Fréttablaðið - 15.09.2012, Blaðsíða 68
KYNNING − AUGLÝSINGFyrirtækjaþjónusta4
Mikilvægt er fyrir yfirmenn fyrir-
tækja að starfsfólk þess skili full-
um afköstum. Til að ná sem
mestu út úr hverjum starfmanni
þarf andinn á vinnustaðnum að
vera góður og allir sáttir við stöðu
sína og hlutverk. Ýmislegt er
hægt að gera til að hlúa að starfs-
fólki og halda því ánægðu.
Nudd
Margir vinna líkamlega krefjandi
vinnu, meðal annars þeir sem
þurfa að standa eða sitja við tölvu
allan daginn. Gott er fyrir þetta
fólk að brjóta stundum upp vinnu-
daginn og komast í nudd, þó ekki
væri nema létt herðanudd. Vinnu-
staðurinn gæti til dæmis tekið þátt
í að niðurgreiða kostnað við nudd
eða jafnvel fengið nuddara til að
koma og nudda fólk við skrif borðið
á vinnutíma.
Góð tengsl
Þeir starfsmenn sem eru í góðum
tengslum við yfirmenn sína og
finna fyrir því að samstarfsfólki sé
umhugað um þá eru líklegri til að
líða betur í vinnunni. Það er auð-
velt fyrir yfirmenn að sýna fram á
þetta einfaldlega með því að spyrja
starfsfólk sitt hvernig það hefur
það. Flestir brosa og þykir vænt um
hlýhuginn sem býr að baki spurn-
ingunni. Aðrir grípa tækifærið og
létta af sér áhyggjum sem hafa
mögulega verið að plaga þá.
Verðlaun fyrir góð störf
Mikilvægt er fyrir starfsfólkið að
finna að verk þess séu metin að
verðleikum. Þegar vel hefur geng-
ið með ákveðið verk er tilvalið fyrir
yfirmenn að verðlauna starfsfólk-
ið á einhvern hátt. Þetta þurfa ekki
endilega að vera háar fjárhæðir.
Flestir verða ánægðir þegar stjór-
inn kemur til dæmis óvænt við í
bakaríi og kemur með köku með
kaffinu eða býður upp á einn kald-
an öl eftir vinnu á föstudegi.
Starfsfólkið mikilvægast
Starfsfólk er ein mikilvægasta auðlind hvers fyrirtækis og því mikilvægt að hlúa að
því. NORDIC PHOTO/GETTY
Guðmundur Sigurðsson ætti að vera Íslendingum vel kunnur eftir að hafa rekið
fyrirtækið Vogabæ í 27 ár. Vogabæ
seldi hann í ársbyrjun 2008. Í fram-
haldinu keyptu hann og sonur
hans Kerfi ehf. sem sérhæfir sig í
sölu og þjónustu rekstrar vara til
fyrirtækja. „Við seljum og leigjum
kaffi- og vatnsvélar í öllum stærð-
um og gerðum og þjónustum þær
með allt sem til þarf; vatnsbrúsa,
kolsýruhylki, fjölbreytt úrval af
kaffi og kaffibaunum auk þess að
lagfæra vélarnar ef eitthvað kemur
upp á,“ segir Guðmundur.
Leiga eða kaup?
Bæði er mögulegt að kaupa vélar hjá
Kerfi og leigja. Ef um leigu er að ræða
er undirritaður þjónustusamning-
ur þar sem upplýsingar um verð og
innifalda þjónustu koma fram. „Þá
er greitt ákveðið mánaðargjald sem
felur í sér leigu á vél og nauðsynlega
þjónustu við hana. Einnig er hægt
að bæta í samninginn annarri þjón-
ustu, svo sem kaupum á kaffi, glös-
um, pappír og fleiru.
Aðalsmerkið er skjót þjónusta
„Okkar meginmarkmið er að veita
skjóta og góða þjónustu. Ef hringt
er fyrir hádegi með erindi eða pönt-
un vegna vélar, þjónustum við hana
samdægurs. Við erum að keppa við
stóra aðila og teljum okkar veita betri
þjónustu. Það er okkar aðalsmerki.“
Kaffivélar fyrir veislur
Kerfi ehf. leigir einnig út til skamms
tíma sem er einkar hentugt fyrir ein-
staklinga sem eru að halda veislur
eða viðburði og vantar kaffivélar eða
annað til þess.
Allt fyrir reksturinn
Það er tímafrekt að kaupa rekstrar-
vörur á mörgum stöðum fyrir fyrir-
tæki. Með því að eiga viðskipti við
Kerfi ehf. leysist það á augabragði.
„Við erum með allt sem þarf. Hvort
sem það eru einnota glös, eldhús-
pappír, sápuskammtarar, mjólk,
prentarapappír, kakóduft eða hvað
sem er fyrir reksturinn, þá eigum
við það til.”
Öflug heimasíða
Á heimasíðu Kerfa ehf. er vefversl-
un með myndum og verði á öllum
vörum. Með einum smelli er hægt
að panta vörur sem svo eru sendar á
áfangastað. Sjá nánari upplýsingar
um Kerfi ehf. á www.kerfi.is.
Allt á einum stað
Kerfi ehf. selur rekstrarvörur og sérhæfir sig í þjónustu við önnur fyrirtæki.
„Markmiðið er að veita skjóta og góða þjónustu,“ segir Guðmundur Sigurðsson.
Það er tímafrekt að versla á mörgum stöðum. Hjá Kerfi ehf. fæst allt á einum stað.
MYND/VILHELM
Landsbjörg treystir
á Vodafone
Slysavarnafélagið Landsbjörg reiðir sig á
öruggt og víðtækt fjarskiptakerfi okkar.
Við einföldum hlutina með hagkvæmum og öruggum
lausnum fyrir félagasamtök og fyrirtæki.
Hafðu samband við Fyrirtækjaþjónustu Vodafone
í síma 599 9500 eða á firma@vodafone.is
Þín ánægja er okkar markmið