Fréttablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 102
15. september 2012 LAUGARDAGUR70 „Ég hafði tekið eftir því að það vantaði blað á markaðinn sem reyndi á fleira en tískuvitund kvenna,“ segir Hildur Sif Krist- borgardóttir, ritstýra og einn stofn- enda tímaritsins Volg sem kemur út um mánaðarmótin. Volg er tímarit fyrir konur um konur að sögn Hildar og verður dreift frítt á höfuðborgarsvæðinu í búðir, háskóla, framhaldsskóla og fleiri vel valda staði. Ásamt Hildi Sif standa þær Ásta Kristjánsdótt- ir og Sara María Júlíusdóttir að útgáfu blaðsins. Ásta er ljósmynd- ari blaðsins og Sara María stílisti en að sögn Hildar verður mikil áhersla lögð á myndir og mynd- gæði í blaðinu. „Ég setti mig í samband við þær Ástu og Söru Maríu en allar vorum við sammála um að það vantaði nýtt blað í flóruna. Blað sem við myndum hafa áhuga á að lesa. Volg inniheldur vissulega tísku eins og mörg önnur blöð en gerir meiri kröfur til lesenda sinna þar sem við gerum meiri kröfur,“ segir Hildur Sif en í blaðinu verða auk tískuþátta viðtöl, ráðlegging- ar og greinar út ýmsum áttum. „Við teljum okkur vita að stór hluti kvenna vill lesa um eitthvað annað en tíu ráð til að líta betur út eða í hvaða kjól einhver leikkona var. Við ætlum okkur að einbeita okkur að því að vera jákvæðar og endur- spegla það sem er spennandi og skemmtilegt úr lífi og leik kvenna.“ Fyrirmyndir blaðsins eru erlend tímarit þar sem konur eru í aðal- hlutverki en umfjöllunarefni Volg verða tíska, mannlíf, stjórnmál og heimsmál. „Það er til svo ótrú- lega margar flottar konur á Íslandi sem eru að gera rosalega góða hluti og vert er að vekja athygli á. Við gleymum ekkert körlunum samt en þeir eru bara í skugganum.“ Fyrsta tölublaðið er væntan- legt um mánaðamótin en stöllurn- ar hafa lagt mikla vinnu og tíma í að útkoman verði sem best. Blaðið verður einnig aðgengilegt á netinu undir slóðinni Volg.is og á Face- book. „Við hlökkum til að sjá heild- arútkomuna. Það er af mörgu að taka en við viljum gefa sem minnst upp um innihaldið til að auka eftir- væntingu lesenda.“ alfrun@frettabladid.is PERSÓNAN Farðu skynsamlega með þitt Fé! Fékort er nýtt fyrirframgreitt greiðslukort, sem sameinar bestu kosti þess að nota reiðufé og kredit- kort. Nýja MasterCard Fékort auðveldar þér að taka fjármálin fastari tökum og færir þér um leið ærleg afsláttarkjör hjá fjölda áhugaverðra fyrirtækja. Það er óþarfi að vera kindarlegur. Sæktu um Fékort á www.kreditkort.is. Goggur útgáfufélag stendur að Volg. Eigandi Goggs er Sigurjón M. Egilsson. Meðal annarra blaða hjá útgáfunni eru Útvegsblaðið, Iðnaðarblaðið, Ferðablaðið, Brimfaxi og Tímarit VM. Goggur er fjögurra ára gamalt fyrirtæki. GEFIÐ ÚT AF GOGGI HILDUR SIF KRISTBORGARDÓTTIR: VANTAÐI NÝTT BLAÐ Í FLÓRUNA GEFUR ÚT TÍMARIT FYRIR KRÖFUHARÐAR KONUR SPENNTUR RITSTJÓRI Hildur Sif Kristborgardóttir er ritstjóri blaðsins Volg sem kemur í fyrsta sinn út um mánaðamótin. Auk hennar standa þær Ásta Kristjáns- dóttir og Sara María Júlíusdóttir að blaðinu sem er fyrir konur og um konur. MYND/ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR Þórunn Hjartardóttir Aldur: 47 ára. Starf: