Fréttablaðið - 09.11.2012, Side 4

Fréttablaðið - 09.11.2012, Side 4
9. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR4 GENGIÐ 08.11.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 226,3703 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,88 128,50 203,87 204,87 162,83 163,75 21,830 21,958 22,245 22,377 19,081 19,193 1,5994 1,6088 195,19 196,35 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is HEILBRIGÐISMÁL Karlmaður á sjö- tugsaldri, sem hafði dvalið um skeið í Úganda, leitaði á bráðamót- töku Landspítalans nýlega vegna hita og roða út frá sári á fram- handlegg. Við rannsókn kom í ljós að flugulirfa svokallaðrar tumbu- flugu hafðist við í handlegg manns- ins og var mikil sýking í sárinu. Í nýjasta tölublaði Læknablaðs- ins er þessu sjúkdómstilfelli lýst og er um svokallaða lirfuóværu í húð að ræða. Lirfuóværa er fyrst og fremst hitabeltissjúkdómur sem orsakast af flugnalirfum sem lifa sníkjulífi í hryggdýrum. Sjúkdóm- urinn er vel þekktur í mönnum en einnig algengt vandamál í húsdýr- um. Maðurinn hafði fengið fjöl- mörg flugnabit víðs vegar um lík- amann við dvöl sína í landinu, en einkenni þeirra hurfu án eftirkasta. Því dugði þessi eina lirfa til þess að einkennin voru orðin þetta mikil. Magnús Gottfreðsson, smitsjúk- dómalæknir á Landspítalanum, segir það ekki sérlega óalgengt að fólk fái húðútbrot eftir dvöl erlend- is, en lirfuóværa sé fremur sjald- gæf skýring á slíkum útbrotum. „Tíðnin fer þó eftir því hvar fólk hefur dvalist og hve lengi. Þetta er þó væntanlega ekki fyrsta tilfellið sem greinist hér á landi, þótt þetta sé fyrsta tilfellið sem er tilkynnt,“ segir Magnús. Erling Ólafsson, skordýrafræð- ingur á Náttúrufræðistofnun, veit ekki til þess að „tumbu-flugan“ hafi hlotið viðeigandi íslenskt heiti enn sem komið er. Spurður hvort um mikla plágu sé að ræða þar sem flugan sé landlæg segir Erling að svo sé. „Já, hún er engin skemmt- Kom heim frá Úganda með tumbu-lirfu í handleggnum Karlmaður leitaði til læknis á Landspítalanum vegna sýkingar. Flugulirfa reyndist vera djúpt í handlegg hans. Læknar þurfa að vera meðvitaðir um hættu á sýkingum sem þessum vegna tíðra ferðalaga landans. SÁR Á HENDI Sárið var orðið allstórt og sýkingin mikil. MYNDIR/LÆKNABLAÐIÐ un fyrir þá sem sýkjast af henni. Það er aldrei gaman að láta éta sig, hvorki utan frá né innan,“ segir Erling. Í Læknablaðinu kemur fram að erlendar rannsóknir sýna að eftir ferð til hitabeltislanda leita 8-19% ferðamanna til læknis og eru húðútbrot algengustu umkvört- unarefnin, auk meltingarfæra- og öndunarfærasjúkdóma. Upplýsing- ar í franskri rannsókn, sem tók til 269 ferðamanna með húðvandamál eftir ferðalög til hitabeltislanda, er talin lýsandi. Þar reyndist húðskr- iðlirfusýki algengasta greiningin (25%), en þar á eftir kom graftar- húðkvilli í 18% tilfella, klæjandi húðbólga vegna skordýrabits (10%) í þriðja sæti og lirfuóværa í húð (9%) í því fjórða. Það er mat höfunda greinarinnar að full ástæða sé til þess að íslensk- ir læknar viti af tilveru þessar óværu, ekki síst í ljósi sífellt fleiri ferðalaga fólks frá Íslandi til hita- beltislanda. svavar@frettabladid.is Á sex dögum myndast kýli með hita og roða. Talsvert ónæmissvar getur orðið umhverfis kýlið og geta sjúklingar fundið fyrir eitlastækkunum, hita og slapp- leika. Lirfan þarf á súrefni að halda og liggur öndunargat hennar í gegnum húðina. Frá því svæði getur vessað. Á 8-12 dögum verður lirfan fullþroskuð og nær þá gjarnan 12-15 millimetra lengd. Lirfan yfirgefur þá hýsilinn, borar sig niður í jarðveg og púpar sig þar svo úr verður fullorðin fluga. Lífsferill tumbu-flugunnar í náttúrunni FLUGULIRFA Það reyndist vera sjö millimetra hvít sívöl lífvera í sárinu. 