Fréttablaðið - 23.10.2012, Blaðsíða 34
23. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR22
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
timamot@frettabladid.is
33
Okkar ástkæra,
SIGRÍÐUR JÚLÍUSDÓTTIR
lést þriðjudaginn 2. október sl. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum auðsýnda samúð.
Aðstandendur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
SOFFÍA JÓNSDÓTTIR
áður til heimilis að Sævangi 15,
Hafnarfirði,
andaðist á Sólvangi 18. október.
Útför hennar verður auglýst síðar.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SVEINBJÖRN JÓHANNESSON
Heiðarbæ í Þingvallasveit,
lést föstudaginn 19. október.
Steinunn E. Guðmundsdóttir
Margrét Sveinbjörnsdóttir Auðunn Arnórsson
Jóhannes Sveinbjörnsson Ólöf Björg Einarsdóttir
Helga Sveinbjörnsdóttir Guðmundur Helgi Vigfússon
Kolbeinn Sveinbjörnsson Borghildur Guðmundsdóttir
og barnabörn.
Móðir okkar,
KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR KAABER
menntaskólakennari,
sem lést 16. október, verður jarðsungin
frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn
25. október kl. 11.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Svanhildur Kaaber
Lúðvík Kaaber
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
GUÐLAUG OTTÓSDÓTTIR
Laugarnesvegi 87,
Reykjavík,
andaðist að morgni mánudagsins
22. október. Útförin verður auglýst síðar.
Guðjón Eyjólfsson
Eyjólfur Guðjónsson
Ottó Guðjónsson Guðbjörg Sigurðardóttir
Karólína Guðjónsdóttir
Áslaug Guðjónsdóttir Steinþór Pálsson
Gunnar Guðjónsson Marta Svavarsdóttir
og barnabörn.
Merkisatburðir
1728 Brunanum mikla í Kaupmannahöfn slotar en þá er
brunninn um þriðjungur borgarinnar.
1938 Samband íslenskra berklasjúklinga, SÍBS, er stofnað.
1955 Stytta af Héðni Valdimarssyni reist við verkamannabú-
staðina við Hringbraut í Reykjavík.
1956 Uppreisnin í Ungverjalandi hefst með mótmælum
námsmanna í Tækniháskólanum í Búdapest.
1958 Bandalag háskólamanna, BHM, er stofnað.
1976 Alexandersflugvöllur er tekinn í notkun á Sauðárkróki.
Hann er nefndur eftir prófessor Alexander Jóhannessyni,
sem var frumkvöðull í flugmálum. Þar er þá lengsta flugbraut
á Íslandi utan Keflavíkurflugvallar.
2002 Numið er úr gildi sérákvæði í stjórnarskrá Ítalíu um að
afkomendum Úmbertós 2., síðasta konungs Ítalíu, í beinan
karllegg sé bannað að stíga fæti á ítalska grund.
„Ég fékk striga, pensla og málningu í
10 ára afmælisgjöf frá systur minni.
Það var svo daginn eftir afmælið,
16. september 2007, að ég byrjaði að
mála fyrir alvöru og hef ekki stoppað
síðan,“ segir Sigurður Sævar Magn-
úsarson myndlistarmaður.
Sigurður Sævar tekur þátt í sýn-
ingu Félags frístundamálara sem
opnar í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.
Hann er yngstur í hópi þeirra fjöru-
tíu fjölbreyttu frístundamálara sem
sýna verk sín þar, en elsti þátttak-
andinn er 90 ára. „Ég verð alls ekkert
var við það að ég sé yngri en flestir
í þessum heimi,“ segir hann, en ver-
andi aðeins 15 ára gamall er hann vel
undir meðalaldri myndlistarmanna.
Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem
Sigurður Sævar setur upp sýningu
á verkum sínum þó þetta sé í fyrsta
skipti sem hann tekur þátt í sýningu
á vegum Félags frístundamálara.
Fyrsta sýningin hans var á Menn-
ingarnótt 2011 þegar hann sýndi í
garðskála Höfðatorgs í samstarfi
við Simma og Jóa, eigendur Íslensku
hamborgara fabrikkunnar. Þar eftir
fylgdi sýning á veitingastaðnum Á
næstu grösum á Laugavegi og svo var
hann í anddyri Vesturbæjarsundlaug-
ar í upphafi þessa árs. Allar þessar
sýningar voru einkasýningar. Hann
átti svo 22 verk á sýningu í Saltfélag-
inu á Menningarnótt nú í ágúst en
þá deildi hann sal með myndlistar-
mönnunum Sigurði Þóri og Sigurði
Örlygssyni. Hann segist ekki hafa
tölu á hversu mörg listaverk hann
hafi gert hingað til. „Síðast þegar ég
taldi þá voru þau komin yfir 200 en
það er komið töluvert síðan það var,“
segir hann. Í upphafi málaði hann
mest abstrakt verk en er í dag búinn
að færa sig yfir í fígúratív verk.
