Fréttablaðið - 03.12.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.12.2012, Blaðsíða 18
FÓLK| B yrgi af alls kyns stærðum og gerðum hafa verið smíðuð í gegnum tíðina fyrir fólk til að forða sér í undan hættum af ýmsu tagi. SPRENGJUSKÝLI (E. BOMB SHELTER) Sprengjuskýli eru hvers konar byrgi sem vernda fólk fyrir áhrifum sprengja. Mismunandi tegundir af skýlum vernda gegn mismunandi árásum og styrk sprengja. Til dæmis eru loftvarnar- byrgi (e. air-raid shelter) hönnuð til að vernda fólk gegn sprengjum sem varpað er úr flugvélum á stóru svæði. Þessi byrgi voru algeng í seinni heims- styrjöldinni. Sérstök skýli eru til sem vernda fólk fyrir geislavirkni (e. fallout shelter). Þau eru með sérstaklega þykka veggi sem eru gerðir úr efni sem ætlað er til að hindra geislavirkni frá ofanfalli sem verður eftir að kjarnorkusprengja fellur. Mörg þannig skýli voru byggð á tímum kalda stríðsins til að vernda borgara. Enn önnur gerð af sprengjuskýlum (e. blast shelter) verndar gegn hefð- bundnari sprengjum. Megintilgangur þeirra er að veita vörn fyrir höggbylgj- um og þrýstingi. Þessi skýli eru bæði ætluð til verndar almennum borgurum og notuð í hernaði. STORMSKÝLI (E. STORM SHELTER) Stormskýli eða stormkjallari er neðanjarðarbyrgi sem er hannað til að vernda fólk frá óveðri, sérstaklega hvirfilbyljum. Stormkjallararnir eru algengir í miðríkjum Bandaríkjanna og suðausturhluta landsins þar sem hvirfilbyljir eru tíðir. Skýlin eru neðanjarðar og byggð úr steypu, múrsteinum og sérstaklega styrkt með járni til verndar. Storm- skýlin eru yfirleitt ekki tengd íbúðar- húsum vegna þess að það er ekki talið öruggt. Dæmigert stormskýli fyrir eina fjölskyldu er byggt það nálægt heimili hennar að auðvelt er að komast þang- að í neyðartilvikum en ekki svo nálægt húsinu að húsið eða brak úr því geti fallið ofan á hurð skýlisins þannig að fólkið lokist þar inni. Af sömu ástæðu eru hurðir skýlanna yfirleitt hafðar í hallandi stöðu frekar en alveg láréttar. Þá er auðveldara að opna þær þótt brot eða brak sé ofan á þeim. ÖRYGGISKLEFI (E. PANIC ROOM) Öryggisklefar eru sérstök rammgirt herbergi á heimilum eða í fyrirtækjum sem eru ætluð til að veita skjól eða vera felustaður fyrir íbúana þegar inn- brot, hvirfilbylur eða önnur ógn steðjar að. Slíkir öryggisklefar eru yfirleitt búnir einhvers konar samskiptatækjum svo hægt sé að vera í sambandi við lög- regluyfirvöld. Einföldustu öryggisklefarnir eru nokkurs konar skápar með sérstaklega útbúnum lásum og hurðum sem eiga að þola barsmíðar og fleira. Í sumum húsum eru göng eða einhvers konar útgangur úr öryggisklefanum á þaki hússins. Dýrari tegund öryggisklefa, sem eru byggðir í húsum frægra kvikmynda- stjarna og ríkisbubba, hafa sérstaklega styrkta veggi og hurðir. Oft er stál og skothelt gler notað í þá klefa. Sumir þeirra hafa sérstakt loftræstikerfi og símatengi. Í kvikmyndinni Panic Room frá árinu 2002 með Jodie Foster í aðalhlutverki flýr aðalpersóna myndarinnar og dóttir hennar í öryggisklefa hússins þegar þjófar brjótast inn á heimilið og verður það þeim til bjargar. HEIMILI ■ ÍRSK HÖNNUN Írski textílhönnuðurinn Claire- Anne O‘Brien hefur hannað hús- gagnalínu úr breskri ull. Línan nefnist Olann og samanstendur aðallega af stólum, bekkjum og kollum. Ullin er fléttuð og hnýtt og fyrirmyndin veðihnútar og fléttaðar bastkörfur. Húsgögnin eru ekki fyllt með pólýester og svampi eins og algent er heldur kókoshnetu- trefjum, ull og fjöðrum. Pastellitir eru nokkuð áber- andi hjá hönnuðinum en einnig karrýgult og appelsínugult. FLÉTTAÐIR ULLARKOLLAR Veiðihnútar og bastkörfur innblástur ATHVARF Neðanjarðar sprengjuskýli í Lettlandi frá tímum kalda stríðsins. ÖRUGGUR STAÐUR TIL AÐ VERA Á GOTT SKJÓL Alls kyns öryggisskýli eru víða nauðsynleg til verndar gegn vá af hvers kyns tagi. Sprengjur, stormur og innbrotsþjófar geta ógnað öryggi fólks og gott að hafa stað til að flýja á þegar hættur steðja að. KALT STRÍÐ Skýli frá sjöunda áratugnum sem ætlað var til verndar gegn kjarnorkusprengingu. Þess konar skýli voru vel útbúin og ætluð til að íbúar gætu verið þar í töluverðan tíma. NORDIC PHOTO/GETTY Þessi auglýsing er kostuð af: SKEMMTUN SEM SKIPTIR MÁLI Í OPINNI DAGSKRÁ Á STÖÐ 2 HÉR FÆRÐU RAUÐU NEFIN: Hagkaup, Bónus, MP banki, Te og Kaffi, Domino’s. www.unicef.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.