Fréttablaðið - 17.12.2012, Side 2

Fréttablaðið - 17.12.2012, Side 2
17. desember 2012 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Brynjólfur, af hverju stafa óvinsældir stafafurunnar? „Sjálfsagt stenst stafafuran ekki stórtæka sveppinn.“ Brynjólfur Jónsson skógræktarfræðingur bendir á að íslensk stafafura sé góður jólatrjákostur, sérstaklega þegar átusveppur leggst á útlendan normannsþin. SPURNING DAGSINS FÓLK Ef marka má númera- standinn í pósthúsinu í Austur- stræti eru frímerkjasafnarar burðarás í starfsemi Íslands- pósts. Þar eru tveir valkostir í boði þegar númer er tekið fyrir þjónustu; almenn þjónusta og frí- merkjasafnarar. Vilhjálmur Sigurðsson, forstöðu- maður frímerkjasölu hjá Íslands- pósti, segir að mest úrval sé fyrir frímerkjasafnara í Austur stræti, enda margir ferðamenn þar á ferð. Frímerkja söfnurum fari hins vegar fækkandi. „Því miður er lítið um endur- nýjun í þessu hobbýi, enda hefur unga kynslóðin önnur áhuga- mál eins og tölvur og tölvuleiki,“ segir Vilhjálmur. Þá sé miklu minna af pósti með frí merkjum í umferð og fyrirtæki farin að vélstimpla umslög. „Fyrst og síðast söfnuðu menn þessu af því að þetta var á öllum umslögum áður fyrr.“ Íslandspóstur rekur þó enn sér- staka frímerkjadeild. Frímerkja- salan varð til 1930 og þar starfa tíu manns við að gefa út frí- merki og selja til safnara í yfir 85 löndum. Íslensk frímerki eru sérstaklega vinsæl í Þýskalandi. Reynt hefur verið að blása lífi í áhuga á frímerkjum með Merki- lega klúbbnum, en í honum eru nú á bilinu 600 til 700 börn. „Við gefum út upplýsingablað í 13 þúsund eintökum, þannig að það er enn áhugi fyrir þessu. Það fer þó sennilega að síga á seinni- hlutann hvað þessa uppfinn- ingu frá 1840, sem frímerkið er, varðar.“ kolbeinn@frettabladid.is „Þetta er mjög vinsælt, en þetta er náttúru- lega lúxusvara og það þarf að borga meira fyrir frímerkið,“ segir Ágústa Hrund Stein- arsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts, en hægt er að láta prenta frímerki eftir fjölskyldumyndum eða hvaða myndum sem verða vill. „Þetta gefur extra „töts“ á umslagið og gerir það persónulegra. Það er merkilegt að vera á frímerki.“ Fyrirtækið hefur boðið upp á þessa þjónustu í nokkur ár og Ágústa segir að vinsælast sé að setja fjölskyldumyndir á frímerkin, eða myndir af gæludýrum. Þá er einn viðskiptavinur duglegur að setja myndir af formúlubílum á frímerkin, að sögn Ástu. „Þá kom beiðni um að fá mynd af Hitler á frímerki, en það var ekki leyft.“ Vildi Hitler á frímerki en fékk ekki ÁGÚSTA HRUND STEINARSDÓTTIR Formúlubílar, börn og dýr á frímerkin Sex milljónir íslenskra frímerkja eru gefnar út á hverju ári. Eru vinsæl hjá söfn- urum víða um heim. Frímerkjasafnarar fá sérstaka þjónustu í pósthúsinu í Austur- stræti, en þeim hefur fækkað mikið. Nú er hægt að láta búa til sitt eigið frímerki. EGYPTALAND, AP Stuðningsmenn Mohammeds Morsi Egyptalandsforseta fullyrtu í gær að ný stjórnar- skrá hefði verið samþykkt í fyrri umferð þjóðarat- kvæðagreiðslu á laugardaginn. Sjö egypsk mannréttindasamtök segja þó eftir- liti með kosningunum hafa verið ábótavant. Þess vegna verði að endurtaka fyrri umferðina og gæta þess að sömu mistök verði ekki gerð í seinni umferð, sem haldin verður 22. desember. „Eru kosningar sem haldnar eru án fullnægjandi eftirlits dómsyfirvalda, með takmörkuðum öryggis- ráðstöfunum og öllu því ofbeldi og lögbrotum sem við höfum orðið vitni að leiðin til stöðugleika eða leikur að örlögum landsins?