Áhugann á myndlist segir hann
hafa kviknað á sýningu Ólafs Elías-
sonar, Frostvirkni, í Hafnarhús-
inu 2004. Hann stefnir á að leggja
myndlist fyrir sig í framtíðinni og
myndlistarnám erlendis er á dag-
skrá að menntaskóla loknum. Hing-
að til hefur hann þó ekki lagt stund á
neitt nám tengt listinni. „Ég er alveg
sjálflærður,“ segir hann. Aðspurður
hvort hann sé farinn að íhuga hvert
hann vilji fara til að læra segir hann
vera ótímabært að ákveða það að svo
stöddu. „Ég ætla bara að einbeita
mér að því að komast í menntaskóla
fyrst, svo fer ég að hugsa um þetta,“
segir Sigurður Sævar en hann byrj-
aði í 10. bekk í Hagaskóla nú í haust.
Hann segir krakkana í skólanum
mjög áhugasama um það sem hann
er að gera. „Þau styðja mig í þessu
eins og öllu öðru,“ segir hann. Hing-
að til hefur Sigurður Sævar verið að
selja málverkin sín og er hægt að
skoða verkin hans á Facebook-síðunni
http://www.facebook.com/siggitheart-
ist. tinnaros@frettabladid.is
SIGURÐUR SÆVAR: ÁHUGINN KVIKNAÐI Á SÝNINGU ÓLAFS ELÍASSONAR
Byrjaði að mála 10 ára gamall
FÍGÚRATÍV VERK Sigurður Sævar segist hafa byrjað á að mála abstrakt verk en vera nú búinn
að færa sig yfir í fígúratív verk. Hér er hann með verkið sem verður til sýnis á sýningu Félags
frístundamálara í Ráðhúsi Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Julie Andrews kom í fyrsta sinn
fram í einsöngshlutverki í leikhús-
inu London Hippodrome þann 23.
október 1947. Andrews réðst ekki
á garðinn þar sem hann er lægstur
heldur söng hina erfiðu aríu „Je
Suis Titania“ úr gamanóperunni
Mignon í dagskrá sem nefndist
„Starlight Roof“, þá nýorðin tólf
ára. Áður hafði hún komið fram í
léttum revíum ásamt móður sinni
og stjúpföður í um það bil tvö ár.
Andrews lék í Hippodrome-leik-
húsinu í eitt ár en í nóvember 1948
flutti hún sig yfir í London Pall-
adium þar sem hún varð yngsti
einsöngvarinn sem þar hafði stigið
á svið.
Frægðin lét ekki á sér standa og
fljótlega var hún farin að koma
reglulega fram í útvarpi og sjón-
varpi í Bretlandi. Mestra vin-
sælda naut hún fyrir hlutverk
sitt í útvarpsleikritinu Educating
Archie þar sem hún lék frá 1950 til
1952, frá fjórtán til sextán ára ald-
urs. Á sama tíma lék hún í ýmsum
sýningum á West End, meðal
annars Öskubusku í samnefndum
söngleik, og var í leikhóp sem ferð-
aðist víða um Bretland og sýndi
til skiptis Jóa og baunagrasið og
Rauðhettu.
Árið 1954 flutti Andrews sig yfir
til New York þar sem hún lék í
hinum geysivinsæla söngleik Kær-
astanum og í kjölfarið fékk hún
aðalhlutverkið í My Fair Lady á
Broadway. Þar með var framtíðin
tryggð: Andrews varð ein skær-
asta stjarnan í bandarísku leikhúsi
og kvikmyndum.
ÞETTA GERÐIST 23. OKTÓBER 1947
Julie Andrews debúterar ein á sviði
JULIE ANDREWS
„Það eru á milli 150 og 160 manns skráðir í félagið,“ segir Hafdís Harðardóttir,
stjórnarmeðlimur Félags frístundamálara. Félagið var stofnað árið 2009 og stendur
fyrir alls kyns fundum og fyrirlestrum auk þess sem félagar þess setja upp sýningar
saman. „Félagið er opið fyrir alla og engar skyldur eða kvaðir sem fylgja því að vera
meðlimur, nema þá bara að borga árgjaldið. Allir sem hafa áhuga á að vera með
mega það,“ segir Hafdís. „Það er skemmtilegt að geta boðið upp á vettvang þar sem
frístundamálarar geta sett upp sýningar því við komumst ekki inn í þessi klassísku
sýningarrými,“ bætir hún við.
Sýning Félags frístundamálara í Ráðhúsinu hefst í dag klukkan 17 og stendur yfir
í viku eða þar til 30. október. Fjörutíu listamenn sýna þar eitt málverk hver, sem öll
þurfa að vera metri á lengd og metri á hæð. Öllum málverkunum verður svo raðað
upp á trönur og þau höfð þannig til sýnis. Á sunnudaginn næsta, 28. október, heldur
svo listamaðurinn Goddur, Guðmundur Oddur Magnússon, fyrirlestur í tengslum við
sýninguna um það hvernig eigi að búa til myndlist.
FÉLAG FRÍSTUNDAMÁLARA Í RÁÐHÚSINU
ÞÓRA KARÍTAS ÁRNADÓTTIR Leikkona og þáttastjórnandi er 33 ára í dag.
„Margir hafa spurt mig hvort ég verði íslenska útgáfan af Heidi Klum og
eftir að ég sá mynd af henni skal ég gjarna taka við því viðurnefni.“