Fréttablaðið - 31.10.2012, Síða 22

Fréttablaðið - 31.10.2012, Síða 22
KYNNING − AUGLÝSINGFyrirtækjagjafir MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 20122 Ley n iv i na lei k u r i n n fer þannig fram að nöfn allra starfsmanna í deildinni eru skrifuð á miða og þeir brotn- ir vel saman ofan í krukku. Hver starfsmaður dregur eitt nafn og er þar með orðinn leynivinur viðkomandi. Hlutverk leynivin- arins er að gleðja vin sinn á ein- hvern hátt á hverjum degi fram að jólum án þess að vinurinn átti sig á hver er að verki. Glaðningurinn þarf ekki að felast í gjöfum heldur má koma á óvart með skemmtilegum upp- ákomum. Síðasta vinnudag fyrir jól er svo ljóstrað upp um hver var leynivinur hvers og fagnað á kaffistofunni. Glaðningurinn þarf ekki að vera gjöf. Skemmtilegar uppákomur koma einnig á óvart. NORDICPHOTOS/GETTY Glaðningur í leyni Aðventan er misannasamur tími á vinnustöðum. Álagið getur aukist margfalt þessar vikur og vinnudagurinn lengst meira en góðu hófi gegnir. Því ættu starfsmenn að leggjast á eitt við að gera aðventuna notalega. Leynivinur í vinnunni er stórsniðugur leikur til að brjóta upp strangan dag. Nokkrar tillögur að glaðningi frá leynivini: ● Mættu snemma og skreyttu skrifborð vinarins svo blikkandi serí- ur bíði hans þegar hann mætir í vinnuna. ● Taktu að þér verkefni sem vinurinn er með á sinni könnu og skilaðu því tilbúnu á borðið að morgni. ● Komdu með heitt súkkulaði á brúsa að heiman og láttu rjúkandi kakó- bolla með rjóma bíða vinarins eftir fund. ● Sendu vininum jólakveðju í útvarpinu og fáðu óskalag með. ● Bakaðu smákökur og feldu þær í skúffu eða skáp vinarins. ● Semdu við yfirmanninn og fáðu frí fyrir vininn eftir hádegið. Kokkarnir veisluþjónusta bjóða upp á níu stærð-ir af gjafakörfum. „Þetta eru sælkerakörfur og við lögum mikið af matvælunum í þeim sjálfir. Við gerum allar sósurnar og mest allt af meðlætinu. Svo erum við í samstarfi við ítalskan mann sem býr hér á landi um að gera allar pylsur fyrir okkur,“ segir Rúnar Gíslason, yfirmatreiðslumaður hjá Kokkunum. „Við erum bæði með tilbúnar körfur og svo getur fólk sérvalið vörur í þær. Meðal þess sem leynist í sæl- kerakörfunum frá okkur og við gerum sjálfir er villi- bráðarpaté, cumberlandsósa, rauðlaukssulta, sem er ný vara hjá okkur í ár, valhnetuhunang og salami með rósapipar en við erum þeir einu sem notum þessar salami í körfurnar. Þetta er einungis brot af því sem við erum að bjóða og þetta eru vörur sem fólk fær ekki annars staðar.“ Verðið á körfunum frá Kokkunum er á breiðu bili, frá 4.000 krónum og allt upp í 30.000. „Þegar komið er upp í stóru körfurnar er þetta orðinn mikill lúxus. Í þeim er yfirleitt eitthvað vín og mikið af sælkera- vörum svo sem gæsalifur, andalifur, hamborg- arhryggur, hangikjöt, fjórir til fimm erlendir ostar, súkkulaði, parmaskinka, reyktur lax og blínis. Í þessum körfum er í raun allt úr- valið frá okkur í mjög vönduðum umbúð- um,“ segir Rúnar. Kokkarnir hafa boðið upp á sælkera- körfur frá árinu 2003 og eru því orðn- ir nokkuð reynslumiklir í þess- ari þjónustu. „Þetta hefur verið mjög vinsælt í gegnum árin enda sniðug gjöf þar sem allir geta fund- ið eitthvað sem þeim líkar í körf- unum. Auðvitað hafa komið sveifl- ur í þessu eins og öðru eftir að hrunið varð. Fólk hefur haldið áfram að kaupa körfurnar en hefur ef til vill aðeins slakað á lúxusnum enda var hann orðinn gríðarlegur á tímabili. Í dag hafa gæðin í raun aukist en verð- ið er almennt lægra.“ Kokkarnir eru til húsa að Funa- höfða 7. Frekari upplýsing- ar má finna á vefsíðunni www. kokkarnir.is, í síma 5114466 eða gegn- um tölvupóst á kokkarnir@ kokkarnir.is. Einstakar vörur fyrir sælkera Kokkarnir bjóða upp á mikið úrval af gjafakörfum sem eru bæði staðlaðar og hægt að sérpanta. Þeir laga mikið af vörunum sjálfir en körfurnar eru troðfullar af alls kyns sælkeravörum og eitthvað fyrir alla í þeim. Rúnar Gíslason yfirmatreiðslumaður hjá Kokkunum segir gjafakörfu frá fyrirtækinu vera góða og girnilega gjöf. MYND/ANTON Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 5125427 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. ÍSLENSK HÖNNUN Í PAKKANN Íslenskir vöruhönnuðir eru ótrúlega frjóir allan ársins hring en margir koma einmitt fram með nýjar vörur í kringum jólin. Það er hrikalega smart að gefa starfsmönnum íslenska hönnun; hvort sem um er að ræða nytjahluti eða skraut. Um leið er hægt að styrkja íslenska framleiðslu sem fæstir hafa á móti.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.