Fréttablaðið - 23.10.2012, Blaðsíða 4
23. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR4
Með frétt um athugasemdir við breyt-
ingar á Hljómalindarreitnum í blaðinu
í gær birtist teikning af Brynju reitnum
svokallaða.
LEIÐRÉTT
DÓMSTÓLAR Átján ára unglings piltur
hefur verið dæmdur til 18 mánaða
fangelsisvistar fyrir líkamsárás,
frelsissviptingu og íkveikju. Tveir
aðrir, 25 og 24 ára, sem einnig voru
ákærðir, voru dæmdir til fjögurra
og sex mánaða skilorðsbundinnar
fangelsisvistar fyrir frelsissvipt-
ingu og umferðarlagabrot. Þeir
voru hins vegar sýknaðir af ákæru
um líkamsárás.
Pilturinn sem þyngstan dóm
hlaut var í október í fyrra dæmdur í
sex mánaða fangelsi fyrir aðild sína
í svokölluðu Black Pistons-máli. Í
því hlutu forsprakki samtakanna
og annar til þriggja og hálfs og
þriggja ára dóm fyrir að svipta
rúmlega tvítugan mann frelsi
sínu í maí 2011, misþyrma
honum hrottalega og reyna að
kúga út úr honum fé.
Árásin sem pilturinn og félagar
hans tveir hafa nú verið dæmdir
fyrir átti sér stað 15. janúar í fyrra,
en þá var sá yngsti á sautjánda
aldurs ári. Þeir eru í ákæru sagðir
hafa ráðist á mann í íbúð í Grafar-
vogi, veist að honum ítrekað með
spörkum í líkama hans og höfuð og
gert sig líklega til að henda honum
fram af svölum íbúðarinnar.
Manninn höfðu þeir svo með sér
út í bíl, en voru stöðvaðir af lög-
reglu á Gullinbrú. Vitni hafði séð til
þeirra veitast að manninum á úti-
stigagangi og hvar hann var „dreg-
inn í tökum“ út í bíl og ekið á brott
með hann. Vitnið hringdi á lögreglu
og gaf upp númerið á bílnum.
Pilturinn var einnig ákærður
fyrir að hafa hellt bensíni í og yfir
Átján ára í átján
mánaða fangelsi
Þrír voru ákærðir fyrir líkamsárás, hótanir og frelsissviptingu þegar þeir í
janúar í fyrra réðust á mann í Grafarvogi. Meðal annars bjuggust þeir til að
henda honum fram af svölum. Sá yngsti var einnig dæmdur fyrir íkveikju.
„Ákærði […] var á sautjánda ári þegar hann framdi brot sín. Honum hefur
verið refsað fimm sinnum til þessa. Hann var sakfelldur fyrir líkamsárás í
apríl 2010 og hefur verið refsað tvisvar sinnum fyrir umferðarlagabrot og
einu sinni fyrir fíkniefnabrot. Loks er þess að geta að hann var dæmdur í
sex mánaða óskilorðsbundið fangelsi í október í fyrra fyrir frelsissviptingu.
Refsingu ákærða nú ber að tiltaka sem hegningarauka við þann dóm. Þykir
hún hæfilega ákveðin fangelsi í 18 mánuði,“ segir í dómi Héraðsdóms
Reykjavíkur sem birtur var á vef Dómstólaráðs í gær. Sex mánaða fangelsis-
dóminn sem vísað er til hlaut pilturinn
fyrir aðild sína í svokölluðu Black
Pistons-máli þar sem Ríkharð Júlíus
Ríkharðsson var dæmdur í þriggja
og hálfs árs fangelsi og Davíð
Freyr Rúnarsson í þriggja ára
fangelsi fyrir hættu-
lega líkamsárás og
frelsissviptingu
sem talin var tengj-
ast uppgjöri innan
glæpasamtakanna
Black Pistons.
Úr dómi Héraðsdóms Reykjavíkur
bíl í Reykjanesbæ í fyrrasumar og
borið eld að. Eldurinn breiddist út
með þeim afleiðingum að bíllinn
brann, sem og bílskúrshurð og gafl
hússins sem hann stóð upp við.
Sá sem sex mánaða dóm hlaut
var einnig kærður fyrir að hafa
ekið bílnum frá vettvangi árás-
arinnar án ökuskírteins og undir
áhrifum amfetamíns. Hann var
sviptur ökurétti ævilangt.
Þá var þeim sem hlaut fjögurra
mánaða dóm gert að sök að hafa í
tvígang í byrjun síðasta árs ekið
bíl án réttinda og undir áhrifum
kannabisefna. Hann missti prófið
í tvö ár.
Mennirnir neituðu sök í aðal-
ákærunni sem sneri að árásinni
og frelsissviptingunni, en játuðu
önnur brot sem þeir voru ákærðir
fyrir. olikr@frettabladid.is
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
24°
20°
14°
10°
16°
18°
10°
10°
27°
16°
25°
19°
28°
7°
16°
18°
7°
MÁNUDAGUR
Á MORGUN
5-10 m/s.
FIMMTUDAGUR
3-8 m/s.
2
2
2
2
2
1
-1
7
7
4
8
8
3
3
3
3
7
3
3
4
5
6
3 -1
-1
4
4
-3
-3
-1
3
4
SVALT Á
NÆSTUNNI Veður-
útlitið er ágætt fyrir
næstu daga, vindur
yfi rleitt hægur og
úrkoma í lágmarki.
Hins vegar fer
heldur kólnandi og
má búast við stöku
éljum um norðan-
vert landið.
Elísabet
Margeirsdóttir
veður-
fréttamaður
FÉLAGSMÁL Kortlagning velferðar-
sviðs Reykjavíkurborgar á fjölda
og högum utangarðsfólks sýnir að
í Reykjavík teljast 112 karlar og 64
konur heimilislaus eða utangarðs.
