Fréttablaðið - 17.12.2012, Page 1
FRAMKVÆMDIR „Þetta er stærsta
framkvæmd sem við höfum boðið
út í langan tíma,“ segir Óskar
Valdimarsson, forstjóri Fram-
kvæmdasýslu ríkisins sem sótt
hefur um byggingarleyfi fyrir Húsi
íslenskra fræða við Suðurgötu.
Áætlaður byggingarkostnaður
nýja háskólahússins er ríflega þrír
milljarðar króna. Ríkið leggur til
2,4 milljarða. Afgangurinn kemur
úr sjóðum Happdrættis Háskóla
Íslands. Húsið er byggt samkvæmt
verðlaunahönnun Hornsteina frá
árinu 2008. „Við skrifuðum undir
hönnunarsamninginn viku eftir
að Geir Haarde bað guð að blessa
Ísland. Þetta var pínulítið ljós í
myrkrinu þá,“ segir Óskar.
Að þessu verkefni meðtöldu eru
fimm stórverk á leið í útboð hjá
Framkvæmdasýslunni fram á vor.
Hin eru fangelsi á Hólmsheiði fyrir
2,5 milljarða, Stofnun Vigdísar
Finnbogadóttur fyrir 1,5 milljarða
og tvö snjóflóðaverkefni; upp á 900
milljónir króna á Siglufirði og 300
milljónir á Fáskrúðsfirði.
„Þessi fimm verkefni eru yfir
átta milljarðar. Það er alveg hell-
ingur enda voru verktakarnir
ánægðir,“ segir Óskar sem í gær
kynnti þeim stöðuna fram undan
hjá Framkvæmdasýslunni á fundi
með Samtökum iðnaðarins.
Óskar segir Hús íslenskra fræða
verða boðið út um leið og fjár-
lög hafi verið samþykkt. Í húsinu
verður Stofnun Árna Magnús sonar
í íslenskum fræðum og íslensku-
skor Háskóla Íslands. Verk tíminn
er ætlaður þrjú ár og raunhæft er
að húsið verði tekið í fulla notkun
vorið 2016.
Sjálf byggingin verður spor-
öskjulaga. Utan um bygginguna
verður stálhjúpur og á honum verða
ýmis tákn tengd handritunum, ger-
semum íslensku þjóðarinnar sem
geymd verða í kjallara hússins.
„Jarðvatnið stendur það hátt að
við vorum í vandræðum með að
það færi upp á kjallaraveggina –
sem við viljum alls ekki þar sem
handritin eru fyrir innan. Þannig
að við gerðum mjög vistvæna
lausn og leiðum allt þetta jarðvatn
undir Suðurgötuna og niður í Tjörn
þannig að endurnar þar fái ferskara
og betra vatn,“ segir Óskar.
- gar
FRÉTTIR
FASTEIGNIR.IS17. DESEMBER 201248. TBL.
Heimili Fasteignasala kynnir: Breiðahvarf, glæsilegar sérhæðir í fjórbýlishúsi afhentar
fullbúnar án gólfefna.
U m er að ræða fjórbýlishús á tveimur hæðum auk kjallara. Aðkoma að íbúðum er um úti-tröppu frá sameiginlegu bílastæði. Sérafnota-reitur, um 40 fm, fylgir öllum íbúðum og er aðgengi frá íbúðum á annarri hæð að sérafnotareitum um úti-stiga frá veggsvölum við stofur. Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla er í kjallaranum.Íbúðirnar eru 185-205 fm og skiptast í þrjú rúm-góð herbergi. Þar af er hjónaherbergi með sérbaðher-bergi. Stór stofa, borðstofa og eldhús, alls rúmlega 50 fm. Þvottahús er innan íbúðar.Íbúðirnar eru einangraðar og pússaðar að innan, veggir og loft sandspörsluð og gólf vélslípuð. Veggir í kringum bað eru úr rakaþolnu gipsi en aðrir léttir veggir úr tvöföldu venjulegu gipsi. Hitakerfi er blanda af hefðbundnu ofnakerfi og hita í gólfi. Inntök vatns og rafmagns eru í inntaksrými í kjallara. Hita-kerfi er lokað kerfi, heitt neysluvatn er á forhitara. Allir veggir eru fullmálaðir í ljósum lit. Lagt er fyrir sjónvarp og síma í hverju herbergi, ísteyptar dósir fyrir halógenlýsingu á ýmsum stöðum Gólf v ðflotuð tilbúin undir gólf f
er 270 cm. Guðbjörg Magnúsdóttir innanhússarkitekt
sér um alla hönnun og efnisval.Lóð verður með malbikuðum bílastæðum, frá-
gengin samkvæmt teikningu landslagsarkitekts en
án gróðurs. Húsið er steinsteypt og einangrað á h
bundinn hátt púss ð
Glæsiíbúðir við Breiðahvarf
Íbúðirnar eru 185-205 fm, hjónaherbergi er með sérbaðher-
bergi.
