Fréttablaðið - 09.11.2012, Page 24

Fréttablaðið - 09.11.2012, Page 24
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473 | Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 | Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 Úrslitakeppni Boxins, framkvæmda-keppni framhaldsskóla, verður haldin á morgun, laugardag, í húsakynnum Háskólans í Reykjavík. Þar munu nemendur þeirra átta framhalds- skóla sem komust í úrslit leysa ýmsar þrautir sem reyna á hugvit, verklag og samvinnu. Frumkvæðið að keppninni kemur frá Samtökum iðnaðarins að sögn Guðrúnar Arnbjargar Sævarsdóttur, for- seta tækni- og verkfræðideildar Háskól- ans í Reykjavík. „Segja má að markmið keppninnar sé að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði og gera um leið verksviti hátt undir höfði. Ekki veitir af, því að um fjórðungur út- skrifaðra háskólanema hérlendis útskrif- ast með tæknimenntun og úr raunvís- indum en í löndum sem við viljum bera okkur saman við er hlutfallið um 40%.“ Ekki síður er mikilvægt að sögn Guðrúnar að vekja athygli framhaldsskólanema á því hvað viðfangsefni verkfræðinnar, tæknifræðinnar og tölvunarfræðinnar eru áhugaverð og spennandi. „Ef ungt fólk er að velta fyrir sér menntun sem veitir því tækifæri og nokkuð trygg störf er tækni- menntun mjög skynsamlegur valkostur.“ SKEMMTILEGAR ÞRAUTIR Fimm manna lið keppa í þrautabraut með ýmsum ólíkum þrautum. „Tilgreint er í hverri þraut hversu margir úr liðinu taka þátt í lausn þrautarinnar og á hvert lið að velja aðferðir sem það beitir inn- an þeirra marka sem gefin eru og skal liðið vinna eitt að þrautinni. Þrautirnar eiga að vera þess eðlis að hægt sé að leysa þær á 30 mínútum. Þær þarfnast ekki sérstakrar þekkingar en reyna á hugvit, verklag og að menn séu úrræða- góðir og lausnamiðaðir.“ Guðrún vill eðlilega ekki gefa upp hverjar þrautir keppninnar í ár verða en nefnir sem dæmi að á síðasta ári hafi nemendur meðal annars þurft að opna appelsínugosflösku með gröfu og raða saman QR-kóða og skanna hann inn þannig að hópurinn kæmist í tölvuleik sem hann þurfti að klára. Keppnin er samvinnuverkefni Há- skólans í Reykjavík, Samtaka iðnaðarins og Sambands íslenskra framhaldsskóla- nema en þrautirnar eru unnar í sam- vinnu samstarfsfyrirtækja og kennara við skólann. Keppnin hefst kl. 10 á laugardag og stendur til kl. 17. ÞRAUTIR LEYSTAR FRUMKVÆÐI Markmið framkvæmdakeppni framhaldsskólanna er að kynna og vekja áhuga á tækninámi og störfum í iðnaði. SKEMMTILEGT Guðrún Arnbjörg Sæv- arsdóttir, forseti tækni- og verkfræðideildar Há- skólans í Reykjavík. MYND/STEFÁN KYNNING Hreindýraborgararnir á Texasborg- urum við Grandagarð hafa slegið í gegn í haust. Þeir innihalda 100% gæðahakk úr hreindýrakjöti frá Snæfelli. Borgararnir eru bornir fram með kryddsósu, týtuberjarjómaosti, jöklasalati, rauð- lauk, tómötum og djúpsteiktum lauk. Fransk- ar kartöflur fylgja að sjálfsögðu með. Vin- sældir Texasborgara hafa vaxið frá opnun staðarins í vor. Hamborgararnir eru heima gerðir og stórir, 140 grömm úr 100% gæðahráefni án allra aukaefna. Vinsælasta hamborgara tilboðið okkar er: TEXASTILBOÐ ALLA DAGA, Texas ostborgari, franskar og gos á 1.390 kr. HREINDÝRABORGARARNIR Á TEXASBORGURUM ÚRRÆÐAGÓÐIR Verzlunarskóli Ís- lands sigraði í keppninni í fyrra. MYND/ÚR EINKASAFNI Söngleikjaunnendur ættu að hoppa hæð sína yfir framtaki leikaranna og söngvaranna sem stíga á svið í Salnum í Kópavogi í kvöld. Tónleikarnir eru partur af fjögurra kvölda tónleikaröð undir nafninu „Ef lífið væri söngleikur“ og eru þeir aðrir í röðinni. Hverjir tónleikar hafa sitt þema þar sem tekin eru fyrir lög úr mismunandi söng- leikjum hverju sinni. Í kvöld verða þekktustu söngleikjum kvikmyndasögunnar gerð góð skil, allt frá upphafsmyndum söngleikja sem komu út á kvik- mynd til þekktra nútímaverka. Tónleikarnir höfða því til breiðs aldurshóps, allt frá ömmu og afa sem sáu Gene Kelly í Singing in the Rain, mömmu og pabba sem rokkuðu við tryllta tóna Johns Travolta í Grease og yngstu kynslóðarinnar sem grét yfir Nicole Kidman í Moulin Rouge. Það eru leikararnir Bjarni Snæ- björnsson, Margrét Eir, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Orri Huginn Ágústsson sem eiga veg og vanda að tónleikaröðinni, en þau unnu saman í Vesalingunum sem sýndir voru í Þjóðleikhús- inu í fyrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 í kvöld í Salnum í Kópavogi. GREASE OG GENE KELLY Í SALNUM Það verður líf, fjör og framandi skemmtun í Gerðubergi á sunnu- dag. Þá stíga á stokk stolt og yndisleg börn með leik, dansi og söng frá Japan, Tékklandi, Litháen, Spáni, Rússlandi, Filippseyjum, Portúgal og Taílandi. Móðurmál – félag tvítyngdra barna stendur fyrir dagskránni sem er í senn lífleg og fjölbreytt. Móður- mál beitir sér fyrir móðurmáls- kennslu fyrir tvítyngd börn og hjálpar foreldrum að stofna hópa þar sem tungumál þeirra er kennt. Á hverjum tíma eru í gangi margir hópar og sífellt fleiri tungumál að bætast við. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem fá að læra tungumál foreldra sinna eiga auðveldara með að læra nýtt tungumál. Með starfinu vill Móðurmál gefa tvítyngdum börn- um tækifæri til að læra og viðhalda eigin móðurmáli og menningu. Dagskráin stendur frá klukkan 13 til 15. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Menningarmiðstöðin Gerðuberg er í Gerðubergi 3-5 í Efra-Breið- holti. Móðurmál er á Facebook og með heimasíðuna Modurmal.com. TVÍTYNGT BARNAFJÖR GLEÐIN UPPMÁLUÐ Það er fátt skemmtilegra en að syngja og dansa eins og sjá má á þessum kátu krökkum í Gerðubergi. ÚR GREASE Þau þóttu flottust á sínum tíma, Olivia Newton-John og John Travolta.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.