Alls fylla þennan hóp 179 manns,
en í rannsókninni kemur ekki fram
kyn þriggja einstaklinga.
Fólkið er á öllum aldri. Yngsti
var 18 ára og sá elsti 75 ára. Flestir
voru á aldrinum 21 til 30 ára en
litlu færri á aldrinum 51 til 60
ára. Töluvert stór hópur telst hafa
verið heimilislaus eða utangarðs
í meira en tvö ár. Neysla áfengis
og annarra vímuefna skýrir neyð
langflestra af þessum 179 manna
hópi, bæði karla og kvenna. Þar
á eftir voru geðræn vandamál og
fjölmargir aðrir þættir taldir en í
mun minni mæli.
Í sambærilegri rannsókn 2009
var 121 einstaklingur sem taldist
til þessa hóps. Heildarfjöldi hefur
því aukist um 32,41% eða um
58 einstaklinga, en skýrsluhöf-
undar setja fyrirvara um ólíka
aðferðafræði við framkvæmd
rannsóknanna.
Flestir utangarðsmannanna eru
Íslendingar eða tæplega níu af
hverjum tíu. Af þeim sem voru af
erlendum uppruna voru langflestir
frá Póllandi eða tólf alls.
- shá
Ný rannsókn sýnir að utangarðsfólki í Reykjavík hafi fjölgað um 34 prósent:
Alls 179 utangarðs í Reykjavík
NÖTURLEGT Aðstæður þeirra sem eru
utangarðs eru oft slæmar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SAMGÖNGUR Icelandair var stund-
vísast allra evrópskra flugfélaga
sem eru í AEA, Evrópusambandi
flugfélaga, í alþjóðaflugi í sept-
ember.
Fram kemur í tilkynningu að
félagið hafi verið stundvísast
allra í flugi á lengri flugleiðum,
með 92,5 prósenta stundvísi,
sem og í flugi á styttri og meðal-
löngum leiðum með 93,9 prósenta
stundvísi. „Samanlagt er stund-
vísin því 93,5 prósent og er félagið
númer eitt af 25 alþjóðlegum flug-
félögum í þessari mælingu,“ segir
í tilkynningu. Í langflugi er Ice-
landair jafnframt í efsta sæti það
sem af er ári með 90,7 prósenta
stundvísi. - óká
Icelandair efst á lista AEA:
Stundvísasta
félag Evrópu
STUNDVÍSI Icelandair er sem stendur
stundvísasta millilandaflugfélag Evrópu.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
EVRÓPUMÁL Dr. Tonio Borg, utan-
ríkisráðherra Möltu, hefur verið
valinn til að koma í stað landa
síns, Johns Dalli, sem fram-
kvæmdastjóri heilbrigðis- og
neytendamála hjá ESB eftir að
sá síðarnefndi neyddist til að
segja af sér í síðustu viku vegna
tengsla við spillingarmál.
Dalli hefur borið af sér sakir
um að hafa tekið þátt í að biðja
sænskt fyrirtæki um mútur.
Talsmaður ESB sagði þó að í
ljósi málavaxta hafi Dalli ekki
verið sætt í stóli. - þj
Framkvæmdastjórn ESB:
Borg tekur við
af Dalli hjá ESB
RÚSSLAND Rússneski olíurisinn
Rosneft hefur samið um kaup á
helmingshlut breska olíurisans BP
í olíufyrirtækinu TNK-BP, sem er
eitt af stærstu olíufyrirtækjum
Rússlands. Rosneft kaupir jafn-
framt hinn helminginn í TNK-BP
af rússneskum auðkýfingum.
Vladimír Pútín Rússlandsfor-
seti hefur lýst ánægju sinni með
þessi viðskipti, enda verður Ros-
neft þar með eitt af stærstu olíu-
fyrirtækjum heims, en um leið
eignast BP nærri tuttugu prósenta
hlut í Rosneft. - gb
Rosneft kaupir af BP:
Olíurisi verður
enn þá stærri
ROSNEFT Rússneska olíufyrirtækið
verður eitt hið stærsta í heimi.
NORDICPHOTOS/AFP
Fái vatnshalla á sendiráðið
Bandaríska sendiráðið hefur óskað
eftir leyfi til að breyta þaki byggingar
sinnar á Laufásvegi þannig að á því
verði vatnshalli. Hækka þarf þakið um
60 sentímetra vegna þessa.
SKIPULAGSMÁL
Tveir mánuðir fyrir ræktun
24 ára Reykvíkingur fékk fyrir helgi
tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm
fyrir að rækta kannabis í Hafnarfirði.
Meðal annars voru 94 plöntur gerðar
upptækar.
DÓMSTÓLAR
DÓMSTÓLAR 32 ára maður með
sakaferil allt frá árinu 1997 hefur
verið dæmdur í hálfs árs fangelsi
fyrir að ganga í tvígang í skrokk
á þáverandi sambýliskonu sinni.
Fyrri árásin átti sér stað í nóvem-
ber 2010 og sú seinni í ágúst í
fyrra.
Konan gerði einnig kröfu um
1,5 milljónir króna í bætur, en
henni voru dæmdar 300 þúsund
krónur, með vöxtum. Dómurinn
yfir manninum, sem áður hefur
hlotið 10 dóma, var kveðinn upp í
Héraðsdómi Reykjavíkur. - óká
Fer í 6 mánaða fangelsi:
Gekk tvisvar í
skrokk á konu
GENGIÐ 22.10.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
223,2333
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
123,96 124,56
198,75 199,71
161,91 162,81
21,705 21,833
21,905 22,035
18,839 18,949
1,5525 1,5615
191,07 192,21
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is