Fréttablaðið - 31.10.2012, Page 25
KYNNING − AUGLÝSING Fyrirtækjagjafir31. OKTÓBER 2012 MIÐVIKUDAGUR 5
Fyrirtæki og stofnanir hafa frá árinu 2007 getað keypt gjafabréf frá Hjálparstofn-
un kirkjunnar í stað þess að gefa
starfsmönnum hefðbundnar
jólagjafir. Hægt er að velja úr 37
ólíkum gjafabréfum sem spanna
frá 1.600 til 180.000 króna en dýr-
asta gjafabréfið dugar einmitt
fyrir einum brunni. Bjarni Ólafs-
son, verkefnastjóri hjá Hjálpar-
stofnun kirkjunnar, segir hug-
myndina að gjafabréfun-
um hafa kviknað á sínum
tíma þegar starfsmenn
hjálparstofnunarinn-
ar reyndu að finna nýjar
leiðir til að fjármagna
starfið. „Þessi hugmynd
kom fram enda hafa
systursamtök okkar gert
svipaða hluti. Þannig
gefst einstaklingum og
fyrirtækjum kostur á að
senda peninga í ýmis
þörf verkefni víða um
heim ásamt kveðjum frá Íslandi.
Útfærsla okkar á vefnum okkar er
síðan okkar hugmynd en þar geta
einstaklingar og fyrirtæki gengið
frá kaupum gjafabréfanna.“
Ólík tilefni
Að sögn Bjarna eru geiturnar vin-
sælastar en gjafabréf til söfnun-
ar brunna seljast einnig mjög vel.
„Geitur eru mjög nytsamleg dýr
en hægt er að kaupa eina geit á
3.200 kr. Þær nýtast mjög vel til
að bæta lífsgrundvöll fólks og
eru mjög gagnlegar. Geitur gefa
mjólk og þeim fjölgar hratt. Það
er hægt að selja þær og einnig er
hægt að nýta taðið úr þeim sem
áburð í grænmetisgarða. Þannig
verður þetta hringur sem mynd-
ast sem ef lir lífsafkomu fólks-
ins.“ Nýr brunnur kostar 180.000
kr. eins og fyrr segir en hægt er að
kaupa vatnsgjafabréf fyrir 6.000
kr. sem hugsað er sem hlutdeild
í brunni. Þegar nógu mörg bréf
hafa verið keypt safnast saman
í einn brunn. Gjafabréfin eru
seld allt árið og henta fyrir mörg
önnur tilefni en jólagjafir að sögn
Bjarna. „Gjafabréfin
hafa til dæmis verið
keypt í tengslum við af-
mæli, útskriftir og einn-
ig minningarkort þannig að þau
eru í sölu allt árið.“
Innanlandsaðstoð í boði
Bjarni segir hvert og eitt gjafabréf
útbúið út frá verkefnum hjálpar-
stofnunarinnar. Svo þegar pen-
ingar safnist saman fari þeir
beint í viðkomandi verkefni. „Ef
gjafabréf í tengslum við geit er
keypt fara þeir peningar í kaup
á geit og engu öðru. Hjálpar-
stofnunin er líka með gjafabréf
í tengslum við innanlandaðstoð.
Þar má til dæmis nefna framtíð-
arsjóðinn sem hjálpar illa stödd-
um nemendum við greiðslu
skólagjalda í framhaldsskólum.“
Stærstur hluti þeirra fjármuna
sem Hjálparstofnun kirkjunnar
safnar með sölu gjafabréfa renn-
ur til verkefna í Eþíópíu, Úganda,
Malaví, á Indlandi auk verkefna
á Íslandi. „Starfsmönnum fyrir-
tækja gefst kostur á að fylgjast
með framvindu verkefnanna í
ársskýrslum okkar en hún inni-
heldur nákvæma skýrslu um
hvert verkefni.“ Nánari upplýs-
ingar má finna á gjofsemgefur.is.
Geiturnar eru
vinsælastar
Hjálparstofnun kirkjunnar hefur í nokkur ár boðið
fyrirtækjum að kaupa gjafabréf í stað hefðbundinna
jólagjafa. Hægt er að velja úr 37 gjafabréfum og
rennur peningurinn beint í vel skilgreind verkefni.
Gjafabréf
vegna geitar.
Nýr brunnur kostar 180.000 kr. en hægt er að kaupa gjafabréf fyrir 6.000 kr.
MYND/ÚR EINKASAFNI
„Gjafabréfin eru seld allt
árið og henta fyrir mörg
önnur tilefni en jóla-
gjafir,“ segir Bjarni Ólafsson,
verkefnastjóri hjá Hjálpar-
stofnun kirkjunnar. MYND/GVA
Í vetur kynnir Harpa – tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík skemmtilega og spennandi nýj-
ung sem nefnist „Hughrif Hörpu“.
„Um er að ræða gjafapakka fyrir tvo
sem inniheldur miða í annaðhvort
Íslensku óperuna eða á tónleika
með Sinfóníuhljómsveit Íslands,
nótt á Icelandair Hótel Reykjavík
Marina, kvöldverð á Kolabrautinni
í Hörpu, skoðunarferð um húsið
og að sjálfsögðu stæði í bílakjall-
ara Hörpu,“ útskýrir Anna Mar-
grét Björnsson, kynningarfulltrúi
Hörpu. Anna bætir við að þau von-
ist til þess að fólk á höfuðborgar-
svæðinu nýti sér þetta frábæra til-
boð.
„Vestanhafs er mjög vinsælt að pör
fari í svokallað „staycation“ en það
er frí án þess að langt sé farið. Þetta
er auðvitað stórskemmtileg gjöf
fyrir fólk sem vill rómantíska upp-
lifun og komast aðeins í burtu frá
hversdagsleikanum.“ Einnig býður
Harpa upp á hefðbundin gjafakort
sem gilda sem inneign á hvaða tón-
leika sem er í húsinu.
Anna segist líka búast við því að
fólk utan höfuðborgarinnar nýti sér
gjafapakkann til að gefa einstaka
upplifun í Hörpu og njóta alls þess
sem miðborg Reykjavíkur hefur
upp á að bjóða. „Við höfnina hefur
sprottið upp fjöldi skemmtilegra
verslana, kaffihúsa og veitinga-
staða sem er gaman að skoða. Með
þessum gjafapakka getur þú komið
þér vel fyrir í hjarta miðborgarinn-
ar og nýtt daginn vel í miðbænum
á meðan bíllinn getur beðið í hlýj-
unni í Hörpu. Svo bíður þín dýr-
indis málsverður á Kolabrautinni
á fjórðu hæð Hörpu með útsýni yfir
borgina, tónleikar í Eldborg og loks
uppábúið rúm á glæsilegu hóteli.“
Nánari upplýsingar um „Hughrif
Hörpu“ er að finna á www.harpa.
is eða í miðasölu Hörpu 528 5050.
Hughrif Hörpu
Láttu fara vel um þig í miðborg Reykjavíkur, upplifðu kvöld með
Sinfóníuhljómsveit Íslands eða Íslensku óperunni og kynntu þér Hörpu.
Anna Margrét segir viða vinsælt að pör
fari í svokallað „staycation“ en það er frí án
þess að langt sé farið. Hughrif Hörpu er
dæmi um slíkt frí.
Gjafapakkinn, sem er fyrir tvo, inniheldur miða í Íslensku óperuna eða á Sinfóníutón-
leika, nótt á Icelandair Hótel Reykjavík Marina, kvöldverð á Kolabrautinni í Hörpu og
skoðunarferð um húsið.