Fréttablaðið - 03.12.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.12.2012, Blaðsíða 10
3. desember 2012 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Á R N A S Y N IR util if. is MEINDL GÖNGUSKÓR GÆÐI Í GEGN ÚRVALIÐ ER Í ÚTILÍF. Hvað kemur þú mörgum stórborgum undir tréð í ár? 22.900 kr. Verð frá Flug fram og til baka ásamt sköttum og gjöldum Gjöf á heimsmælikvarða WOW gjafakortið er einstök jólagjöf og gildir sem flugmiði fram og til baka með möguleika á tengiflugi um allan heim. Þú færð WOW gjafakortið á wow.is. Höfðatún 12 105 Reykjavík 590 3000 wow@wow.iswww.wow.is HART BARIST Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Sigmundur og Höskuldur takast á. Þeir vildu báðir verða formaður flokksins árið 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STJÓRNMÁL Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Fram- sóknarflokksins, hafði auðveldan sigur í kosningu um efsta sætið á lista flokksins í Norðausturkjör- dæmi á tvöföldu kjördæmisþingi í Mývatnssveit á laugardag. Sigmundur, sem er sitjandi þing- maður Reykvíkinga, hlaut tæp 63 prósent atkvæða í efsta sæti listans en þingmaðurinn Höskuldur Þór- hallsson um 35 prósent. Þegar þetta varð ljóst ákvað Höskuldur að gefa kost á sér í annað sætið og hlaut þar örugga kosningu, eða um 67 prósent atkvæða. Sjö sóttust eftir öðru sætinu á listanum. Höskuldur kveðst sáttur við niðurstöðuna. „Ég er bara mjög ánægður með þá kosningu sem ég fékk í fyrsta sætið. Þetta er tölu- vert meira en ég gerði mér vænt- ingar um í ljósi þess að ég var að keppa við formann flokksins,“ sagði hann í samtali við Vísi í gær. Kosningin í fyrsta sætið hafi verið mjög viðunandi. „En ég get ekki verið annað en mjög glaður með þá yfirburðakosningu sem ég fékk í annað sætið.“ Sigmundur Davíð var líka hæst- ánægður og kveðst ekki hafa áhyggjur af því að erfitt verði að vinna með Höskuldi eftir kosning- arnar. „Þvert á móti. Ég hef rætt við Höskuld og það er allt í góðu á milli okkar. Við stóðum í þessari kosningabaráttu saman og það fer vel á með okkur,“ sagði Sigmundur Davíð við Vísi. - sh Höskuldur Þórhallsson sáttur við annað sætið: Sigmundur lagði Höskuld auðveldlega 1. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son alþingismaður, Reykjavík 2. Höskuldur Þór Þórhallsson alþingismaður, Akureyri 3. Líneik Anna Sævarsdóttir skólastjóri, Fáskrúðsfirði 4. Þórunn Egilsdóttir, odd- viti, bóndi og verkefnisstjóri, Vopnafirði 5. Hjálmar Bogi Hafliðason kenn- ari, Húsavík 6. Guðmundur Gíslason háskóla- nemi, Fljótsdalshéraði Sex efstu SVEITARSTJÓRNIR Fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir árið 2013 var sam- þykkt í bæjarstjórn í síðustu viku. Meirihluti Sjálfstæðisflokks, Lista Kópavogsbúa og Framsóknarflokks segir aðhald í rekstri einkenna fjár- hagsáætlunina en á sama tíma sé haldið uppi öflugu þjónustustigi með hag barnafjölskyldna að leið- arljósi. Fulltrúar Samfylkingar og VG segja álögur á fjölskyldufólk í bænum hækka. Meirihlutinn segir breyting- ar á þjónustugjöldum innan verð- lagsbreytinga. „Áætlunin er breið sátt um að minnka álögur á fólk- ið í bænum og byggja upp sam- félag þar sem byggt er á frum- kvæði og elju- semi, hvetja til uppbyggingar og athafna, en ekki eingöngu boðið upp á niðurdrep- andi og íþyngj- andi álögur sem taka mátt frá einstaklingum og fjöl- skyldum af öllum stærðum og gerð- um,“ bókaði meirihlutinn. Á framkvæmdaáætlun bæjarins á næsta ári er meðal annars bygging leikskóla í Austurkór, sambýli fatl- aðra í Austurkór, hjúkrunarheimilis í Boðaþingi og reiðskemmu á Kjóa- völlum. „Sérstök gæluverkefni meirihlut- ans eru sett í forgang svo sem bygg- ing stærstu reiðhallar á Íslandi, glæsibygging Skógræktarfélagsins í Guðmundarlundi, jólaskreytingar og árshátíð fyrir starfsfólk bæjar- ins. Bæjarfulltrúar meirihlutans telja þau verkefni mikilvægari en að koma til móts við þá bæjarbúa sem höllustum fæti standa,“ segir í bókun Samfylkingar og VG. - gar Fjárhagsáætlun var samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs: Breið sátt um minni álögur ÁRMANN KR. ÓLAFSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.