Fréttablaðið - 23.10.2012, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 23.10.2012, Blaðsíða 29
| FÓLK | 3HEILSA D-VÍTAMÍN Í VETRARBYRJUN ■ HOLLT Þegar vetur gengur í garð finna margir fyrir orkuleysi. Suma þeirra sem þjást af þreytu skortir D-vítamín eða sólskins- vítamínið. Lítil birta getur verið orsakavaldur en við fáum 90% D-vítamíns með sólarljósi. Það er því afar mikilvægt að nota birtuna á meðan hún varir og fara í göngutúr. Um þetta hefur verið mikið fjallað að undan- förnu og fólk því orðið með- vitað um að gott sé að taka inn D-vítamín. Hins vegar eru færri sem gera sér grein fyrir að mataræðið skiptir einnig máli. Fiskur ætti til dæmis að vera oftar á borðum. Fæðutegundir sem eru ríkar af D-vítamíni eru egg, mjólk, lifur, smjör og fiskur. Lax er til dæmis sérstak- lega ríkur af D-vítamíni auk þess að vera góður matur. Hér er einföld uppskrift að grilluðum laxi með mintusósu fyrir fjóra. 600 g laxaflak 1 tsk. salt 2 msk. tandoori-krydd 1 msk. olía Saltið flakið klukkustund áður en það er eldað. Þerrið það síðan og nuddið með tandoori- kryddinu. Penslið fiskinn síðan með olíu. Leggið flakið á heita grillpönnu, roðmegin, og steikið þar til liturinn breytist á fisk- inum. Snúið þá við og steikið örstutta stund á kjöthliðinni. Mintusósa 1 dós hrein jógúrt 2 msk. fínt söxuð minta Salt og pipar Blandið mintunni saman við jóg- úrtina og bragðbætið með salti og pipar. Gott er að gera þetta fyrir fram þannig að sósan nái að brjóta sig. Berið laxinn fram með mintu- sósu og góðu salati. ■ LYGARAR Samkvæmt netkönnun sem framkvæmd var í Bretlandi, sem eitt þúsund konur svör- uðu, viðurkenndu nærri 40% að hafa logið til um að vera á blæðingum til að losna undan kynlífi. Höfuðverkur er algeng- asta lygin í svefnherberginu en konurnar notuðu blæðingar einnig oft sem afsökun til að segja nei við bónda sinn. Blæð- ingar eru einnig notaðar sem afsökun til að losna undan leikfimi eða öðrum íþróttum. Um 20% nota blæðingar sem afsökun fyrir því að vera í vondu skapi eða til að liggja í leti. Konurnar fundu ekki fyrir sam- viskubiti vegna þessara lyga. VINSÆL AFSÖKUN Engiferjurtin hefur bæði verið notuð sem fyrirbyggjandi vörn og lækning við hinum ýmsu kvillum svo sem höfuðverk, hálsbólgu, hósta, magakveisu og svona mætti lengi telja. Margir hafa nú þegar nælt sér í einhverjar haustpestir og því ekki vanþörf á að birta hér uppskrift að góðu engifertei sem vonandi getur linað einhverjar kvalir. 4 til 6 þunnt skornar sneiðar af hráum engifer 1 1/2 til 2 bollar vatn Safi úr 1/2 lime 1 til 2 tsk. hunang Sjóðið engifer í vatni í tíu mínútur. Því lengur sem soðið er þeim mun sterkara verður teið. Takið af hitanum og bætið lime-safa og hunangi við. Njótið. ENGIFER VIÐ KVILLUM Í meira en tvö þúsund ár hefur verið mælt með notkun engifers í austurlenskum lækningafræðum. BJÓÐIÐ BAKTERÍ- UNUM BYRGINN Engiferdrykkir eru góðir við kvefi og hvers kyns kvillum. NORDIC PHOTO/GETTY Hvað getur NutriLenk gert fyrir þig? Liður með slitnum brjóskvef Heilbrigður liður NÁTTÚRULEGT FYRIR LIÐINA Verkjalaus og svaf eins og engill Á einhverjum tímapunkti ákvað ég að hætta að taka inn NutriLenk, mér leið svo vel - verkjalaus og svaf allar nætur eins og engill en eftir nokkra daga fann ég fyrir gamalkunnum verkjum og var ég fljót að byrja aftur að taka inn NutriLenk. Nú tek ég NutriLenk Gold að staðaldri, 3 töflur á dag eða fleiri – því þar sem mér finnst gaman af allri útiveru og fer til dæmis í golf, göngur og sund þá þarf ég að “hlusta” á líkamann og taka fleiri töflur þá daga sem ég er í meiri hreyfingu – allt upp í 5 töflur á dag. Nutrilenk Gold hefur reynst mér hin besta heilsubót og undravert hversu vel það virkaði eftir aðgerðina. Frábært að hægt sé að endurbæta liðheilsuna með náttúrulegu efni og get ég svo sannarlega mælt með Nutrilenk Gold. Anna K Ágústsdóttir Endurheimt liðheilsa og laus við lyfin! Fyrir 3 árum gekkst ég undir liðskiptaaðgerð á mjöðm, hafði ég þurft að taka inn gigtarlyf í 5 ár þar á undan vegna slitgigtar í báðum mjöð- mum og hálsliðum. Eftir aðgerðina var ég í tiltölulega stuttan tíma á sterkum verkjalyfjum því ég byrjaði meðfram þeim að taka inn Nutrilenk og fann ég fljótt fyrir mun betri líðan. NutriLenk er fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum, Fræinu Fjarðarkaupum, Hagkaup, Krónunni, Þín verslun Seljabraut og Vöruvali Vestmanneyjum NUTRILENK NÁTTÚRLEGT BYGGINGAREFNI FYRIR BRJÓSKVEFINN Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is Við mikið álag og með árunum getur brjósk- vefurinn rýrnað sem veldur því að liðirnir slitna. Þetta er náttúrulegt ferli. Mjög margir finna fyrir miklum óþægindum þegar beinin byrja að núast saman, sérstaklega í liðamótum eins og í mjöðmum, hryggjar og hnjáliðum. Þess vegna er allt til vinnandi að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt. Náttúrulegt byggingarefni fyrir liðbrjóskið og beinin NutriLenk inniheldur náttúrulegt byggingarefni fyrir brjóskvefinn og er mjög góður valkostur fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski. Unnið úr sérvöldum fiskibeinum úr hafinu sem hefur sýnt fram á að vera fyrsta flokks byggingarefni til að styðja við brjóskvefinn og viðhalda honum. NutriLenk hefur hjálpað fjölmörgu fólki. NutriLenk er 100% náttúruleg vara sem er mjög gagnleg þeim sem þjást af brjóskvefsrýrnun. Prófið sjálf-upplifið breytinguna!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.