Fréttablaðið - 23.10.2012, Blaðsíða 20
FÓLK|HEILSA
VETRARDAGAR
15% afsláttur af öllum Basler vörum
Úrval af peysum, buxum, drögtum,
kjólum og yfirhöfnum.
Skipholti 29b • S. 551 0770
Póstdreifing býður upp á fjölbreytta og örugga dreifingu á blöðum og
tímaritum. Við komum sendingunni í réttar hendur. Örugglega til þín.
365 miðlar treysta okkur fyrir öruggri
dreifingu á Fréttablaðinu
Póstdreifing | Suðurhraun 1 | 210 Garðabær | Sími 585 8300 | www.postdreifing.is
B
ra
nd
en
bu
rg
Við flytjum þér
góðar fréttir
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ
sem býður auglýsendum að
kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum
auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu
daglega.
Útgefandi: 365 miðlar
Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
Sölumenn:
Jónína María Hafsteinsdóttir
jmh@365.is s 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson
sverrirbs@365.is, s 512 5432
Elsa Jensdóttir
elsaj@365.is s. 512-5427
FORVÖRN
„Það græða allir á
að innleiða vinnu-
vernd og hafa hana
í huga við öll dag-
leg störf og skipu-
lag fyrirtækja,”
segir Þórunn.
■ Regína María Árnadóttir býr í New
York þar sem hún starfar sem listrænn
stjórnandi hjá fatamerkinu Kalda og
Style.com/print. Hún flutti til borgar-
innar fyrir fjórum árum frá París þar
sem hún stundaði nám. Regína er ein
af fjölmörgum Íslendingum sem taka
þátt í Meistaramánuðinum.
Hvers vegna tekur þú þátt í Meistara-
mánuðinum í ár? „Fyrir utan átakið „Í
kjólinn fyrir jólin“ langaði mig að tak-
ast á við hluti sem ég var búin að fresta
of lengi. Fyrir mér snýst Meistaramán-
uðurinn meira um að koma hlutunum í
verk og vera jákvæð og hugsa mark-
visst um það hvernig ég get bætt
sjálfa mig.“
Hvaða áskorunum tekur þú þennan
mánuðinn? „Ég hef meðal annars
verið að gera eina mynd á dag sem
tengist undirbúningi fyrir sýningu
sem ég held úti hérna úti í vor.
Síðan reyni ég að spila tennis
tvisvar í viku, borða
hollan mat og sleppi öllu áfengi. Svo
reyni ég að svara öllum tölvupósti um
leið og hann berst en það hef ég ekki
gert hingað til.“
Taka vinir þínir og fjölskylda þátt í
Meistaramánuðinum? Kærastinn
minn og flestir vinir taka þátt í ár.
Nokkrir þeirra eru búsettir hér í
New York. Mér tókst samt ekki
að draga neinn úr vinnunni
minni með í ár. Þar er gert létt
grín að mér fyrir að taka þátt
í „Sober October“ eins og þeir
kalla átakið í gríni.“
Hvernig hefur þér gengið? Það
hefur gengið mjög vel. Mér
finnst frábært að vakna kl. sjö á
morgnana og fá mér gulrótar-
safa á leið í vinnuna. Eitt af
markmiðum mínum í októ-
ber er einmitt að vingast við
starfsfólkið á djúsbarnum.
HEILSA | REGÍNA MARÍA ÁRNADÓTTIR, LISTRÆNN STJÓRNANDI
MEISTARAMÁNUÐUR TEKINN
MEÐ TROMPI Í NEW YORK
LISTRÆN
Í NEW YORK
Regína María Árnadóttir
býr í New York. Hún
tekur þátt í Meistara-
mánuðinum.
Skipholti 29b • S. 551 0770
NÝ SENDING!
AF VINSÆLU KULDASKÓNUM
MEÐ MANNBRODDUNUM
FYRI
R DÖ
MUR
OG H
ERRA
Verð
:24.0
00.-
MUNDU AÐ EFNI
SEM ÞÚ SETUR Á
NETIÐ ER ÖLLUM
OPIÐ, ALLTAF!
www.saft.is
Evrópsk vinnuverndarvika er haldin á ári hverju undir forystu Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar í Bilbao
á Spáni. Hún hófst í gær og í dag klukkan
eitt verður haldin ráðstefna á Grand
Hóteli. Markmiðið er að vekja athygli fólks
á ákveðnum þáttum í vinnuumhverfinu í
þeim tilgangi að gera vinnustaðina heilsu-
samlegri og öruggari.