Suðurlandsbraut 22 | Opið mán. – fös. frá kl. 9–17 | www.heimili.is
Finnbogi
Hilmarsson
lögg. fasteignasali
Stefán Már
Stefánsson
sölufulltrúi Ásdís Írena
Sigurðardóttir
skjalagerð
Ruth
Einarsdóttir
sölufulltrúi
Bogi
Pétursson
lögg.fasteignasali
Gústaf Adolf
Björnsson
lögg. fasteignasali
Finndu okkur á Facebook
Erla Dröfn
Magnúsdóttir
lögfræðingur
Elín Viðarsdó r Lögg. fasteignasali Keilufell
elin@fasteignasalan.is Sími: 695 8905
Vegna
mikillar sölu vantar eignir
á skrá
Einbýli innst í botnlanga 5 herbergja, 175,6 fm
Endurnýjað eldhús og bað Stór verönd
Vel viðhaldin eign
SKIPTI Á MINNI EIGN
39,9 m.
FRÍTT VERÐMATHRINGDU NÚNA
Sylvía G. Walthersdóttirsylvia@re
820 8081
Haukur Halldórsson, hdl.Löggiltur fasteignasali
VIKA TIL JÓLA
Það styttist óðum til jóla og líklegast hafa margir notað
nýliðna helgi til skreytinga. Opið er í verslunum til tíu á
kvöldin, sem margir notfæra sér. Ágætt ráð er að klára allt
sem gera þarf í vikunni og nota næstu helgi til að njóta fjöl-
breytts listalífs.
Kammerkór Háteigskirkju heldur óskalagatónleika miðvikudaginn 19. desember í Háteigskirkju.
Áhugasömum hefur gefist kostur undan-
farnar vikur á að senda óskalög á Kára
Allanson, organista og kórstjóra Há-
teigskirkju, og nú hefur hann sett saman
17 laga söngdagskrá. Hann segir þetta
vera í fyrsta skiptið sem slíkir tónleikar
séu haldnir í Háteigskirkju g að til-
hlökkun kórmeðlima sé mikil. „Hug-
myndin að tónleiku um er fengin að
láni há Eyþóri Inga Jónssyni, organista
á Akureyri. Hann hefur haldið sambæri-
lega orgeltónleika sem tókust mjög vel
og voru virkilega skemmtilegir. Þar spil-
aði hann ýmis óskalög, meðal annars
LÝÐRÆÐISVÆDD
TÓNLEIKAUPPLIFUN
HÁTEIGSKIRKJA KYNNIR Óskalagatónleikar verða haldnir í Háteigskirkju í næstu viku. Tónleikagestir velja sjálfir lögin sem sungin eru.
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Mánudagur
16
2 SÉRBLÖÐ
Fólk | Fasteignir
Sími: 512 5000
17. desember 2012
296. tölublað 12. árgangur
Fórnarlamba minnst
Enn er fátt vitað um tilefni fjölda-
morðanna í Connecticut á föstudag.
Morðin hafa enn á ný vakið harðar
deilur um byssueign almennings. 4
Íslensk frímerki Þýskir frímerkja-
safnarar eru áhugasamir um íslensk
frímerki. Hægt er að láta búa til sitt
eigið frímerki á vefnum. 2
Hættulegar gönguleiðir Öryggi
gangandi vegfarenda er minnst á
Íslandi af öllum Norðurlöndunum.
Merkingar eru oft misvísandi. 8
Stofnun um mannréttindi Unnið
er að stofnun sérstakrar mann-
réttinda stofnunar á Íslandi. 10
Við skrifuðum undir
hönnunarsamninginn
viku eftir að Geir Haarde
bað guð að blessa Ísland.
