Fréttablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 2
15. september 2012 LAUGARDAGUR2 Steindór Hjörleifsson leikari er látinn. Hann lést á heimili sínu á fimmtudag, 86 ára gamall. Steindór vann ýmis störf eftir gagnfræðapróf. Hann lauk námi frá Leiklistar- skóla Lárusar Pálssonar árið 1949 og nam við leiklistardeild danska útvarps- ins. Árið 1965 varð hann fyrsti dagskrárstjóri lista- og skemmtideildar Sjónvarpsins. Steindór var leikari og leik- stjóri hjá Leikfélagi Reykja- víkur frá 1947 auk þess sem hann sat í stjórn og var for- maður. Hann lék einnig hjá Þjóðleikhúsinu, Ríkisútvarpinu og í kvikmyndum. Hann hlaut fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín. Steindór var giftur Margréti Ólafsdóttur leikkonu, en hún lést í fyrra. Dóttir Steindórs og Margrétar er Ragnheiður Kristín. Steindór Hjör- leifsson látinn Aukin útgjöld á bifreiðaeigendur í nýjum fjárlögum jafngilda 6.240 króna útgjalda- aukningu hverrar fjölskyldu á ári. Hækkun áfengisgjalds jafngildir 5.600 króna útgjaldaaukningu á ári fyrir heimili landsins. NEYTENDAMÁL Verðlagsáhrif boð- aðra breytinga í nýframlögðum fjárlögum næsta árs skýrast ekki fyrr en fram koma á þingi laga- frumvörp um einstakar breyting- ar. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins var ekki farið fram á það við Hagstofu Íslands að tekin yrðu saman áhrif fjárlagafrumvarpsins á verðlag og vísitölu neysluverðs, en það verði að líkindum gert þegar metin verða áhrif hverrar breyt- ingar fyrir sig. Þannig liggur til að mynda ekki fyrir í hvaða vöruflokkum verð muni hækka vegna fyrirhugaðrar hækkunar gjalda á sykraða vöru út frá manneldissjónarmiðum. Í fjárlagafrumvarpinu kemur aftur á móti fram að hún eigi að skila ríkinu 800 milljóna króna tekju- auka. Það þýðir 0,13 prósenta útgjaldaaukningu á ársgrundvelli fyrir heimili landsins, samkvæmt mælistiku Hagstofu Íslands. Er þá gert ráð fyrir að heimilin sé um 125 þúsund talsins og að mánað- arútgjöld fjölskyldunnar séu 442 þúsund krónur. Á ársgrundvelli myndi skatturinn því þýða 6.400 króna aukin útgjöld fyrir hverja fjölskyldu. Eftir því sem næst verður komist kallar boðað afnám í fjárlögum á undanþágu bílaleiga af vörugjöld- um af ökutækjum á hækkun leigu- verðs upp á að minnsta kosti fimm- tán til tuttugu prósent. Óvíst er þó að áhrifa hækkunar gæti strax því bílaleigurnar hafa margar þegar gengið frá samningum og birt verðskrár fyrir næsta ár. Eins er óvíst að hækkun virðis- aukaskatts á gistingu skili sér strax því í mörgum tilvikum hafa þegar verið birtar gjaldskrár næsta árs. Í fjárlagafrumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að gistiþjónusta verði flutt í efra þrep skattsins frá 1. maí á næsta ári. Sé þeirri hækkun velt beint út í verð nemur hún 17,3 pró- sentum. Miðað við það færi verð 40 þúsund króna hótelherbergis í rétt tæpar 47 þúsund krónur nóttin. Útgjöld bifreiðaeigenda aukast nokkuð samkvæmt frumvarpinu. Gert er ráð fyrir að hækkað vöru- gjald á bensín og dísilolíu skili rík- inu 1,1 milljarðs tekjuaukningu, hækkað bifreiðagjald skili 400 milljóna króna aukningu og hækk- að kílómetragjald sextíu milljón- um. Alls er þarna um að ræða 1.560 milljónir króna. Skiptist sú upphæð til helminga milli heimila og fyrir- tækja þá þýðir það yfir árið 6.240 