1 6 2 3 4 5 Fullorðin fluga Verpir eggjum á blóðsugu (oft moskítóflugur). Blóðsugan smitar sárið með eggi flugunnar. Lirfa þroskast í holdi. Eftir að hún nær þroska fellur hún úr sári í jörð. Þar þroskast lirfan og verður að flugu. EGYPTALAND, AP Tawadros annar, nýkjörinn biskup kopta í Egypta- landi, segist ekki geta sætt sig við nýja stjórnarskrá ef of mikil áhersla verður lögð á trúmál í henni. Þetta bend- ir til þess að koptar, sem eru kristinn söfnuður, muni ásamt verald- lega sinnuðum Egyptum berj- ast gegn því að strangtrúaðir múslímar nái því fram að ísl- amskri trú verði gert hátt undir höfði í stjórnarskránni, sem nú er í smíðum. Tawadros biskup segir að koptar hafi árum saman mátt þola það að vera ýtt til hliðar í egypsku samfélagi. - gb Nýr biskup egypskra kopta: Andvígur trú í stjórnarskrá TAWADROS ANNAR BRETLAND Nær helmingur Breta, 49 prósent, segist myndu greiða atkvæði með úrsögn úr ESB, ef slík tillaga væri borin undir þjóðina. 28 prósent myndu hafna úrsögn og aðrir eru óákveðnir. Þetta kemur fram í könnun sem YouGov opinberaði í gær, en hlutföllin eru þau sömu og þau hafa verið síðustu misseri. David Cameron forsætis- ráðherra stendur frammi fyrir klofningi innan síns flokks, Íhaldsflokksins, í Evrópumál- um. Hann er mótfallinn þjóðar- atkvæðagreiðslu, en vill frekar reyna að semja um breytt hlut- verk og skyldur Bretlands innan sambandsins. - þj Ný könnun í Bretlandi: Helmingur vill úrsögn úr ESB DÓMSTÓLAR Stjórnarformaður íslenska snekkjusmíðafyrirtæk- isins Scandic International var í gær sýknaður af ákærum í máli á hendur honum sem höfðað var í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Forsaga málsins er sú að fyrir- tækið hafði unnið mál í Abu Dhabi þar sem ekki hafði verið staðið við greiðslur vegna smíði á snekkju. Kaupandi snekkjunnar sem tapað hafði málinu höfðaði þá á móti mál í Dubai þar sem Bene- dikt G. Benediktsson, stjórnarfor- maður Scandic, var sakaður um skjalafals. Greint var frá því á Vísi að Benedikt hefði setið um tíma í gæsluvarðhaldi y t ra veg n a málsins , en hafi verið lát- inn laus gegn greiðslu 1,7 milljóna króna trygg- ingargjalds. Dómstóll í Dubai komst svo í gær að þeirri niðurstöðu að ekki væru nægar sannanir í málinu á hendur Benedikt. „Fallegur, íslenskur fullnaðar- sigur í rétti dagsins,“ sagði Bene- dikt eftir að niðurstaðan lá ljós fyrir, en í umfjöllun Gulfnews. com er því lýst hvernig bros færðist yfir andlit hans þegar dómurinn var kveðinn upp. Benedikt sagði að þótt dóm- urinn hefði reyndar varla getað farið á annan veg hefði verið gott að koma málinu frá. Samkvæmt frétt Gulfnews.com er hægt að áfrýja dómnum innan fimmtán daga. - óká Formaður íslensks snekkjusmíðafyrirtækis sýknaður af ásökun um skjalafals: Fullnaðarsigur fyrir rétti í Dubai BENEDIKT G. GUÐMUNDSSON VIÐSKIPTI Ragna Sara Jónsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður samfélagsábyrgðar hjá Lands- virkjun. Ragna Sara hefur frá 2010 gegnt starfi yfirmanns sam- skiptasviðs hjá fyrirtækinu en við því starfi tekur nú Magnús Þór Gylfason. Innleiðing á stefnu um sam- félagsábyrgð verður sérstakt for- gangsverkefni hjá Landsvirkjun árið 2013. Segir Hörður Arnar- son forstjóri að fyrirtækið vonist eftir því að stefnan skili því betri samkeppnisstöðu og aukinni starfsánægju. - mþl Móta samfélagsábyrgðarstefnu: Ragna Sara nýr forstöðumaður VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 21° 13° 10° 10° 8° 13° 9° 9° 23° 11° 22° 11° 22° 6° 10° 13° 5°Á MORGUN Stormur með S- og A- strönd annars strekk- ingur. Dregur úr vindi. SUNNUDAGUR Strekkingur allra austast annars hægari. -2 -2 -4 -4 -4 -1 1 0 -2-2 3 4 3 3 1 1 1 1 0 2 -1 12 23 23 20 18 5 6 4 8 11 10 20 MISSKIPT VEÐUR Vonskuveður verð- ur um norðan- og vestanvert landið í dag með talsverðri hríð norðanlands. Sunnan og austan til verður víða þokkalegt veður fram eftir degi en vindur vex þar í kvöld og nótt. Á morgun dregur úr vindi seinnipartinn, fyrst vestanlands. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.