Fréttablaðið - 23.10.2012, Blaðsíða 27
KYNNING − AUGLÝSING Vetrardekk23. OKTÓBER 2012 ÞRIÐJUDAGUR 7
Dekkjahöllin er fjölskyldufyrir-tæki sem hefur vaxið jafnt og þétt frá því það var stofnað á
Akureyri fyrir um þrjátíu árum. Allt
frá upphafi hefur verið lögð áhersla
á snögga og persónulega þjón-
ustu og í dag er boðið upp á mikið
úrval dekkja frá yfirburðafram-
leiðendum á borð við Yokohama,
Marangoni, Cooper og fleiri. Með
beinum innflutningi og hagstæðum
samningum næst sérstaða er varðar
verð lagningu.
„Við leggjum áherslu á að bjóða
betri dekk á lægra verði,“ segir Elín
Dögg Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri
Dekkjahallarinnar og jafnframt
dóttir stofnanda fyrirtækisins. „Í
kjölfar kreppunnar hafa kröfur við-
skiptavina aukist, þ.e. þeir vilja meiri
gæði á betra verði og við höfum notið
góðs af því. Við verðum líka vör við
að fólk vill í enn meiri mæli skipta
við fjölskyldurekin fyrirtæki. Það
skiptir jafnframt máli að við höfum
verið fjárhagslega ábyrg, ekki skipt
um kennitölu eða fengið aðra hjálp.“
Keppast við að stytta biðtíma við-
skiptavina
Hjá Dekkjahöllinni starfa um 35-40
manns að jafnaði en á álags tímum
er fleirum bætt við til að auka af-
köst og þjónusta viðskiptavini eins
f ljótt og auðið er. „Það tekur að
jafnaði ekki nema 5-15 mínútur að
skipta um dekk á bíl. Við leggjum
upp úr að vera með vel þjálfaða og
reynslumikla starfsmenn, sem eru
sérfræðingar í sínu fagi og snöggir
til verka,“ segir Elín og bætir síðan
brosandi við: „Við erum líka lánsöm
með starfsandann hjá okkur því að
starfsfólkið veigrar sér ekkert við að
flytja á milli landshluta þegar álagið
breytist. Oftast kemur snjórinn fyrst
á Norður- eða Austurlandi og síðast
í Reykjavík. Á skrifstofunni eru svo
fimm konur og við látum okkar
ekki eftir liggja, heldur aðstoðum
í salnum og afgreiðslu þegar þörf
krefur. “
Viðskiptavinir geta nálgast ráð-
leggingar og verðtilboð með því að
koma á staðinn, hringja eða senda
inn fyrirspurn í gegnum vefinn:
www.dekkjahollin.is. Mikilvægt er
að allir hugi að vetrardekkjunum
sem fyrst, því dekkin eru mikilvægt
öryggistæki.
Dekkjahöllin, nú líka í Skútuvogi 12
Dekkjahöllin hefur bætt þjónustu við viðskiptavini sína og opnað nýja og fullkomna hjólbarðaþjónustustöð í Skútuvogi 12 (næsta hús
við Blómaval). Stutt er síðan Dekkjahöllin opnaði fyrst í Reykjavík en viðtökurnar hafa verið frábærar og því var ráðist í að opna
aðra stöð í Reykjavík og bæta þar með enn frekar þjónustuna.
Hjá Dekkjahöllinni er keppst við að stytta biðtíma viðskiptavina. MYND/DEKKJAHÖLLIN
Elín Dögg Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri Dekkjahallarinnar. MYND/DEKKJAHÖLLIN
Húsasmiðjan
Blómaval
Við erum
hér