Fréttablaðið - 23.10.2012, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 23.10.2012, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 23. október 2012 15 Fullorðnir og ADHD Eina lífsvon alþingismanna Grundvöllur að öllu mannlegu samstarfi og samskiptum er traust, hvort heldur er í fjölskyldu og hjónabandi, fyrirtæki, stofn- unum eða samfélaginu sjálfu. Í samfélaginu er mikilsverðast af öllu að almenningur geti borið traust til grundvallarstofnana ríkisins; Alþingis, framkvæmd- arvaldsins og dómstólanna. Þessu er því miður ekki að heilsa í íslenska þjóðfélaginu nú, þjóðfélagi sem státar sig af því að eiga elsta löggjafarþing í Evrópu og kom þegar á þjóðveldisöld á fót fullkomnara dómskerfi en nokk- urt annað land í heiminum. Fram- kvæmdarvald var að vísu ekki til og eini embættismaður ríkisins var lögsögumaðurinn, sem „sagði upp lögin“ og var í raun lifandi stjórnarskrá þjóðveldisins. Frá stofnun lýðveldis hefur átt að endurskoða stjórnarskrána frá 1944, sem að meginstofni er þýðing á DANMARKS RIGES GRUNDLOV af 5. Juni 1915 med Ændringer af 10. September 1920. Við hrunið 2008, sem á sér enga hliðstæðu í 65 ára sögu lýðveld- isins, töldu margir að nú væri tími kominn til að endurskoða stjórnarskrána, ekki vegna þess að „danska“ stjórnarskráin væri orsök hrunsins, heldur til að marka nýja stefnu – móta nýtt Ísland – eftir að í ljós kom glæp- samleg spilling í efnahagslífi og stjórnmálum landsins, spilling sem á sér enga hliðstæðu með nágrannaþjóðum okkar á Norður- löndum. Sundurlyndi stjórnmálaflokka, sem eru sjálfum sér sundurþykk- ir, og augljós fyrirlitning stjórn- málamanna – svo ekki sé sagt hatur þeirra hver á öðrum – hefur kynt ófriðarbál sem enn brennur með þjóðinni og hefur tafið end- urbætur á stjórnkerfi landsins. Enn ríkir sundrung í þjóð- félaginu, tortryggni, reiði og vonbrigði. Frumstæð umræða á opinberum vettvangi – ekki síst frumstæð og ómálefnaleg umræða á Alþingi – gerir þinginu ókleift að ráða fram úr aðkallandi verkefnum. Með nýrri stjórnarskrá – nýjum þjóðarsáttmála – má vænta þess að unnt verði að auka ábyrgð stjórnvalda, tryggja raun- verulega þrískiptingu valds og endurreisa traust almennings á Alþingi, ríkisstjórn og dómstól- um. Þetta er eina von alþingis- manna sem þeim gefst um lang- an tíma að efla traust almennings á Alþingi. Óskandi er að alþing- ismenn þekki sinn vitjunartíma, hætti að rífast og vindi sér í að ganga frá frumvarpi að nýrri stjórnarskrá fyrir nýtt Ísland sem borin yrði undir atkvæði við alþingiskosningar næsta vor. Töluverð umræða hefur mynd-ast um þessa greiningu hjá fullorðnum eftir að nýtt fjárlaga- frumvarp leit dagsins ljós, en þar kom fram að greiðsluþátttöku í slíkum lyfjum yrði hætt hjá full- orðnum. Þetta hefur nú verið leið- rétt og dregið til baka, voru þetta víst mistök í fyrstu útgáfu frum- varpsins. Ekki liggur þó endan- lega fyrir hvernig greiðslum verður háttað. Það hefur komið fram að þessi lyf eru dýr og einnig að Íslendingar virðist nota meira af þeim en aðrir, en alþjóðaráð Sameinuðu þjóðanna gagnrýndi Íslendinga árið 2011 vegna mikillar notkunar Rítalíns. Ljóst er að það hefur orðið sprenging í greiningu og með- ferð fullorðinna á undanförnum árum á sama tíma og við höfum orðið meðvitaðri um sjúkdóm- inn og einkenni hans. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum Emb- ættis landlæknis frá því í mars 2012 kemur fram að greining slíks sjúkdóms skuli fara fram í þverfaglegu teymi fagfólks og að skimað sé fyrir einkennum með matskvörðum. Þá segir orðrétt: „Ef skimun sýnir fram á haml- andi einkenni vegna athyglis- vandamála, ofvirkni eða hvat- vísi er best að vísa málinu áfram til fagaðila sem hefur kunn- áttu í greiningu fullorðinna með ADHD.