Myndlistar- maður, hljóðbóka- lesari, sjónlýsandi, þýðandi, prófarka- lesari og starfar við hljóðtímarit Blindrafélagsins. Foreldrar: Stein- unn Bjarman og Hjörtur Pálsson. Fjölskylda: Dæturnar Steinunn (25 ára) og Katrín (21 árs) Harðardætur. Búseta: 101 Reykjavík. Stjörnumerki: Fiskur eða snákur í kínverska stjörnumerkinu. Þórunn les íslenska þýðingu hinnar umtöluðu skáldsögu Fifty Shades of Grey fyrir Blindrabókasafnið. „Þetta kemur mér verulega mikið á óvart því mér hefði aldrei nokkurn tíma dottið þetta í hug,“ segir tónlistarmaðurinn Hallbjörn Hjartarson, kúreki norðursins og konungur- inn í Kántrýbæ. Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi og bandarísku samtökin Country Music Association hafa ákveðið að veita Hallbirni viðurkenningu fyrir að koma kántrýtónlist á framfæri á Íslandi og fyrir framlag hans til kántrýtónlistar. Afhendingin fer fram í Kántrýbæ á Skagaströnd næstkomandi þriðju- dag. Sendiherra Bandaríkjanna, Luis E. Arreaga, veitir Hallbirni viðurkenningu frá Country Music Association og einnig viðurkenningu frá sendiráðinu, en í báðum tilfellum er um að ræða staðfestingu á miklu og góðu framlagi tónlistarmannsins til kántrýtónlistar á Íslandi. „Með eldmóði sínum og sköpunargáfu hefur Hallbjörn sameinað bandarískan tónlistarstíl íslenskri menningu og skapað einstaka tegund af íslenskri kántrýtónlist,“ segir í viðurkenn- ingu sendiráðsins. „Ég er ákaflega stoltur og þakklátur fyrir þennan skilning sem mér er sýndur á mikil- vægi þess að kynna kántrýtónlistina á Íslandi,“ segir Hallbjörn, sem á ferlinum gaf út fjöldann allan af kántrýplötum. Hann kveðst hættur tónlistarsköpun en starfrækir enn útvarpsstöð- ina Útvarp Kántrýbæ sem fagnar tuttugu ára afmæli sínu þann 14. nóvember næstkomandi. „Ég hef ekki hugsað mér að halda sérstaklega upp á afmælið en ég hlakka til að veita þessum viðurkenningum móttöku,“ segir Hallbjörn. -kg Kúreki norðursins fær viðurkenningar KÓNGURINN Hallbjörn segist stoltur af viðurkenning- unum. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR „Tökur er hafnar og hér er líf og fjör,“ segir Þór Freysson hjá Saga Film en tökur á íslenskri útgáfu þáttarins Masterchef byrjuðu í gær í húsakynnum Saga Film. Dómarar þáttanna, Friðrika Hjör- dís Geirsdóttir, Eyþór Rúnarsson og Ólafur Örn Ólafsson, voru önnum kafnir við að smakka rétti frá von- góðum þátttakendum. Tæplega 500 áhugasamir sóttu um að vera með en 50 manns voru boðaðir í áheyr- endaprufurnar. Þeim var skipt í tvo hópa, 25 spreyttu sig fyrir framan eldavélina í gær og seinni hópurinn gerir slíkt hið sama í dag. „Þau hafa 45 mínútur til að und- irbúa rétti í sérstöku eldhúsi hérna í stúdíóinu og svo hafa þau 5 mín- útur fyrir framan dómnefndina til að leggja lokahönd á réttinn,“ segir Þór sem hafði í nógu að snúast í gær. Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 í byrjun desember en sá sem ber sigur úr býtum í þáttunum hlýtur eina milljón króna í verðlaun. -áp Matarilmur á fyrsta tökudegi LÍF OG FJÖR Matarilm lagði um húsakynni Saga Film í gær er keppendur lögðu sig fram við að heilla dómnefnd Masterchef, þau Friðriku Hjördísi, Eyþór og Ólaf Örn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.