Fréttablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 24
15. september 2012 LAUGARDAGUR24
Ég veit að sumir fóru að hjálpa fólki
með íslenskukennslu. Ég bauð Línu
það en hún vildi bara hafa það fyrir
sig. Þetta er hörkudugleg kona sem
hefur staðið í ýmsu, og ég held að
hún hafi ekkert viljað láta einhvern
fara að sjá um sig eða hjálpa eitt-
hvað óskaplega mikið nema bara á
sínum forsendum. Ég leyfði henni
bara að ráða því. Ég var ekkert að
trana mér fram en ef hana vantaði
eitthvað þá gat hún alltaf bankað
upp á. Bara eins og með aðra vini
mína – ég leit ekkert á mig eins og
ég ætti að bjarga henni.“
Eru nágrannar og vinkonur
Ingibjörg og Lína eru ágætar
vinkonur í dag, auk þess að vera
nágrannar. „Okkar verkefni var
formlega lokið eftir ár, samningur-
inn var í ár, en ef þú hefur mynd-
að gott samband við fólk þá stekk-
urðu ekkert út eftir ár og lætur
ekki sjá þig.“ Hún segir mjög mis-
jafnt hvernig samböndum stuðn-
ingsfjölskyldna og flóttamanna-
fjölskyldna sé háttað í dag. Lína og
Ingibjörg haldi líklega mestu sam-
bandi. „Þessar konur sem komu
hingað eru alls konar konur eins
og gengur. Fólki hefur gengið mis-
jafnlega að aðlaga sig og auðvitað
verður þú ekki vinur einhvers sem
þú átt ekkert sameiginlegt með.“
Ingibjörg er oft gestur á heim-
ili Línu og þær hittast reglulega.
„Hún er jafngömul dóttur minni
en hún segir að ég sé bara eins og
systir hennar og ég held að það sé
alveg rétt.“
Meiri fordómar en hún átti von á
Ingibjörg segist hafa upplifað
miklu meiri fordóma gagnvart
flóttafjölskyldunum en hún átti
von á. „Fordómar eru eitthvað sem
maður vissi að væri til en ég hefði
aldrei látið mig dreyma um að
það væru svona miklir fordómar.
Miklu meira en ég gerði mér grein
fyrir.“ Hún segist telja að fordóm-
ar gagnvart aröbum séu öðruvísi
heldur en fordómar sem til dæmis
konur frá Asíu hafi mætt. „Mér
hefur fundist þetta svo hatrammt.
Fólk er uppfullt af því að allir karl-
ar séu lemjandi allar konur, þær
verði að gera hitt og þetta og verði
að vera með slæður. Fólk er meira
að segja að tala um að litlir strák-
ar stjórni heilu fjölskyldunum. Ég
hef verið alveg ófeimin við að láta
í mér heyra þegar fólk er að tala
um þetta. Fólk sem tekur þetta að
sér ætti líka að hafa í huga að vera
eins konar talsmenn þessa fólks út
á við.“
Ingibjörg segir líka mikilvægt
að fólk taki sig ekki of hátíðlega ef
það ætlar sér að styðja við flótta-
menn með þessum hætti. „Það má
alveg hafa pínu húmor. Það koma
upp alls konar sniðug atvik sem
maður hlær að eftir á. Eins og til
dæmis með Bónus, sem er með
grísinn framan á og þau borða
ekki svínakjöt. Þegar þetta var
komið á djúsfernurnar þá var farið
að spyrja spurninga. Fólk má alveg
hafa húmor fyrir þessu, auðvitað
finnst þeim sumt asnalegt og skrít-
ið. Og svo máttu segja nei, þú gerir
bara það sem þú vilt. Þetta er bara
eins og í venjulegu vinasambandi.“
FRAMHALD AF SÍÐU 22
Um mánaðamótin er von á þremur flóttamannafjölskyldum ættuðum frá
Afganistan hingað til lands. Þær koma þó í gegnum Íran. Allar fjölskyldurnar
samanstanda af einstæðum mæðrum með börnin sín.
Hver fjölskylda sem kemur hingað til lands sem flóttamenn á vegum
stjórnvalda fær þrjár til fjórar stuðningsfjölskyldur sem hjálpa þeim við
að aðlagast íslensku samfélagi sem best. Það er Rauði kross Íslands sem
stendur að stuðningi við fjölskyldurnar og heldur námskeið fyrir væntanlegar
stuðningsfjölskyldur þann 19. september. Þar verður farið yfir verkefnið og
sögu fólksins sem kemur að þessu sinni, auk þess sem fólki verða kynntar
hefðir og menning Afganistans og heyrir reynslusögu stuðningsfjölskyldu.
Rauði krossinn leitar nú að fjölskyldum sem eru tilbúnar til að hjálpa
flóttamönnunum að aðlagast lífinu á Íslandi, og geta áhugasamir fundið
nánari upplýsingar á heimasíðu Rauða krossins.
■ LEITA AÐ FJÖLSKYLDUM
fjölskyldufyrirtæki
í 20ár
www.saft.is
KENNDU BARNINU ÞÍNU AÐ
SKOÐA EFNI Á NETINU MEÐ
GAGNRÝNUM HÆTTI