að einhverju leyti vörðuð. Því trúi
ég að minnsta kosti.“
Dalamenn völdu Önnu sem er búin að
fara vestur og hitta þar fólk og skoða
kirkjur og líst afskaplega vel á hvort
tveggja. Hún mun hafa sjö kirkjur á
sinni könnu en segir prestakallið ekki
sérlega fjölmennt þó þar hafi átt sér stað
sameining eins og víða annars staðar.
„Stærsta sóknin er Hjarðarholtssókn.
Hjarðarholt er rétt utan við Búðardal
og aðsetur prestsins er í þorpinu. Þar
ætla ég að búa,“ upplýsir Anna sem ekki
hefur haft fast aðsetur úti á landi áður
en líst vel á að söðla um og prófa eitt-
hvað nýtt. „Ástæða þess að mig langar
að verða prestur úti á landi er að lífið
þar er í öðrum takti, tengslin nánari og
starf prestsins af öðrum toga en í borg-
inni,“ segir hún.
Anna hefur lengst af unnið skrifstofu-
störf, síðari árin hjá Norrænu eldfjalla-
stöðinni við utanumhald starfsfólks og
rekstur. „Þau ár eru mér ómetanleg,“
segir hún. „Ég fann að ég vildi leggja
frá mér pappírsvinnuna og starfa meira
á lifandi vettvangi og tel mig hafa marg-
háttaða reynslu úr mínu lífi, þar hef ég
þurft að takast á við hluti sem hafa eflt
mig sem manneskju.“ Hún er móðir
tveggja barna en þau eru bæði komin í
langt framhaldsnám erlendis. „Ég flyt
ein vestur,“ segir Anna og kveðst sjá
fram á að hafa góðan tíma til að sinna
sínu starfi og þjóna fólkinu sínu vel.
gun@frettabladid.is
ANNA EIRÍKSDÓTTIR: VÍGIST Í DÓMKIRKJUNNI Á MORGUN TIL DALAPRESTAKALLS
Uppfylling minna drauma
ANNA EIRÍKSDÓTTIR „Ég tel alger forréttindi að fá að starfa í þjónustu kirkjunnar.“ segir hún.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ÓLAFUR RAGNARSSON bókaútgefandi (1944-2008) var fæddur þennan dag.
„Lífið þú hefur í hendi og höndlar það enn. Staðfastur njóttu og
sterkur þeirra stunda sem gefast.“