Fréttablaðið - 23.10.2012, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 23.10.2012, Blaðsíða 19
EPLAVÖFFLUR Vöfflur eru góðar og vinsælar. Prófið að rífa tvö epli í vöffludeigið en við það fær vafflan mjög gott bragð. Þegar vafflan kemur úr járninu er gott að strá örlitlum kanil yfir hana. Berið fram með ís eða þeyttum rjóma og ferskum berjum. Laugavegi 178 - Sími: 568 9955 www.tk.is Boníto ehf. • Praxis Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2878 • www.praxis.is • soo.dk Opið mán. – fös. kl. 1 –1 . Lokað Laug. Erum einnig með gott úrval af bómullar- bolum og mikið úrval að vinnufatnaði kíkið á praxis.is Fást í 5 litum, lime, svörtu, rauðu, kongabláu og fjólubláu Vatteraðir jakkar - 14.500 kr. teg MEGAN í stærðum C,D,DD,E,F,FF,G,GG á kr. 8.680 Frábær „Push up“ Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Þú mætir - við mælum og aðstoðum www.misty.is Opið frá 10-18 virka daga. 10-14 laugardaga Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is Aðhaldsundirföt ERFIÐ ÁKVÖRÐUN Á endanum eru það ávallt aðstandendur sem þurfa að taka endanlega ákvörðun um hvort hinn látni verði líffæragjafi eða ekki. MYND/ANTON Það geta allir lent í því að þurfa á líffæri að halda, hvort sem það er út af alvarlegum sjúkdómi eða öðru. Flestir líta á það sem sjálfsagðan hlut og vilja þiggja líffæri. Staðan er hins vegar ekki alveg sú sama þegar kemur að því að gefa þau,“ segir Runólfur Páls- son, yfirlæknir nýrnalækninga á Land- spítalanum. Tvenns konar löggjöf viðgengst í heiminum gagnvart líffæragjöf í dag. „Á Vesturlöndum er svokallað ætlað sam- þykki algengast. Þá er gengið út frá því að allir verði sjálfkrafa líffæragjafar við andlát. Hin löggjöfin, sú sem er í gildi á Íslandi, gengur út frá upplýstu sam- þykki. Þá þarf skrifleg yfirlýsing, sem sjaldnast er til staðar, að liggja fyrir frá hinum látna um að hann vilji gerast líffæragjafi. Í báðum löggjöfunum eru aðstandendur samt sem áður spurðir leyfis. Neiti þeir eru líffærin ekki nýtt.“ Í sumum þeirra landa þar sem ætlað samþykki er til staðar er gjafatíðni hærri sé hún borin saman við lönd eins og Ísland. „Hlutfall neitunar er lægra hjá aðstandendum í mörgum þeirra landa þar sem ætlað samþykki er til staðar. Sem dæmi mætti nefna Spán þar sem gjafatíðni er mjög há. Þannig virðist löggjöfin geta haft áhrif á það hvernig samfélagið í heild lítur á líffæragjöf í þá átt að fólk styrkist í þeirri hugsun að allir séu líffæragjafar.“ Til greina sem líffæragjafar koma einungis þeir sem dáið hafa heiladauða. „Slík dauðsföll eru ekki algeng og oftast tilkomin vegna alvarlegrar heilablæð- ingar eða höfuðáverka, og ber vanalega brátt að. Líkamanum er þá hægt að halda gangandi með vélum í takmark- aðan tíma. Við slíkar aðstæður getur verið erfitt fyrir aðstandendur að taka ákvörðun um líffæragjöf og því mikil- vægt að vita hug hins látna áður. Á end- anum eru það ávallt aðstandendur sem þurfa að taka ákvörðun. Það getur því auðveldað þeim að taka hana sé búið að ræða líffæragjöf innan fjölskyldunnar áður. Það ætti að vera alveg sjálfsagt að ræða þessa hluti, jafnvel við unglinga. Þetta er bara hluti af lífinu.“ Runólfur bendir á að upplýsingum um tölfræði sé ábótavant og rannsóknir nauðsynlegar. „Síðasta rannsókn hér- lendis er frá árunum 1992-2002 þar sem um 40% aðstandenda neituðu að gefa líffæri hins látna. Mín tilfinning er sú að hlutfall neitunar hafi minnkað en nauð- synlegt er að uppfæra þessar tölur og gera nýjar rannsóknir.“ Í vetur mun þingsályktunartillaga Sivjar Friðleifsdóttur verða tekin til af- greiðslu á Alþingi. Þar er mælt fyrir breytingum á núverandi löggjöf frá upp- lýstu samþykki yfir í ætlað samþykki. „Það má búast við að í kjölfarið verði töluverð umræða í samfélaginu um líf- færagjöf sem er mjög gott.“ ■ vidir@365.is LÍFFÆRAGJAFIR ÞARF AÐ RÆÐA OPINSKÁTT RÆÐUM SAMAN Runólfur Pálsson, nýrnalæknir á Landspítalanum, segir mikilvægt að fólk ræði um líffæragjöf við sína nánustu. Sjálfsagt sé að tala um þessa hluti, jafnvel við unglinga. Þetta sé hluti af lífinu. Opið kl. 9 -18 • laugardaga kl. 11 - 16 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is Rafknúnir lyftihæginda LAGABREYTING Í BÍGERÐ Í vetur mun þings ályktunar- tillaga Sivjar Friðleifsdóttur, sem mælir fyrir breyt- ingum á núverandi löggjöf um líffæra- gjöf, verða tekin til afgreiðslu á Alþingi. „Það má búast við að í kjölfarið skapist töluverð um- ræða.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.