Fréttablaðið - 23.10.2012, Blaðsíða 22
KYNNING − AUGLÝSINGVetrardekk ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 20122
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson, benediktj@365.is, s. 512-25432 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal.
Trukkadekk í tísku
Hjólbarða má endurnýta á ýmsan hátt og hafa dekk meðal annars verið nýtt
við gerð leiktækja fyrir börn um langan tíma. Þá hafa ónýtir hjólbarðar orðið
að efniviði í þakklæðningar og gólfefni þar sem gúmmíið er kurlað niður og
því blandað saman við bindiefni. Hjólbarðar nýtast þó ekki einungis í grófar
vörur, hönnuðir nýta einnig ónýta hjólbarða í tískuvarning.
Belti úr reiðhjóladekkjum.
Seðlaveski úr
hjólbarða-
gúmmíi.
Ug-sandalar
úr endurunnu
gúmmíi.
Taska frá Enjoy Karma. Hand-
fangið er úr gömlum hjólbarða.
Katcha Bilek hannaði
töskulínu úr hjólbörðum.
Skór frá Sole Rebels. Sólinn er unninn úr
reiðhjólaslöngum.
Taska frá Seal úr
endurunnum
hjólbarða-
slöngum.
Skór frá Seal.
Sólinn er úr
reiðhjóla-
dekkjum.
Elvis Presley var sérstakur aðdáandi Cadillac-bíla þótt hann ætti aðrar
tegundir líka. Þeir sem hafa heimsótt heimili hans, Grace land, hafa
væntanlega séð bleika Cadillac Fleetwood-bílinn með hvíta þakinu
sem hann gaf móður sinni að gjöf þann 7. júlí 1955, þótt hún æki ekki
sjálf. Þetta er líklega frægasti Cadillac í heimi og hefur verið nokkurs
konar tákn fyrir Elvis, enda var þetta uppáhaldsbíllinn hans. Bíll-
inn var í fyrstu blár með svörtu þaki, árgerð 1955 og er til sýnis á bíla-
safninu í Graceland ásamt nokkrum öðrum bílum Presley. Nágranni
Elvis málaði bílinn fyrir hann og er sá eini sem veit hvernig sú máln-
ingarblanda er. Liturinn var kallaður „Elvis Rose“. Bíllinn skemmdist
í árekstri í september 1955 og var svarta þakið þá málað hvítt. Elvis
eignaðist fleiri Cadiallac-bíla en þann bleika seldi hann aldrei. Til
eru myndir þar sem Elvis bónar bílinn en hann var alltaf gljá fægður
og fínn.
Í Graceland má einnig sjá einkaflugvél rokkkóngsins sem nefnd var
í höfuðið á dóttur hans, Lisu Marie. Elvis flutti til Graceland árið 1957
en nú er þar Elvis-safn sem dregur að sér aðdáendur Elvis um allan
heim.
Graceland var opnað fyrir almenningi í júní 1982 og er mest heim-
sótta einkaheimili í Ameríku með yfir 600 þúsund heimsóknir árlega
á eftir Hvíta húsinu og Biltmore Estate, heimili George Washington
Vanderbilt, sem er stærsta einkaheimili í Bandaríkjunum. Elvis lést á
heimili sínu 16. ágúst 1977. Við gröf hans í Graceland er ávallt mikill
fjöldi fallegra blóma sem aðdáendur koma með. Foreldrar hans, Gla-
dys og Vernon Presley, hvíla þar og sömuleiðis tvíburabróðir Elvis,
Jesse Garon sem fæddist andvana.
Frægasti bíllinn
í Graceland
Elvis Presley átti mikið safn fallegra bíla. Bleikur
Cadillac var þó honum kærastur og var aldrei seldur.
Bleiki bílinn sem í dag er nokkurs konar tákn fyrir Elvis Presley.
DEKKIN VERÐA LEIKTÆKI
Gömul dekk nýtast ágætilega sem leiktæki fyrir börn. Hægt er að
mála dekkin í glaðlegum litum, setja í þau sterka kaðla og skrúfur, og
hengja þau upp sem rólur. Rólurnar geta bæði verið lóðréttar og þá
skemmtilegt að standa í þeim, eða láréttar eins og sæti. Á síðunni www.
frontierswings.com má sjá nokkrar útfærslur af dekkjarólum. Hægt er að
hafa tvö dekk hangandi en þá stendur barnið ofan á öðru en hitt liggur
undir handarkrikum. Sú gerð er kölluð twister. Fyrirtækið Frontier Swings
selur margvíslegar útfærslur af dekkjarólum, meðal annars eina tegund
sem er eins og hestur.
Borgardekk