Fréttablaðið - 17.12.2012, Síða 4

Fréttablaðið - 17.12.2012, Síða 4
17. desember 2012 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4 BANDARÍKIN Adam Lanza var með nógu mikið af skotfærum til að myrða mun fleiri börn en hann gerði á föstudagsmorgun, þegar hann réðist inn í Sandy Hook- barnaskólann í smábænum New- town í Connecticut. Hann svipti sig lífi þegar fyrstu lögregluþjónarnir birtust eftir að hafa myrt tuttugu börn í tveimur skólastofum. Öll voru þau á aldrinum sex til sjö ára. Tólf þeirra voru stúlkur en átta drengir. Hann myrti einnig sex konur, þar á meðal skólastjórann Dawn Hochsprung og skólasál- fræðinginn Mary Sherlach. Vitni segja þær báðar hafa reynt að stöðva árásarmanninn. Tvö barnanna létust á sjúkra- húsi stuttu eftir árásina. Ein manneskja liggur særð á sjúkra- húsi og hefur rætt við lögreglu. Lanza notaðist við hálfsjálf virkan hríðskotariffil en hafði einnig tvær skammbyssur meðferðis. Árásin gekk hratt yfir og flest fórnarlömbin urðu fyrir fleiri en einu skoti. Allt að ellefu byssu- kúlur fundust í sumum líkanna. Í fyrstu var talið að árásar- maðurinn væri Ryan Lanza, 24 ára bróðir hins tvítuga Adams Lanza, en sá misskilningur stafaði af því að lögreglan fann skilríki Ryans á líki bróður hans í skólanum. Áður en Adam réðst inn í skól- ann byrjaði hann á því að myrða móður sína, Nancy Lanza, á heim- ili þeirra. Foreldrar Adams skildu árið 2008 og bjó hann hjá móður sinni, sem var með töluvert safn af skotvopnum á heimilinu. Hún er sögð hafa haft mikinn áhuga á byssum og reglulega farið með syni sína á skotæfingar. Faðir Adams, Peter Lanza, frétti ekki af gjörðum sonarins fyrr en hann kom heim til sín að loknum vinnudegi þar sem blaðamenn biðu hans. Í fjölmiðlum voru í fyrstu mis- vísandi frásagnir af því hvort það hefði verið faðir hans eða móðir sem Adam myrti. Þá reyndist ekk- ert hæft í því að móðir hans hefði verið kennari við skólann. Adam Lanza þótti afar einrænn og klaufalegur í samskiptum við fólk, en hafði aldrei komist í kast við lögin eða orðið til vandræða í skóla. Hann fékk góðar einkunnir, einkum í vísindagreinum, en átti það til að loka sig af eða láta sig hverfa og var þá oft kallað í móður hans til að ræða við hann. Enn hafa engar skýringar fengist á því hvað honum gekk til með því að myrða börn og konur í barnaskóla. Þeir sem þekktu til hans segja ekkert hafa bent til þess að hann væri ofbeldis- hneigður. Flestar skotárásir í bandarískum skólum síðustu ára- tugina hafa verið framdar af hlé- drægum einförum, sem ekki þóttu líklegir til slíkra voðaverka. gudsteinn@frettabladid.is Aldrei komist í kast við lög Enn er fátt vitað um tilefni fjöldamorðanna í Newtown á föstudag. Árásarmaðurinn Adam Lanza var með skil- ríki bróður síns á sér. Móðirin hafði mikinn áhuga á skotvopnum og fór reglulega með syni sína á skotæfingar. Barnamorðin í Connecticut hafa enn á ný vakið upp heitar deilur um byssueign almennings í Bandaríkjunum. Slíkar deilur vakna jafnan í kjölfar fjöldamorða af þessu tagi, sem hafa orðið æ tíðari síðustu ár og áratugi. Sterk hreyfing hefur verið fyrir því í Bandaríkjunum að það sé stjórnar- skrárvarinn réttur hvers manns að eiga skotvopn til að verja sig. Þessi hópur telur að lausnin á þessum vanda sé að fleira fólk fái sér byssur. Þannig sagði Louie Gohmert, þingmaður Repúblikanaflokksins, í viðtali við Chris Wallace á sjónvarpsstöðinni Fox: „Chris, ég vildi að hún hefði verið með M4 á skrifstofunni sinni,“ og átti þar við skólastjórann í Sandy Hook- barnaskólanum. Nú virðast þingmenn beggja flokka hins vegar ætla að láta reyna á hvort þingið muni loks samþykkja hertar reglur um byssueign. Tveir öldunga- deildarþingmenn, þau Joe Lieberman og Dianne Feinstein, segja kominn tíma á að banna almenna sölu stærri skotvopna, sem ætluð eru í hernað. Demókratinn Feinstein ætlar að leggja fram frumvarp þess efnis í byrjun þings á næsta ári og reiknar með stuðningi Baracks Obama forseta. Borgarstjórinn í New York, repúblikaninn Mike Bloomberg, hvetur einnig til þess að „þetta brjálæði“ verði stöðvað og skorar á stjórnvöld að setja strangar reglur um byssueign. Hann segir að áhrif samtaka byssu eigenda í bandarískum stjórnmálum séu gífurlega ofmetin: „Það er kominn tími til þess að forsetinn taki forystuna í þessu máli.