Þetta var pínulítið ljós í
myrkrinu þá.
Óskar Valdimarsson
forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins.
SKOÐUN „Málþóf er sjálfsofnæmi
þingræðisins,“ skrifar Guðmundur
Andri Thorsson. 17
MENNING Óskabörn ógæfunnar
frumsýna jólasýninguna Nóttin var sú
ágæt ein í kvöld. 30
SPORT Þórir Hergeirsson náði ekki
að gera norska handboltalandsliðið
að Evrópumeisturum í gær. 40
OPIÐ TIL
Í KVÖLD
DAGARTIL JÓLA
L O K K A N D I
Sölutímabil 5.-19. desember
Sölustaðir á
kaerleikskulan.is
S T Y R K TA R F É L A G L A M A Ð R A
O G F AT L A Ð R A
Stærsta framkvæmd
frá hruni boðin út
Hús íslenskra fræða á að kosta rúma þrjá milljarða. Fer í útboð um leið og fjárlög
hafa verið samþykkt á Alþingi. Verktakar ánægðir með útlitið, segir forstjóri Fram-
kvæmdasýslunnar. Fimm stórverk fyrir átta milljarða á leið í útboð fram á vor.
Bolungarvík 0° NA 9
Akureyri -1° NA 6
Egilsstaðir 0° N 8
Kirkjubæjarkl. 0° NNA 5
Reykjavík -2° NA 6
Bjart sunnanlands en snjókoma eða
slydda norðan og austan til. Allhvasst
með austurströndinni en annars fremur
hægur vindur. 4
YS OG ÞYS Það var nóg um að vera í Kolaportinu í gær, nú þegar jólaösin nálgast hápunkt sinn þetta árið. Vöruúrvalið er
gríðarlegt í Kolaportinu og hægt að kaupa ýmislegt. Þessi kaupmaður selur til dæmis myndskreyttar flíkur og ljósaskilti í öllum
regnbogans litum. Markaðurinn er opinn um næstu helgi en svo ekkert fyrr en á nýju ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Prentmiðlakönnun Capacent Gallup. 18-49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Meðallestur á tölublað, jan.-júní 2012.
92%
Auglýsing í Fréttablaðinu nær
til yfir 92% lesenda blaðanna
Lesa bara
Morgunblaðið
8%
Lesa bæði
Fréttablaðið og
Morgunblaðið
28%
Yfirburðir
Fréttablaðsins
staðfestir!
Lesa bara
Fréttablaðið
64%
ALÞINGI Forseti Alþingis, Ásta
Ragnheiður Jóhannesdóttir, hittir
þingflokksformenn klukkan tíu
í dag þar sem
reynt verður að
ná samkomu-
lagi um jólafrí
Alþingis. Enn
er ósamið um
þinghlé en
aðeins eru þrír
dagar eftir á
starfs áætlun
þingsins á
þessu ári. Ásta
Ragnheiður ræddi við þingflokks-
formenn í gær.
„Ég átti óformlegt spjall við
formenn og einhverjir töluðu
saman. Við verðum að sjá hvað
gerist klukkan tíu í fyrramálið [í
dag],“ segir Ásta. Hún getur ekki
útilokað að þing komi saman á
milli jóla og nýárs. „Vonandi tekst
okkur að klára þetta fyrir jól. Ég
stefni að því.“ - kóp
Fundað um þinghlé í dag:
Reynt að klára
þing fyrir jól
ÁSTA R. JÓHANN-
ESDÓTTIR
BANDARÍKIN, AP Öldungadeildar-
þingmaðurinn John Kerry þykir
æ líklegri sem arftaki Hillary
Clinton í emb-
ætti utan-
ríkisráðherra
Bandaríkjanna.
Hann er
yfirmaður
utan ríkis-
málanefndar
öldungadeildar-
innar og hefur
ferðast mikið
til Afganistans
og Pakistans.
Clinton hefur fyrir löngu lýst
því yfir að hún ætli ekki að vera
annað kjörtímabil í embættinu.
Hún hefur undanfarið verið að
jafna sig eftir heilahristing sem
hún fékk þegar leið yfir hana á
heimili hennar í síðustu viku. - gb
Clinton hættir um áramótin:
Kerry þykir æ
líklegri arftaki
JOHN KERRY