Fréttablaðið - 08.09.2012, Síða 98

Fréttablaðið - 08.09.2012, Síða 98
8. september 2012 LAUGARDAGUR54 54 menning@frettabladid.is Ljóðheimar er yfirskrift sýningar sem verður opnuð á Kjarvalsstöðum klukkan 16 í dag. Þar er í fyrsta sinn reynt að ná heildstæðu yfirliti á ljóðræna eða expressjóníska abstraktlist íslenskra myndlistarmanna. „Þetta er yfirlitssýning á íslenskri abstraktmyndlist frá árunum 1957 til 1970, ljóðrænni, óhlutbund- inni, litríkri myndlist sem er gjör- ólík strangflatarlistinni sem kom á undan,“ segir Aðalsteinn Ing- ólfsson listfræðingur, sýningar- stjóri sýningarinnar Ljóðheima sem opnuð verður á Kjarvalsstöð- um í dag. „Verkin eru eftir þrjátíu og þrjá aðila, bæði listmálara og myndhöggvara, milli áttatíu og níu- tíu verk.“ Aðalsteinn segir sýninguna sprottna af löngun sinni til að sýna fram á það að þessi tegund mynd- listar sé alveg jafnmikilvæg í mynd- listarsögu okkar og strangflata- listin. „En þessi list hefur verið dálítið vanrækt af sérfræðingum og ég er að reyna að bæta úr því, auk þess sem ég held því fram að í þessari ljóðrænu abstraktmyndlist lifi hið íslenska landslagsmálverk áfram.“ Verk Kristjáns Davíðssonar og Draumkennd og frjálsleg myndlist frá síðustu öld Á sýningunni er að finna verk eftir 33 listamenn, verk frumherjanna Svavars Guðnasonar, Nínu Tryggvadóttur, Jóns Engilberts og Kristins Péturs- sonar, sem lögðu drög að frjálsri íslenskri abstraktlist með landslagsívafi, verk septembermanna á borð við Hörð Ágústsson, Valtý Pétursson og Kjartan Guð- jónsson, sem sneru baki við strangflatarlist og tóku upp frjálslegri myndlist, og loks ljóðræn abstraktverk listamanna af yngri kynslóð, Elíasar B. Halldórssonar, Einars Þorlákssonar, Kára Eiríkssonar, Eyjólfs Einarssonar og Ragnheiðar Ream. Ljóðræna abstraktlistin setti einnig mark sitt á íslenska þrívíddarlist á sjötta og sjöunda áratugnum sem sjá má í verkum Gerðar Helgadóttur, Jóhanns Eyfells, Jóns og Guðmundar Benediktssona og Guðmundar Elíassonar. Verk nokkurra þessara listamanna hafa ekki fyrr verið sýnd undir þessum formerkjum, svo sem Arnars Herbertssonar, Jes Einars Þorsteinssonar, Magnúsar Tómassonar, Sigríðar Björnsdóttur og Vilhjálms Bergssonar. FRUMHERJAR ABSTRAKTLISTAR Eiríks Smiths eru í lykilhlutverki á sýningunni, hvernig stendur á því? „Kristján og Eiríkur eru þeir menn sem riðu á vaðið, ef svo má segja. Útgangspunktur sýningarinnar er sýning sem Kristján hélt 1957 sem var á allt annan veg en sýning- ar höfðu verið fram að því, frjáls- leg, tilfinningarík og litrík. Í kjöl- farið kemur svo Eiríkur með sínar frjálslegu abstraktmyndir. Hann hafði verið í strangflatahópnum en brenndi megnið af gömlu verkunum sínum og breytti alveg um stíl.“ Hvers vegna kallarðu þetta ljóð- ræna myndlist? „Þetta hefur verið svolítið skil- greiningarvandamál í gegnum tíð- ina. Í Frakklandi var þessi list oft kennd við ljóðræna abstraktlist, þ.e.a.s. að þetta væri draumkennd, frjálsleg myndlist, ekki ósvipuð óræðum ljóðum, en í Bandaríkjun- um var hún kölluð abstrakt express- jónismi eða óhlutbundin tjáning, enda voru menn stórtækari og agressívari þar. Íslendingar hafa hins vegar farið bil beggja og nafn- ið er tilraun til að skilgreina þessa list og búa til einhverja yfirskrift.” Sýningin stendur til 4. nóvember og á sýningartímabilinu verður efnt til fjölbreyttrar viðburðadagskrár sem hefst sunnudaginn 16. septem- ber með sýningarstjóraspjalli Aðal- steins. fridrikab@frettabladid.is SÝNINGARSTJÓRI Aðalsteinn Ingólfs- son listfræðingur er sýningarstjóri Ljóð- heima. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI Bollaköku- kynning og smakk í Eymundsson Norður-Kringlu í dag kl. 13.00 Himneskar bolla- kökuuppskriftir fyrir börn og foreldra. Verið velkomin! Fullt verð kr. 4.499,- Gildir laugardaginn 08. september 2012. Tilboð Kr. 3.599,- kynningarverð Mexíkóski rithöfundurinn Elena Poniatowska sækir Ísland heim í næstu viku og verður af því tilefni efnt til alþjóðlegrar ráðstefnu um hana á þriðjudag auk þess sem höfundarkvöld henni til heiðurs verður í Iðnó á mánudagskvöld. Heim- sókn Poniatowska til lands- ins tengist útgáfu á einu þekktasta verki hennar á íslensku. Verkið heitir á spænsku Jesúsa (Hasta no verte Jesús mío) og er frá árinu 1969. Það hefur feng- ið heitið Jesúsa: óskamm- feilin, þverúðug og skuld- laus í þýðingu Maríu Ránar Guðjónsdóttur. Elena Poniatowska er einn þekktasti og merk- asti rithöfundur Mexíkó og skrifar bæði skáldverk, blaðagreinar og fræðilegar bækur um samfélagsmál. Hún beinir ekki síst sjónum að mannréttindamálum og félagslegri stöðu kvenna og fátækra. Hin sérstaka og áhrifamikla saga um Jesúsu hefur verið gefin út hátt í fjörutíu sinnum í Mexíkó og verið þýdd á fjölmörg tungumál. Poniatowska hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín. Dagskrá höfundarkvöldsins í Iðnó hefst klukkan átta en þar verð- ur rætt um verk Poniatowsku auk þess sem höfundur ávarpar gesti. Á þriðjudaginn, 11. september, verður haldið málþing um mikil- vægi þýðinga og höfundarverk Poniatowsku. Fjallað verður á ensku um þýðingar frá níu til ellefu og á spænsku um höfundarverk Ponia- towsku frá ellefu til eitt. Poniatowska ávarpar gesti í lok dagskrár. Ráðstefna og höfundarkvöld NÝ BÓK UM HEYRNINA Í bókinni Heyrnin – fyrsta skilningarvitið fjallar Konráð Konráðsson læknir í Uppsölum á skýru og aðgengilegu máli um allt sem viðkemur heyrn. Sænsk útgáfa kom út fyrr á árinu. ný mynd væntanleg
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.