krónur í aukin útgjöld fyrir hverja fjölskyldu. Breyta á lögum um gjald á áfengi og tóbak með 100 prósenta hækk- un á gjaldi á neftóbak og fimmtán prósenta hækkun á tóbaksgjaldi að öðru leyti. Þá er gert ráð fyrir 4,6 prósenta hækkun á krónutölu áfengisgjalda. olikr@frettabladid.is Útgjöld aukast víða Ekki skýrist fyrr en með einstökum lagabreytingum hvað skattahækkanir fjár- lagafrumvarpsins þýða fyrir almennt verðlag. Áhrif eru mikil á ferðaþjónustu. Fyrirséð er að verð á gistingu hækki um 17,3 prósent. Gera má ráð fyrir að sólar- hringsleiga á litlum bílaleigubíl hækki um 3 til 5 þúsund krónur þegar fram í sækir. Sykurskatturinn þýðir 6.400 króna aukin útgjöld á ári fyrir hverja fjölskyldu. Verð á neftóbaksdósinni gæti farið úr 11-12 hundruð krónum í 17-19 hundruð krónur. UMHVERFISMÁL Stangveiðifélagið Lax-á ehf., leigutaki Ytri-Rang- ár, telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna mengunarslyss sem varð í ánni í september í fyrra. Lögfræð- ingur Lax-ár hefur sent hrepps- nefnd Rangárþings ytra erindi þessa efnis og leitað eftir afstöðu sveitarfélagsins til málsins. Sveit- arstjórn Rangárþings ytra hefur samþykkt að leita eftir áliti hjá lögmanni sveitarfélagsins. Eins á að kanna afstöðu fyrirtækisins Reykjagarðs vegna málsins. Forsaga málsins er sú að 7. sept- ember í fyrra flæddi úrgangur úr kjúklingasláturhúsi Reykja- garðs við Hellu niður Ytri-Rangá vegna mistaka. Á þeim tíma var á annan tug útlendinga við veiðar í ánni sem urðu vitni að því þegar úrgangurinn; kjúklingafita, innyfli og salernispappír, komu fljótandi í gegnum veiðistaði þeirra. Áin var óveiðandi fyrst á eftir og langt fram á haust var fitubrák við bakka hennar. Ekki var um einsdæmi að ræða, að sögn starfsmanna Lax- ár á þeim tíma, en sveitarfélagið setti í kjölfarið upp hreinsistöð til að fyrirbyggja að frekari óhöpp myndu endurtaka sig. Samkvæmt upplýsingum Frétta- blaðsins þurftu forsvarsmenn Lax- ár að bjóða veiðimönnum veiðileyfi í sumar í bætur. Málið snýst ekki síst um að endurvinna ímynd Ytri- Rangár sem veiðiár í hópi þeirra viðskiptavina fyrirtækisins sem hafa komið þar til veiða árum saman. - shá Leigutaki Ytri-Rangár kannar skaðabótarétt sinn vegna mengunarslyss í fyrra: Vilja svör vegna mengunarslyss RANGÁRFLÚÐIR Ímynd veiðisvæðis lætur mjög á sjá við mengunarslys. Ytri-Rangá er ein eftirsóttasta stangveiðiá landsins meðal útlendinga. MYND/LAX-Á LÖGREGLUMÁL Fertugur Þjóðverji situr nú í gæsluvarðhaldi eftir að hafa flutt til landsins 1,3 kíló af kókaíni innvortis. Þetta er talið vera mesta magn fíkniefna sem einstaklingur hefur flutt innvort- is til Íslands í einni ferð. Tollgæsla stöðvaði manninn við reglubundið eftirlit í Leifsstöð 27. ágúst. Hann var þá að koma frá Kaupmannahöfn. Grunur vaknaði um að hann væri með fíkniefni innvortis og því var hann sendur í sneiðmyndatöku. Í henni kom í ljós að magnið var mun meira en menn eiga að venjast hjá þeim sem smygla með þessu móti. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald dag- inn eftir og á næstu dögum skil- aði hann af sér 107 kókaínpakkn- ingum. Ein pakkning til viðbótar sat föst efst í meltingarvegi hans og þurfti uppskurð á sjúkrahúsi til að sækja hana. Þegar allt var talið reyndist maðurinn hafa flutt 1,3 kíló af kókaíni til landsins, en með þykkum og vönduðum umbúðunum vógu pakkningarnar alls 1,5 kíló. Rannsókn lögreglunnar á Suð- urnesjum er á lokastigi. Ekki hafa fleiri verið handteknir vegna málsins. - sh Þjóðverji skorinn upp til að ná í kókaínpakkningu sem sat föst í iðrum hans: Smyglaði metmagni innvortis Í TOLLINUM Maðurinn var stöðvaður við reglubundið eftirlit tollvarða. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON DÓMSMÁL Matthías Máni Erlings- son, 24 ára, hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps þegar hann réðst á stjúpmóður sína á heimili hennar í Kópavogi í vor. Dómur- inn féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Stjúpmóðirin komst undan og flúði á lögreglustöð. Lögreglan fór að heimili konunnar og vísaði Matthíasi á dyr en hann kom aftur seinna um nóttina og barði stjúp- móður sína þá meðal annars með kertastjaka. Nágrannar komu henni þá til hjálpar. Matthías viðurkenndi við handtöku að hafa ætlað að drepa konuna. Þinghaldið var lokað þegar dómurinn féll og hefur dómurinn ekki verið birtur. Auk þess að hljóta fimm ára fang- elsisvist þarf Matthías að greiða konunni eina og hálfa milljón í miskabætur og sakarkostnað. - bþh Héraðsdómur Reykjaness: 5 ár fyrir mann- drápstilraun LUNDÚNIR, AP Hertogaynjan Katr- ín Middleton, eiginkona breska ríkisarfans Vilhjálms prins, hefur kært franska slúðurtímaritið Closer fyrir að birta nektarmynd- ir af sér á forsíðu blaðsins. Á myndunum sést Middleton ber að ofan í sólbaði á meðan hjónin voru í fríi í Frakklandi. Til varnar myndbirtingunni segir ritstjóri Closer parið hafa verið sýnilegt af nálægri götu. Starfs- menn bresku krúnunnar hafa líkt slúðurblaðaæðinu í kringum Middleton við eltingaleik blaða- ljósmyndara við Díönu prinsessu, móður Vilhjálms, sem leiddi til dauða Díönu árið 1997. - bþh Nektarmyndir af prinsessu: Middleton kærir tímaritið Closer EGYPTALAND, AP Minnst sex létust í mótmælum vegna bandarískrar kvikmyndar um Múhameð spá- mann. Mótmælin hafa breiðst víða um arabaheiminn. Þrír létust þegar ráðist var að sendiráði Bandaríkjanna í Khartoum í Súdan. Tveir lét- ust þegar ráðist var að sendiráði Bandaríkjanna í Túnis og einn í Trípólí í Líbanon. Allir sem lét- ust voru mótmælendur. Í Kaíró í Egyptalandi var táragas notað til að leysa upp 500 manna mótmæli við sendiráð Bandaríkjanna. - þeb Mótmæli vegna Múhameð: Sex létust í mótmælum Hjálmar, er samkomulagið í höfn? „Já, ef að minnihlutinn hafnar því ekki.“ Reykjavíkurborg kaupir lóðir við Reykjavíkurhöfn af Faxaflóahöfnum til að byggja íbúðir og atvinnustarfsemi. Hjálmar Sveinsson er formaður stjórnar Faxaflóahafna. STJÓRNMÁL Hanna Birna Krist- jánsdóttir, oddviti sjálfstæðis- manna í Reykjavík, ætlar að gefa kost á sér í fyrsta sæti í prófkjöri fyrir þingkosningar. Hún ætlar að fara fram í Reykjavík. „Ég er í stjórnmálum til að gera gagn og vinna fyrir almenn- ing. Í borgar- stjórn hef ég lagt áherslu á breytingar og ný vinnu- brögð. Ég mun vinna með sama hætti í lands- málum enda er stærsta verkefni stjórnmálanna í dag að skapa hér samfélag þar sem fólkið í land- inu hefur fleiri tækifæri til betra lífs,“ sagði Hanna Birna í samtali við Vísi í gær. Ætlar að hætta í borgarstjórn: Vill fyrsta sætið HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.