Fréttablaðið - 23.10.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 23.10.2012, Blaðsíða 18
18 23. október 2012 ÞRIÐJUDAGUR Ég þakka grein Valgarðs Guð-jónssonar í helgarblaði Frétta- blaðsins. Þar viðurkennir hann að það sem hann í Silfri Egils kallaði „flökkusögu“ um að Mannréttinda- dómstóll Evrópu álíti það ekki brot á mannréttindum að eitt trúfélag hafi sérstöðu gagnvart ríkisvald- inu umfram önnur, er ekki flökku- saga heldur staðreynd. Hann virð- ist hafa vitað betur eða kynnt sér málið síðan, þar sem hann vísar í aðra dóma en ég þessu til staðfest- ingar. Hann segir strangar reglur gilda um fyrirkomulagið og líkur vera á að staða þjóðkirkjunnar sé brot á Mannréttindasáttmála Evr- ópu. Það er einfalt fyrir hann að láta á það reyna svo hann losni við allt sem heitir „það eru líkur á“ eða „ég held“. En svo hrekkur hann í áróðurs- gírinn og segir: „Dómurinn sem Sigurður vísar til (Kokkinakis gegn grískum stjórnvöldum) er svo hreint afbragð. Þetta er mál Grikkja sem var ítrekað dæmdur í fangelsi og til hárra sekta á fyrri hluta síðustu aldar fyrir að skipta um trú! Það eru umburðarlyndir „ferðafélagar“ sem kirkjan velur sér. Enn betra, niðurstaða rétt- arins í máli Kokkinakis – fyrir utan skaðabætur sem gríska ríkið þurfti að greiða honum: „Holds by six votes to three that there has been a breach of Article 9 (art.9).““ Bíðum við. Var ég að mæla því bót að brotið hefði verið á mann- inum? Nei, ég var aðeins að vísa til að í röksemdafærslu dómsins hefði komið fram að það bryti ekki gegn mannréttindum að eitt trúfélag hefði sérstöðu gagnvart ríkisvald- inu umfram önnur. Hvað ertu að fara Valgarður, með því að spyrða þetta saman með þessum hætti? Ertu að gefa í skyn að ég og aðrir kirkjunnar menn séum hlynntir mannréttindabrotum? Eru þetta rök í umræðum um samband ríkis og kirkju? Væru það gild rök gegn viðhorfum þínum ef ég spyrti þig við guðleysingja eins og Jósef Stal- ín og ofsóknir hans gegn kirkju og kristni, þar sem þið eigið guðleys- ið sameiginlegt? Þetta er ómerki- legur málflutningur og kemur umræðu um samband ríkis og kirkju ekkert við. Oj bara. Valgarður gefur lítið fyrir sam- eiginlegan skilning ríkisvalds og kirkju á samningi þessara aðila frá 1997 og telur mig engar upplýsing- ar gefa um hvað ég hafi fyrir mér í því að það sé skilningur ríkis- valdsins að greiðslur til kirkjunn- ar séu afgjald af jörðum sem ríkis- valdið tók yfir. Lestu samninginn maður! Þótt hann sé þér þyrnir í augum breytir það ekki eðli samn- ingsins og skilningi málsaðila á honum. Síðan verður Valgarði hált á svellinu þegar hann vísar í frétt í Fréttablaðinu um tekjur presta af hlunnindum kirkjujarða sem þeir sitja. Hann segir: „Og til að kór- óna vitleysuna þá halda prestar áfram að hirða hlunnindi af jörð- unum.“ Þarna hefur Þórðargleði Valgarðs villt um fyrir honum, – eða er þetta kannski áróðurs- brella? Ef hann hefði lesið frétt- ina fordómalaust hefði hann séð að hér er um að ræða jarðir sem enn eru í eigu kirkjunnar og féllu ekki undir samninginn 1997. Og svona til að forðast að málinu verði drep- ið á dreif og mér gerð upp sú skoð- un að ég sé hlynntur þessu fyrir- komulagi þá er ég það ekki. Og enn ber Valgarður höfð- inu við steininn varðandi sóknar- gjöldin sem félagsgjöld og vísar til innheimtufyrirkomulags þess- ara gjalda og þess að fólk utan trúfélaga greiði sama gjald. Varð- andi þá staðhæfingu að sóknar- gjöld séu félagsgjöld vil ég vísa til skýrslu nefndar innanríkisráð- herra dags. 16. nóv. 2011. Í þessari skýrslu er rakinn aðdragandinn að núverandi innheimtufyrirkomu- lagi sem komið var á með lögum nr. 91/1987 og leysti af hólmi eldri lög, þar sem sóknarnefndir ákváðu sóknargjöldin og ríkið tók að sér innheimtu þeirra gegn 1% þóknun sem rann í ríkissjóð. Breytingin til núverandi fyrir- komulags var gerð til að einfalda ríkinu innheimtuna, en breytti í engu eðli sóknargjaldanna sem félagsgjalda. Að ríkið skuli inn- heimta sömu upphæðir af þeim sem standa utan trúfélaga er trú- félögunum óviðkomandi og við ríkið eitt að sakast um það. Það er að sjálfsögðu hægt að hafa margar skoðanir á þessu fyrirkomulagi, en það breytir ekki því sem er kjarni málsins: Sóknargjöldin eru skil- greind sem félagsgjöld. Ástæða er til að árétta að ríkið innheimtir umrædd gjöld fyrir öll skráð trú- félög í landinu. Og kannski vænk- ast hagur Strympu. