Fréttablaðið - 09.11.2012, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 09.11.2012, Blaðsíða 44
9. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR24 timamot@frettabladid.is Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar, AGNESAR JÓNSDÓTTUR hárgreiðslumeistara, Maríubaugi 103, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á deild 11E á Landspítalanum ásamt Karitas og Ljósinu fyrir góða umönnun og einstaklega hlýtt viðmót. Rúnar Jónsson Birgitta Sveinbjörnsdóttir Eyþór Sigurðsson Jón Ómar Sveinbjörnsson Hildur Hrund Sigurðardóttir Hafsteinn Bergmann Sveinbjörnsson Soffía Árnadóttir Ingibjörg Ásta Rúnarsdóttir Stefán Birnir Sverrisson Hildur Björk Rúnarsdóttir Gísli E. Haraldsson Guðný Hrund Rúnarsdóttir Þórður Guðmundsson Jón Ari Rúnarsson María Björk Ólafsdóttir og ömmubörn. Elskuleg eiginkona mín, DRÖFN LÁRUSDÓTTIR Dalhúsum 73, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítala, Kópavogi, þriðjudaginn 6. nóvember. Útförin auglýst síðar. Ásmundur Einarsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓHANN EINVARÐSSON Heiðargarði 29, Keflavík, lést laugardaginn 3. nóvember. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju mánudaginn 12. nóvember kl. 15.00. Ef þörf krefur verður mögulegt að fylgjast með útförinni í Stapa í Njarðvík. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast Jóhanns er bent á Líknarsjóð Oddfellowstúkunnar nr. 13, Njarðar 0121-15-201313, kt. 680380-0239 eða aðrar líknarstofnanir. Guðný Gunnarsdóttir Gunnar Jóhannsson Fríða Kristjánsdóttir Einvarður Jóhannsson Alice Harpa Björgvinsdóttir Vigdís Jóhannsdóttir Birgir Örn Tryggvason og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, KRISTJÁN GUNNAR EGGERTSSON andaðist á líknardeild Landspítalans, Kópavogi, mánudaginn 5. nóvember. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 13. nóvember kl.13.00. Ástdís Kristjánsdóttir Ísfold Helga Kristjánsdóttir Guðjón Jósefsson Pétur K. Kristjánsson Magnús Viðar Kristjánsson Snjólaug Jónsdóttir Jóhann Kristjánsson Sigríður Jóna Guðmundsdóttir Eva Hildur Kristjánsdóttir Ásgeir Þorláksson Margrét Anna Kristjánsdóttir Helgi H. Sigurðsson Ásta María Eggertsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG SUMARRÓS JÚLÍUSDÓTTIR áður til heimilis að Sléttuvegi 13, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum mánudaginn 22. október. Við þökkum samhug og hlýju við andlát hennar og útför sem fór fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Droplaugarstöðum fyrir góða umönnun. Ingveldur Sigurþórsdóttir Sigrún Sigurþórsdóttir Ómar Egilsson Stefanía H. Sigurþórsdóttir Júlíus Þór Sigurþórsson Ásta Jóna Guðjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN K. PÁLSSON prentari, Dísaborgum 4, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans Kópavogi sunnudaginn 4. nóvember. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 9. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélagið. Kristín Jóna Guðlaugsdóttir Gunnar Örn Kristjánsson Birna H. Rafnsdóttir Hafþór Kristjánsson Sólveig Björk Jakobsdóttir Steinar Kristjánsson Sigríður Rósa Víðisdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, bróðir, tengdafaðir og afi, EINAR KRISTJÁNSSON sem lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 2. nóvember, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ mánudaginn 12. nóvember kl. 13.00. Starfsfólki á Eir og hjartadeild Landspítalans eru færðar sérstakar þakkir fyrir góða umönnun. Kristján S. Einarsson Guðrún Lilja Kristinsdóttir Lilja Ragnhildur Einarsdóttir Davíð Másson Kristján Júlíus Kristjánsson Kristín Helgadóttir Sigrún Gunnarsdóttir Ásgeir Indriðason og barnabarn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNDINE AMELIE