“ Umdeild krafa um almenna byssueign SORG Í NEWTOWN Fjöldi manns hefur komið með blóm til minningar um hina látnu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ADAM LANZA Það var hinn tvítugi Adam Lanza sem framdi morðin, ekki 24 ára gamall bróðir hans, Ryan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP STJÓRNMÁL Björt Ólafsdóttir mun leiða lista Bjartrar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi þingkosningum. Hún hefur sagt af sér formennsku í Geðhjálp vegna framboðsins. Framboðslistar Bjartrar fram- tíðar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur liggja fyrir, en Róbert Marshall alþingismaður mun leiða lista flokksins í Reykjavík suður. Þetta staðfesti Atli Fannar Bjarkason, framkvæmdastjóri flokksins, við Fréttablaðið í gær. Óttarr Proppé verður í 2. sæti í Reykjavík suður og Heiða Kristín Helgadóttir í 2. sæti í Reykjavík norður. - bþh Framboð Bjartrar framtíðar: Björt og Róbert leiða í Reykjavík JAPAN, AP Shinzo Abe fær annað tækifæri til að stjórna Japan eftir að flokkur hans, Lýðræðis- legi demókrataflokkurinn, hlaut þingmeirihluta í kosningum sem haldnar voru um helgina. Abe var forsætisráðherra á árunum 2006 til 2007 en síðan þá hafa sex forsætisráðherrar setið í Japan. Abe heitir því að standa harður gegn Kínverjum í deilum ríkjanna um yfirráð yfir smá- eyjum í hafinu á milli þeirra. - gb Hægrimenn sigra í Japan: Abe kominn með meirihluta SHINZO ABE Fær annað tækifæri til að stjórna í Japan. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 227,2685 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 126,26 126,86 203,66 204,66 165,1 166,02 22,124 22,254 22,41 22,542 18,88 18,99 1,5083 1,5171 193,95 195,11 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR GENGIÐ 14.12.2012 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is MARKAÐUR NETHYL 2, ÁRBÆ ÓDÝR LEIKFÖNG OG GJAFAVARA LÍMMIÐAR ...................................... 100 KR GJAFAPAPPÍR ................................. 100 KR JÓLA- OG GJAFAPOKAR .............. 100 KR GAMLA GÓÐA MÚSÍKIN ...... 500-700 KR MIKIÐ ÚRVAL OG GOTT VERÐ OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 11-22 TIL JÓLA SÍMI 869-1522 Erum á Facebook Ingibjörg Karlsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Miðvikudagur Vaxandi austanátt, strekkingur eða hvasst sunnan til. BJARTVIÐRI verður sunnanlands í dag og á morgun en snjókoma eða slydda norðan til. Á miðvikudag vex vindur um sunnanvert land með rigningu en á sama tíma verður væntanlega úrkomulaust á norðanlands. 0° 9 m/s 0° 9 m/s -3° 6 m/s 1° 7 m/s Á morgun Fremur hæg norðlæg átt víða en hel- dur meiri vindur á Vestfj örðum. Gildistími korta er um hádegi 5° 1° 5° 3° 1° Alicante Aþena Basel 20° 17° 5° Berlín Billund Frankfurt 4° 4° 9° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 5° 3° 3° Las Palmas London Mallorca 23° 9° 18° New York Orlando Ósló 10° 26° 1° París San Francisco Stokkhólmur 10° 15° 1° 0° 5 m/s 3° 20 m/s 0° 8 m/s 1° 8 m/s -1° 6 m/s 0° 7 m/s -5° 6 m/s -1° 1° -1° 0° 0° STJÓRNSÝSLA Umhverfisráðherra hefur fram- lengt frest til að sækja um undanþágu frá ákvæðum nýrrar byggingarreglugerðar. Fresturinn átti að renna út um áramót en nú verður hægt að fá undanþágu til 15. apríl næstkomandi. Nýja byggingarreglugerðin tók gildi í febrúar síðastliðnum, og voru þar gerðar talsverðar breytingar á kröfum sem gerðar eru til húsbygginga. Ákvæði í reglu gerðinni, sem hagsmunaaðilar segja að myndu hækka byggingarkostnað um nærri 10 prósent að jafnaði, hafa verið afar umdeild, eins og Fréttablaðið hefur greint frá. Ný og uppfærð reglugerð hefur nú tekið gildi þar sem breytingar hafa verið gerðar til að koma til móts við óskir hagsmuna- aðila meðal annars um einangrun og rýmis- stærðir. Markmiðið með því að framlengja frestinn til að fá undanþágu frá reglugerðinni er að gefa frekara ráðrúm til samráðs við hags- munaaðila, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá umhverfisráðuneytinu. Mikið álag hefur verið á byggingarfulltrúa sveitarfélaganna undanfarið þar sem margir hafa sótt um að fá undanþágu áður en heim- ild til þess átti að falla úr gildi um áramót. - bj Umhverfisráðherra framlengir heimild til undanþágu frá byggingarreglugerð: Tíminn verður notaður í frekara samráð HÚSBYGGING Mikið álag hefur verið á byggingarfull- trúa sveitarfélaga þar sem frestur til að fá undan- þágu frá nýrri byggingarreglugerð átti að renna út um áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.