Vinnuslys og vinnutengd vanheilsa er
kostnaðarsöm fyrir fyrirtæki, einstaklinga
og samfélög. Samkvæmt Alþjóðavinnu-
málastofnuninni er heildarkostnaður
vegna þessa allt að fjögur prósent af
vergri landsframleiðslu þjóða. Á hverju ári
verða um þrjú prósent af íslensku vinnu-
afli fyrir vinnuslysi. Nýjar alþjóðlegar
rannsóknir sýna að fjárhagslegur ávinn-
ingur af kerfisbundnu vinnuverndarstarfi
er verulegur.
„Yfirskrift Evrópsku vinnuverndarvik-
unnar árin 2012 og 2013 er Vinnuvernd
– allir vinna en það er einmitt mergur
máls ins,“ segir Þórunn Sveinsdóttir,
deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu. Hún mun
stýra ráðstefnunni í dag. „Það græða allir
á að innleiða vinnuvernd og hafa hana í
huga við öll dagleg störf og skipulag fyrir-
tækja; fyrirtæki, einstaklingar og samfélag.
Árið 2003 kom inn lagaákvæði um skyldu
atvinnurekenda til að gera svokallað
áhættumat. Það felur í sér að fara um
vinnustaðinn og meta hvað gæti mögulega
valdið heilsutjóni eða slysum og lagfæra.
Eftirlitsmenn Vinnueftirlitsins fara út í fyrir-
tækin og kanna hvar menn eru staddir í
þessum efnum. Þá erum við með heilmikla
fræðslu- og upplýsingastarfsemi og höfum
meðal annars útbúið vinnuumhverfisvísa
fyrir 38 starfsgreinar sem má nálgast á
heimasíðunni okkar. Þeir eru eins konar
leiðarvísar fyrir stjórnendur alls kyns fyrir-
tækja og hjálpa þeim að beina sjónum að
hlutum sem þurfa að vera í lagi.“
Þórunn segir miklu skipta að aðilar
innan fyrirtækja séu ábyrgir fyrir því að
hlutirnir séu gerðir og þeim sé fylgt eftir.
„Fyrirtæki með fimmtíu starfsmenn eða
fleiri ættu að hafa á að skipa öryggisnefnd
en hlutfall fyrirtækja með slíka nefnd er
nú 67-69 prósent. Markmið Vinnueftir-
litsins er að fyrir árslok 2012 verði þetta
hlutfall um áttatíu prósent. Fyrirtæki með
10-49 starfsmenn ættu að hafa öryggis-
trúnaðarmenn og öryggisverði. Í dag hafa
46-49 prósent fyrirtækja í þeim stærðar-
flokki slíka aðila í sínum röðum en stefnt
er að því að það hlutfall verði að minnsta
kosti fimmtíu prósent í lok þessa árs.
Ráðstefnan í dag er öllum opin og
ætti að sögn Þórunnar að höfða til
breiðs hóps. Það verður farið um víðan
völl. Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri
Grindavíkur, fjallar um sýn sveitarfélags
á vinnuvernd, fulltrúi Strætó fjallar um
árangurinn og fjárhagslegan ávinning
af vinnuvernd hjá Strætó. Þá mun Guð-
mundur Oddgeirsson, framkvæmdastjóri
vöruhótelsins Hýsingar, segja frá flutningi
fyrirtækisins í nýtt húsnæði og hvernig
vinnuvernd var höfð að leiðarljósi allt frá
fyrstu stigum. Eftir hlé verður svo fjallað
um líðan starfsfólks sveitarfélaga og fjár-
málafyrirtækja í kjölfar efnahagshrunsins
og að lokum veitir Guðbjartur Hannesson
velferðarráðherra viðurkenningar.
Ráðstefnan er haldin á Grand Hóteli og
hefst klukkan 13. ■ vera@365.is
VINNUVERND
MARGBORGAR SIG
VINNUVERND Vinnuslys og vinnutengd vanheilsa er kostnaðarsöm fyrir fyrir-
tæki, einstaklinga og samfélög. Það græða allir á vinnuvernd, en yfirskrift
Evrópskrar vinnuverndarviku sem hófst í gær er: Vinnuvernd – allir vinna.
VINNUEFTIRLITIÐ
FYLGIST MEÐ
Atvinnurekendum ber
skylda til að gera svo-
kallað áhættumat. Það
felur í sér að fara um
vinnustaðinn og meta
hvað gæti mögulega
valdið heilsutjóni eða
slysum og lagfæra.
MYND/GVA