“ spurði Mohammed el Baradei, einn þekktasti leiðtogi umbótahreyfingar- innar í landinu, á Twitter-síðu sinni. Nærri tvö ár eru liðin síðan uppreisn almennings gegn stjórn Hosni Mubarak hófst í Egyptalandi, í beinu framhaldi af sams konar mótmælum í Túnis. Morsi tók við forsetaembættinu síðastliðið sumar og hefur reynt að hraða afar umdeildum stjórnar- skrárbreytingum. - gb Sjö mannréttindasamtök í Egyptalandi vilja endurtaka kosningu: Ný stjórnarskrá sögð samþykkt ATKVÆÐI TALIN Egyptar greiddu atkvæði í fyrri umferð um stjórnarskrá á laugardaginn. NORDICPHOTOS/AFP EVRÓPUMÁL Viðræður munu hefjast um tvo kafla, efnahags- og pen- ingamál og byggðastefnu, á ríkja- ráðstefnu Íslands og ESB sem fer fram í Brussel á morgun, þriðju- dag. Þetta herma heimildir Frétta- blaðsins en þá er einnig útlit fyrir að viðræðum ljúki með bráða- birgðasamkomulagi í kaflanum um samkeppnismál. Ríkjaráðstefnan á morgun er sú sjötta í röðinni og ef þróun mála verður með þessum hætti hafa viðræður hafist um 23 kafla af 33 og bráðabirgðasamkomulag náðst um ellefu. Samningsferlið gengur þannig fyrir sig að ESB-ríkin skila rýniskýrslu þar sem íslensk löggjöf er metin með tilliti til lagabálks ESB. Íslensk stjórnvöld og ESB leggja svo fram samningsafstöðu í hverjum kafla fyrir sig. Af hálfu Íslands liggur afstaða fyrir í 28 köflum og munu því fjórir kaflar standa út af eftir þessa ríkjaráðstefnu ef fram fer sem horfir. Viðræður hafa ekki enn hafist í veigamestu köflunum, það er sjávar útvegi og landbúnaði, en ESB hefur ekki enn skilað rýniskýrslu um sjávarútveginn. - þj 28 kafl ar í samningsferli Íslands og Evrópusambandsins eru afgreiddir þannig að afstaða Íslands liggur fyrir. Sjötta ríkjaráðstefna Íslands og Evrópusambandsins hefst á morgun: Tveir kaflar teknir til umræðu HAFNARFJÖRÐUR Bæjarráðs- fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna segja ekki grundvöll til að fara í viðræður um sam einingu við Kópavog og Garðabæ þar sem bæjarstjórn Garðabæjar hafi þegar hafnað hugmyndinni. Bæjarráðsfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins sögðu miður að um leitan Kópavogs um viðræður hefði verið hafnað án frekari skoðunar í hópi fulltrúa í Hafnarfirði. Í bæjar ráði Kópavogs tók fulltrúi VG í svipaðan streng. - gar Hafnarfjörður og Garðabær: Sameinast ekki Kópavogi í bráð SAFNARAR OG HINIR Frímerkjasafnarar fá sérstaka þjónustu í pósthúsinu við Austurstræti, sem og í höfuðstöðvum Íslandspósts. Um 13 þúsund manns fá sent upplýsingablað um frímerki frá fyrirtækinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐURKENNING Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, veitti í gær verðlaun og viðurkenningar í ratleik Forvarnardagsins. Athöfnin fór fram á Bessastöðum að viðstöddu fjölmenni. Verðlaunahafarnir eru grunn- og framhaldsskólanemendur frá Akranesi, Neskaupstað og Reykjavík. Forvarnardagurinn er haldinn árlega að frumkvæði forseta Íslands. Dagurinn byggir á niðurstöðum íslenskra rannsókna sem sýna hvaða ráð duga best til að koma í veg fyrir að ungmenni neyti fíkniefna. - sm Forseti veitti viðurkenningar í tilefni forvarnardagsins: Verðlaun afhent á Bessastöðum VERÐLAUNAHAFAR Aðalheiður Aðalsteinsdóttir úr Breiðholtsskóla, Daníel Eldar Jónsson úr Heiðarskóla í Leirársveit og Þorvaldur Marteinn Jónsson úr Nesskóla ásamt forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, á Bessastöðum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM PALESTÍNA Salaam Fayyad, for- sætisráðherra Palestínu, hefur hvatt samlanda sína til að snið- ganga vörur frá Ísrael í mót- mælaskyni við að ísraelsk stjórn- völd neita að láta af hendi skattfé sem venja er að Palestína hljóti. Ísraelsk stjórnvöld hættu við að láta féð af hendi eftir að stuðn- ingur við málstað Palestínu- manna varð víðtækari á alls- herjar þingi Sameinuðu þjóðanna í síðasta mánuði. Palestínumenn hafa hingað til nýtt peningana til að greiða laun opinberra starfsmanna. - sm Ísrael heldur að sér fé: Vilja sniðganga ísraelskar vörur VÍSINDI Tegund gerla sem uppgötv- aðist í vatni tuttugu metra undir yfirborði íshellunnar á Suður- skautslandinu gæti varpað ljósi á líf á öðrum hnöttum. Aðstæður í heimkynnum þessa lífvera eru ólíkar öllu öðru hér á jörð. Sólarljóss nýtur ekki, súrefni er af afar skornum skammti og seltumagn er afar hátt. Þess vegna þurfa gerlarnir að draga fram lífið á annan hátt, og er talið að ákveð- in efnahvörf myndi þá orku sem til þarf. Eru aðstæðurnar taldar líkjast því sem gæti verið á Mars og víðar í sólkerfinu, sem gefur von um að örverur finnist þar. - þj Líf á öðrum reikistjörnum?: Gerlar gefa von um upplýsingar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.