Fréttablaðið - 23.10.2012, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 23.10.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag FÓLK Tékkneska blaða manninum René Kujan var ákaft fagnað í Elliðaár dalnum í gær þegar hann lauk tæplega 1.300 kílómetra hlaupi sínu um hverfis landið á þrjátíu dögum. Kujan hljóp rúmlega maraþon á hverjum degi og er fyrsti maðurinn til að hlaupa hringinn í kringum Ísland. „Mér líður frekar vel, ég er hissa á hversu vel þetta gekk,“ sagði Kujan við komuna á sjötta tíman- um í gær eftir að hann faðmaði konu sína. Kujan lenti í bílslysi fyrir fimm árum og var sagt að hann yrði í hjólastól það sem eftir yrði. Annað hefur komið á daginn og ferðin nú var farin til að safna áheitum til styrktar fötluðu íþróttafólki á Íslandi og í Tékklandi. Hann hefur komið fimm sinnum til Íslands og finnst gott að hlaupa í kuldan- um. Stundum þótti honum samt nóg um. „Á Suðvest- urhorninu lenti ég í hræðilegu slagviðri og var átta tíma með maraþonið vegna mótvinds.“ Og er hann ekki þreyttur eftur þolraunina? „Jú, en ég held að ég fari nú samt aðeins út að hlaupa á morg- un, kannski bara sex eða sjö kílómetra.“ - sh LEIKLIST Nýtt leikverk um stöðu Evrópu í dag eftir Jón Atla Jónas- son verður frumsýnt í hinu þekkta leikhúsi Schaubühne í Berlín í mars. „Þetta er sýn- ing sem ég vinn með leikhús- fólki frá Grikk- landi og Spáni, þar sem ástand- ið er hvað verst í augna blikinu,“ segir Jón Atli. Verkið hefur enn ekki fengið nafn en leikstjóri er Falk Richter, einn virtasti leikstjóri og leik- skáld Þýskalands. Þetta verður annað frumsýnda verk Jóns Atla á skömmum tíma því Borgarleik- húsið sýnir í lok janúar leikritið Nóttin nærist á deginum. - fb / sjá síðu 34 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Þriðjudagur skoðun 14 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Fólk Vetrardekk 23. október 2012 249. tölublað 12. árgangur Kujan hljóp 30 maraþon á jafn- mörgum dögum30 EPLAVÖFFLURVöfflur eru góðar og vinsælar. Prófið að rífa tvö epli í vöffludeigið en við það fær vafflan mjög gott bragð. Þegar vafflan kemur úr járninu er gott að strá örlitlum kanil yfir hana. Berið fram með ís eða þeyttum rjóma og ferskum berjum. Vatteraðir jakkar - 14.500 kr. teg MEGAN í stærðum C,D,DD,E,F,FF,G,GG á kr. 8.680 Frábær „Push up“ Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.10-14 laugardaga Bláu húsin v/FaxafenSími 553 7355 • www.selena.is Aðhaldsundirföt ERFIÐ ÁKVÖRÐUNÁ endanum eru það ávallt aðstandendur sem þurfa að taka endanlega ákvörðun um hvort hinn látni verði líffæragjafi eða ekki. MYND/ANTON Þ að geta allir lent í því að þurfa á líffæri að halda, hvort sem það er út af alvarlegum sjúkdómi eða öðru. Flestir líta á það sem sjálfsagðan hlut og vilja þiggja líffæri. Staðan er hins vegar ekki alveg sú sama þegar kemur að því að gefa þau,“ segir Runólfur Páls-son, yfirlæknir nýrnalækninga á Land-spítalanum. Tvenns konar löggjöf viðgengst í heiminum gagnvart líffæragjöf í dag. „Á Vesturlöndum er svokallað ætlað sam- þykki algengast. Þá er gengið út frá því að allir verði sjálfkrafa líffæragjafar við andlát. Hin löggjöfin, sú sem er í gildi á Íslandi, gengur út frá upplýstu sam-þykki. Þá þarf skrifleg yfirlýsing, sem sjaldnast er til staðar, að liggja fyrirfrá hinum látna einungis þeir sem dáið hafa heiladauða. „Slík dauðsföll eru ekki algeng og oftast tilkomin vegna alvarlegrar heilablæð-ingar eða höfuðáverka, og ber vanalega brátt að. Líkamanum er þá hægt að halda gangandi með vélum í takmark-aðan tíma. Við slíkar aðstæður getur verið erfitt fyrir aðstandendur að taka ákvörðun um líffæragjöf og því mikil-vægt að vita hug hins látna áður. Á end- anum eru það ávallt aðstandendur sem þurfa að taka ákvörðun. Það getur því auðveldað þeim að taka hana sé búið að ræða líffæragjöf innan fjölskyldunnar áður. Það ætti að vera alveg sjálfsagt að ræða þessa hluti, jafnvel við unglingaÞetta er bara hluti af lífi LÍFFÆRAGJAFIR ÞARF AÐ RÆÐA OPINSKÁTT RÆÐUM SAMAN Runólfur Pálsson, nýrnalæknir á Landspítalanum, segir mikilvægt að fólk ræði um líffæragjöf við sína nánustu. Sjálfsagt sé að tala um þessa hluti, jafnvel við unglinga. Þetta sé hluti af lífinu. Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is Rafknúnirlyftihæginda LAGABREYTING VETRARDEKKÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 2012 Kynningarblað Loftbóludekk, heilsársdekk, Evrópumerkingar og endurvinnsla. Meira grip án na gl Hugurinn leitar heim Veigar Páll er orðinn þreyttur í Noregi og íhugar að koma heim. sport 30 „ Þ E T TA E R D Ú N D U R . “ LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu rannsakar mál er varðar grun um mansal á kín- verskum nuddstofum í borginni. Útlendingastofnun hefur einnig fengið málið inn á sitt borð. Kínversk kona að nafni Sun Fulan sendi bréf þess efnis í febrúar síðastliðnum að hún og fleiri Kínverjar hefðu verið ráðnir hingað til lands til að vinna á nudd- stofum í eigu konu að nafni Lína Jia og eiginmanns hennar, án þess að hafa verið greidd réttmæt laun. Konan sendi bréfið til Útlend- ingastofnunar, Sendiráðs Íslands í Kína, lögreglunnar og Félags Kín- verja á Íslandi. Hún er nú komin aftur til Kína eftir fjögurra ára dvöl hér á landi. Sun Fulan tilgreinir í bréfinu að ættingi konunnar, maður að nafni Li Nan, hafi verið læstur inni, vegabréfið hans tekið og honum bannað að hafa samband við umheiminn eftir að hann kom til landsins að vinna á nuddstofunni. „Ég trúi á réttlætið og lögin, ég bið íslensk yfirvöld um hjálp, um að farið verði eftir íslenskri vinnulöggjöf. […] Einnig vona ég að Li Nan sé bjargað og hann fái greidd laun,“ segir konan í bréfinu. Þar lýsir hún að henni hafi verið gert að vinna sleitulaust í 14 til 15 klukkustundir á dag á nudd- stofunni, bera út blöð og vinna við fasteignir víðs vegar um borgina sem hjónin höfðu keypt. Að sögn konunnar vann hún í fjögur ár á stofunni, frá 2008 til 2012, og fékk eina greiðslu, sem hljóðaði upp á 15.830 kínversk júan, eða um 315 þúsund krónur. Það gerir um 6.500 króna mánaðarlaun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem mál tengd Línu Jia hafa komið á borð lögreglu. Sýslumaðurinn í Kópavogi ákærði hana árið 2005 fyrir skjalafals sem fólst í að falsa undirskrift kínversks starfsmanns á ráðningarsamning. Hún slapp þá við ákæru vegna mansals þar sem slíkt verður að fela í sér einhvers konar nauðung samkvæmt lögum. Maðurinn sem um ræddi og hún hafði í vinnu kom til Íslands af fúsum og frjálsum vilja. Morgunblaðið birti viðtal við manninn ári síðar þar sem hann lýsti dvöl sinni á nuddstofunni hjá Línu eins og hann hefði verið í fangelsi. Hún var dæmd til að greiða honum fimm milljónir króna í vangoldin laun og vexti í janúar 2006, en hann hafði fengið rúmlega 8.000 krónur í mánaðarlaun. - sv Lögreglan með mansalsmál á nuddstofu til rannsóknar Lögreglan rannsakar mál kínverskrar konu sem sakar eiganda nuddstofu í borginni um mansal. Útlendinga- stofnun skoðar málið. Eigandinn var árið 2006 dæmdur til að greiða starfsmanni milljónir í vangoldin laun. Lína Jia neitar að hafa haft konuna í vinnu og segir hana ljúga. Í sam- tali við Fréttablaðið viðurkennir hún þó að þekkja hana og vill vita hvar hún sé niður komin í dag. Þegar hún var innt eftir afdrifum mannsins, Li Nan, sleit Lína símtalinu. Lína neitar Heillast af köfun Magdalena Dubik fiðluleikari smitaðist af kafarabakteríunni. popp 34 JÓN ATLI JÓNASSON Jón Atli Jónasson leikskáld: Nýtt verk um stöðu Evrópu Velkomin í nýja og glæsilega verslun Nýherja Nýherjablaðið fylgir blaðinu í dag. Sneisafullt af opnunartilboðum. Gott og vont Tónlistin í Il trovatore er framúrskarandi en leikgerðin ekki upp á marga fiska, skrifar Jónas Sen. menning 26 DÁLÍTIL ÉL N-TIL Í dag verður fremur hæg norðlæg átt ríkjandi, víðast 5-10 m/s. Dálítil él N-til en annars úrkomulítið og bjart syðra. Hiti 0-8 stig yfir daginn. VEÐUR 4 7 4 2 2 1 Sá fram á líf í hjólastól en hljóp í staðinn umhverfis Íslands til styrktar fötluðum: Ætlar aftur út að hlaupa í dag MARKINU NÁÐ Hópur fólks hljóp til móts við René Kujan seinni partinn í gær og fylgdi honum á leiðarenda. Meðal þeirra var sundkappinn og Ólympíufarinn Jón Margeir Sverrisson. Kujan sjálfur var himinlifandi þegar áfanganum var náð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.