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp sem gerir ráð fyrir að lífsskoðanafélög eins og t.d. Siðmennt geti fengið skrán- ingu á sama hátt og trúfélög og fái þá sín „sóknargjöld“. Það er hið besta mál. Kannski kemur þá annað hljóð í strokkinn. Valgarður telur í lok greinar sinnar að ég færi engin rök fyrir því að kirkjan sé ekki ríkisrekin. Lestu lögin um þjóðkirkjuna og lestu ríkisreikninginn. Reikninga yfir rekstur kirkjunnar er hvergi þar að finna. Rekstur kirkjunnar er á ábyrgð kirkjuþings. Rekstur safnaðanna er á ábyrgð sóknar- nefnda. Flökkuhugsun Trúmál Sigurður Pálsson fv. sóknarprestur Afbökun sannleikans Er hægt að fjalla um sína „upplifun“ af atburði án þess að vera viðstaddur? Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlög- regluþjónn, virðist vera fær um slíkt ef marka má erindi hans í Valhöll þann 16. október. Ýmis ummæli hans í því erindi vekja furðu, en ekki síst þau sem hann lét falla um „árásina“ á Alþingi 8. desember 2008, þar sem um þrjátíu manns gerðu tilraun til að fara á þingpalla Alþingis. Níu úr þeim hópi voru í kjölfar- ið ákærð fyrir brot á 100. grein hegningarlaga (valdarán) og áttu yfir höfði sér lífstíðarfang- elsi. Öll ákærðu voru sýknuð og telur Geir að almenningsálit- ið hafi haft áhrif á dómarana í málinu. Ummæli lögregluþjónsins bera þess merki að hann hafi litla trú á sjálfstæði dómstóla, nokkuð sem vekur athygli í ljósi þess að viðkomandi hefur um árabil unnið við það að færa fólk fram fyrir þá. Ef dóm- stólar sveigjast sem lauf í vindi sökum ábendinga almennings um að réttarhöldin væru póli- tísk, hversu hæfir eru þeir þá í öðrum málum? Í öllu falli er um að ræða býsna alvarlega gagn- rýni á íslenska dómstóla frá fyrrum háttsettum manni innan lögreglunnar. Varðandi dóminn sjálfan, þá getum við raunar fullyrt að í þessu máli hafi lögregluþjónn- inn rangt fyrir sér. Það var ekki almenningsálitinu að þakka að flestir sakborningar voru sýkn- aðir. Við undirrituð vorum við- stödd nær öll réttarhöldin og það sem við sáum ekki með eigin augum lásum við frá orði til orðs þar sem bloggað var úr réttarsalnum (www.rvk9. org). Augljóst er í málsgögn- um að engin sönnunargögn eða áreiðanlegir vitnisburðir gáfu til kynna að hundraðasta grein hegningarlaga hefði verið brotin, né að það hefði staðið til. Hins vegar hlaut lögreglan áfellisdóm í málinu. Hún átti að miklu leyti sök á glundroðan- um sem skapaðist í þinghúsinu þennan dag, þar sem hluti lög- reglumannanna reyndi að koma í veg fyrir að hópurinn kæmist upp stigann og á þingpallana, á meðan aðrir reyndu að koma í veg fyrir niðurgöngu hópsins úr stiganum. Einu sakfellingarn- ar voru fyrir að fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu og hindra hana í starfi en eins og fram kom í vitnaleiðslum voru þau fyrirmæli bæði óljós og mis- vísandi. Ákærðu voru sýknuð af öllum öðrum ákæruliðum. Framburður lögreglumann- anna og þingvarða fyrir dómi var einnig misvísandi og óljós, rétt eins og skipanir þeirra umræddan dag. Samkvæmt vitnaleiðslum þá virtust þeir ekki einu sinni vita hver stjórn- aði lögregluaðgerðinni. En hvaða máli skiptir það nú að Geir Jón tjái sig um sína „upplifun“? Hefur hann ekki rétt til að segja sína skoðun eins og aðrir? Alvarleikinn er sá að sem fyrrum yfirmaður í lög- reglunni hefur hann töluvert meiri vigt í umræðunni en leik- maðurinn. Fyrir einhvern sem hefur kynnt sér málið til hlítar, lesið gögnin og hlustað á vitna- leiðslur í málinu (sem hann virðist ekki hafa gert) þá hljóma ásakanir Geirs sem argasta lygi. Og það sem verra er; lygi sem sett er fram í pólitískum tilgangi til þess að stjórnmála- flokkur hans nái til sín völdum. Eini tilgangur þeirra þrjátíu sem fóru inn í þinghúsið þennan dag var að koma skilaboðum áleiðis til þingsins. Ekkert þeirra var vopnað. Eitt þeirra bar á sér blaðsnepil með hættu- legum orðum: „Þetta hús þjónar ekki tilgangi sínum lengur“. Hefðu nímenningarnir verið dæmdir fyrir aðför að Alþingi þá hefði verið um að ræða alvar- lega aðför að réttindum okkar. Ef við lítum svo á að sannleik- ur sé vald þá má líkja afbökun á sannleikanum við valdarán. Hið raunverulega valdarán er að eiga sér stað núna, fyrir framan augun á okkur, þar sem lög- regluforinginn og fylgismenn hans í Valhöll endurskrifa sann- leikann til þess að koma sjálfum sér til valda. Búsáhalda- byltingin Helga Katrín Tryggvadóttir Jón Selmuson Guðmundsson áhugafólk um borgaraleg réttindi Nýtt í Lindum Ferskt sushi búið til á stað num! Ummæli lögregluþjónsins bera þess merki að hann hafi litla trú á sjálfstæði dómstóla, nokkuð sem vekur athygli í ljósi þess að viðkomandi hefur um árabil unnið við það að færa fólk fram fyrir þá.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.