“ Mikilvægt er að afla gagna frá fleirum en einstaklingnum sjálf- um til að fá sem gleggsta mynd af vanda viðkomandi og er það gert í greiningarferlinu. Hjá full- orðnum er verið að skoða hvort viðkomandi hafi haft hamlandi einkenni frá 16 ára aldri og að þau einkenni séu til staðar í fleiri en tveimur aðstæðum eins og til dæmis við vinnu, skóla, virkni í samfélaginu og fleiri. Þá er sér- staklega skoðað hvort aðrar geð- raskanir geti skýrt einkennin, en þekkt er að ýmsir slíkir sjúk- dómar geta haft áhrif á einbeit- ingu og hegðan og má þar nefna sem dæmi þunglyndis-, kvíða- og persónuleikaraskanir. Þó má aldrei gleyma því að virkir geð- sjúkdómar og athyglisbrests- og/ eða ofvirkniröskun geta farið saman. Umræða um fíkniheilkenni tengt ADHD hefur verið tals- verð og misnotkun metýlfenídat- lyfja er vel þekkt, en þó verður að forðast að setja í sama flokk þá sem misnota lyfin og eru jafnvel án greiningar og hina sem nauð- synlega þurfa á þeim að halda, en slík hefur oft verið raunin og eru dæmi þess að sjúklingar hafi hætt notkun lyfja vegna umræð- unnar. Það þýðir þó ekki að við eigum að slaka á kröfum og eftir- liti meðferðar, þvert á móti þurf- um við að auka þær en jafnframt koma til móts við þá sem þurfa slíka meðferð. Fordómar gagnast afar lítið en verða oft ofan á því miður. Það er þó vel þekkt að í hópi sprautu- fíkla virðast þeir sem misnota Rítalín vera í örustum vexti en fram kom hjá SÁÁ að tæplega 60% þeirra sem sprauta sig með örvandi efnum eru að nota metýl- fenídat eða Rítalín. Önnur lyf sem síður er hægt að misnota en sýna viðlíka virkni hjá þeim sem eru með ADHD hafa verið tals- vert í umræðunni einnig en það eru Concerta og Strattera sem hafa gefið góða raun. Þegar greiningu er lokið eru ýmsir möguleikar á meðferð þó einna algengast sé að nota lyf. Þótt klínísk virkni þeirra hafi verið staðfest í rannsóknum er mikilvægt að sálfræðimeðferð og fræðslu sé beitt markvisst og að einstaklingnum sé hjálpað með einkenni sín. Þar er fyrst og fremst atferlismótandi og hugrænum aðferðum beitt með ágætum árangri bæði í einstak- lings- sem og hópameðferð. Þeim einstaklingum sem fá rétta grein- ingu og meðferð vegnar almennt vel og geta stundað sína vinnu eða nám án teljandi vandamála og því er mikilvægt að styðja vel við bakið á þeim hópi fólks og ekki láta fordóma og umræðu á villigötum hamla því að það fái aðstoð. Þeim einstaklingum sem fá rétta grein- ingu og meðferð vegnar almennt vel og geta stundað sína vinnu eða nám án teljandi vandamála … Ný stjórnarskrá Tryggvi Gíslason fv. skólameistari Teitur Guðmundsson læknir HEILSA Þetta er eina von alþingismanna sem þeim gefst um langan tíma að efla traust almennings á Alþingi. Hausverkur tveggja ráðherra Nú er ég hræddur um að ráðherrar fjár- og vel- ferðarmála séu með dynjandi hausverk. Föstudaginn 12.10.12 sendi ég stutta ádrepu þar sem spurt var hvort ætlunin væri að berja höfðinu áfram við steininn og halda til streitu orðalagi í skýringartexta við fjárlagalið 08-206 í Fjárlögum 2013. Þegar þetta er skrifað hafa engin svör borist. Fyrir þá sem ekki vita þá fylgir nýjum fjárlögum skýr- ingartexti þar sem sagt er berum orðum að hætta eigi með öllu niðurgreiðslu til full- orðinna vegna ákveðinnar tegundar af ADHD-lyfjum. Velferðarráðuneytið þykist reyndar draga í land en stend- ur þó fast á að þennan lið fjár- laga skuli lækka um allt að 220 milljónir. Gallinn við skýringartexta fjárlaga og annan rökstuðning frá ráðuneytunum er að flest gögn sem vísað er til segja allt aðra sögu. Í þeim kemur skýrt fram að þó mögulega megi spara um 200 milljón- ir með endurbótum á lyfja- ávísunarkerfi lækna þá megi slíkar aðgerðir alls ekki bitna á meðferð til þeirra er á þurfa að halda. Enda hafi meðferðin sem slík fyrir löngu sannað gildi sitt fyrir alla aldurshópa. Í raun bendir allt til að lík- lega megi ná þessum niður- skurði fram með endurbótum á lyfseðlakerfinu einu og sér, enda væri þá horft til allra eft- irritunarskyldra lyfja og mis- notkunar fíkla á þeim. En nú sem fyrr virðast Guð- bjartur Hannesson og Katrín Júlíusdóttir ætli að þverskall- ast við ábendingum, rétt eins og bergrisar í þvermóðsku- kasti sem berja höfðinu við stein frekar en að játa sök. Í skjóli óheppilegs orðalags skal haldið ótrautt áfram, sama hverjir og hversu margir liggja í valnum. Ef ekki tekst að telja ykkur hughvarf ítreka ég hér með þá ósk að þið svarið skrifum mínum og annarra hvað þetta málefni varðar og færið hald- bær rök fyrir afstöðu ykkar. Sem fyrr er ónákvæmt orðalag afþakkað. Heilbrigðismál Vilhjálmur Hjálmarsson einstaklingur með ADHD En nú sem fyrr virðast Guð- bjartur Hannesson og Katrín Júlíusdóttir ætla að þverskallast við ábendingum … Hours: Monday, Tuesday, Wednesday, Friday, 17:30 – 21:50 Registration@ : rektorinn@gmail.com Please send your full name, ID-no and mobile number Course in English for Icelandic Commercial driving licence Duration 24 Oktober 2012

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.