Fréttablaðið - 23.10.2012, Blaðsíða 41
ÞRIÐJUDAGUR 23. október 2012 29
Halle Berry segist hafa staðið sig
illa í vali á fyrri kærustum sínum
en að hún hafi vandað sig við
valið á Olivier Martinez. Þetta
segir hún í viðtali við New York
Times.
„Ætli Guð hafi ekki viljað bæta
smá spennu í líf mitt. Kannski
hugsaði hann með sér: „Þessi
stúlka getur ekki fengið allt! Ég
læt hana fá ónýtan „veljara“. En
hann er kominn í lag núna,“ sagði
Berry sem á nokkur litrík og
erfið sambönd að baki.
Hún trúlofaðist nýverið
franska leikaranum Olivier
Martinez og á í forræðisbaráttu
við barnsföður sinn, fyrirsætuna
Gabriel Aubry.
Valdi illa
Sir Paul McCartney hefur bæst í
hóp þeirra sem berjast gegn því
að sjávarskjaldbökur verði not-
aðar til manneldis.
Dýraverndunarsamtökin WSPA
hafa komist að því að á Cayman-
eyjum sé starfrækt síðasta mann-
eldisstöðin í heiminum fyrir
sjávar skjaldbökur. Dýrin munu
vera í útrýmingarhættu og því
hefur Bítillinn fyrrverandi lagt
lóð sitt á vogar skálarnar í bar-
áttunni þeim til bjargar. „Það
er ekkert mannúðlegt við þessa
starfsemi. Styðjið WSPA í bar-
áttunni við að stöðva viðskipti
með sjávarskjaldbökur,“ skrifaði
McCartney á vefsíðu sína.
Hjálpar
skjaldbökum
BÍTILL Paul McCartney vill bjarga sjávar-
skjaldbökum. NORDICPHOTOS/GETTY
Tónlist ★★★ ★★
Yagya
The Inescapable Decay Of My
Heart
Kilk Records
Yagya er eitt af listamanns nöfnum
Aðalsteins Guðmundssonar. Hann
er einn af stóru strákunum í
íslenskri raftónlist og hefur einnig
sent frá sér efni undir nöfnunum
Plastic og Tree. Að auki var hann
annar helmingur dúósins Sana-
sol ásamt Þórhalli í Thule. The
Inescapable Decay of My Heart er
fjórða plata Yagya í fullri lengd.
Fyrst kom hin frábæra Rhythm of
Snow árið 2002, Will I Dream Dur-
ing The Process? kom 2006 og svo
Rigning 2009. Þrjár fyrstu plötur
Yagya voru allar án söngs og höfðu
að geyma mjög flotta blöndu af
teknói, döbbi og sveimtónlist.
Allar plötur Yagya hafa komið
út á vegum erlendra plötufyrir-
tækja. Nýja platan er engin
undan tekning, en hún er gefin út
af japönsku útgáfunni Kilk. Þetta
er tvöföld plata, a.m.k. fyrsta upp-
lag. Á fyrri disknum syngja ýmsir
söngkraftar lögin, en á þeim
seinni eru sömu lög án söngs. Á
meðal söngvaranna eru Elísabet
Eyþórsdóttir, Ellen Kristjáns, Est-
her Talía og Aðalsteinn sjálfur.
The Inescapable Decay Of My
Heart er að mörgu leyti mjög
vel heppnuð plata. Hljómurinn á
henni er óaðfinnanlegur, söngv-
ararnir standa sig ágætlega og
umslagið er glæsilegt. Laga-
smíðarnar og textarnir eru líka
fínir. Ég verð samt að viðurkenna
að ég varð fyrir smá vonbrigð-
um. Þessi silkimjúka og áferðar-
fallega sungna rafpopptónlist sem
einkennir plötuna minnir aðeins
of mikið á margar þeirra sveita
sem voru áberandi í trip-hop-
og downtempo-tónlistinni um og
eftir síðustu aldamót. Mér fannst
Yagya betri einn og óstuddur og
án söngs.
Á heildina litið er The Inesca-
pable Decay Of My Heart mjög
vel unnin plata. Það er jákvætt að
prófa nýja hluti, en þessi tónlist er
ekki jafn sérstök og snertir mann
ekki jafn djúpt og tónlistin á fyrri
plötunum.
Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Ljúft og áferðarfallegt
rafpopp en ekki sérstaklega frumlegt.
Ljúft og áferðarfallegt rafpopp frá Yagya
VALDI ILLA
Hally Berry
segist
hafa verið
óheppin
með valið
á fyrri
kærasta
sínum.
Indverjum duga ekki færri en fimm dagar til að halda upp á hátíð ljóssins,
Diwali, sem nú á hug þeirra og hjörtu. Við hjá Austur-Indíafjelaginu viljum færa
örlitla birtu inn í byrjun vetrar og bjóðum því upp á sérstakan fimm rétta Diwali-
hátíðarmatseðil frá og með 18. október til 18. nóvember á afar góðu verði:
4.990 kr. virka daga og 5.990 kr. á föstudögum og laugardögum.
Borðapantanir í síma 552 1630.
Hverfisgata 56, 101 Reykjavík
Sími: 552 1630
www.austurindia.is
Opið:
sun.-fim. 18:00 - 22:00
fös. og lau. 18:00 - 23:00
DIWALI – HÁTÍÐ LJÓSSINS
á Austur-Indíafjelaginu
FORRÉTTUR
Anarkali Machhli
Léttkryddaðar laxabollur með lauk, hvítlauk,
chillíi, kúmmíni og ferskum kóríander
AÐALRÉTTIR
Shikandari Gosht
Safaríkt lambafillet, marínerað í ferskri
myntu, tómatmauki, chillíi, fennelfræjum,
kúmmíni og kewra-vatni
og
Murgh Rajasthani
Maríneraðar kjúklingalundir með engiferi,
hvítlauk, kúmmíni, kardimommum,
negul og hvítum pipar.
Uppáhald frá eyðimörkinni í Rajasthan
og
Hyderabadi do Piaza
Blómkál og brokkolí eldað með tómatmauki,
lauk, chillíi, kóríander og túrmeriki
MEÐLÆTI
Raitha
Heimalöguð jógúrtsósa með
gúrkum og kryddblöndu
og
Basmati-hrísgrjón
og
Naan-brauð
Garlic Naan með hvítlauk,
Masala Kulcha með kúmeni, lauk
og kóríander
EFTIRRÉTTUR
Mango Kulfi
Indverskur eftirréttur
DIWALI
hátíðarmatseðill
4.990 kr.
5.990 kr. (fös.-lau.)
Chandrika Gunnarsson hjá
Austur-Indíafélaginu býður gesti
velkomna á Diwali, hátíð ljóssins.