Fréttablaðið - 03.12.2012, Síða 10

Fréttablaðið - 03.12.2012, Síða 10
3. desember 2012 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Á R N A S Y N IR util if. is MEINDL GÖNGUSKÓR GÆÐI Í GEGN ÚRVALIÐ ER Í ÚTILÍF. Hvað kemur þú mörgum stórborgum undir tréð í ár? 22.900 kr. Verð frá Flug fram og til baka ásamt sköttum og gjöldum Gjöf á heimsmælikvarða WOW gjafakortið er einstök jólagjöf og gildir sem flugmiði fram og til baka með möguleika á tengiflugi um allan heim. Þú færð WOW gjafakortið á wow.is. Höfðatún 12 105 Reykjavík 590 3000 wow@wow.iswww.wow.is HART BARIST Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Sigmundur og Höskuldur takast á. Þeir vildu báðir verða formaður flokksins árið 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STJÓRNMÁL Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram- sóknarflokksins, hafði auðveldan sigur í kosningu um efsta sætið á lista flokksins í Norðausturkjör- dæmi á tvöföldu kjördæmisþingi í Mývatnssveit á laugardag. Sigmundur, sem er sitjandi þing- maður Reykvíkinga, hlaut tæp 63 prósent atkvæða í efsta sæti listans en þingmaðurinn Höskuldur Þór- hallsson um 35 prósent. Þegar þetta varð ljóst ákvað Höskuldur að gefa kost á sér í annað sætið og hlaut þar örugga kosningu, eða um 67 prósent atkvæða. Sjö sóttust eftir öðru sætinu á listanum. Höskuldur kveðst sáttur við niðurstöðuna. „Ég er bara mjög ánægður með þá kosningu sem ég fékk í fyrsta sætið. Þetta er tölu- vert meira en ég gerði mér vænt- ingar um í ljósi þess að ég var að keppa við formann flokksins,“ sagði hann í samtali við Vísi í gær. Kosningin í fyrsta sætið hafi verið mjög viðunandi. „En ég get ekki verið annað en mjög glaður með þá yfirburðakosningu sem ég fékk í annað sætið.“ Sigmundur Davíð var líka hæst- ánægður og kveðst ekki hafa áhyggjur af því að erfitt verði að vinna með Höskuldi eftir kosning- arnar. „Þvert á móti. Ég hef rætt við Höskuld og það er allt í góðu á milli okkar. Við stóðum í þessari kosningabaráttu saman og það fer vel á með okkur,“ sagði Sigmundur Davíð við Vísi. - sh Höskuldur Þórhallsson sáttur við annað sætið: Sigmundur lagði Höskuld auðveldlega 1. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son alþingismaður, Reykjavík 2. Höskuldur Þór Þórhallsson alþingismaður, Akureyri 3. Líneik Anna Sævarsdóttir skólastjóri, Fáskrúðsfirði 4. Þórunn Egilsdóttir, odd- viti, bóndi og verkefnisstjóri, Vopnafirði 5. Hjálmar Bogi Hafliðason kenn- ari, Húsavík 6. Guðmundur Gíslason háskóla- nemi, Fljótsdalshéraði Sex efstu SVEITARSTJÓRNIR Fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir árið 2013 var sam- þykkt í bæjarstjórn í síðustu viku. Meirihluti Sjálfstæðisflokks, Lista Kópavogsbúa og Framsóknarflokks segir aðhald í rekstri einkenna fjár- hagsáætlunina en á sama tíma sé haldið uppi öflugu þjónustustigi með hag barnafjölskyldna að leið- arljósi. Fulltrúar Samfylkingar og VG segja álögur á fjölskyldufólk í bænum hækka. Meirihlutinn segir breyting- ar á þjónustugjöldum innan verð- lagsbreytinga. „Áætlunin er breið sátt um að minnka álögur á fólk- ið í bænum og byggja upp sam- félag þar sem byggt er á frum- kvæði og elju- semi, hvetja til uppbyggingar og athafna, en ekki eingöngu boðið upp á niðurdrep- andi og íþyngj- andi álögur sem taka mátt frá einstaklingum og fjöl- skyldum af öllum stærðum og gerð- um,“ bókaði meirihlutinn. Á framkvæmdaáætlun bæjarins á næsta ári er meðal annars bygging leikskóla í Austurkór, sambýli fatl- aðra í Austurkór, hjúkrunarheimilis í Boðaþingi og reiðskemmu á Kjóa- völlum. „Sérstök gæluverkefni meirihlut- ans eru sett í forgang svo sem bygg- ing stærstu reiðhallar á Íslandi, glæsibygging Skógræktarfélagsins í Guðmundarlundi, jólaskreytingar og árshátíð fyrir starfsfólk bæjar- ins. Bæjarfulltrúar meirihlutans telja þau verkefni mikilvægari en að koma til móts við þá bæjarbúa sem höllustum fæti standa,“ segir í bókun Samfylkingar og VG. - gar Fjárhagsáætlun var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs: Breið sátt um minni álögur ÁRMANN KR. ÓLAFSSON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.