Fréttablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 34
15. september 2012 LAUGARDAGUR34 L engi vel var mjög mikill kynjahalli í rannsóknum á heilbrigðismálum. Það voru fáar konur sem störfuðu sem vísindamenn og rannsóknir endurspegluðu það. Sem betur fer hefur orðið mikil breyting á und- anförnum árum,“ segir Herdís Sveinsdótt- ir, prófessor í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands og annar tveggja ritstjóra bókar- innar Við góða heilsu? Konur og heilbrigði í nútíma samfélagi. Í bókinni, sem ritstýrt er af Helgu Gottfreðsdóttur, dósent í ljósmóð- urfræði, auk Herdísar, er að finna fræðigreinar um fjölmörg málefni sem tengjast heilsufari kvenna. Blæðingar, meðganga, ófrjósemi, tíðahvörf, áföll, þunglyndi og vefjagigt eru meðal umfjöllunarefna bókarinnar. Herdís segir að þær hafi haft að leiðarljósi að birta fræðigreinar sem varpa nýju ljósi á heilbrigðismál kvenna. „Rann- sóknir hafa leitt í ljós að konur og karlar bregðast til dæmis ekki eins við lyfjum og því þarf að rannsaka sjúkdóma hjá bæði körlum og konum. Undanfarin tuttugu ár hefur, hvað varðar heilsu kvenna, náðst mestur árang- ur í að lækka dánartíðni af völdum brjósta- krabbameins, hjarta- og æðasjúkdóma og leghálskrabbameins. Hins vegar hefur ekki verið lögð næg áhersla á að rannsaka félags- lega, menningarlega og umhverfislega áhrifa- þætti heilsu kvenna,“ segir Herdís. Það er mikilvægt jafnréttismál að þekking á heilsu kvenna sé jafn góð og á heilsu karla að mati ritstjóra til að úrræði og inngrip við hæfi standi til boða eða eins og segir í inn- gangi bókarinnar: „Gagnrýnin umræða um heilsufar kvenna og samspil þess við félags- legt umhverfi hefur […] náð eyrum margra en til að uppræta megi misrétti þegar kemur að heilsu er mikilvægt að taka á undirrót kynja- mismunar innan hvers samfélags. Jafnrétti kynjanna er forsenda þess að hægt sé að tak- ast á við annan ójöfnuð í heiminum.“ Heilsa kvenna í nýju ljósi Þekking á heilsufari kvenna var lengi vel af skornari skammti en þekking á heilsufari karla. Ný bók varpar ljósi á ýmsar hliðar er snerta heilbrigðismál kvenna sagði Herdís Sveinsdóttir, annar tveggja ritstjóra bókarinnar, við Sigríði Björgu Tómasdóttur. HERDÍS SVEINSDÓTTIR VISSIR ÞÚ AÐ... ■ ÓRÁÐGERÐ ÞUNGUN* *Kvenna sem fóru í fóstureyðingu 50% Engin getnaðarvörn Vandamál við notkun Óörugg getnaðarvörn Óútskýrð 30% 10% 10% ■ UNGUM MÆÐRUM FÆKKAR ‘71-´75 ´75-´80 ´81-´85 ´86-´90 ´91-´95 ´96-´00 ´01-05 ´06-´10 100 90 80 70 60 50 40 30 20 10 % 22% 16% 23% 38% 48% 28% 13% 52% ■ Hlutfall frumbyrja 20 ára og yngri ■ … talið er að á næstum árum muni eitt af hverjum sex pörum í heiminum þurfa að glíma við vandamál sem tengjast ófrjósemi á einhverjum hluta frjósemisskeiðs síns eða á því öllu. Samkvæmt skilgreiningu Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) telst það vera ófrjósemi þegar par hefur reynt að geta barn í meira en eitt ár án þess að það takist. ■ … líffræðilegar breytingar sem verða við blæðing- ar koma fram fyrr og hraðar hjá þeim sem þroskast snemma. Hormónabreytingar sem leiða til kynþroska geta valdið ýmsum tilfinningalegum sveiflum þar sem sjálfsmat og sjálfsstjórn þroskast síðar. Unglingar eru því örari á þessu tímabili, verða spenntari, sýna meiri tilfinn- ingasemi og geta orðið áhættusæknari en síðar. ■ … um víða veröld eiga allflestar