FÆRSETH andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 5. nóvember. Útförin fer fram frá Garðakirkju þriðjudaginn 13. nóvember kl. 13.00. Ólafur I. Ingimundarson Sóley B. Sigurðardóttir Erla Ósk Sigurðardóttir Sigríður H. Sigurðardóttir Petrína Fr. Sigurðardóttir Einar Sigurðarson tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Þakka auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs bróður míns, ÁRNA JAKOBS ÓSKARSSONAR Framnesvegi 20, Reykjanesbæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Guðný Óskarsdóttir Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓDÍS KRISTÍN JÓSEFSDÓTTIR Dísa á Mogganum, Norðurgötu 54, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 12. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Eiríkur Stefánsson Hulda Stefánsdóttir Ståle Eriksen ömmu- og langömmubörn. Ingvi Þór Kormáksson, tónlistar maður, rithöfundur, þýðandi og bókasafnsfræð- ingur, fagnaði sextugsafmæli fyrr á árinu. Í tilefni af því kom út á dögunum Latínudeildin; tvöfaldur geisla diskur með tónlist sem Ingvi hefur samið á undanförnum árum. Platan er með rómönsku ívafi, bossanova og samba- stemning ráða ríkjum ásamt nokkrum salsalögum ættuðum frá Kúbu. Lögin eru sungin á íslensku, ensku og portú- gölsku. Á plötunni kemur fram úrval tónlistarmanna, svo sem söng konurnar Eivør Pálsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir og Jussanam Dejah. Þetta er ellefta breiðskífan sem Ingvi Þór gefur út síðan 1994, þar af hafa komið út fjórar með blússveitinni J.J. Soul Band. Hann segist hafa haft hug á að gefa út plötu með eingöngu suðuramerískri tónlist um nokkra hríð. „Fyrir utan blúsinn hef ég fengist talsvert við suðuramerískar laga- smíðar en mig langaði að gefa út plötu sem samanstæði fyrst og fremst af brasilískri tónlist, þá helst bossanova. Hún er í aðalhlutverki hér en það er líka smá samba og nokkur salsalög, svo stemningin teygir sig alla leið til Kúbu.“ Ingvi Þór segist hafa heillast af suðuramerískri tónlist þegar hann fimmtán ára. „Þá hafði ég aðallega verið að hlusta á Animals og Rolling Stones. En svo heyrði ég „latín“-tónlist og það var eins og þruma úr heiðskíru lofti.“ Hann segir suðuramerísku hrynjand- ina höfða sterkt til sín og ekki síður hljómsetningar brasilískra lagasmiða. „Þeir nota oft stóra hljóma og eru óhræddir við að vera með flókinn hljómagang. Ég hef leitast við að nota svipaðar aðferðir við mínar laga- smíðar. Maður æfist auðvitað með tímanum og þegar ég sest við hljóðfæri til að semja byrja ég yfirleitt ósjálfrátt að spila í þessari afslöppuðu hrynjandi bossanova-tónlistar, eins og ég hafi verið Brasilíumaður í fyrra lífi.” Flest lögin á plötunni voru samin fyrir sex til sjö árum en inn á milli eru lög sem teygja sig allt aftur á 9. ára- tuginn. Spurður hvort hann láti renna jafn lengi í kerið fyrir næstu plötu segist Ingvi Þór ekki viss. „Satt að segja ætlaði ég að láta þetta gott heita en maður hefur séð það hjá mörgum að slík áform ganga oft ekki upp. En ég hugsa að ég taki mér gott hlé eftir þetta, þetta er stór útgáfa og hefur tekið mikið á. Ef ég nenni að gefa út aðra plötu einhvern tímann yrði hún kannski „instrúmental“. bergsteinn@frettabladid.is INGVI ÞÓR KORMÁKSSON: GEFUR ÚT PLÖTU Í TILEFNI AF SEXTUGSAFMÆLI Kannski brasilískur í fyrra lífi INGVI ÞÓR Heyrði fyrst bossanova-tónlist fimmtán ára gamall og varð hugfanginn af hrynjand- inni og hljómaganginum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EGILL HELGASON sjónvarpsmaður er 53 ára „Ég tel að það sé miklu betra að byrja sem skrifandi blaðamaður. Ég er mikið á móti því að fólk byrji í sjónvarpi eða bara með míkrófóninn. Hitt er svo miklu betri skóli. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.