Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.11.2012, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 09.11.2012, Qupperneq 8
9. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR8 KÍNA, AP Leiðtogar kínverska Kommúnistaflokksins leggja áherslu á að vinna gegn spill- ingu ráðamanna, sem virðist hafa grafið eitthvað undan tiltrú lands- manna til flokksins undanfarið. „Enginn er yfir lögin hafinn,“ sagði Hu Jintao, leiðtogi flokks- ins, í ræðu sinni á 18. landsþingi flokksins sem hófst í Peking í gær. „Ef okkur ferst ekki vel við að tak- ast á við þetta mál, þá gæti það reynst flokknum örlagaríkt, og jafnvel leitt af sér hrun flokksins og fall ríkisins.“ Á landsþinginu, sem stendur í viku, lætur Hu af embætti sem aðalritari Kommúnistaflokksins. Við tekur Xi Jinping, sem lengi hefur verið háttsettur í flokknum. Í mars á næsta ári er svo ráðgert að Xi taki við af Hu sem forseti Kína. Fleiri mannabreytingar eru fyrir hugaðar á þessu þingi. Meðal annars taka nýir menn við í níu manna fastanefnd framkvæmda- stjórnar flokksins, einni valda- mestu stofnun flokksins. Landsþing flokksins eru hald- in á fimm ára fresti, og þá er öllu tjaldað til. Farið er yfir starf síð- ustu fimm ára og næstu ár skipu- lögð. Nokkur ólga hefur verið í kín- versku samfélagi síðustu árin og gagnrýni á spillta ráðamenn víða í borgum og bæjum landsins verið óvenju opinská. Merki sáust um óánægju lands- manna meðal annars í gær þegar konu einni tókst að kasta pappírs- tætlum upp í loftið á Tiananmen- torgi í Peking, rétt fyrir utan Höll alþýðunnar í Peking þar sem landsþing flokksins er haldið. Um leið hrópaði konan: „Bófar og ræn- ingjar“, eins og algengt er að gera þegar spilltir ráðamenn sveitar- félaga eru gagnrýndir. Hneykslismál meðal ráðamanna hafa verið óvenju áberandi þetta árið, í aðdraganda þessa flokks- þings. Þannig var Bo Xilai, einn æðstu ráðamanna flokksins, rek- inn úr flokknum og öllum emb- ættum í kjölfar þess að eiginkona hans var dæmd fyrir að myrða breskan kaupsýslumann fyrr á árinu. Þessi hneykslismál virðast hafa veikt stöðu Hus nokkuð, bæði innan flokks og út á við. Hann leggur því alla áherslu á að bæta ímynd sína, meðal annars með því að hvetja félaga sína til að ráðast gegn atlögu gegn spillingunni. gudsteinn@frettabladid.is Hu hvetur til atlögu gegn spillingunni Að venju er mikið um dýrðir í Höll alþýðunnar í Peking þegar landsþing Kommúnistaflokks Kína er haldið. Átjánda þingið frá upphafi hófst í gær. KASTAR KVEÐJU Á FÉLAGANA Hinn aldni Jiang Zemin, sem var leiðtogi Kína árin 1989 til 2002, mætti á átjánda flokksþing kínverska Kommúnistaflokksins, sem hófst í gær og stendur í viku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Hæstiréttur ómerkti í gær tveggja ára fangelsisdóm yfir manni sem Héraðsdómur Vestur- lands hafði kveðið upp yfir manni fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Grundvallargögn í mál- inu voru ekki þýdd yfir á móður- mál mannsins. Maðurinn er frá Palestínu og krafðist ómerkingar dómsins meðal annars vegna þess að hann hann hefði ekki hlotið réttláta málsmeðferð fyrir dómi. Túlkur sem honum var útvegaður hafi talað annað afbrigði arabísku en hann og hann því illa skilið hann við meðferð málsins fyrir dómi. Þeirri röksemd vísar Hæstiréttur á bug. Hæstiréttur ómerkir hins vegar dóminn vegna þess að ekki verði séð að grundvallargögn í mál- inu, til dæmis ákæran sjálf, hafi verið þýdd fyrir manninn, né hafi túlkurinn þýtt hana orðrétt fyrir honum við þingfestingu málsins. Skýrslur brotaþola og vitna hafi ekki heldur verið þýddar. Héraðsdómi er gert að bæta úr þessu og rétta í málinu aftur. - sh Tveggja ára níðingsdómur ómerktur í Hæstarétti: Ákæran ekki þýdd Kæra Sjálfstæðisfólk! Ég og stuðningsmenn mínir bjóðum ykkur velkomin á opnun kosningaskrifstofu minnar að Borgartúni 12-14 á morgun, laugardag, kl. 16. Allir velkomnir. Léttar veitingar og lifandi tónlist. Sjáumst. Brynjar Níelsson, hæstaréttarlögmaður. UMDEILDIR PISTLAR FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag milljónir manna voru skráðir félagar í kín- verska Kommúnistaflokknum í lok síðasta árs. Um 2.200 þeirra taka þátt í 18. lands- þingi flokksins. 82
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.