konur sem verða 55 ára eða eldri það sameiginlegt að hætta blæðingum. Þrátt fyrir alla þessa sameiginlegu reynslu af tíðahvörfum (síðustu blæðingum) var þekking á aðdraganda þeirra og áhrifum á heilsu kvenna af skornum skammti allt fram á tíunda áratug 20. aldar. ■ … þrátt fyrir greiðan aðgang að öruggum getnaðarvörnum á Vesturlöndum verða árlega fjölmargar konur þungaðar án þess að ætla sér það. Ýmislegt hefur áhrif á notkun getnaðarvarna en fagleg ráðgjöf um þær er talin vera mjög mikilvæg til að stuðla að markvissri notkun. ■ … enn er ekki að fullu vitað hvað veldur vefjagigt en þar sem sérstakar lífeðlis- og lífefnafræðilegar orsakir hafa ekki fundist hefur því verið haldið fram að þær geti að einhverju leyti verið sálfræðilegar. Hafa nokkrar rannsóknir til dæmis sýnt að talsvert hlutfall einstaklinga með vefjagigt hafði orðið fyrir einu eða fleiri áföllum áður en einkenni gigtarinnar komu fram og svo virðist sem konur sem hefur verið nauðgað séu líklegri til að þjást af vefjagigt en aðrar. Konur sem eru þolendur ofbeldis eru ellefu sinnum líklegri til að vera með vefjagigt en aðrar konur. ■ … skýr kynjamunur kemur fram bæði í tegundum áfalla og afleiðingum þeirra. Rannsóknir hafa leitt í ljós að karlmenn eru líklegri til að verða fyrir öllum tegundum áfalla nema þeim sem tengjast kynferðis- og heimilis ofbeldi, en slík áföll eru töluvert algengari hjá konum og konur eru líklegri en karlar til að þróa með sér áfallastreitu röskun og önnur vandamál í kjölfar áfalla. ■ … hérlendis voru 3,3% barna sem fæddust árið 2008 getin með aðstoð tæknifrjóvgunar sem er samheiti yfir meðferðir við ófrjósemi, svo sem glasafrjóvgun, smásjár- frjóvgun, uppsetningu frystra fósturvísa og tæknisæðingu. ■ … konur með langvinna lungnateppu er hratt vaxandi skjólstæðingahópur heilbrigðisþjónustunnar víðs vegar um heiminn. Þær nota þjónustuna meira en karlar þótt sjúkdómurinn sé síður greindur hjá þeim. Reykingar eru meginorsök sjúkdómsins. Sjúkrahúskostnaður vegna langvinnrar lungnateppu er stærsti einstaki útgjaldaliður heilbrigðisþjónustu vestrænna þjóða. Dánartíðni kvenna með langvinna lungnateppu á Íslandi fór fram úr dánar- tíðni karla á árinu 2004. Heimild: Heilsufar kvenna, Hagstofa Íslands. ■ Ástæður óráðgerðrar þungunar meðal kvenna sem fóru í fóstureyðingu hér á landi voru rannsakaðar á árunum 1999 til 2000. Meginástæða þess að getnaðarvarnir voru ekki notaðar var sögð vera kæruleysi. Þetta háa hlut- fall kvenna sem ekki notuðu getnaðarvarnir þegar getnaður varð er mun hærra hér en víða annars staðar. ■ Með tilkomu getnaðarvarna í kringum 1960, hafa konur í auknum mæli getað stýrt barneignum sínum en það hefur síðan haft áhrif á meðalaldur kvenna þegar þær eignast sitt fyrsta barn. Eins og grafið sýnir hefur frumbyrjum 20 ára og yngri fækkað mjög. MEÐALALDUR FRUMBYRJA 26,6 ár LÉST ÚR LANGVINNRI LUNGNATEPPU ÁRIÐ 2009 EN 37 KARLAR. 51 kona KVENNA HAFA ÁTT VIÐ ÓFRJÓSEMI AÐ STRÍÐA Á ALDRINUM 20-44 ÁRA. 9% kvenna Stillanleg heilsurúm! Fyrir þínar bestu stundir. D Ý N U R O G K O D D A R TEMPUR® Orginal eða Cloud heilsudýna á C&J stillanlegum botnum. 2x80x200 cm. TILBOÐ Kr. 578.550,- Verð 749.875,- Þú sparar 171.325,- * 3, 5% lántökugjald 12 mánaða vaxtalaus lán á st i l lanlegum rúmum* Þráðlaus fjarstýring
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.